Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 27
27 Hinar ýmsu „stöður” Flugfeiðamálsins __hnlrjarpncztl irinn Föstudagur 7. nóvember 1980 Staöa mála i flugleiðinni yfir Atlantshafið ætti að vera öllum kunn hér á íslandi. Það er sú staða sem mest hefur verið rætt um i fjölmiðlum að undanförnu, siðan staðan eftirminnilega i samningamálunum hvarf af sjónarsviðinu. Staðan iFlugleiða- málinu er með tittumræddustu stöðum i landinu um langan tima. Staðan úti á Atlantshafi hefur verið svipuð um skeið. Slðan Carter gaf Flugfélögum sjálfræði I verðlagningu farmiða hefur staða flestra þeirra versnað, nema kannski þeirra allra stærstu, og flugfélaga á borð við strætisvagnastöð Freddie Lakers. Ronald Reagan var bent á I kosningabaráttunni að flug- félögin bæru sig ekki vel og hann ku hafa lofað að taka málið til Flugleiðamálið er að verða pólitiskur skollaleikur. gagngerrar endurskoðunar. Þaö er þvi kannski von á einhverri breytingu úr þeirri átt, þó ekki komi hún á næstunni, enda þykir sumum Carter hafa tjaldað til fárra nátta með ákvörðun sinni: Flest stóru flugfélaganna i Ev- rópu eru nefnilega rikiseign, og verða þvi rekin hvað sem það kostar, en fyrir vestan hugsa pen- ingamenn sig um tvisvar áður en þeir taka ákvörðun um að halda áfram flugi sem ekki borgar sig. Atlantshafsflugið gæti þessvegna fært næstum alfariö yfir á hendur Evrópskra flugfélaga. Ef taka má mark af islenskum fjölmiðlum hafa ráðamenn, bæði Flugleiða og landsins hugsað sig um að minnsta kosti tvisvar að undanförnu, og jafnan tjáð sig um málið á milli hugsana. Umræðan hefur ekki staðið um það á sið- ustu dögum hvort rikið eigi að styrkja Atlantshafsflugið, heldur miklu fremur hvort eitthvað nýtt hafi komið fram eða ekki, og þá hvað,og hvort beðið hafi verið um aðstoð eða hún boðin . af fyrra bragði. Hafa ekki aörir atburðir vakiö öllu meiri athygli en þegar Eyjólfur Konráð Jónsson hringdi i sjónvarpið til að mótmæla þvi sem samstarfsmaður hans úr fjárhags og viðskiptanefnd, Ólafur Ragnar Grimsson, sagði um vanda félagsins. Eða þegar áttu sér stað allnokkrar bréfa- sendingar milli Steingrims Her- mannssonar og Sigurðar Helga- sonar um það hvor þeirra ætti nú frumkvæðið að þessu öllu. Af þvi siöamefnda fer misjöfn- um sögum, eins og þvi fyrr- nefnda. Sumir úrröðum stjórnar- andstæðinga telja Steingrím hafa flækt málið óeðlilega mikið, svo mikið að það hafi kostað hann all- nokkra vinnu að komast á rétt spor aftur. Þeir segja að eftir að Luxemborgarviðræöunnrn lauk og ljóst varð að Flugieiðir vildu, samkvæmt ákvörðun hluthafa- fundar, halda Atlantshafsfluginu áfram, þá hafi hann á fundi boðið Sigurði Helgasyni og Erni Johnson uppá aðstoðina. Steingrlmssinnar telja það hins- vegar ekki vafamál að meö þeirri ákvörðun hluthafafundarins að halda áfram Ailantshafsfluginu hafi i raun veriö beðið um aðstoð, vegna þess að fyrir lá að af sliku flugi yrði ekki án hennar. Ljóst er að af bréfasendingum milli ráð- herrans og Sigurðar Helgasonar verður vart ráðið hver bað hvern um hvað. Upplýsingastreymið frá Flug- leiöum hefur reyndar þótt tregt alla tið frá þvi að almenningur fékk verulegan áhuga á fjárhags- stöðu fyrirtækisins. Svörin hafa þótt loðin og tviræð og þess vegna hafa allskonar kjaftasögur náð að festa rótum. Eða eru það ekki örugglega kjaftasögur? Þetta upplýsingaleysi hefur leitt til þess að Steingrlmur hefur oröið að biðja forstjórann itrekað um skýrari svör frá fyrirtækinu. Og það eru einmitt þau skýru svör sem hvað mesta fjaðrafokinu hafa valdið á siðustu dögum. Sem kunnugt er var lagt fyrir alþingi frumvarp frá rikisstjórn- inni um málefni flugleiöa. Allir liðir frumvarpsins hefjast á sömu orðum: „Rikisstjórninni er heim- ilt....”, — Það er heimildarfrum- Þar kom að þvi að kvikmynda- iðnaður Suður-Kaliforniu lagði Bandarikjunum til forseta. Draumaverksmiðjan Hollywood hefur framleitt draumaprins til að setjast að i Hvita húsinu og stjórna landinu. Ronald Reagan hefur stefnt markvisst að forsetaembætti Bandarikjanna i tólf ár, eöa frá þvi fyrra kjörtimabil hans i fylkisstjóraembætti Kaliforniu var hálfnað. Fyrir fjórum árum munaði ekki nema hársbreidd að honum tækist að ná útnefningu I forsetaframboð fyrir repúblikana frá Ford þáverandi forseta. Eftir ósigurinn á flokksþinginu hafði Reagan sig litt i frammi i þeirri kosningabaráttu og lét Ford ein- an um að fást við Jimmy Carter. Nú hefur Reagan lagt Carter að velli með miklum yfirburðum. í þvi naut hann dyggilegs stuðnings og gerðu ráöherrum erfitt fyrir að starfa að gagni. Afleiðingin var stjórnarferill sem varð þess vald- andi að Jimmy Carter hlaut fyrstur forseta siðan 1932 fall við tilraun til að endurtaka unninn kosningasigur og ná að sitja tvö kjörtimabil á forsetastóli. Þrengingar Carters i innan- landsmálum og á alþjóðavett- vangi veittu Reagan tækifæri til að fara i föt hans frá þvi 1976 og heyja á ný kosningabaráttu i nafni fólksins gegn óstandi i Washington. Lokaorö hans i sjón- varpseinvíginu við Carter voru fyrirheit um að létta oki rikis- stjórnarinnar af herðum þjóðar- innar, svo Bandarikin fengju blómstrað á ný eins og þeim væri eiginlegt. Leikarinn sem á ferli sinum i Hollywood kom fram i 50 B- myndum sýndi i hlutverki for- Ronald Reagan Forsetadraumur Reagans rætt- ist, veruleikinn tekur við Fords, sem studdi dyggilega gamlan keppinaut. 1 rauninni má segja, að sigur- sælu frambjóðendurnir i banda- risku forsetakosningunum 1976 og 1980 eigi það sameiginlegt, sem drýgst varð til að tryggja þeim sigurinn. Fyrir fjórum árum barðist Carter, litt þekktur fylkis- stjóri frá Georgiu, fyrir umboði fólksins til að valda umskiptum i Washington, koma þar á lagg- irnar eins góðri rikisstjórn og þjóðin á skilið, eins og hann orðaði það. Niðurstaðan varð, að Carter náði aldrei viðunandi tökum á stjórnartaumunum. For- setinn og Georgiumenn hans I Hvita húsinu lentu i illdeilum við þingið, erjum við embættiskerfið setaframbjóðanda einstakan hæfileika til að blanda saman draumi og veruleika. Orku- kreppan er að dómi Reagans imyndun ein hvað Bandarikin varðar. Til að brjótast út úr henni þarf ekki annað en aflétta hömlun rikisvaldsins af oliuvinnsiu, kola- grefti og kjarnorku verum. Sér i lagi veittist hann i kosninga- baráttunni að umhverfisverndar- reglum, og komst að þeirri niöur- stöðu að frá skógartrjám i Bandarikjunum stafaði langtum meiri mengun en öllum verk- smiðjum og farartækjum. Vandkvæði atvinnulifs og fjár- mála kveðst Reagan ætla að leysa með þvi að lækka skatta um tiu af hundraði þrjú ár i röð. Samtimis hyggst hann eyða halla á fjár- lögum, þótt útgjöld til hermála verði aukin eins og þörf gerist til að ná ótviræðum hernaðaryfir- burðum gagnvart Sovétrikjunum. Óstaðfestan samning við Sovét- rikin um takmörkun á fram- leiðslu langdrægra gereyðingar- vopna SALT II, telur Reagan alltof óhagstæöan Banda- rikjunum. Hyggst hann knýja sovétstjórnina til frekari tilslak- ana i nýjum samningaviðræöum með þvi að hóta henni ella vig- búnaðarkapphlaupi. Jafnframt reyndi hann I kosningabaráttunni aö koma sér i mjúkinn hjá banda- riskum bændum, með þvi að lýsa andstöðu við bannið sem Carter lagöi við kornútflutningi til Sovét- varp, sem þarfnast nánari úr- vinnslu. Þeirri úrvinnslu hefur fjárhags og viðskiptanefnd al- þingis verið að sinna að undan- förnu, samkvæmt ákvörðun al- þingis, eftir fyrstu umræðu um frumvarpið. I þeirri nefnd sitja fjórir menn, einn frá hverjum flokki—Eyjólfur Konráð Jóns- son frá Sjálfstæðisflokknum, Davið Aðalsteinsson, frá Fram- sóknarflokknum, ólafur Ragnar Grimsson frá Alþýðubandalagi og Kjartan Jóhannsson frá Alþýðu- flokki. Nefndin hefur að undanförnu kannað alla anga þessa máls, og mun skila áliti annað hvort i dag eða á morgun. Hún hefur kannað stöðu flugmála i heiminum, innanfélagsmál Flugleiöa, og m.a. rætt við fulltrúa starfs- mannafélaganna, fjárhagsstöðu félagsins, þróun sfðustu daga, ákvörðun Landsbankans um að- stoð og siðast en ekki sist hefur hún reynt að finna út hin réttu skilyrði til að setja Flugleiðum, nái frumvarpið fram að ganga. Hávaðinn yfir þvi hvort fjár- hagsstaða Flugleiða sé langtum verri, eða eins, og hún var sam- kvæmt fyrri upplýsingum félags- ins hlýtur að teljast pólitlskur leikur. Það er greinilega túlkunaratriði. Eyjólfur Konráð Jónsson sagði á miðvikudagskvöldið að varla væri hægt að tala um neina r nýjar upplýsingar hefðu komið fram. Málin hefðu bara skýrst, og ef eitthvað væri þá væri staða félagsins betri en hann hafði haldið. Kjartan Jóhannsson sagði ekki verulegt ósamræmi milli nýju upplýsinganna, og þess sem áður hefði komið fram. Stein- grimur Hermannsson tók I sama streng en lagði áhersluá að hinar nákvæmari upplýsingar um fjár- haginn bentu til þess að fjárhags- aöstoðin yrði að vera meiri fyrr en áætlað var. Hann var lika i vafa um hvort tólf milljónirnar sem um hafði verið rætt, myndu duga. Olafur Ragnar Grimsson sagði hinsvegar alveg ljóst að þessar upplýsingar sýndu aö fjárhags- vandinn væri miklu meiri nú þessar vikurnaren áður vartalið. INNLEND YFIRSÝN ERLEND rikjanna eftir innrás sovéska hersins i Afghanistan. Skýtur hér meira en litið skökku við, ef um það er aö ræða að lækka rostann i sovétmönnum. Reynslan sýnir að sovéska kerfið er tilvaliö til her- væðingar, sér i lagi framleiöslu á eldflaugum og kjarnorku- sprengjum, en það hefur hingað til reynst ófært um að sjá þegnum sinum fyrir sómasamlegu viður- væri, og nú blasir við i Sovét- rikjunum vaxandi skortur á kjöti og mjólk af völdum kornsölu- banns Carters. Reagan vann kosningarnar með boðskap sem auðkenna má sem bandariska einangrunar- stefnu, árgerð 1980. „America first!” var vigorð einangrunar- sinnanna á fjórða áratug aldar- innar, og Reagan heitir þvi að iáta bandariska hagsmuni sitja i fyrirrúmi i hvivetna. Hann segist ekki muni hika við að beita inn- flutningshömlum til verndar bandariskum fyrirtækjum, sem dregist hafa aftur úr Japan og Vestur-Evrópu I framleiöslu- háttum og eiga þvi i vök að verjast fyrir innflutningi þaðan. Gaston Thorn, formaður ráð- herranefndar Efnahagsbanda- lags Evrópu, beið ekki boðanna eftir að sigur Reagans varð ljós að vara við afleiðingum af banda- risku fráhvarfi frá frjálsum við- skiptaháttum. Eitt af þvi sem Reagan fann Carter til foráttu var að hann kostaði þaö til að koma á stjórn- málasambandi viö Kina til að slita formlegu stjórnmálasam- bandi við yfirvöld I Taivan. Gaf hann I skyn i upphafi kosninga- baráttunnar, aö ætlun sin væri aö færa sambandið við Taivan i fyrra horf. Kinverjar brugðust illa við og létu George Bush, fyrr- verandi fulltrúa Nixonstjórnar- innar i Peking og varaforseta Reagans, óspart veröa viö þaö Fjárhagsgrundvöllurinn væri lika ennþá tæpari. Þaö eru þvi ekki allir sammála um ástandiö. Og miðað við það sem menn i nefndinni hafa látið hafa eftir sér i fjölmiðlum um blaðrið i hvor öörum, mætti álita aðlitlar likur séu á að henni takist aö skila sameiginlegu áliti. Og það er reyndar allsendis óvist. Þrátt fyrir að nefndarmenn hafi orðið sammála um að þegja nú yfir þvi sem þeir eru að gera hafa sum af hugsanlegum skil- yrðum fyrir fjárhagsaöstoð verið látin uppi, meðal annars lýsti Steingrimur þvi í útvarpi að lik- lega myndi fulltrúum Rikis- stjórnarinnar i stjórn flugleiða verðafjölgaöúreinumi tvo.og að starfsmenn félagsins eigi þar sömuleiðis fulltrúa. Samkvæmt heimildum Helgarpóstsins hefur einnig verið mikið rætt um það innan nefndarinnar að auka mjög allt eftirlit með fjárhag fyrir- tækisins, og að upplýsingar um þann hag berist jafnt og þétt til rikisstjórnarinnar. Þá hefur jafnframt verið spjallað um að aðgreina að nær öllu leyti. Atlantshafsflugiö frá hinufluginu, rekstrarlega séð, og að rikisstjórnin gripi þar inni stjórnartaumana. Og hvort hrein- lega eigi ekki að setja mann við hlið Sigurðar Helgasonar i for- stjórastólinn. Þeir aðilar sem hafa tjáð sig um málið segjast mjög bjartsýnir á aö frumvarpiö nái fram aö ganga. Semsagt að Rikinu verði veitt heimild af Alþingi til að styðja Atlantshafsflugið. En þeir eru lika til sem segja að Stein- grimur og rikisstjórnin hafi i reynd ákveðið að vera ekkert að fresta hinum óhjákvæmilega skell sem kemur vegna Atlants- hafsflugsins, og viti að skilyrðin sem stjórn Flugleiða hefur verið sett séu slik að hún geti aldrei gengið að þeim. Þá sé mun ein- faldara bara að hætta þessu strax, þvi ekkert bendi til þess að ástandið batni. Heftir Guðjón Arngrimsson eftir Magnús Torfa Ölafsson varan I viðræöum sem stóðu einmitt yfir þegar forsetaefnið var að lýsa gremju sinni yfir hve , vinir Bandarikjanna á Taivan væru illa leiknir. Svo mikið er vist, að sovét- stjórnin mun telja sig góðu bætta, ef forsetaskiptin i Wash- ington verða til þess, að sambúð stirðni með Bandarikjunum og Kina. Helsti sigur Carters i utanrikis- málum var að hann átti mikinn þátt i að koma á friði milli ísraels og Egyptalands. Reagan gerði i kosningabaráttunni litið úr þeim árangri, og sakaði Carter um að hafa fjarlægst tsraelsmenn til að þóknast Aröbum. Hét hann þvi að byggja stefnu Bandaríkjanna i Austurlöndum nær á órjúfandi bandalagi við Israel. Þessi afstaða er i samræmi við áform Reagans aö byggja sam- skipti Bandarikjanna við þróunarlöndin á þvi einu, hve fylgispakar stjórnir þeirra eru við Bandarikin á alþjóðavett- vangi. Svo mikið er vist aö her- foring jastjórnir rómönsku Ameriku anda léttara við forseta skiptin I Washington. A hitt má benda, að Reagan var óspar á fyrirheit um róttækar breytingar i ihaldsátt i Kaliforn- iu, þegar hann barðist þar til valda. Fylkisstjóraferill hans reyndist hins vegar I litlu samræmi við stóru orðin. A valdastóli reyndist hann gætinn og hófsamur I stjórnarathöfnum, laginn að velja sér hæfa samstarfsmenn og veita þeim svigrúm til að njóta sin. Nú er eftir að vita, hvort söm veröur raunin, þegar Reagan er hafinn á forsetastól Bandarikjanna.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.