Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 28
__helgarpústurinn_ Föstudaqur 7. nóvember 1980 # Dagskrá rikisfjölmiölanna, hljóðvarps og sjónvarps, hefur mörg undanfarin ár byggst m jög upp á framlagi svokallaðra laus- ráðinna dagskrárgeröarmanna (free-lance). Staöa þessa dag- skrárgerðarfólks gagnvart at- vinnuveitanda sinum, rikisút- varpinu, hvað varðar kaup og kjörhefur hins vegar verið mjög veik alla tið. Hefur útvarpið getað skammtað fðlkinu laun einhliða árum saman, og þau verið i lægra lagi. Fyrir ekki löngu siöan var stofnað Félag lausráðinna dag- skrárgerðarmanna.Hefur félagiö m.a. staðiö fyrir námskeiðum i dagskrárgerð, en einnig undirbú- ið gjaldskrá fyrir dagskrárgerð, og er hún nú tilbúin. Hyggst félagið nú leita samninga við rik- isútvarpið, sem hingað til hefur virt það að vettugi. Ef rikisút- varpiö svarar ekki þessari kröfu- gerð fyrir 1. janúar ráðgerir félagið að lýsa yfir gjaldskrárinn- ar einhliða eða, ef nauðsyn kref- ur, gripa til róttækra aðgerða... ® Fyrir nokkru birtist i Dag- blaðinu vegleg myndaopna frá af- mælishátiö þessa ágæta blaðs og voru starfsmenn kátir og stoltir á myndunum eins og vera ber og virtust taka sig bara vel út. Þaö kom þvi lesendum dálitiö á óvart um daginn, þegar ein siöanbirtist ennmeðmyndum frá þessugagn- merka afmælishófi. Var ekki að sjá, aö þær ykju nokkru við það sem áður haföi birst af heimilda- myndum um þessi timamót. Skýringin á þessari viðbótarsiöu er sú, að Sveini R. Eyjólfssyni, framkvæmdastjóra og félögum hans á skrifstofu DB mislikaði hversu hlutur þeirra á myndun- um á opnunni hefði verið Útill. A vikulegum hádegisfundi þeirra Jónasar ritstjóra kom Sveinn þessari spælingu á framfæri og sá Jónas að við svo búið mátti ekki standa og fyrirskipaði nýja myndasiöu með fullt af andlitum úr Sveinsdeild fyrirtækisins. Þetta er myndarfólk, en lesenda vegna ætti kannski aö sérprenta svona familiualbúm og dreifa innanhúss... # Einhverjar hræringar eru sagðar á Dagblaðinu. ólafur Geirsson, erlendur fréttamaður og lausamaður hjá útvarpinu mun vera að hætta og sama er að» segja um. önnu Bjarnason, sem haldið hefur úti heimilissiðu þeirra Dagblaösmanna af dugn- aði og krafti um langt skeið. Astæðan fyrir uppsögn önnu mun vera ósætti við Jónas ritstjóra Kristjánsson.... # Liklega hefur niöurskuröur- mn hvergi verið eins mikill hjá einu ráöuneyti eins og hjá Menntamálaráöuneytinu. Fjár- lagafrumvarpiö gerir ráð fyrir, að útgjöld þess veröi hvorki meira né minna en einum og hálf- um milljaröi minni, en ráðamenn þar höfðu áætlað. A fundi fjár- veitingarnefndar meö yfirmönn- um menntamálaráöuneytisins þar sem þessi niðurskuröur var ræddur mun hafa soðiö upp úr.... # Ask-menn eru enn á ferð- inni. I ráði mun nú að Askur yfir- taki rekstur mjólkurbúöar Dairy Queen aö Hjaröarhaga 47 og jafn- framt þvi aö halda áfram aö selja mjólkuris og mjólkurhristing ætla þeir sér að hefja þar sölu á Askpizzum. Mun reksturinn eiga aðallega að byggjast á simaþjón- ustu, þar sem viöskiptavinurinn getur hringt og beöið um að ein- hver fjögurra tegunda Ask-pizz- anna verði tilbúin innan 15—20 minútna, og komið siðan og sótt þær tilbúnar. Hugmynd þessi mun vera fengin að láni frá frændum okkar á hinum Norður- löndunum, þar sem pizzurnar eru sagöar i mestri sókn alls þess góðgætis sem kallað hefur verið hraömatur. En eftir er aö sjá HVAÐ SEGJA „EF VIÐ FINNUM ÞAÐ í OKKUR að þaö er aldrei aö vita hver okkar gæti þurft á réttlæti aö halda, þá ættum viö aö lesa þessa bók (sem er frábærlega vel unnin og vel skrifuð) og varpa spurn- ingunum sem hún rífur upp í okkur áfram til svaramanna peirra, valdhafanna." Auður Haralds (Samúel) „STEFÁN UNNlraNSSON leiöir hugi lesenda sinna aö mikilli og átakanlegri harmsögu og mannfélagsböli... Margir munu kjósa aö ræöa sem fæst opinberiega um slíka ógæfumenn og örlög þeirra . .. Bók hans vekur ymsar spurningar og prýstir mönnum til aö leita úrræöa sem aö gagni mættu veröa á hrakningsvegum mannlífsins ... Stefán hefur vandaö verk sitt." Halldör Kristjánsson (Tímlnn) „AÐ ÞETTA ERU HRESSILEG SKRIF Skiptir kannski ekki öllu rháli, heldur hitt að pau eru alvarleg ákæra sem vissir aöilar purfa aö taka afstööu til... Lýs- íngarnar á yfirheyrslum og pvingunar- aögeröum í Síðumúlafangelsinu geta ekki allar verið lognar... Þetta er bók sem á aö vekja til umhugsunar og gerir paö." jóhann Hjálmarsson (Morgunblaðið) „ÞESSI BÓK VEKUR EKKI BARA hjá mér spurningar, hún fyllir mig magnlausri sektarkennd. Þetta er ekki bara frásögn af máli Sævars heldur um pá fjölmörgu, sem veröa undir í líflnu í okkar litla velferöar* ríki... vii ég pakka Stefáni Unn- steinssyni fyrir aö skrifa bókina um Sævar, og fyrir aö vekja hjá mér sektarkennd, vonandi gerist paö hjá mörgum fleirum. „Ein sem er sek".” Greta Petersen (Morgunblaöið) BOKINA! „ÞAÐ ER ALLT AÐ ÞVÍ HROLLVEKJANDI fyrir fööur ungra barna aö iesa fyrstu minningar Sævars Ciesielskis: grátur, átök og upplausn heimilis .. Stefán unnsteinsson dregur upp skýra mynd og ógnvekjandi af ástandinu í fangelsinu pessa dimmu vetrarmánuði 1976, pegar pað var tíökað viö „órólega fanga" aö járna pá á hönd- um og fótum horn í horn I klefunum eöa setja pá í poka svo aöeins hausinn stóö upp úr. Eöa pá aö rannsóknardómarinn sagöi viö fanga- vörö og benti á Sævar: Lánaöu honum snæri, svo hann geti hengt sig ... Þegar á allt er litiö, hefur Stefán unnsteinsson skrlfaö býsna góða bók." Ómar valdimarsson (Dagblaðið) J m „JU, í SEM SKEMMSTU RTTALl viröist gert samsæri pagnarinnar. Ekkert heyrist. Embættismennirnir pegja, hvort heldur paö er sálfræöingur eöa fangavöröur, lögmaður eöa lögreglupjónn ... Þögnin skelfir mig ... á öllu veltur hver viö- brögö manna veröa ... verði bók Stefáns pöguö í hel, hygg ég fleirum fari sem mér: peim pyki grunsemdirnar nálgast vissu, draum- urinn breytast í martröö.” . Heimir Pálsson (Helgarpðsturlnn) m "ÞAR ERU MJÖG STÓRAR ÁSAKANIR á ferö, miklu stærri en svo, að yfirvöld réttarfarsins geti hummaö pær fram af sér .,. Þetta er skyn- samiega og heiöarlega gert hjá stefáni." Ámi Bergmann (Þjóðviljinn) f mun lögreglan nokkurntíma viðurkenna aö ííafa beitt líkamlegum mispyrmingum og andlegum pyntingum pó svo aö ásakanir um slikt eigi viö veruleg rök aö styöjast? Hvers mega sín grunaðir afbrotamenn gagnvart samsæri pagnar lögreglu og fangavaröa?” Cunnlaugur Ástgeirsson (Helgarpðsturinn) Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 Pósthólf 294 121 Reykjí KEMST ÞÚ HJÁ Wí AÐ LESA HANA? hvort pizzunum takist að sigra hið gróna vigi islensks hraðmatar — pylsurnar ... w Bandarlski sjónvarpsmynda- flokkurinn Roots eöa Rætur sem fjallar um sögu bandariskra blökkumanna naut mikillar hylli þegar hann var sýndur he'rlendis sem erlendis. Bandarikjamenn geröu, — eins og þeir eru vanir þegar eitthvaö lukkast vel —, framhald af þessum þáttum og nefndu Roots II. Þessi flokkur varð ekki siöur vinsæll en forveri hans. Hins vegar er ýmislegt i matreiðslu Bandarikjamanna á tilfinningaþrungnu efni af þessu tagi sem ekki fer jafn vel I okkur hér noröar á hnettinum, og gjarnan gripiö til sérlega væm- innar dramatikur. Af sliku þótti útvarpsráöi a.m.k. nóg komið I bili, þvi slðastliðinn föstudag hafnaði ráðiö kaupum á Roots II til sýninga i islenska sjónvarp- inu... • A sama fundi útvarpsráðs var afturámóti samþykkt að kaupa þrjár aðrar seriur: í fyrsta lagi fleiri þætti um „Óvæntenda- lok” (Tales of the Unexpected) eftir samsögum Roald Dahls. > i öðru lagi bandariskan sakamála- flokk, Hart to Hart með Robert Wagner og Stefanie Powers.sem leika forrik spæjarahjón, og I þriöja lagi breskan flokk frá BBC, byggðan á sögu eftir þann fræga höfund sakamálaráögá tna Francis Durbridge og nefnist sá Breakaway... # Sagt er að rekstur Skipaút- gerðar rfkisins hafi sjaldan geng- ið verr en um þessar mundir, og sé mest tapið á skipinu sem snúa átti dæminu viö,— breska leigu- skipinu Coaster Emmy, sem er svokallað „fljótfermis- og fjöl- hæfnisskip” og miklar vonir voru bundnar við af hálfu útgerðar- innar... # Lögbanniö á barnablaðið ABC af hálfu auglýsingastof- unnar ABCvarframkvæmt, öfugt við þaö sem við spáöum hér i siðasta blaöi. Nú heyrir HP að Frjálst framtak hafi brugðist snarlega við þessu, skiri blaðið sitt upp á nýtt meö þvi einfaldlega að bæta við næsta bókstaf i staf- rófinu. Heiti blaðiö núna ABC & D! Þess má geta aö hinn útgáfuaðili blaðsins, skátahreyf- ingin hefur nú tilnefnt ritstjóra af sinni hálfu og er það Gunnar Sig- urjónsson, sem starfar hjá Skeljungi, en hefur unnið að út- gáfumálum aður. Af hálfu Frjáls framtaks er ritstjóri ABC & D Margrét Thorlacius... # Bókaforlagið Iöunn mun nú hafa i hyggju að leita réttar sins vegna samskipta viö auglýsinga- deild sjónvarpsins, en hún stööv- aði birtingu tveggja augiysinga- kvikmynda forlagsins i vikunni og átti að fjalla um þær á út- varpsráðsfundi i gær. Fyrri myndin, sem auglýsti skáld- söguna Ljóstoll eftir Ólaf Gunn- arsson var frumsýnd á mánu- dagskvöldið. Er þetta fagmann- lega unnin mynd, en dálitið hryssingsleg i stil við efni bókar- innar. A þriðjudeginum tilkynnti auglýsingadeildin Iðunni að slmalinur hefðu verið rauögló- andi og fólk kvartað yfir þessari „viðbjóðslegu” auglýsingu. Treysti deildin sér ekki til annars en kippa auglýsingunni út. Var henni siðan visað til fram- kvæmdastjóra sjónvarpsins sem aftur visaði málinu til útvarps- ráðsfundar. Ráöiö mun einnig taka ákvöröun um hvort sýna skuli aöra auglýsingamynd forlagsins, þ.e. fyrir sakamála- söguna Margeir og spaugarinn eftir Gunnar Gunnarsson. Þótti likið i þeirri mynd of vel heppnað. Mun Iöunn telja sig verða fyrir umtalsveröu fjárhagstjóni og röskun ef þessar myndir verða bannaðar, og visar ennfremur til þess að reglur um þessi mál viröist mjög á reiki. Þannig séu menn skotnir sundur og saman i auglýsingu glæpamyndar I Borgarbiói, og bann viö áfengis- auglýsingum sé brotiö i aug- lýsingu fyrir Hótel Esju svo dæmi séu nefnd. Jafnframt fái aug- lýsingadeild sjónvarpsins allar auglýsingar meö viku fyrirvara til að skoða þær, og sé þeim hleypt i gegn eftir slika skoöun, eins og var raunin í pessu tuteiii, þá beri að standa á þeirri ákvöröun... # Daviö Guömundsson, fram- kvæmdastjóri Visis lætur af þvi starfi um áramótin. Hafa menn velt vöngum hver taka muni við rekstrinum, sem verið hefur all- erfiöur um skeið. Nú heyrir Helgarpósturinn aö Höröur Einarsson, stjórnarformaður, sem jafnframt hefur verið eins konar yfir-framkvæmdastjóri, muni axla byröina einn.... # I vikunni tók Davið Oddsson, Dorgarfulltrúi, við sæti flokks- bróður sins, Birgis isl. Gunnars- sonar i borgarráði. Innanhúss- menn i Sjálfstæðisflokknum segja að þar með hafi veriö stigið sið- asta skrefiö I þvi að gera Davið að næsta borgarstjórakandidat sjálfstæöismanna. Eftir sem áður er þvi þó haldið fram innan Sjálf- stæöisflokksins aö ekki muni þessi fyrirætlan leggjast eins vel i alla, og t.d. vangaveltur uppi hvort Albert Guömundsson, sem jafnan hefur verið næsthæsti maöur i prófkjörum flokksins til borgarstjórnar, muni sætta sig viö aö vera sniðgenginn með þessum hætti. Menn velta lika þvi fyrir sér hvort Gunnars-armi flokksins muni þykja arftaka Daviðs i Reykjavik svona sjálf- sögð, þvi aö fáir úr yngra liöi flokksins hafa verið gagnrýnari á Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra og einmitt Davið...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.