Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 07.11.1980, Blaðsíða 13
13 Uielgarpósturinn Borpallur dauðans Enginn nema starfsmenn meö sérstaka passa, fengu aö fara um borö i bátana, sem sigldu á milli bækistöövarinnar i landi og palls- ins og blaöamenn máttu ekki koma nær en 200 metra á sjó og bannaö var aö fljúga nær en i 500 metra hæö yfir vinnusvæöinu. Þetta var bæöi gert til aö menn heföu vinnufriö og einnig er hluti þeirrar tækni, sem notuö var hreinasta hernaöarleyndarmál og vildu menn ekki eiga á hættu, aö keppinautar í greininni kæm- ust aö leyndardómnum. Þetta var þvi mikill heiöur fyrir mig aö fá leyfi til aö vera undan- tekningin frá reglunni. Ég kunni nú ekki við aö segja, aö ég væri búsettur i Kaupmannahöfn i mar- flötu landi, þá hefðu menn kannski ekki tekiö erindi minu eins og æskilegt væri, en sem bet- ur fer efaðist enginn um, aö ég kæmi langan veg meö i'slenska náttúru skrifaða stórum stöfum i hvern andlitsdtátt. Getum aldrei sigrað nátturuna — Mönnum hættir svo til aö tala um tölvur sem einhver alvitur undraverkfæri. Tölvur og þróuö tækni eru ekki alvitur guödómur og þá er stórhætta að tíleikna sér tæknieins og hún væri trúarbrögö — Þetta er þvi miöur raunin i allt of mörgum tilvikum og þess vegna finnst okkur að við séum svikin af einhverjum æöri mátt- arvöldum, þegar verkfræöin bregst og allt fer i rúst, eins og áttí sér staö i mars, meö Alexander Kielland. Scot Kobus fylgist af áhuga meö kaf- ara, sem var aö undirbúa sig und- ir aö kafa niöur aö hótelpallinum. A milli fyrirskipana og leiöbein- inga, gaf hann sér tima til að ræöa viö mig. — Þetta er harmleikur, sem hefur jafnvel sterkari tilfinninga- leg áhrif á okkur, vegna tækn- innar sem brást, en við veröum að sætta okkur viö, aö tæknin er hjálpartæki, þvi til sjós mun alltaf verða hætta á slysum og áhættuaugnablikin eru alltaf til staðar. — Sjáöu nú bara hér i firöinum, bara i gærkvöldi uröum við að stoppa 1 nokkra klukkutima vegna veöurs. Þessi bátur sem við erum i, gat ekki athafnaö sig i sjóganginum og viö áttum á hættu, aö loftleiöslurnar til kafar- anna slitnuðu. Hér inn fjöröinn, stendur vindurinn að suö suö- austan og þaö er erfiöasta vind- áttín aö vinna i. Hann bendir út á fjöröinn með handasveiflu — viö veröum að venjast náttúrunni og viö getum vanist henni, þaö er ég viss um aö þiö hafið gert fyrir löngu, á íslandi, en við getum aldrei sigraö hana. Ef náttúran og maöurinn berjast, er maður- inn sá sem tapar — það er þess vegna áriðandi, aö sleppa lifandi frá þeim bardaga. Lögreglusveitir fara fyrst um borð. Þegar Alexander Kielland er kominn á réttan kjöl, munu sveitir Ur úrvalsdeildum norsku lögreglunnar fara inn i alla hluta ibúöadeildar pallsins, til aö leita likamsleifa hinna 36 starfs- manna, sem álitiö er, aö séu enn i pallinum. Tæknimenn fá ekki aö fara um borö, fyrr en aögeröum lögregl- unnar er lokiö, en allir sem fá aö fara um borö, veröa undir ströngu eftirliti lögreglunnar. 1 Alexander Kielland eru óskap- lega dýrmæt tæki, sem veröur reynt aö vemda gegn tæringu og skemmdum um leiö og tækni- mennirnir fá að fara um borö og er þá hlutverki Texas-kúrekans lokiö. — Ég fer aftur heim til hest- anna minna. Ég þarf að kæla mig hægt niður, eftir þessa törn og þaö muntaka margar vikur, þvi ég er gjörsamlega úttaugaður og þurrkaður upp tilfinningalega. Föstudagur 7. nóvember 1980 Jfynningverður á nýjustu framleiðsluvörum mjólkursamlaganna og boðnar bragðprufur. MarkaðurÞar verður seld m.a. skyrterta auk ýmissa osta. Einnig verða til sölu kynningarpakkar með mismunandi mjólkurvörum. Sýnikennslater fram alla dagana þar sem leiðbeint verður um tilbúning ýmissa mjólkurrétta. Mjólkuidagsnefnd 8.14 Hlutaveltaverður i gangi allan tímann og verða vinningar ýmsar mjólkurafurðir. Okeypis aðgangm*opið fostudag frá ki. 14 tu 20 laugardag frá kl. 10 til 20 sunnudag frá kl. 14 til 20 Verðtrygging spariskírteina ríkissjóðs byggist nú á raunhæfustu vísitöluviðmiðun sem völ er á — lánskjaravísitölunni. Lánskjaravísitalan miðast að 1/3 við byggingarvísitölu og 2/3 við framfærsluvísitölu, og eru hún reiknuð út og birt mánaðarlega. Þannig geta eigendur spariskrteina nú fylgst með verðgildi þeirra og vexti frá einum mánuði til annars. Lánskjaravísitalan verðtryggir spariskírteinin að fullu. Vandfundin er öruggari fjárfesting. Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eru til sölu nú. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.