Helgarpósturinn - 30.01.1981, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 30.01.1981, Blaðsíða 2
2__________________________Föstudagur 30. janúar 1981 Hcp/rj^rpn^tl irínn LANDSINS LJÓTASTI BÆR Jeannine, Robert, Elisabeth, Cecilia: Vísitölufjölskyldan á Vellinum. Hvert er Ijótasta bæjarfélag á tslandi? Enginn vafi. Það er fyrsta þorpið sem útlendingar sjá, — Völlurinn, eins og það er kallað i daglegu tali þjóðarinnar. A Völlinn vantar allt sem talið hefur verið til prýði i þéttbýli hér- lendis, engin fjöll eru i nágrenni, engin höfn eða stöðuvatn, enginn gróður annar en mosi og gras, engin snotur hús. A Vellinum er aftur margt til óprýði, húsin eru mörg illa hirt að sjá, skemm- urnareru stórar margar og flest- ar Ijótar, staðurinn er veðraviti. Þar er aldrei logn og oft rigning. Þar er hinsvegar snyrtilegt. Staðurinn er eins og nafnið, heldur flatneskjulegur. Ég veit reyndar ekki til þess að þetta þorp heiti eitthvað sérstakt á fs- lensku. Ef skrifa á einhverjum sem þar býr, er Hklega best að setja „Keflavfkurflugvöllur” á umslagið. „Herstöð, Miðnes- heiði” mundi sömuleiðis duga, og jafnvel „US Naval Base”, en þá erum við Ifka komin yfir I ensku. Kannski heitir Völlurinn opinber- lega „Keflavlkurflugvöllur”, og ef svo er, þá er nafnið á bænum jafnvel ennþá ljótara en hann sjálfur. Völlurinn er á engan hátt dæmi- gerðurislenskur bær. Sumir efast lika eflaust um að hann sé islenskur, og ég er ekki nógu vel að mér I slikum skilgreiningum til að mótmæla af sannfæringu. En hann er þó alltént á islandi. Völlurinn er sjötta stærsta bæjar- félag á landinu, stærri en Akra- nes, Neskaupstaður, isafjörður, Húsavík og Selfoss, svo nokkur af stærri bæjarfélögunum séu nefnd. Völlurinn er áreiðanlega umdeildasta samfélag manna hérlendis og þeir eru ófáir sem vilja það Uti hafsauga. Þar búa Bandarikjamenn, sem undan- islenskan sveinstaula er hins- vegar hvergi skjalfest. Að sögn Sundin þykir mönnum misgaman að eiga heima á Vell- inum. Sumir hermannanna höföu landið á óskalista sinum, til dæmis Sundin sjálfur, en öðrum finnst Island ekki beint spenn- andi. Hann sagðist hinsvegar ekki vorkenna neinum að dvelja þarna i eitt til þrjú ár, þvi ef fólki leidd- ist dvölin, gæti það sjálfu sér um kennt. Herstöðin á Miðnesheiði væri nefnilega ein allra fullkomn- asta bandaríska herstöðin, hvað varðar afþreyingu af öllu tagi. Tækifærin skorti ei. „Það eina sem við söknum raunverulega að heiman eru verslanamiðstöðvar, og matsölu- staðir með hraðafgreiðslu. Stelpurnar sakna þess llka mjög að fá ekki MacDonalds ham- borgara, sem var þeirra uppá- hald”, sagði Jeannine Rainville, húsmóðir á Vellinum, gift Robert Rainville, sem þar gegnir her- þjónustu. Þau komu til landsins i fyrrasumar og ætla að vera hér ef Guð lofar í þrjú ár. Þau búa I einni húsalengjunni sem blasir við þegar ekið er að flugstöðvarbyggingunni. Þessi hús eru hvert öðru lik, og heldur ópersónuleg aðutan. Þegar inn er komið er annað uppá teng- ingnum, enda flytur fólkið sinn eiginhúsbUnað með sér með tals- verðri fyrirhöfn. Innandyra er allt eins og á dæmigerðu bandarisku heimili. Og þegar Helgarpóstinn bar aö garði var boðið uppá kaffi og heitt pæ, alveg eins og vera ber. Takk fyrir það. Þau hjónin sögðust ekki verða áþreifanlega vör við að þau eru á tslandi. „Viö borðum til dæmis að öllu leyti samskonar mat og heima, nema hvað við erum aðeins byrjuð að prófa fiskinn. Hann kaupum við i Keflavik”, sagði Robert. „Okkur þykir hins- vegar mjög gaman að ganga um og skoða i búðarglugga, og sliku er ekki að heilsa hér”. Blaðafulltrúinn Mel Sundin tók i sama streng, og sagði að flestir nefndu þrennt, sem þeir söknuðu mest að heiman. 1. Stórverslana. 2. „hrað-matstaða” (MacDon- alds, Burger King osfrv.) 3. Nýs efnis i sjónvarpinu. Venjulegur dagur i lifi fjölskyldu á vellinum er nákvæm- lega eins og sami dagur i Ameríku og reyndar ekki svo mjög frábrugðinn islenskum degi af sömu tegund. Robert Rainville segist vakna klukkan 6.15 á morgni hverjum til að fá sér morgunverð. Hann drekkur ávaxtasafa, og borðar oftast egg i einhverri mynd (Bandarikja- menn kunna óteljandi aðferðir við að matreiöa egg, langtum fleiri en við Islendingar) og fær sér kaffi. Klukkan sjö mætir hann til vinnu, og hálf tólf er hann kominn heim i mat, — oftast eitthvað léttmeti. Klukkustund siðar er hann aftur kominn i vinnu, en um fimmleytiö er vinnudeginum lok- ið. Robert vinnur á skrifstofu. Þegar heim er komið fara flest- ir úr einkennisbúningnum og borða svo dinnerinn — myndar- lega steik i flestum tilfellum. Þá er komið að sjónvarpinu, og þvi að koma krökkunum i rúmið. Þrjú kvöld i viku fer Robert út i einhverskonar félagsstarf. Hann er til dæmis fyrirliði eins af fjölmörgum Bowling-liðum stað- arins, og hann safnar mynt sér til ánægjuauka. Mel Sundin er einnig virkur þátttakandi i félagsstarfi eins og flestir á Vell- inum. Hann er til dæmis i jeppa- dellu félagsskap sem kennir sig við Rocky Road. Það var nafn við hæfi. Jeannine vinnur heima, eins og flestar eiginkonur á Vellinum. Samkvæmt lögum vinna Islend- tekningalaust hafa atvinnu sina af hernaði, eða verkum tengdum honum. Alls eru rúmlega fimm þúsund manns búsettir innan girðingarinnar sem umlykur flugvöllinn — um þrjú þúsund hermenn, og um tvö þúsund ætt- ingjar, eða með öðrum orðum makar og börn. Engir afar og engar ömmur. Mjög fáir eru yfir fimmtuguá Vellinum, vegna þess að í Bandarlska hernum komast menn á eftirlaun eftir 20 ára starf, og þvi ná flestir i kringum fertugt. Þar er þvi ekkert elli- heimili. Flestir staldra lika stutt við á mælikvarða annarra þorpa á íslandi, algengast er að hver ein- staklingur sé hér i eitt til þrjú ár. Ef hann, eða hún, er ein á ferð, er timinn eitt ár, ef viðkomandi tek- ur fjölskylduna með sér verður hún að vera I að minnsta kosti tvö ár, og getur verið þrjú. Þá fer þetta fólk eitthvað annað, og get- ur I flestum tilfellum litlu ráðið þar um. Að vlsu fyllir það út óska- lista, og sumir fá óskirnar upp- fylltar, en enginn reiknar með þvi fyrirfram. Þéttbýliskjarnar af þessu tagi eru sjálfsagt til annarsstaðar i veröldinni, en varla viða. Þarna á Miðnesheiðinni er litil Amerika, afgirt og nánast algjörlega óháð hinum ibúum landsins. Eina nauðsynjavaran sem ekki kemur beint frá Bandarikjunum, er mjólk. Að öðru leyti gæti stöðin verið nánast hvar sem er i heim- inum, án þess að ibúarnir yrðu varir við verulega breytingu. Þama er horft á bandariskt sjón- varp, hlustað á bandariskt út- varp, borðaður annar matur en annarsstaðar á landinu, börnin ganga I bandarlska skóla, og þar frameftir götunum. A þessu af- markaða svæði er ótrúlega fátt sem minnir á Island — i rauninni bara veðrið og allnokkur fjöldi verka- og iðnaðarmanna, sem þar vinna á daginn. Einangrunin á sér að sjálfsögðu skýringar, bæði pólitiskar og menningarlegar. Hún er meiri hér, en i flestum hliðstæðum bandariskum herstöðvum vegna þess að enginn Islenskur her er til. Víðast hvar annarsstaðar er nefnilega talsverð samvinna inn- lendra herja og þess bandariska, sem aftur leiðir af sér annars- konar samruna. Fjarlægðin við Reykjavik — sem I augum Bandaríkjamannanna er eini raunverulegi bærinn i landinu — er önnurástæða. Einástæðan enn er sd að landinn hefur nokkra andúð á kananum og sækist litt eftir kunningsskap við hann, auk þess sem einhverskonar hömlur eru á ferðafrelsi þeirra. Reyndar sagði Mel Sundin, blaðafulltrúi hersins um þessar mundir, að bandarikjamennirnir litu svo á að þeir hefðu nánast ótakmarkað feröafrelsi innanlands. Þær gætu farið hvert á land sem er I frium sinum, og talað við hvern sem er. Sundin sagði að á sumrin notfærði fólkið sér þetta óspart og ferðaðist mikið. ViðhorfBandaríkjamannana til annarra ibúa landsins mótast af svipuðum hlutum og viðhorf þeirra til Bandarikjamannanna. Við erum I þeirra augum ekki nærri því jafn stórbrotið fólk og i eigin augum. Við lýsingar á þjóðinni er að visu notast við orð eins og „nice, interesting, friendly”, en einhvernveginn hef- ur maður á tilfinningunni að þar sé i bland á ferðinni hin þekkta bandariska kurteisi, sem kald- hæðnum mörlandanum finnst ætið vera smjaður. Samskiptin eru að minnsta kosti glettilega lít- il. Þó hafa nokkrar islenskar konur gengið aö eiga karla af Vellinum, og um þessar mundir búa þar á annan tug islenskra húsfreyja. Að bandariskur kven- hermaður hafi krækt sér I

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.