Helgarpósturinn - 30.01.1981, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 30.01.1981, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 30. janúar 1981 ____ht Hoilywood TUnis hefur á siðastliönum tíu árum orðiöeinhverskonar útborg fyrir kvikmyndaiðnað Los Angeles, Rómaborgar, Lundúna og Parisar. Síðan 1970 hafa verið teknar þar einar tuttugu og fimm alþjoðlegar kvikmyndir, þeirra á meðal Messias eftir Roberto Rosseiini, Lif Brians eftir Monty Python, Stjörnustríð eftir George Luckas, svo einhverjar myndir séu nefndar.Fleiri myndir verða svo teknar þar á næstunni, Copp- ola veröur þar á fer.ð, Stjörnustrlð 3 verður tekin þar, og þannig mætti iengi telja. Maðurinn á bak við þessa inn- rás kvikmyndagerðarmanna heitir Tarak Ben Ammar, 31 árs TúnisbUi, menntaður I Bandarikj- unum. Hugmynd hans er einfad, en hún er sú að Túnis verði til á landakorti kvikmyndagerðar- manna, og að reyna að sannfæra þá um að taka myndir sinar i þessu litla landi. „Þaö kemur ekki til mála, að hin nýja hinir erlendu kvikmyndagerðar- menn notfæri sér eingöngu ódýrt vinnuafl okkar og liti eingöngu á okkur sem einhverja bilstjóra og leiðsögumenn”, segir Tarak Ben Ammar. „Við krefjumst þess að vera fullgildirþátttakendur i gerð myndanna. Viö sköpum þannig vinnu fyrir tæknimenn okkar og það kemur fyrir, að við leggjum einnig fram fjármagn.” Arangurinn af þessu starfi Taraks og félaga hans I Carthago Films er orðinn slikur, að núna geta þeir tekiö á móti starfsliði þriggja stórmynda á ári hverju, og innan skamms geta þeir leyft sér að framleiða innlendar myndir, án þess að þurfa að hugsa um hvort þær standi undir sér fjárhagslega. Einnig hefur kvikmy ndaiönaðurinn orðið nokkur lyftistöng fyrir atvinnulif ýmissa héraöa, þvi leikstjórarnir hafa stöðuga þörf fyrir aukaleik- ara. bannig hafði Franco Zeff- irelli um tiu þúsund manns I aukahlutverkum I niu mánuði, þegar hann vann að gerð myndarinnar um Jesús frá Naza- reth. Þær eru ekki ófáar, Bibliu- myndirnar, sem hafa veriö gerðar í Túnis og eru ibúar bæjaranna Nefta og Kairouan orðnir nokkuð kunnugir lifi Jesú , en i upphafi, þegar þurfti að útskýra fyrir fjölmennum hóp aukaleikara hvernig þeir ættu að haga sér, var handritið dregið saman i örfáum setningum eins og þessum: „Jesús er spámaður, sem verður drepinn á röngum forsendum. bá verða vinir hans, postularnir, sorgmæddir og Maria móðir hans grætur við gröf hans.” En það kom heldur babb i bátinn, þegar háðfuglarnir i Monty Python, kröfðust þess, að þeir sem voru krossfestir með Kristi skyldu skellihlæja á kross- inum. Þeir gátu ekki skilið hvernig hægt væri að hlæja að jafn dramatiskum atburði. Það þurfti þvi að senda eftir sagnaþul staðarins, sem sagði þeim nokkr- ar ki'mnisögur svo þeir skelltu uppúr. Þegar erlendu kvikmynda- gerðarmennimir koma til Túnis, sér Tarak Benn Ammar um að skipuleggja feröir I leit að heppi- legum tökustööum og geta þeir valið þá staði, sem þeir vilja. Eitt skilyrði er þó sett, áöur en vinna hefst, en það er að efni kvikmyndarinnar sé á engan hátt móðgandi fyrir islam. Fram að þessu hefur þetta samstarf geng- ið mjög vel, svo vel, að Roberto Rosselini færði mosku borgar- innar Kairouna fullkomin stereo- hljómflutningstæki að gjöf. Næsta skref i þessari samvinnu Túnisbúa og stóru kvikmyndafyr- irtækjanna er bygging stórs stúddiós, sem gerir það kleift að taka þar einnig inniatriði myndanna, sem fram að þessu hafa verið tekin i Cinecitta i Róm eða I stúdióum Bavaria i Míinchen. En frumkvæði Tarak Ben Ammars hefur orðið ýmsum þyrnir i augum og tala menn um, að erlendir aðilar geti ekki gert kvikmynd i Túnis án hans bless- unar. Hann visar þvi alveg frá Tarak Ben Ammara með Steven Spielberg I Túnis 1980 sér, og segistalls ekki vera á móti þvi að aðrir reyni þetta lika. Það eru þvi allar likur á þvi, að i framtiðinni verði Túnis besti staðurinn til að hitta frægar film- stjörnur. ENN YROMA NT/K Á góðll kvöldi hljóðfæra i efnisskrá, en vér , .. , , snobbar höfum gaman af. Mikið getur nu verið notalegt j efnisvali var ekki verið að um, heldur spilað ágætlega sumt það sem aldrei verður Eyrna /yst eftir Arna Björnsson að sitja við stofutónlist i Norræna húsinu, þegar ekki er troðfullt. Við erum alltieinu orðinhálfgert forréttindafólk án þess að hafa rænt nokkurn neinu. Þannig stund var með Kontra-k vartettinum frá Kaupinhafn 19. janúar. Hann er kenndur við Ungverj- ann Anton Kontra, sem er stofn- andi þessa annars danska kvartetts og leikur fyrstu fiðlu á Stradivarius frá 1732. Það var auðheyrilega ekki gallaða Stradivarius-fiðlan, sem öðru- hverju er seld á uppboði fyrir morð fjár. Antoniusi Stradivarius gat mislukkast einsog öörum. Metnaðarfullir nýrikir safnarar kaupa þennan gripog stæra sig af, uns einhver fiðlari fær aö gripa i dýrindið og himinninn hrynur. Siöan er brátt reynt að pota fiðlunni á eitthvert uppboð og sagan byrjar að endurtaka sig. Onnur hljóðfæri þeirra félaga voru á aldrinum 1760—1832. Kannski má kalla það fordild að tilgreina aldur og ættgöfgi leikið svo vel að öllum liki. Fyrst kom Mozart-strokkkvar- ett nr. 14 frá 1782, sem orða- gjálfur væri að mæra, og síöan annar eftir Carl Nielsen frá 1887, endursaminn 1897. Það er aðfinnslúvert, hversu klúðurs- lega er gerð grein fyrir kvart- ettum hans i efnisskránni, svo að nánast er ógjörningur að finna rétta timaröð. En það kom ekki niöur á spilverkinu. Þetta er harla skemmtilegt verk eins- og flest eftir Carl Nielsen. Svo- litið kaldhæðnislegt var það reyndar, hvað stef I lokaþætt- inum minnti mikið á sellókon- sert Dvorsjaks, þar sem sein- asti strokkvartettinn var ein- mitt eftir þann siðastnefnda, nr. 11 frá 1893. Sé hér um einhver „áhrif” að ræða, ætti eldri maðurinn Dvorsjak timans vegna að hafa þegiö af yngra manninum, þar eð sellókonsert Dvorsjaks er ekki saminn fyrr en 1895. Samt er það óliklegt, ef kvartett Nielsens er ekki gefinn út fyrr en 1897. Nema þá endur- bæturnar á kvartettinum hafi verið þær að stela frá Dvorsjak. Þetta er aðeins eitt dæmi þess, hversu varhugavert getur verið að fimbulfamba um „menningaráhrif” einsog verið hefur tíska, tiðfordrif og lifi- brauð ýmissa fræðimanna i meira en öld fram á daga Her- manns Pálssonar. Auðvitaö er ekkert eðlilegra en svipuð list- fyrirbæri sem önnur spretti upp sjálfstætt víðar en á einum stað við svipllkar aöstæður. Rómantlk. Hvað er nú það? Sumir telja, að með Töfra- flautu Mozarts 1791 hafi dyrnar tilrómantikurievrópskri músik verið opnaðar i hálfa gátt. Hvað sem þvi liður, þá var þessi óljósa stefna rikjandi i músik- inni mestalla 19. öld og öllu lengur en i öðrum iistgreinum. Þetta er einmitt á sömu öld- inni og tækniframfarir i svo- nefndum raunvisindum komast á sjömilnastigvél. Gufuskip fara á flot, eimreiðir þeytast milli landa, frimerki flýta boð- skiptum og siðar firðtal. Darwin útskýrir uppruna tegundanna og Kari Marx gegnumlýsir samfélagsskipanina. Veröldin var að fyllast af svokallaðri hagnýtri skynsemi. Rómantikin er einhverskonar andóf gegn þessari voðalegu yfirþyrmandi skynsemi. Hún lýsir vantrú á þvi, að skynsemin geti nokkru sinni höndlaö nema brotafalveruleikanum, hvað þá kraftbirtingarhl jómirin. En sjálfri sér samkvæm er róman- tikin skelfing ruglingsleg og hendur lftt á henni festandi. Okkur er þvi tamt að skopast að rómantikerum. En liklega eru það þó þeir, sem I öllu sinu óraunsæi varðveita lifsblóm heimsins, betur en skynsemis- tæknin samanlögð. Og hvar værum við án þeirra? Vonandi rennur brátt upp Ennýróman- tik. Sinfóníuhljómsveitin flutti tvö verk af þessu tagi 22. janúar: Harald á ttaliu frá 1834 eftir Hector Berliozog Vorsinfóníuna nr, 1 frá 1841 eftir Robert Schu- mann. Þessir menn voru kannski holdtekin rómantik, að sumu leyti ruglukollar og nán- ast geðklofnir, en snillingar, þegar betri dagurinn var hjá þeim. Berlioz var mikið fyrir að semja sinfónisk verk eftir ákveðnum sögu- eða efnisþræði. Og þessi viólu-konsert-sinfónia er gerðviöþætti úr ljóðaflokkn- um Chiide Haroid eftir Byron lávarð,sem var 25 árum eldri og ekki ósvipuð manngerð, en snöggtum meiri lukkuriddari i samkvæmis- og ástalifi, enda átti hann drjúgan arf til að sóa. Mér hefur alltaf fundist þetta verk Berlioz býsna götótt, en stórfallegt á köflum. Lawrence Wheeler, sem ku ættaður úr Siglufirði, fór vel með vióluhlut- ann. Schumann var miklu meiri brautryðjandi við pianóið en hljómsveitina. Hann samdi þó fjórar sinfóniur og tvær þær betri 1841—42, skömmu eftir að hann fékk loks að giftast Klöru sinni eftir sjö löng ár. Vorsin- Paul Zukovsky —„Þaberekki óifklegt, að einmitt afburða kunnáttumenn á borð við hann eigi eftir að stuðla að þeirri endurnýjun rómantikur, sem verið er að óska eftir,” sagöi Arni Björnsson. — Db-mynd. fónian, sem til skamms tima a.m.k. var ætið flutt i útvarpinu okkar á sumardagsmorguninn fyrsta, er blátt áfram hrifandi og þarf það einskis rökstuðnings við. Paul Zukovsky, sem kunnari er hér fyrir stjórnun nútima- legri tónlistar, virtist una sér l.iómandi vel i faðmi róman- tikurinnar. Og það er ekki óllk- legt, að einmitt afburða kunn- áttumenn á borð við þann eigi eftir að stuðla að þeirri endur- nýjun rómantikur, sem verið var að óska eftir. L eitan di n ýb ylgja t N tf Y T t t C H A SAT > Ian Dury & The Block- heads-Laughter Ian Dury hóf tónlistarferil sinn f hljómsveitinniKilburn& the High Roads, sem starfaði á Jankel hljómsveitina. Jankel haföi verið nokkurskonar tón- listarráðunautur The Block- heads. Hann samdi mikinn hluta efnisins, útsetti og stjórn- MC11 aði hann ekki alltaf með þegar hljómsveitin kom fram opinber- lega. Popp eftir Gunnlaug Sigfússon Menn veltu bvi miöe vöneum árunum frá 1970 til 1976 og þótti þetta hin efnilegasta hljómsveit, þó hún nyti litillar hylli almennings. Eftir að High Roads lagði upp t laupana hélt Dury áfram að’ vinna við að semja lög meö hljómborðsleikara hennar Chaz Jankel að nafni og biðu þeir þess aö heimurinn yrði tilbúin aö meðtaka það sem þeir væru að gera. Arið 1977 tóku þeir svo upp, meö aðstoð session manna, lög þau sem komu út á plötunni New Boots And Panties. Plata þessi, sem kom út I september 1977, sló heldur en ekki betur i gegn, þvi hún var inn á breska vinsældarlistanum i hátt á annað ár. Fljótlega eftir útkomu New Boots varð siðan hljóm- sveitin Blockheads til og er hún enn I dag skipuð að mestu sömu mönnum og I upphafi. Eina breytingin er sú að eftir útkomu annarrarplötu þeirra sem heitir Do It Yourself, yfirgaf Chaz yfir hvernig Blockheads mundi farnast án hans og hver yrði arftaki hans, ef einhver yröi. Nýr maöur bættist ekki i hópinn fyrr en síðast liðið sumar. Honum var þó alls ekki ætlað aö vera neinn arftaki Jankels, heldur var hann bara vinur sem passaði inn i hópinn. Maöur þessi heitir Wilko Johnson og var hann áður gltarleikari I hljómsveitnum Dr. Feelgood og Solid Senders. Dury hefur jafnan gefið sér góðan ti'ma milli platna. New Boots kom út I sept 1977, Do It Yourself I mai 1979 og nú fyrir jólin kom loks út þriðja platan, en hún ber nafnið Laughter. Laughter hefur ekki notiö sömu vinsælda i Englandi og hinar tvær fyrri gerðu. Do It Yourself fór t.d. I annað sæti vinsældarlistans strax I útgáfu- viku sinni, en Laughter hefur ekki enn komist inn á topp 40. Þetta þýöir þó ekki aö Laughter sé verri plata en hinar, heldur held ég aö ástæðan sé sú að tón- listin á henni er ekki jafn auð- melt og áður. En þegar maður hefur hlustað á Laughter nokkr- um sinnum þá verður manni fljótlega ljóst að hún er engu siðri en hinar. Wilko Johnson hefur greini- lega ekki sömu áhrif og Jankel hafði, en þó setur hrár gitar- leikur hans nokkurn svip á tón- listina, þannig að hún er ekki eins finpússuö og áður. I fyrsta skipti heyrist i strengjum á Dury plötu og er út- setning þeirra góð og mjög I ætt viö tónlistina. Mikla athygli vekur einnig að jazz-trompet- leikarinn Don Cherry skuli leika meö þeim i nokkrum lögum og eins og hans er von og visa skilar hann sinu með sóma. Dury er skemmtilegur og óvenjulegur textahöfundur, að visu er stundum erfitt að skilja tilbúin „cockney” framburð hans, en þaö kemst þó upp I vana. Þaö væru t.d. ekki margir sem gætulátiðorðin „hyena” og „obsener” rýma saman en Dury fer létt með það. Laughter er i heildina góð plata frá Ian Dury & The Block- heads, hvorki betri né verri en hinar, aðeins svolitið öðruvisi. The Jam-Sound Affects Sögu hljómsveitarinnar The Jam má rekja allt aftur til árs- ins 1972, þegar tveir skólabræð- ur nálægt Woking I Surrey, Paul Weller (gftar) og Rick Buckler (trommurihittust I matarhléum og „jömmuðu” saman og af þvi er einmitt nafn hljómsveitar- innar dregið. Seinna bættist svo bassaleikarinn Bruce Foxton i hópinn. The Jam hefur veriö I fremstu röð þeirra hljómsveita sem kenndar hafa veriö við nýju bylgjuna allt frá árinu 1976 og i dag er The Jam einhver allra vinsælasta hljómsveit Bret- lands. Sound Affect er fimmta plat- an sem The Jam sendir frá sér. Tónlistin á fyrri plötum þeirra hefur verið i rökréttri þróun og er platan Setting Sons þar punkturinn yfir i-ið, þó að All Mod Cons standi henni óneitan- lega ekki langt að baki. Um Sound Affect er hins veg- ar það að segja, að ætla má að hún sé upphaf nýrrar stefnu i tónlistarflutningi The Jam. Lögin eru þó ekki ýkja frá- brugöin og ef eitthvaö er þá eru þau melódiskari en áður. Textarnir eru hins vegar mun einfaldari og falla oft betur að laginu en áður. Weller, sem \w*M\ samiö hefur allt efni plötunnar, hefur aftur á móti ekki enn náð tökum á að koma sögum sinum fyrir I svo einföldu formi þó óneitanlega séu þar undantekn- ingar á. Sem dæmi um góða texta á plötunni mætti nefna Man In The Corner Shop, That’s Entertainment og DreamTime. En þaö eru ekki bara textarn- ir sem hafa verið einfaldaðir, heldur eru allar útsetningar mun einfaldari en áöur og er það síður en svo til lýta. Gitar- tónninn er til að mynda mun miklu mjórri en áöur og bassinn spilar stærri rullu. Hljómborð eru sparlega notuð og i sumum laganna, eins og t.d. Boy abaout Town, gefur að heyra skemmti- legt „brass” i anda Strawberry Fields, Bitlanna. 1 heild má segja um Sound Affects að The Jam séu að gera þar tilraun meö einfaldleikann og er það tilraun sem heppnast vel. Þaö er allavega spennandi að vita á hvaða brautir The Jam heldur á, I framtiðinni.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.