Helgarpósturinn - 30.01.1981, Blaðsíða 3
3
frá Amen
l vnatiTin
örstutt fréttainnskot fæöist í
sjonvarpsstööinni TV-4.
ingar flest þau aukastörf sem
gefast þar, svo atvinnumöguleik-
ar eiginkvennanna eru ekki mikl-
ir. Hún segist fara á fætur á eftir
eiginmanninum4einhverntima á
tiunda timanum, og fer svo meö
eldri dótturina á barnaheimiliö,
þar sem hún er tvo tima á dag.
Seinniparturinn fer i heföbundin
hússtörf — hreingerningar, mat-
seld og svo framvegis. Jeannine
tekur einnig þátt i félagsstörfum,
en langtum minna en maöur
hennar. Og bæöi eru sammála um
aö sjónvarpiö taki drýgri skerf af
tima þeirra hérna, en heima i
Bandarikjunum. „Sennilega eru
þaö löngu vetrarnæturnar sem
þar eru aö verki”, sögöu þau.
Annaö slagiö bregöa þau hjónin
sér út aö boröa, en allnokkur
fjöldi matsölustaöa er á Vellin-
um.Flestir eru i raun mötuneyti,
en aö minnsta kosti einn eöa tveir
bjóöa uppá þjónustu á borðin,
kertaljós og huggulegheit.
Að sögn Sundin er þónokkuð um
samkvæmi af öllu tagi, einkum
yfir sumarmánuöina þegar meiri
hreyfing er á fólkinu. Þá eru
haldin halló og bless parti nánast
um hverja helgi, þvi um leið og
fólk fer af landinu, kemur annaö i
staöinn. Menn verða vist aö
kunna að halda á glasi til að
komast klakklaust i gegnum þaö
timabil.
Sundin taldi þó drykkju ekki
vera verulegt vandamál meðal
hermannanna. Alltaf væru
einhverjir sem réðu ekkert viö
sig, en það væri ekki algengara á
vellinum en annarsstaöar. Að öll-
um likindum á það sama við um
önnur fýknilyf. Bandariski herinn
er reyndar þekktur fyrir það hve
mikil útbreyðsla slikra efna er
innan hans, en likast til er slikt i
minna mæli hér en viða annars-
staðar, vegna þess hve flókið þaö
er að smygla efnunum hingað.
Þegar Mel Sundin var spurður
hvað vantaði uppá til aö Völlurinn
yröi dæmigerður bandariskur
smábær, varö fátt um svör. ,,t
rauninni er fáu hér ábótavant.
Þaö væri helst að verslanir yröu
langtum fleiri en hér, og vöru-
úrval meira. Og svo væri eflaust
MacDonalds eða Burger King,
eöa Kentucky Fried Chicken
staöur i eöa viö bæinn”, sagöi
hann.
Liklega leikur matur stærra
hlutverk i daglegu lifi bandrikja-
manna en okkar. Þeim finnst gott
aö boröa. Á Vellinum eru lika
glettilega margir með þungan
bossa og i þröngri skyrtu, þrátt
fyrir likamsræktaráhuga. Okkur
tslendingunum finnst þeir lika
hallærislegir i klæöaburði og
hárgreiöslu. Buxurnar eru of
stuttar, og of köflóttar, háriö er
snöggklippt og yfirskeggið sömu-
leiöis. Bandarikjamaöur sker sig
oftast greiölega úr á götu i
Reykjavik. A Vellinum er þessu
öfugt farið — þar sker Islending-
urinn sig úr. Ekki bara vegna
útlitsins, heldur einnig vegna
framkomu. Miðað við tslendinga
eru Bandarikjamenn óhemju
vingjarnlegir, brosmildir og
þakklátir. „Nice too see you”,
„glad too meet you” og hið
óhjákvæmilega, „Have a nice
day” hljómaði viða i kringum
okkur þegar viö dvöldum eina
dagstund i vikunni suðurfrá. Það
tekur tima aö venjast þvi.
Hinn heföbundni Bandarikja-
maöur, ekki bara á Vellinum
heldur hvar sem hann skýtur
upp kollinum, er lika ánægður
meö sjálfan sig (aö sjá) og það aö
vera frá The States. A Vellinum
fær hann lika aö heyra að hann og
þjóðin séu aldeilis fyrirtak.
Otvarpið gengur 24 tima á sólar-
hring og á milli rokksins og
countrisins gefur að heyra snögg-
soðnar auglýsingar og tilkynn-
ingar sem allar gefa hiö sama i
skyn. Amerika is greit. Gott og
vel, sennilega lumar útvarp
Reykjavik ómeövitað á álika
áróðri um lsland.
A Vellinum er einnig sjónvarp,
sem sendir út i tólf tima aö
meðaltali á dag. Nú er dagskráin
send út i gegnum kapal, og á
stundum á fjórum rásum i einu.
Rás 1: Almenn dagskrá, að lang-
mestu leyti aðsend amerisk
skemmtiprógrömm og kvik-
myndir. Rás 2. Veðurupplýsing-
ar, einkum hugsað fyrir flug-
menn. Rás 3: Almennar upplýs-
ingar og auglýsingar um lifið i
bænum. Rás 4: Skólasjónvarp og
fræðslusjónvarp fyrir herinn.
Þessi rás er ekki stöðugt i notkun.
Þaö er mikiö horft á imbann á
Vellinum, jafnvel þótt framhalds-
þættir séu langt á eftir. Fréttir og
einstaka viðtalsþættir eru teknir
upp i Keflavik og þá oftast
sjónvarpað beint, en að ööru leyti
er dagskráin úrval vinsælla þátta
að vestan. Nóg um það.
Allar venjulegar þjónustustofn-
anir er að finna á Vellinum:
Strætó ekur vitt og breytt um
Mel Sundin. almannatengsla-
maöurinn.
svæðið og færir fólk til og frá.
Kirkja er til staðar fyrir hina
trúuðu, og margskonar félags-
starfsemi af hreinna taginu.
USO er stór bygging meö alls-
konar þjónustu, matsölu, leik-
tækjum, tónlistarherbergi, sim-
um, ferðaskrifstofu og fleiru.
Sjúkrahús er i einni af nýrri
byggingunum, og aðeins
alvariegustu tilfelli eru send til
Reykjavikur. Þarna fæöast nýir
Bandarikjamenn, nokkrir á
mánuði.
Hvíti Fálkinn heitir vikublaðiö
sem gefið er út á Vellinum og
flytur fréttir af hinu og þessu, til
dæmis fæðingum.
Bankinner útibú frá stórbanka
i Texas og gerir skyldu sina.
Skóli er þarna hinn fegursti.
Þar lesa um 750 krakkar á aldrin-
um til 14 ára lexiurnar sinar.
Lesefnið er algjörlega á amerlsk-
an máta.
Fuilorðinsfræðsla er mikið
stunduð. Urmull af námskeiðum
er i boði.
Barnaheimili er opið fyrir alla
á aldrinum hálfs til sex ára.
Mini-Mart heitir minniháttar
verslun sem opin er lengi á kvöld-
in.
Fegrunarstofa og Rakarinn
sem frægur er af verkum sinum,
hafa nóg að gera.
Commissary er aðal matvöru-
verslunin, og hún selur dósamat,
frosinn mat, og kældan mat, allan
sendan frá Ameriku.
Navy Exchange er stórverslun
staðarins — Hagkaup Vallarins.
tþróttirer hægt að stunda i vel
búnu iþróttahúsi og sundlaug.
Kvikmyndir eru sýndar i
Andrews húsinu, tvær til þrjár á
dag.
Auk þessa er fullt af klúbbum
(Offiseraklúbburinn, Top of the
Rock, eru nöfn sem annað hvert
mannsbarn á suðvesturhorni
landsins þekkir.) og annarskonar
þjónustu og tónstundamöguleikar
eru fyrir hendir. Og peninga
viröist ekki vanta á Vellinum.
Það er sennilega vegna þess að
þar er allt svo ódýrt.
Að lokum: Af hverju er oftast
dregið fyrir alla glugga ibúðanna
á Vellinum? Þeir sem vita svarið
eru vinsamlega beðnir að senda
það Helgarpóstinum. 1 boði eru
góð verðlaun, m.a. einn dagur á
Eftir: Guðjón Arngrímsson
Myndir: Jim Smart
------—---
S
Upphítuð öryggishús fyrir allar
gerðir véla
Hvert kerfi hannað
efitir aðstœðum
Effirfitskafi
Fyrir: Verslanir, verksmiðjur, fisk
vinnslustöðvar, fiskisldp, útisvæði o.fl.
14 gerðir sjónvarpsvéla fyrir
mismunandi aóstœður
SP 1820 þarf 90 lux lýsingu, vinnur
vel við dagsbirtu
SP 1920 þarf 0,9 lux, fyrir lítið Ijós,
t.d. skemmtistaði/útisvæði
Einnig til 15"
og 19" monitorar
fyrir tölvur
LL 779/AX-ISIT
þarf 5,4x104 lux
VM-9CX 9H
monitor
LL 779/AX þarf
0,1 lux. mjög
litla lýsingu
^Rgdíóstofan hf
Þórsgötu 14 ■ Sími 14131:11314