Helgarpósturinn - 30.01.1981, Side 5
5
__he/garpósturinrL. Föstudagur 30. janúar 1981
„Ég er bara ekki sammála þvi,
aö það sem fari með fiskistofnana
sé endilega ofveiði, eins og svo oft
er talað um. Sildin var ekkert
veidd upp af okkur Islendingum.
Min skoðun hefur verið sú i gegn-
um árin, að fiskgengdir kæmu i
timabilum hér við land. Ef við
hugsum nú eins og þúsund ár aft-
ur i timann. Fyrir þann tima
hafði enginn tekiö fisk hér við
land. Þá skyldi maður ætla sam-
kvæmt ofveiðilogikinni, að sjór-
inn hefði átt að vera uppfullur af
fiski. Nei, þarna kemur langtum
fleira inn i dæmið, en ofveiði.”
Þú ert þá kannski þeirrar skoð-
unar, að það eigi að höggva hart
og óvægið i fiskstofnana, meðan
eitthvað er til og siðan jafni þeir
sig sjáifkrafa?
,,Ég segi það hiklaust, að það
má veiða úr hverjum stofni svo
lengi sem það borgar sig að sækja
i hann. Útgerðin er orðin dýr á
öllum skipunum okkar og eftir að
stofninn er farinn að minnka
ákveðið mikiö, þá borgar sig ekki
að sækja i hann og þvi verði hann
látinn i friði og jafnvel alfriðaður
meðan hann réttir við.”
Þetta er með öðrum orðum eins
konar markaðslögmál hjá þér —
gamalkunna stefið um framboðið
og eftirspurnina?
„Já.”
Þá má ætla að fiskifræðingar
séu allsendis óþarfir, ef slikt
frumskógalögmál á að gilda?
„Þeir eru fullkomlega þarfir
sem visindamenn.”
Vísindamenn fyrir hverja og i
hvers þágu, ef stunda á veiðarnar
af fingrum fram?
„Ja, til að rannsaka hvers
vegna fiskur hverfur t.d. um-
svifalaust frá landinu. Eins og
sildin gerði. Það hafa aldrei kom-
iö fram nein haldbær rök fyrir
þvi, hvers vegna síldin færðist frá
Vestfjarðarkjálkanum, austur
með Norðurlandi, austur fyrir
land og siðan norðaustur i haf,
norður að Svalbarða og undir is.
Það hefur aldrei heyrst skýring á
þvi, hvað þarna var að gerast i
náttúrunni. Það eru svona mál,
sem fiskifræðingar eiga að rann-
saka, en ekki að vera að reyna að
telja fiskana i sjónum, sérstak-
lega loðnuna, sem illfram-
kvæmanlegt ef ekki óframkvæm-
anlegt er eins og málin eru i dag.”
Ef þróunin i þessum máium
verður svipuð þvl, sem verið hef-
ur, hvað heldur þú að þitt skip
komi til með að vera marga daga
á sjó, árið 1981?
„Við vorum 200 daga á sjó árið
1980 og af svartsýnum framtiðar
spám fiskifræðinga get ég ekki
betur séð en 70—100 úthaldsdagar
á þessu ári nægi til að veiða þessi
12 þúsund tonn.”
Þrátt fyrir þessar dökku linur
sem þú hefur dregið upp, þá
verður ekki annað séð, en sjó-
menn sæki það mjög fast að
komast á loðnuveiðiskip. Hvernig
kemur þetta heim og saman við
þær lýsingar þlnar að litið sé upp
úr þessu að hafa miðað við nú-
verandi aðstæður?
„Þaö er staðreynd i málinu, að
taísvert los er komið á mann-
skapinn i loðnuveiöiflotanum.”
Það gengur þó næstum of vel að
manna skipin i vertiðarbyrjun?
Slegist um hvert pláss.
„Það er ekkert óeðlilegt að vel
gangi að manna skipin þegar á að
fara af staö. Það koma alls konar
menn inn I þessa mynd. Það eru
ekkert endilega sjómenn sem
koma og sækja um pláss. Þetta
eru t.d. iðnaðarmenn, sem vilja
skreppa i þetta og gripa á meðan
á þessu stendur. Þetta eru góðar
tekjur — því er ekki að neita —
rétt á meðan á þessu stendur, en
þegar iaununum er deilt á allt
árið, þá kemur þetta illa út. Skip-
iö sem ég á, er dýrt i útgerð og
það er ljóst, ef ekki verður gefið
grænt ljós á frekari veiöar en nú
er, þá er vonlaust að mér takist
að halda skipinu.”
Að lokum Hrólfur. Fiski-
fræðingar eru ekki beint hátt
skrifaðir i þinum kokkabókum.
Þú myndir varla brosa breitt og
vingjarnlega ef þú mættir hópi
fiskifræðinga á förnum vegi?
„Jú, jú. Ég get vel brosað til
fiskifræöinga og hlegið að þeim
lika.”
m Norska lögreglan sýnir enga
miskunn þeim sem aka bifreiðum
undir áhrifum áfengis. Allt að
mánuði i sérstökum vinnubúðum
og háar fjársektir er refsingin.
Umferðarlögreglan reynir lika að
standa i stykkinu og hefur strangt
eftirlit meö ökumönnum allar
helgar, allt fram á mánudaga. En
hinar fyrirbyggjandi aðgerðir
gleymast ekki. Það nýjasta er
sérstakur drykkur handa bil-
stjórum, blandaður af heims-
meistara i hanastélablöndun og
er á boðstólum á öllum börum i
Osló. Drykknum er valið nafnið
„Olsen-driver”, i höfuðið á yfir-
manni umferðarlögreglunnar i
Osló, Leif N. Olsen. Það er
reyndar bindindishreyfingin i
Osló, sem hafði frumkvæðið að
þessu tiltæki, en Olsen ljáði fús
drykknum nafn sitt ef það kynni
að verða til þess að létta mönnum
sinum störfin. Drykkurinn var
kynntur á Engebrets Café
skömmu fyrir jól með pompi og
prakt. Olsen sjálfur var að sjálf-
sögðu viðstaddur, en hélt siðan til
liðs við menn sina þar sem þeir
voru að góma ölvaða ökumenn.
En áður gaf hann boðsgestum á
(veitingahúsinu gott ráð: „Pantið
‘drykk og akið heim með góðri
samvisku....
»Það varð uppistand i
brúðkaupsveislu einni i Napóli á
Italiu fyrir skömmu, þegar risa-
vaxin brúðkaupstertan sprakk i
loft upp, þegar kveikja átti á
tveimur vaxkertum á toppi
hennar. Tveir gestanna meiddust
litillega og flestir gestanna urðu
útataðirirjómaog marsipani. En
hvers vegna sprakk tertan? Um
það var bakarinn, sem útbjó tert-
una góðu spurður. Hann svaraði:
„Ég veit varla. Kannski hef ég
sett dálitið mikið alkóhól i upp-
skriftina!”...
Datsun € umboðið
IIMGVAR HELGASON
Vonariandi vi£ Sogaveg ■ Sími 33560
TILBOÐ ágömlu
VERÐI
Ánægðir kaupendur
Datsun Cherry eru sammála um
að þetta sé draumabíll.
/
HVERS VEGNA?
Bíllinn er fallegur, hannaður
með notagildi að leiðarljósi og
innréttingin er frábær.
Vegna þess hve Cherry
er breiður, er leit að öðrum eins
þægindum í minni gerð bíla.
Datsun Cherry er tæknilega
fullkominn og búinn þeim
kostum sem hagsýnt fólk
kann að meta.
FRAMHJÓLADRIF
STÓR SKUTHURO
2JA EOA 4 DYRA
52 HESTAFLA VÉL (DIN)
SJALFSTÆO FJÖÐRUN A
ÖLLUM HJÓLUM
LITAÐAR RuÐUR
HALOGEN LJÓS
SPARNEYTNI OG HATT
ENDURSÖLU- VERD
Og þegar veröiö er tekiö meö i reikn-
ínginn, — þá eru flestir sammála okk-
ur um aö DATSUN CHERRY veröi
enn einn metsölubíllinn frá DATSUN.
Lægra verksmiðjuverð
Gamalt tollgengi
ÞÚ SPARAR FLEIRA EIM BEIMSÍIM ÞEGAR ÞÚ KAUPIR CHERRY