Helgarpósturinn - 30.01.1981, Qupperneq 6
Föstudagur 30. janúar 1981 ,3. tölublað
Frá hinum æsispennandi leik.
GLÆSILEGUR ÁRANG-
UR LANDSLIÐSINS
tslenska handknattleikslands-
liöið tapaöi naumlega fyrir Dön-
um eftir æsispennandi og stór-
kostlegan leik i iþróttahöllinni i
Ribe i gærkvöldi. Danir náöu
forystu strax i upphafi leiksins,
og þrátt fyrir stórglæsilegan leik-
kafla íslenska liösins snemma i
síðari hálfleik sigruðu Danir með
17 marka mun, 29-14. Allir is-
lensku leikmennirnir áttu góöan
dag að þessu sinni, vel studdir af
hundruöum islendinga sem
mættu á leikinn.
Með þessum úrslitum kemur
enn einu sinni i ljós hve sterkum
handknattleiksmönnum við eig-
um á að skipa. Frá fyrstu
minútu til. hinnar siðustu var
leikinn ákveðinn sóknarleikur, og
Dönum aldrei gefinn friður i
vöminni. Það er hinsvegar eng-
inn vafi á þvi, aö sú staðreynd að'
allir islensku leikmennirnirlágu i
flensu daginn fyrir leikinn setti
strik i reikninginn, — eins það, að
i liðið vantaði alla burðarásana
og þeir sem léku voru örþreyttir
eftir erfið ferðalög. Það spillti
lika fyrir að dómararnir voru
okkur afar óhagstæðir, jafnframt
þvi sem óheppnin virtist elta is-
lensku leikmennina á röndum.
Ekki er þvi heldur að neyta að lýs
ingin i iþróttahöllinni fór mjög i
augun á okkar mönnum, enda
eigum við ekki sliku að venjast.
Eftir leikinn kvörtuðu strákarnir
lika mjög yfir boltanum sem var
eitthvað öðruvisi en boltarnir
heima. En það sem gerði útslagið
var eflaust sú staðreynd að Danir
léku sinn besta leik fyrr og siðar,
og með heppnina i veganesti náðu
þeir að sigra.
Sagt eftir leikinn:
Hilmar Björnsson, landsliös-
þjálfari: Við getum vel unað við
þessi úrslit, eftir atvikum. Að-
stæður voru okkur mjög óhag-
stæðar, en á góðum degi eigum
við að sigra þetta danska lið.
Þorbergur Aöalsteinsson: Þeir
geta ekkert þessir kallar. Við
förum létt með þá i siðari leikn-
um. Dómararnir stálu frá okkur
sigrinum.
Leif Mikkelsen, þjálfari Dana:
Þetta var gott islenskt lið. Mjög
, gott. Bestir voru númer 16
(Nuddarinn) og númer 13 (for-
maður HSl).
„Marktæk könnun”
— sameiginlegt álit
stjórnmálaforingjanna
,,Ég tek nú takmarkaö mark á
skoðanakönnun sem þessari”,
sagði Geir Hallgrimsson,
formaöur sjálfstæðisflokksins,
„annars hef ég ekki kynnt mér
niðurstööurnar og veit því ekki
hvað ég er aö tala um. Þessi
könnun sýnir að fólk gerir
greinarmun á góöum verkum og
vondum, og að stjórnarandstaðan
hefur unniö heiöarlega en vel”.
„Skoðannakönnun sem þessa
verður að taka með varúð”, sagði
Svavar Gestsson. „Niðurstöður
hennar sýna að Alþýðubanda-
lagið er að tapa fylgi, og það
stangast algjörlega á við það sem
raunveruleikinn segir til um. Til
að hægt sé að taka mark á þess-
um könnunum verða niður-
stöðurnar að vera réttar.”
Annars hef ég ekki kynnt mér
þetta.”.
„Já, ég var að lesa bókina
„Demokratism for Beginners”
eftir John Stuart Mill, og ég verö
að segja að þaö var góð lesning”,
sagöi Kjartan Jóhannsson,
formaður Alþýðuflokksins. „Ég
get fyllilega skilið að meirihluti
þjóðarinnar sé hlutlaus. Takk
fyrir. Bæ”.
„Jóla hvað?”, sagöi Stein-
grimur Hermnnsson, formaður
Framsóknarflokksins. ,,Ég hef
þvi miður ekki kynnt mér
niðurstöðurnar, en það er sama.
Ég var að koma af skautum.
Viljiði kaffi? Ég er þeirrar skoð-
unar að taka þurfi upp mun
strangara eftirlit með skoðana-
könnunum, ef þær fara ekki að
sýna réttari niðurstöður.”
Gunnar leysir vanda
gosdrykkjafyrirtækja
„Ég mun persónulega sjá til
þess aö þessi fyrirtæki, Pepsico,
Coca Cola, Philip Morris, og Egill
Skallagrimsson geti haldiö áfram
óbreyttum rekstri”, sagöi Gunnar
Thoroddsen á blaöamannafundi I
gær, þar sem kynntar voru ráð-
stafanir rlkisstjórnarinnar i sam-
bandi viö gosdrykkjaverksmiöj-
urnar.
Forsætisráðherra gaf ekki
nánari skýringar á oröum sinum,
— bað bara fólk aö minnast
Gervasonimálsins og lausn þess.
Areiðanlegar heimildir herma að
Gunnar Thoroddsen hafi hringt i
forstjdra Coca Cola I fyrradag og
lagt hart að honum að bregðast
ekki rikisstjórninni I vanda þess-
um.
Steingrimur í
simasambandi
Steingrimur Hermannsson
ráðherra á tslandi sem um
þessar mundir dvelur i London,
hringdi heim yfirlýsingar i gær,
sem þóttu óvenju gáfulegar.
Þóttu þær i anda þeirra breyt-
inga sem vart hefur oröiö á
Steingrími uppá siökastið, og
sem meöal annars koma fram I
þvi að hann kann orðiö mun
betur við sig á suölægari slóö-
um, en á islandi, aö minnsta
kosti yfir vetrartimann.
Steingrimur hefur nú komið
sér upp litilli skrifstofu við
Regent Park i London, rétt hjá
dýragarðinum fræga i London,
The London Zoo. Að sögn kann
Steingrimur einkar vel við sig
þar í nágrenni garðsins. í siðari
tið hefur hann orðið þekktur
fyrir símasambönd sin, enda
gerir hann ekkert skemmtilegra
en að snúa skifunni fram og
aftur. Oft lendir hann á tslandi,
Ráöherrann reynir aö muna
númerið i st jórnarráöinu.
en stundum talar hann lika til
Afriku.
Þegar hann hringir til tslands
gefur hann oftast yfirlýsingar
sem tengjast þeim málum sem
efst eru á baugi hverju sinni, um
leið og hann fær fréttir að heim-
an. t gær fordæmdi hann hækk-
anir á suðrænum ávöxtum til
dæmis, og þótti það vel við hæfi.
(Rauter)
„JA, HALLO!”
— er meöal þess sem fólk hafði að
segja þegar Aðalblaðið hringdi
„Ég heyri ekki alveg hvaö þú
segir”, svaraöi Karl á Reykja-
víkursvæðinu spurningum Aðal-
blaðsins. „Ég veit þaö ekki, svei
mér þá”, svaraði kona frá
Hveragerði.
„Ég er nú hættur að sjá nógu
vel”, sagði karl af noröurlandi,
og kona frá Seyðisfirði sagði:
„Já, halló?”. „Þú hefur
sjarmerandi rödd”, sagði kona
af Reykjavikursvæðinu, og karl
af sama svæði sagði: „Hvurn
djöfullinn á það að þýða að
hringjahingaðum miðja nótt og
spurja dónalegra spurninga?”.
„Hvaðan ert þú, góði minn?!’
spurði eldri kona úr Húnavatns-
sýslu og yngri karlmaður af
Reykjavikursvæðinu svaraði:
„Frá Reykjavik”. „Já”,
svaraði þá konan úr Húnavatns-
sýslunni og karlinn i Reykjavik
spurði: ,,En þú?” Kona úr
Húnavatnssýslu sagði: „Ég er
nú héðan af bænum, svo hjálpi
mér guð. Vertu sæll”. Karl af
Reykjavíkursvæðinu sagði:,
„Vertu sæl”. Karl af Suðurnesj-
um sagði: „Alþýðuflokkurinn,
það er minn flokkur”.
— HH
Nú í sept '80 í feb. '80
Fylgjandi 21-, 8 7 6 30-24 23 21 13 6 2 37-20 32 ••• 81 etfcv.
Andvlgir 21 9 5 7 20-24 23 21 11 5 5 40-27 27 ... 56
Öákveðnir 21 9 4 8 34-26 22 21 11 4 6 32-20 26 ... 35
7 22-21 21 21 12 2 7 38-28 26' 29
Af þaitn, «em tóku afstöðu: -22 21 21 10 5 6 38-21 25 V '
Nú í sepL '80 ífeb. '80
Fylgjandi 21 8 4 9 41-38 20 í% 89,9%
Andvígir 21 6 7 8 21-26 1 9 % 10,1%
21 7 4 10 28-35 18
21 489 22-32 16
21 4 5 12 22-28 13
21 4 5 12 20-42 13
21 3 6 12 16-42 12
Niðurstöður könnunarinnar.
Lýst eftir
flokki
Rannsóknarlögreglan lýsir eft-
ir stjórnmálaflokknum Alþýöu-
flokki. Flokkurinn yfirgaf heimili
sitt fyrir nokkrum árum, og siðan
i siöustu Alþingiskosningum hef-
ur ekkert til hans spurst.
Siðast þegar sást til flokksins
var hann i yfirfrakka sem eitt
sinn var rauður, en er farinn að
fölna. Hann er nú bláyrjóttur.
Flokkurinn stóð veikum fótum i
bleikum skóm, og á höfði hafði
hann spjátrungslegan týrólhatt.
Alþýðuflokkurinn er munnstór,
en með þykk gleraugu, og póli-
týskt lyktarskyn hans er afleitt
um þessar mundir.
Þeir sem hafa orðið varir við
Alþýðuflokkinn siðan i siðustu
kosningum eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við
Rannsókna rlögregluna.
Mannaráðningar
valda deilum
Talsverðar deilur urðu á fundi
útvarpsráðsá þriðjudaginn þegar
tekin var afstaða til ráðningar
húsvaröar sjónvarpsins. Fjórtán
manns sóttuum stöðuna, og hafði
yfirhúsvörðurinn mælt með Guð-
finni Sveinssyni við útvarps-
stjóra.
1 útvarpsráði fékk hinsvegar
Sveinbjörn Finnsson flest atkvæði
við atkvæðagreiðslu i siðustu
viku. Um siðustu helgi réð
Útvarpsstjóri svo Ellert Schram,
fyrrum ritstjóra Visis i stöðuna.
Ráðningin olli talsverðu
uppþoti i ráðinu enda fékk Ellert
aðeins eitt atkvæði þar. Vinstri
meirihlutinn tók mjög harða af-
stöðu gegn ráðningunni, og visaði
meðal annars til áralangrar
hefðar viö ráðningar húsvarða,
auk þess sem Ellert hefði litla
sem enga reynslu. útvarpsstjóri
lét ekkerthafa eftir sér um málið.
Samkvæmt niðurstöðum
könnunarinnar vildu 36% þeirra
sem spurðir voru að rikisstjórnin
sæti áfram. 23% þeirra sem ekki
voru spurðir töldu að rikisstjórnin
ætti að segja af sér hið bráðasta.
Sjötfu og niu prósent hafa ekki
hundsvitá pólitfk. Af þeim voru 16
nlutlausir. Af þeim hlutlausu voru
12% sem höfðu lesið góða bók ný-
lega. Þrettán þeirra vildu að
rikisstjórnin sæti áfram enn um
sinn. Um það bil 50% allra sem
spurðir voru höfðu enga skoðun á
skoðanakönnunum, og 7% þeirra
vildu að rlkisstjórnin sæti áfram
að minnsta kosti frammá vorið.
Af þeim sem ekki höfðu lesið
neina bók síðustufjóra mánuðina
töldu 13 að höfuðborg Norður-
lands væri Akureyri. Þau 42%
Niðurstöður 37. skoðanakönnunar Aðalblaðsins:
ALLT í BESTA LAGI
Ríkisstjórnin situr áfram enn
um sinn. Sumariö kemur áöur en
langt um liöur. Gervasoni er i
Danmörku. Þetta eru nokkrar af
niöurstööum 37. skoöanakönn-
unar Aöalblaösins, sem gerö var
um siðustu helgi. Alls tóku mjög
margir þátt í könnuninni, en úr-
takið var valiö meö þvi aö spyrja
flesta þá sem erindi áttu inn á rit-
stjórn blaösins þrem dögum áöur
um afstööu til þjóömála, og velja
sföan eftir svörunum.
Þátttakendur i skoðanakönnun-
inni voru víðsvegar að af landinu,
af báöum kynjum og á öllum
.aldri. Stdr hluti var þó af yngri
kynslóðinni, enda eru sölubörnin
jú stór hluti þeirra sem koma á
skrifstofur blaöanna. Spurt var
fjögurra spurninga:
í.Finnst þér ekki að rikisstjórnin
eigi aö sitja áfram?
a: jú
b: hlutlaus
c: hef ekki vit á pólitik
2. Hvaða skoðun hefur þú á skoð-
anakönnunum?
a: góða
b: enga
3. Hefuröu lesið einhverja góöa
bók nýlega?
a: já
b: veit ekki
c: nei
4. Hvað heitir höfuðborg Norður-
lands?
a: Þórshöfn
b: Jón Þ. Þór
c: Þorlákshöfn
sem töldu höfuðstaðinn vera Sel-
foss voru einnig á þvi að skoðana-
kannanir væru góðar, en 18 þeirra
töldu hinsvegar rikisstjórnina
ömurlega. Stór hluti þeirra vissi
ekki hvort hann hefði lesið góða
bók nýlega, en 80 prósent þeirra
sem ekki höfðu lesið góða bók
tóku ekki afstöðu til þess hvort
rikisstjórnin væri góð eða vond
Af þeim 54 prósentum sem ekki
töldu sig hafa vit á pólitik voru 53
prósent sem voru hlutlaus, en
höföu jafnframt enga skoðun á
pólitik. Aðeins tveir þeirra höfðu
lesið góða bdk nýlega.
1 Aðalblaöinu á næstu dögum
verður gerð nánari grein fyrir úr
slitum skoðanakönnunarinnar
— HH