Helgarpósturinn - 10.04.1981, Side 3
3
halnarpn^turínfn Föstudagur 10. aprf 198]
fræðing — til að standa þér við
hlið i yfirheyrslum. Mögulega
gæti lögf ræðingurinn gengið i
máliðaf oddi og egg til að hreinsa
þig af áburðinum og sýna
óvéfengjanlega fram á sakleysi
þitt — með þinni hjálp að sjálf-
sögðu.
Hér annars staðar á siðunni er
þvi lýst reynslu manns sem
einmitt hefur fengið reynslu af
þvi tagi, sem hér er verið að fjalla
um. Sá maður sjokkeraðist eftir
að hafa gengið i gegnum slika
þolraun, enda hlýtur slikt að
reyna á þolrifin i öllum þeim sem
aðeins hafa litið lögreglumálefni
úr fjarlægð og umfram allt séð
lögregluna sem verndara sinn og
heiðarlegs fólks almennt, en
hreint ekki fyrirbrigði sem ógn
stæðiaf.
Réttargæslumaður
strax eftir handtöku
Það eru aðeins örfá ár siðan
eftirfarandi klásúla var fest i lög:
„Handtekinn maður á rétt á skip-
uðum réttargæslumanni, þegar
eftir handtöku og ber þeim, er
handtöku framkvæmir að skýra,
honum frá þessum rétti. Réttar-
gæslumaður ber skyldur og
réttindi sem verjandi. Handtekn-
um manni er heimilt, þegar eftir
handtöku að hafa samband við
ættingja eða aðra vandamenn,
nema sérstök ástæða sé til að ætla
að það kunni að torvelda rann-
sókn málsins.”
Þá segir einnig i lögum, ,,að
verjanda er heimilt að tala
einslega við sökunaut, þegar
hann er i gæslu.”
Það var Finnur Torfi Stefáns-
son fyrrum alþingismaður og
núverandi umboðsfulltrúi i dóms-
málaráðuneytinu, sem bar fram
fyrrgreindum atriðum um réttindi
handtekinna manna á Alþingi,
sem afgreiddi þau siðan sem lög.
Hann sagði aðspurður i samtali,
að ekki gæti hann merkt annað,
en framkvæmd þessa atriðis væri
að fullu virt, hjá lögreglumönn-
um. ,,A þvi hafa þó orðið fáeinar
undantekningar og mér hafa
boristnokkrar kvartanir frá fólki,
sem telur að sér hafi ekki verið
kynntur rétturinn til að kalla
réttargæslumenn þegar i stað,”
sagði Finnur Torfi.
„Réttargæslumaður
ekki alltaf
nauðsynlegur”
Helgarpósturinn hefur og
fregnað, að ekki sé allt of mikil
hrifning hjá lögreglumönnum
með ákvæðið um réttargæslu-
mann, þegar eftir handtöku.
„Þetta er án efa réttarbót fyrir
marga,” sagði lögreglumaður
einn sem Helgarpósturinn hafði
tal af. „Hins vegar vill þetta
verða ansi þungt i vöfum og
stundum höndtökum við
einhverja fyllibyttuna og verðum
náttúrlega að tilkynna henni um
réttindi hennar viðvikjandi
réttargæslumanni. Menn eru þá
stundum i öðrum heimi vegna
ölvunarástands, heyra kannski úr
fjarska minnst á möguleikann á
lögfræðingi og hrópa þá upp
óskýrum rómi ,,ha, lögfræðing, já
auðvitað vil ég lögfræðing”. f
langflestum tilvikum liggja mál
það skýr fyrir, að réttargæslu-
menn geta á engan hátt aðstoðað
viðkomandi mann, sem hefur ein-
hverra hluta veriö handtekinn.’
Hjalti Zóphaniasson deildar-
stjóri i dómsmálaráðuneytinu
sagði, að mjög væri það misjafnt
hvort menn óskuðu eftir réttar-
gæslumanni, þegar eftir hand-
töku. Það færi mjög eftir eðli
þeirra mála, sem verið væri að
rannsaka.
Ónefndur lögfræðingur, sem
talsvert hefur starfað sem réttar-
gæslumaður handtekinna manna,
sagði það oft ansi brýnt fyrir þá
sem handteknir væru, að lög-
fróður maður væri viðstaddur
þeim handtekna til ráðuneytis.
Hann sagðist halda, að öllu jöfnu
væruhandteknum mönnum kynnt
þessiréttindisin. „Hins vegarhef
ég dálitið orðið þess var, að lög-
reglumenn hafi dregið úr þvi við
sakborning, að nokkur nauðsyn
væri fyrir þá á ráðgjöf lög-
fræðings. Þetta hafa minir skjól-
stæðingar stundum sagt mér, að
lögreglumenn hafi stundum
dregið úr, að nokkur þörf væri
raunverulega á réttargæslu-
manni fyrir þá. Aftur á móti hefur
þeim aldrei, svo ég viti, verið
neitað um aðstoð lögfræðinga, ef
þeir hafa farið fram á slikt.”
Fyrirlitning á
grunuðum
Þessi sami lögfræðingur var aö
þvi spurður hvort hann hefði
fengið af þvi fréttir, að óþarflega
harkalega væri farið með grun-
aða i höndum lögreglunnar. „Ég
get svarað þessu bæði með já og
nei,” sagði þessi lögfræðingur.
„Fæstir verða fyrir einhvernju
harðræði. Það get ég fullyrt. Hins
vegar er það ef til vill of rikt i lög-
reglunni að beita sálarlegri
pressuá þá grunuðu. Það er kom-
ið fram við þá sem grunaða saka-
menn og ekkert verið að fela það.
Það er þvi viss undirtónn hjá lög-
reglunni i garð sakborninga og of
litill greinarmunur gerður á þvi
hvort verið er að meðhöndla
sibrotamenn og róna, eða alsak-
lausan borgara, sem hefur verið
dreginn inn i mál á vafasömum
forsendum. Ég veit að sjálfsögðu
að grunaður er grunaður og hann
á að yfirheyra sem slikan. Hitt er
svo annað mál, hvernig komið er
fram við þessa menn i samskipt-
um lögreglumanna og þeirra,
utan við hina eiginlega yfir-
heyrslu. Þar vill fyrirlitning lög-
reglumanna — sumra hverra —
verða dálitið of augljós. Og það
eru einmitt slik atriði sem vilja
verða dálitið sjokkerandi fyrir
venjulegt fólk, sem litur á sig sem
heiðvirða fyrirmyndaborgara, en
lendir fyrir misskilning og að
ósekju i einhverjum leiðinda-
málum.
Þegar talað er um menn sem
hafi lent i höndum lögreglunnar
að ósekju og meðhöndlaðir sem
verstu glæpamenn, þá er eflaust
kunnasta dæmið um fjórmenn-
ingana, Einar Bollason, Valdi-
mar Ólsen, Magnús Leópoldsson
og Sigurbjörn Eiriksson, sem
saklausir voru handteknir og úr-
skurðaðir i langt gæsluvarðhald.
Ofnotkun gæsluvarð-
halds?
Það hefur stundum verið nefnt i
umræðunni um beitingu gæslu-
varðhalds, aðhin islenska réttvisi
beiti þvi af um of mikilliléttúð ef
svo mætti orða það. Gæsluvarð-
hald sé með öðrum orðum ofnotað
við rannsókn mála og á stundum
notað til að þvinga fram játningar
sakborninga.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ingibjörgu Benediktsdóttur full-
trúa hjá Sakadómi Reykjavikur
var fjöldi uppkveðinna gæslu-
varðhaldsúrskurða hjá embætt-
inu eftirfarandi á siðustu þremur
árum:
1980—70 og þar af 14 fram-
lengingar.
1979 — 62
1978 — 72 og þar af 8 framleng-
ingar.
Einni beiðni um gæsluvarðhald
frá RLR var synjað hjá Sakadómi
á árinu 1980 og i 20 tilfellum var
gæsluvarðhaldið styttra, en
beiðni rannsóknarlögreglunnar
hljóðuðu upp á. Þá má og geta
þess, að á siðasta ári voru úr-
skurðir Sakadóms kærðir til
Hæstaréttar og staðfesti Hæsti-
réttur 5 úrskurði, en felldi einn úr
gildi.
Ingibjörg sagði f jölda úrskurða
áranna fyrir 1978 ekki hafa verið
tekna saman, þannig að fyrir-
liggjandi væru, en bæði hún og
Halldór Þorbjörnsson yfirsaka-
dómari töldu að gæsluvarðhalds-
úrskurðum hefði fækkað talsvert
siðan Rannsóknarlögregla rikis-
ins varð til og þá um leið aðskiln-
aður með Sakadómi og rann-
sóknarlögreglunni i Reykjavik,
bæði i lagalegu tilliti og einnig
það, að rannsóknaraðilar og dóm-
arar urðu þá ekki lengur i sama
húsnæði, en sú var raunin, meðan
rannsóknarlögreglan i Reykjavik
var og hét.
Sumir oft i gæsluvarð-
hald
Hjá Asgeiri Friðjónssyni dóm-
ara hjá Fikniefnadómstólunum
fengust þær upplysingar, að 35
úrskurðir hefðu verið uppkveðnir
á árinu 1980, 25 árið 1979 og 21 árið
1978. Asgeir vildi þó taka fram, að
þessi f jöldi úrskurða þýddi þó alls
ekki að jafnmargir einstaklingar
hafði verið úrskurðaðir i gæslu-
varðhaldsvist. A einu árinu hefðu
t.d. 3menn átt 14 úrskurði og væri
þá um framlengingar að ræða,
eða sömu menn úrskurðaðir oftar
en einu sinni á sama árinu.
Asgeir neitaði þvi ákveðið að
um ofnotkun gæsluvarðhaldsúr-
ræðisins við rannsókn mála _k.
væri um að ræða hjá fikni-
efnalögregl- ly
Þessi auglýsing fjallar um nýjung í
fasteignaviðskiptum á íslandi: Verð-
tryggingu. Seljandi fær sanngjarna út-
borgun - og afborganir sem halda
fullu verðgildi sínu á hverjum tíma.
Greiðslubyrði kaupanda dreifist jafn-
ar. Nú er sem sagt runnin upp sú stund
að fólk getur hagað fasteignaviðskipt-
um sínum eftir greiðslugetu sinni i dag
og í framtíðinni, án þess að raska lífs-
háttum sínum um of.
Hugsaðu þig um augnablik. Gerðu þér
grein fyrir hvað þessi nýjung í fast-
eignaviðskiptum þýðir fyrir þig og
áform þín.
Leitaðu frekari upplýsinga hjá starfs-
fólki okkar.
Fasteignamarkaður
Fjárfestingarfélagsins hf
(HÚS SPARISJÖÐSREYKJAVlKUR) Lögfræöingur: Pétur Þór Sigurðsson
myndir: Jim Smart