Helgarpósturinn - 10.04.1981, Síða 4

Helgarpósturinn - 10.04.1981, Síða 4
Föstudagur 10. apríl 1981 —hetgarpásturinn. NAFN: Sigurður Björnsson. STAÐA: Framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands. FÆDDUR: 19. mars 1932. HEIMILI: Smáraflöt 17, Garðabæ. HEIMILISHAGIR: Eiginkona, Sieglinde Kahlman og eiga þau tvö börn. BIFREIÐ: Mercedes Bens árg. '72. ÁHUGAMÁL: Tónlist. „Eg þoli ekki meðalmennsku” Sinfónluhljómsveit islands þekkja allir af afspurn. En hve margir skyldu þekkja eitthvað nánar til hennar eða jafnvel sækja hljómleika hennar reglulega? Það er ekki stórt hlutfali þjóðarinnar, hverju sem þar cr um að kenna. Er þar um aö ræða menningi'rsnauöa Islenska alþýöu, sem lltur ekki við klassiskri tónlist eöa iiggur vandinn hjá sinfónluhljómsveiitinni sjálfri. Eitt er þó ljóst, aö sá fámemri hópur sem hlýöir á tónleika sinfónlunnar er óeölilega fámennur. Sinfónian er rekin meö bullandi tapi og er hailinn m.a. borgaöur af rlkisiitvarpinu, sem einnig er rekiö meö halla og einnig af rlkinu sem stundum er rekiö meö halla.Sumum þykir þaö allt of dýrt fyrirtæki, aöhalda úti dýrri sinfóniuhljómsveit I jafnfámennu landiog öörum þykir þaö óeölilegt aö þaö sé rlkisút- varpiö sem beri stóran skuldahala sinfóníunnar. Siguröur Björnsson framkvæmdarstjóri Sinfóniuhljómsveitar tslands er i Yfirheyrslu. Er ekki augljóst mál aö sinfoniuhljómsveitin er i dag aöeins hijómsvieit fárraútvaldra? ,,Ég get ekki séö aö hljómsveit- in sé aöeins fyrir fáa útvalda, hún er fyrir alla þjóöina. Hins vegar i eru þvi miður allt og fáir, sem 1 nýta sér tækifærin til aö hlýöa á hljómsveitina.” Hvers vegna hlýöa svona fáir á i hljómsveitina? ,,Ég álit aö fólk þekki ekki nægilega vel til hljómsveitarinn- ar. Sinfónian hefur i umræöum um tónlistarflutning i útvarpi t.a.m. veriö notuö sem eins konar grýla og búiö er aö troða þvi inn i almenning aö hljómsveitin sé leiöinleg. En þegar fólk kemur einu sinni, þá kemur þaö’. lang- oftast aftur og aftur. Þá hef ég einnig oröiö þess var, á feröum sinfóniuhljómsveitarinnar úti á landi, hve tónleikar hennar eru velsóttir og vinsælir hvar sem komið er og yfirleitt er spurt „hvenær komiö þiö aftur?”. En er þaö ekki óumdeilanleg staðreynd I dag, aö þessi hópur manna sem sækir sinfóniu- tónleika, er eins konar „elita” sem hljómsveitin leikur fyrir og byggir sitt starf I kringum? Þetta veröur sem sagt ekki köiluð alþýöuhl jóms veit, sem allir landsmenn hlýða stoltir á — er ^a,^>infóniuhljómsveit Islands á aö vera fyrir alþýöuna, enda borgar alþýöan þetta fyrirtæki. Ég skal játa þaö, aö hér fyrr á ár- um, var þaö ansi rikt sjónarmið, aö hljómsveitin væri fyrir fáeina útvalda eöa „elitu” eins og ú orö- ar það og ætti raunar aö vera þaö. í seinni tiö hefur hins vegar hljómsveitin slegiö á léttari strengi og valiö i auknum mæli léttari verkefni, sem falla stærri hópum i geö. Þetta hefur laðaö aö nýja áheyrendur. En eru ekki öfl innan hljómsveitarinnar og i kringum hana, sem berjast gegn öllum breytingum I „léttari” átt? „Þaö eru ekki öfl innan hljóm- sveitarinnar, sem þannig eru þenkjandi, en hins vegar eru þrýstihópar utan hjómsveitarinn- ar, sem hafa gagnrýnt talsvert efnisvaliö i vetur — þetta léttara efnisval, þvi i vetur voru farnar aörar og nýjar leiöir, m.a. Vinar- kvöld, óperur i konsertformi og atriöi úr ameriskum söngleikj- um. Sumum finnst slik verkefni vera fyrir neðan viröingu hljóm- sveitarinnar, en ég bendi á aö t.d. ein frægasta hljómsveit i heimi er einmitt óperuhljómsveit, þ.e. filharmóniuhljómsveit Vinar- borgar.” Nú er sinfóniutónleikum jafnan útvarpaö, en hlustendakannanir segja klassiska tónlist ekki háa i metoröum hjá hlustendum. Hefur þú aöra sögu aö segja um sinfóníutónleikana og hlustun? Verður þú var viö viöbrögö hjá útvarpshlutsendum? „Nei, ég heyri þvi miður litil viöbrögö. Annars vill þaö oft veröa svo, aö maður heyrir of litið frá þeim sem eru ánægðir, en of mikiö frá hinum sem eru óánægö- ir. Hinir ánægðu þegja þunnu hljóöi.” Eru nokkrar ánægjuraddir til? „Já, já, þær eru margar — en þvi miður lágværar. Þaö hefur margoft komið fram, m.a. i fjölmiölum, þegar almenningur hefur veriö spurður, hvort hann vilji halda úti sinfóniuhljómsveit herlendis, aö þá eru nær allir sem svara játandi. Þetta sýnir hug fólksins til hljómsveitarinnar.” Vill almenningur ekki sinfóniuna aöeins sinfóniunnar vegna og þá sem „status symbol”, þvi ekki kemur fólk i striöum straumum til aö hlusta á hljómsveitina? „Það er rétt, aö fólk á að nýta sér betur tækifærið til aö hlýöa á leik hljómsveitarinnar. En þaö sama má ef til vill segja um aösókn aö öörum menningar- stofnunum.” Hvcrs vegna gerir hljómsveitin ekki meira af þvi aö skipta sér upp og senda fámenna hópa t.a.m. á vinnustaði til tónleika- halds? „Það hefur reynst dálitiö erfitt aö skipta hljómsveitinni upp i minni hópa, meöan hún er ekki stærri. Strengjasveitin er t.a.m. alltof litil i samanburöi viö blásarana. Þar aö auki hefur veriö haft samband viö nokkra vinnustaði, en þeir ekki taliö sig geta komið þvi: viö aö taka á móti okkur. Aftur''á móti fór öll hljómsveitin i 10 skóla og hélt tónleika nú siðasta haust.” Er eölilegt aö sinfóniuhljóm- sveitin sé baggi á annarri menn- ingarstofnun, þ.e. rikisútvarp- inu? „Rikisútvarpiö er jú aöili aö hljómsveitinni og hefur rétt til að útvarpa frá öllum tónleikjum hennar endurgjaldslaust. Þá ger- ir hljómsveitin einnig hljóöritanir fyrir rikisútvarpiö, aöallega af verkum islenskra höfunda.” Engu aö siöur fylgir sinfóniunni mikill aukakostnaöur fyrir rekst- ur rikisútvarpsins. Er eölilegt aö þiö hjá sinfóniunni séuö til trafala eölilegum vexti og viögangi út- varpsins? „Sinfónían hefur veriö i fóstri hjá rikisútvarpinu, þegar enginn hefur viljaö hana. Otvarpiö hefur tekiö hljómsveitina upp á sina arma og séö sóma sinn i þvi aö tryggja rekstrargrundvöll hennar. Þessar tvær stofnanir geta bætt hvor aðra upp á margan hátt og samstarfið hefur veriö meö ágætum.” Samt hafa margir útvarps- menn lýst þvi yfir, aö stóran hluta fjárhagsvanda útvarpsins megi leysa ef sinfónian er tekin af heröum þess? Attu von á sam- bandsslitum milli þessara aöila? „Nei, ég á ekki von á sambandsslitum milli útvarpsins og sinfóniunnar. Ég hef hlerað aö á Alþingi verði lagt fram stjórnarfrumvarp um, aö ríkis- útvarpið sjái um reksturskostnaö hljómsveitarinnar að 25%.” 1 þessu frumvarpi sem þú nefn- ir er gert ráö fyrir þvi, aö sinfónian sjálf leggi aöeins fram 12% af heildarreksturskostnaöi. Er þetta ekki hiægilega lág tala? „Er til nokkuö menningarfyr- irtæki i dag, sem hægt er aö reka meö gróöa? Hvaö meö Þjóöleik- húsiö, ýmis söfn, félagsheimili, tónlistarskóla, iþróttahallir og fleira og fleíra?” Aöeins 12% er nú ansi litill hluti af öllum kostnaöinum. Væri ekki eðlilegra aö sinfóniunni væri gert aö halda gangandi á eigin kostnaö langtum stærri hluta heildarvelt- unnar en þetta? „Jú, ég tel aö sinfóniuhljóm- sveitin gæti aukið tekjur sinar og aösókn að miklum mun, ef aörar leiöir væru farnar en tiðkast hef- ur.” Hvaða leiöir? „Þaö er nú dálitið viökvæmt mál á þessu stigi. Ég myndi t.d. breyta efnisskránni, þannig aö hún næöi til fólksins. Ég vil aukna áherslu á annars konar tónlist, en hingaö til hefur veriö talin nauösynleg á sinfóniutónleikum. Þá er ég þó ekki aö tala um dægurlagatónlist, heldur létt- klassiska tónlist.” En veröur stefnunni nokkurn tima breytt I þessum efnum eöa öörum hjá sinfóniunni? Er ekki sinfónian og öli hennar málefni scm heilög kýr, þar sem engu má breyta? „Kannski er sinfónlan heilög kýr hjá ýmsum þrýstihópum.” Hvaöa þrýstihópa ertu alltaf aö tala um? „Þvi get ég ekki svarað, þá verö ég hengdur.” En þú ætlar aö sjá svo um aö stefnunni varðandi sinfóniuna verður breytt? „Ef ég fæ einhverju ráöiö, þá veröur henni breytt. Hljómsveitin má ekki hjakka i sama farinu ár eftir ár, hún veröur aö komast upp úr meöalmennskunni, og siöasta oröiö er skrifaö meö stór- um staf hér á landi.” Þú nefndir áöan aö þú ætlaöir meö hljómveitina til fólksins i landinu. Ætlar þú þá aö lækka gæöastandardinn meö þvi aö láta hljómsveitina leika léttari verk? „Nei, ég ætla ekki á lægra plan, heldurá þaö sem hærra er. Efnis- val ræöur ekki fyrst og fremst gæöum, heldur flutningur efnis- ins.” Ertu ekki að gefa þrýstihópun- um langtnef meö þessum oröum, eöa jafnvel stinga höföinu beint i snöruna, sem þú varst rétt áöan svo hræddur við? „Þaö má vel vera, en það verður þá bara aö hafa það. Ég þoli ekki meöalmennsku. Ég hef talsvert dvalist og starfað erlendis og ég veit hvernig þar er unnið og ég veit hvernig hér er unniö. Hefur ihaldsemi ráöiö rikjum þar sem sinfónian er annars vegar? „Mér finnst rikja Ihaldssemi i tónlistarmálum okkar Islendinga almennt. Ég þekki vel til ýmiss konar tónlistar og sinfóniuhljóm- sveitina þekki ég vel eftir að hafa starfaö sem framkvæmdastjóri hennar á fimmta ár. Þaö er mjög margt gott gert i tónlistinni hér á landi, en þvi miður erum við einnig aftarlega á mörgum sviðum hennar. Og þar þarf aö veröa breyting á. Hins vegar get ég upplýst aö nær aldrei er leitaö til min i þessu sambandi. Hefur sinfónían efni á þvi aö taka upp þennan fjölda misþekktra erlendra stjórnenda og sólóista á ári hverju. Hvers vegna er veriö aö spreöa pen- ingum i slikt, meöan hallinn er jafn geysilegur? „Viö spreöum ekki peningum i útlendinga. Það er mikill mis- skilningur. Þeir fá ekki aö jafnaöi hærri laun, en kollegar þeirra islenskir. Þýska sendiráöiö hefur t.d. s.l. þrjú ár tvisvar sinnum styrkt sinfóniuna um 30 þúsund mörk i hvort skipti, þegar hljóm- sveitin hefur leikiö undir hjá þýskum óperusöngvurum. Mér sýnist og aö á siöasta ári hafi þessi erlendu samskipti kostáö I kringum 40 miljónir af um 70 milljón króna veltu hljóm- sveitarinnar. Ýmsir topphljóm- listarmenn, sem hingað hafa komiö hafa aöeins tekiö brot af þeim fjárhæöum, sem þeir annars fá fyrir sina konserta erlendis. Þá eru þessar heim- sóknir nauösynlegar til aö fylgjast meö þvi sem er aö gerast i þessum málum erlendis, fylgja þeirri þróun og læra af gestum okkar. En sækja islenskir tónlistar- menn utan sinfóniunnar, hljóm- leika hljómsveitarinnar? „Þaö er mjög misjafnt eftir mönnum. Ég verö að játa aö kollegar minir — söngvararnir — sjást t.d. alltof sjaldan. Sömu sögu má segja um islensk tónskáld, þau sækja tónleika hljómsveitarinnar mjög illa, en kvarta þó mest i sambandi við hana.” ■ Má ekki lita á þessa lélegu mætingu tónskáldanna, sem óopinber mótmæli vegna þess hve hljómsveitin gerir litiö af þvi aö leika þeirra verk? „Það má vera, en þegar flutt eru islensk verk, þá koma þeir heldur ekki. Þaö er varla aö sjálft tónskáldiö sem verið er að leika verk eftir, komi. Þaö er aðeins eitt islenskt tónskáld, sem er fast- ur áskrifandi hjá sinfóniunni, tvö eru boðsgestir og þrjú sem skrifa tónlistargagnrýni. „En hvar eru hinir niu?” eins og skráð er i ritn- ingunni. Ef þetta áhugaleysi þeirra eru þögul mótmæli, þá er þetta alls ekki rétta leiöin.” Nú eru margir á móti sinfóniunni. Hún er gagnrýnd i bak og fyrir, nágrannasveitar- félögin vilja ekki veita henni fjár- styrk. Ertu ekki að þreytast á þe ssu þrefi og þessu eilifa mótlæti? „Nei, nei. Ég ætla ekki aö gefast upp, heldur halda áfram svo lengi sem ég hef tækifæri til og mér er trúað fyrir þessu fyr- irtæki. Ég mun berjast fyrir framgangi hljómsveitarinnar á öllum vigstöövum, þótt verið sé aö hnýta i mig si og æ. Starfið hef- ur gengiö mjög vel i vetur, betur en oft áður og ég horfi með bjart- sýni fram á viö.” Hvenær ris sinfóniuhljómsveit Islands upp úr öskustónni og verður hljómsveit allra lands- manna, sem allir landsmenn vilja hlusta á? „Ég vil nú ekki segja aö hljóm- sveitin sé i öskustónni. Hér á landi er ekki nein klassisk tón- listarhefö, eins og viöa erlendis. Þaö hefur alltof litiö veriö gert af þvi i skólum, aö kenna börnum aö hlusta á klassiska tónlist. Þegar sú gjá hefur veriö fyllt, þá eykst áhugi samhliöa þvi og matiö á þessari tónlist breytist. Þá hef ég von til þess aö hljómsveitin höföi til mun stærri hóps en nú er og aö hún verði hljómsveit allra lands- manna.” eftir Guðmund Árna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.