Helgarpósturinn - 10.04.1981, Page 11

Helgarpósturinn - 10.04.1981, Page 11
JlQlgdrpOSturinn—Fósiudagur 10. apríl 1981 Harðræði unni og dómstólnum. „Gæslu- varöhald getur verið bráðnauð- synlegt úrræði við rannsókn mála”, sagði hann. „Það er nú einu sinni eðli þessa málaflokks, að tengingar eru miklar milli manna og þvi getur einangrun ákveðinna einstaklinga við rann- sóknir verið brýn, til að sakar- gögnum verði ekki spillt og grun- aðir geti ekki borið sig saman jafnhliða gangi rannsóknarinnar. Ég vil þó itreka það og leggja áherslu á, a ð þessu úrræði er beitt i hófi og ekki nema nauðsyn beri til, enda hefur Hæstiréttur stað- fest allar kærur sem upp hafa komið vegna gæsluvarðhalds úr- skurða fikniefnadómstólsins”. Asgeir neitaði þvi einnig, að sak- borningum væri hótað gæsluvarð- haldi við yfirheyrslur og það not- að sem svipa yfir höfði þeirra. Að feta meðalveginn Forsendur þær sem dómstólar byggja á þegar gæsluvarðhalds- úrskurðir eru uppkveðnir eru nokkrar. Langoftast er þó grund- vallað á þvi atriði, þar sem segir efnislega, að „ef ætla má” að sakborningur geti torveldað rannsókn mála eða spillt sakar- gögnum, þá sé unnt að úrskurða viðkomandi i gæsluvarðhaldsvist. Þetta orðalag, ,,ef ætla má” gerir það að verkum að heimildin til úrskurðar gæsluvarðhalds er all- við. Fram kom á alþingi frum- varp til breytinga á þessum regl- um og var það Finnur Torfi Stef- ánsson sem það frumvarp bar fram og þar var þessi heimild þrengd verulega Þetta frumvarp komst þó ekki i gegnum þingið og varð þvi ekki að lögum. Að samanlögðu virðist þvi ljóst að réttarstaða hins almenna borgara virðist á stundum á ansi veikum grunni byggð, þegar til kastanna kemur. A móti kemur aftur á móti nauðsynlegt svigrúm lögreglu til að leiða mál til lykta. Þarna er hinn vandrataði meðal- vegur ekki auðfundinn eins og oft áður. Hitt er annað mál, að með framkvæmd þessara mála verður að fylgjast og koma þannig i veg fyrir að á nokkurn sé hallað i jafn erfiðum málum og sakamál vilja vera. Þar þurfa allir að halda vöku sinni og sjá svo um að einstigið réttláta sé fetað, jafnt lögreglumenn, sem og almenningur og fjölmiðlar. Þá þurfa reglur um réttarstöðu fólks i höndum lögreglu vegna rann- sóknar mála að vera i sifelldri endurskoðun hjá löggjafanum vegna örrar þróunar og nýrra viðhorfa á þessu sviði. Lausn á síðustu krossgátu R F ’fl . H 6 r B R \< fí D 'fí R 'n T T fí R tA 8 P <3 u R 5 T 'fí L m / T 0 fí R £ /y T 'fí K f) F fí F R £ K G L fí p R Æ 2) / fí N N 'fí L fí /2 N / K 5 L fl K / /? fí r / u N R / 5 f) / fí JYl fí 'fí K fí L L L / N N / R N £ / ú fí R m P fí R 7" U P / /V N V f) r N / N á u R ú £ fí R tv /Y> R /V <7 fí R r £ / /< N fl P fí o 1 5 m / R fí F fí N / fí fl !< u p H ‘fl fí J u 5 J fí K\ /L R G /? N 59 5 fí m r 5- b /y V n R P 1 2? / R 5 J< 'fí L P fí 5 l< fí 'V R R P ú Ð / N N 5 R fí L L fí R m i Sími 81866 • Sovétmenn láta ekki að sér hæða, fremur en fyrri daginn, og vilja ekki minni menn vera en helstu andstæðingar þeirra i Vesturheimi. Helst vildu þeir nú vera betri. Bandarikjamaðurinn Stan Barrettá hraðamet á jörðu niðri, er hann árið 1979 komst upp i 1183 kflómetra hraða á farartæki sinu Budweiser (ekki bjórflösku). Sovétmaðurinn Vladimir Nikitine ætlar hins vegar að betrumbæta þetta met og ná 1400 km. hraða á fararskjóta sinum Khadi-9 á salt- vatninu Baskountchak, nærri Astrakan. Hvort hann hefur náð þessu takmarki sinu, eða ekki, vitum við ekki svo gjörla, en sendum honum okkar bestu óskir.... •Linda Lovelace er liklega þekktust fyrir leik sinn i pornó- kvikmyndinni Deep Throat og fyrirframmistöðu sina þar, hefur hún verið kölluð drottning pornó- myndanna. En sú tið er liðin og i dag er þessi 32 ára gamla kona hugguleg húsmóðir, með eigin- mann og tvö börn. Linda hefur nýlega lokið viö að skrifa bók um ævi sina og kemur þar margt og misjafnt fram. Til dæmis var pabbi hennar rólegur lögreglumaður, en móðir hennar hins vegar snarvitlaus og barði dóttur sina með beltum eða kúst- sköftum. Þá lenti Linda i klónum á manni nokkrum aö nafni Chuck Traynor, sem neyddi hana til að leikaiklámurunum,og fór heldur illa með hana. Um siöir tókst henni þó að flýja, en þurfti stöð- ugt að dulbúa sig, þvi Chuck var alltaf á eftir henni. Eltingarleik- urinn hætti þó ekki fyrr en hann fann nýja pornódrottningu. Ætlun Lindu með bókinni var að afmá klámmyndina, sem hún óneitanlega hefur i augum fólks, en hún er alls ekki viss um að það takist. Við skulum hins vegar vona þaö, þvi hún er svo sæt, svo sæt, aö ég er alveg ær, söng Þor- valdur Halldórsson á sinum tima. • úrslitin i söngvakeppni Evrópusambands sjónvarps- stöðva vekja alltaf mikla athygli, þótt menn séu ekki sammála um sigurlagið. Að þessu sinni var það ensk sykursveit, Buck Fizz, sem bar sigur úr býtum. A myndum, sem birtust i blöðum, mátti sjá þaufagna úrslitunum ákaft. Hins vegar var danska söngkonan Debbie Cameron ekki á sama máli, en hún og félagi hennar, Tommy Seebach, lentu i 11. sæti. „Þetta var skandall”, segir Debbie, „algjör paródia”, og bætti þvi við, að n æst þyrftu menn að taka þátt i alþjóðlegri dans- keppni. Hvað sagði refurinn? ALLTER ÞÁ ÞRENNT ER Va ranleg vegagerð VerÖtrygg i ng Afen umvinning Nú er hafin sala verötryggöra happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í 1. flokki 1981, vegna fram- kvæmda viö Norðurveg og Aust- urveg. Þeir sem kaupa slík bréf stuöla aö varanlegri vegagerö. - Þeir verötryggja fé sitt, þar sem bréfin veröa endurgreidd aö aðeins fimm árum liðnum meö fullum veröbót- um — og þeir gerast þátttakendur í happdrætti þegar dregiö verður um alls 933 vinninga, aö fjárhæö 750 þúsund krónur. Allir vinningar eru nú dregnir út í einu lagi hinn 1. júní n. k. og eru vinningar sem hér segir: 1 vinningur á kr. 150.000 = kr. 150.000 2aukavinningarákr. 20.000 = kr. 40.000 10 vinningar á kr. 10.000 = kr. 100.000 920 vinningar á kr. 500 = kr. 460.000 933 vinningar samtals kr. 750.000 Bréfin eru skattfrjáls og undan- þegin framtalsskyldu - þau kosta 100 krónur og fást í bönkum og sparisjóðum um allt land. Sérprentaöir útboösskilmálar liggja frammi hjá söluaðilum. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.