Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 10.04.1981, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 10.04.1981, Qupperneq 23
23 halrjnrph^ti /r/nrr Föstuda9ur 10 aPrFI 1981 Sjónarspil um flugstöö Frá þvi á þriöjudagskvöld og þar til um kvöldmatarleytið á miðvikudag var loft lævi blandið i efri deild Alþingis. Rikisstjórnin sat um stund á púðurtunnu, og hermálin loguðu hættulega nærri. Þarna var raunar aðeins um að ræða einn anga hermálsins, deil- una um nýja flugstöðvarbyggingu á Keflavikurflugvelli, og um stund virtist sem lif rikisstjórnar- innar héngi á bláþræöi. Aðdragandinn að sjónarspili miðvikudagsins var aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokks- ins um helgina. Þar var samþykktur einróma stuöningur við byggingu nýrrar flugstöövar á Keflavikurflugvelli. Forsendan fyrir þeirri samþykkt var sú, að nýja flugstöðin hefði i för með sér aðskilnaö hernaöarlegrar starf- semi og borgaralegrar á flugvell- inum. t sjónvarpsfréttum staðfesti svo Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra, að þetta væri lika hans skoöun. Nú fer enginn i grafgötur með það, að þarna talaði ráðherrann engan veginn fyrir hönd allrar rikisstjórnarinnar. Enda þótt ráðherrar Alþýðubandalagsins séu i rauninni ekki andvigir bygg- ingu flugstöövarinnar eru þeir á móti þvi aö hún verði reist með bandariskri aðstoö, eins og nú er gert ráð fyrir. Og við myndun stjórnarinnar urðu ráðherrarnir m.a. ásáttir um, aö engar ákvarðanir verði teknar um framkvæmdir á Keflavikurflug- velli nema allir ráðherrarnir séu Frá þvi sovétherinn réðst inn i Afghanistan fyrir tveim árum til að skipta þar um rikisstjórn, hef- ur litil breyting orðið á herstyrk sovéska hernámsliðsins og bar- áttuaðferðunum sem herstjórnin beitir. Liðsafla sem talið hefur frá 85.000 til 100.000 manns hefur verið beitt til að halda höfuðborg- inni, flugvöllum og helstu sam- gönguleiðum. Sovéski herinn hef- ur engar alvarlegar tilraunir gert til að uppræta mótspyrnuhreyf- ingu Afghana i fjöllóttum og strjálbýlum sveitahéruðum. Sovéski herinn hefur á sinu valdi flugvelli og helstu sam- göngumiðstöðvar, en her Bar- þvi samþykkir. Þetta ákvæöi olli Ólafi Jóhannessyni einmitt miklum áhyggjum þegar rikisstjórnin var að fæöast, og um tima var hann mjög tregur til að taka sæti i henni, hefur sjálfsagt þóst sjá það fyrir, að fyrr eða sföar mundi slá i brýnu milli hans og Alþýðu- bandalagsins. En samflokks- menn hans, og þá einkum þeir Framsóknarmenn sem eru hvað eindregnastir stuðningmenn vestrænnar samvinnu, hvöttu hann mjög til að taka sæti i stjórninni, og lögðu sérstaka áherslu á, að hann tæki utanrikis- málin, og þá jafnframt málefni herstöðvarinnar. En ólafur reyndist sannspár. Timinn skýröi frá samþykkt miðstjórnar á þriðjudag og sló jafnframt upp á forsíöu frétt um fyrirhugaða byggingu flug- stöðvarinnar. Daginn eftir svar- aði Þjóðviljinn fullum hálsi og beitti þá fyrir sig áliti Flugráðs á þvi, að enda þótt þörf væri fyrir nýja flugstöð lægi þó meiraá að veita fé til að endurbyggja flug- velli landsins og koma upp vara- velli fyrir millilandaflugið. Agreiningur Framsóknarflokks- ins og Alþýðubandalagsins var þar með kominn á siður málgagna flokkanna. En það er ekkert nýtt, og inn á Alþingi skyldi hann fara. A þriðjudagskvöldið, þegar lánsfjáráætlun fyrir áriö 1981 var til umræðu i efri deild Alþingis, átti stjórnarandstaðan leik. Karl Steinar Guönason, Alþýðuflokki og Lárus Jónsson, Sjálfstæðis- flokki, lögðu fram breytingartil- lögu við áætlunina, þar sem gert var ráð fyrir þvi, að fjármálaráð- herra fengi heimild til að taka allt að 20 milljón króna lán vegna byrjunarframkvæmda viö flug- stöðvarbygginguna. Þetta virtist koma flatt upp á stjórnarþingmenn, og að beiðni Ólafs Ragnars Grimssonar var frekari umræðu um lánsfjáráætl- unina frestað. Staðan sem þarna var komin upp var býsna merkileg. Það er ljóst,að Alþýðubandalagsráðherr- arnir eru andvigir þeirri „aronsku” að láta Bandarikja- menn greiða hluta af bygginga- kostnaði flugstöðvar á Kefla- vikurflugvelli. Það er lika ljóst, að ólafur Jóhannesson er þvi fylgandi, og blekið var varla þornaö á samþykkt miðstjórnar Framsóknarflokksins um, aö hún sé flugstööinni meðmælt. Þegar umræður um lánsfjáráætlunina hófst aftur á miövikudaginn var stóra spurningin þvi, hvaða afstööu Framsóknarþingmenn efri deildar tækju. Stæðu þeir með ráðherra sinum, eða felldu þeir breytingatillöguna á jöfnum at- kvæðum þrátt fyrir miöstjórnar samþykkt sina, og stýrðu þar með framhjá hugsanlegri spreng- ingu i rikisstjórninni. Þetta var þvi kjörið tækifæri fyrir stjórnarandstöðuna til að draga fram missætti i rikisstjórn- inni. Láta tvo ráðherra risa unn á Afghanskir skæruliðar við brak af sovéskri þyrlu. Sovéski herínn í Afghanistan býr sig undir næstu lotu braks Karmais, sem sovétmenn settu á valdastól i Kabúl, hefur verið ætlað það hlutverk, að halda mótspyrnuhreyfingunni á lands- byggðinni svo i skefjum, að henni sé um megn aö gera setuliðinu á hernaðarlega þýöingarmestu stöðum teljandi skráveifur. En svo illa er sovéska hernámið þokkaðmeöal Afghana, að stjórn- arherinn hefur veikst jafnt og þétt siðan Karmal tók við völdum úr hendi innrásarliðsins frá ná- grannarikinu i noröri. Þá taldi her Afghanistan yfir 80.000 manns. Siðan hefur ailt kapp ver- iðlagtá að efla herinn, og beitt til þess jafntgóðu og illu. Máli her- manna er langtum riflegri en laun tiðkast viö borgaraleg störf i Afghanistan. En þegar fjárvon nægði ekki til að eggja menn til hermennsku, var gripiö til þess ráðs að herskrá unga menn nauö- uga og færa þá i herþjónustu sem fanga. Liðhlaup hafa verið svo tið, að taliö er að fækkaö hafi i af- ghánska hernum um helming, hann sé kominn niður i 40.000 manns. Nokkrum sinnum hefur það gerst, að heilar herdeildir hafa hlaupist undan merkjum stjórnar Karmals og gengið i lið með mótspyrnuhreyfingunni með vopn sin og skotfæri. Af þvi að afghönsku hersveit- irnar eru svona ótryggar, hefur sovéska herstjórnin veriö treg til að láta þeim i té öflug vopn sem reynst gætu sovétmönnum sjálf- um skeinuhætt, bærust þau and- spyrnuhreyfingunni i hendur. Þetta stuðlar svo að þvi, að stjórnarherinn hefur sig litt i frammi, hefst við i virkjum og lætur við það sitja aö bægja frá beinum áhlaupum skæruliöa- flokka á þau. Hefur þvi and- spyrnuhreyfingin mikið svigrúm til að fara sinu fram um mikinn hluta landsins aö jafnaði. öðru máli gegnir um styrk- leikahlutföll, þegar sovéska her- námsliðið bærir á sér. Þá fara hersveitirnar i skriðdrekum og brynvörðum bilum undir vernd fallbyssuþyrla. Andspyrnuhreyf- ingin hefur engin vopn haft, sem að gangi koma gegn skriðdrekum og brynvörðum þyrlum. Sovét- menn hafa þvi vanalega betur, þar sem þeir fara um til að sýna máttsinn, en þeir bera ekki viö að reyna að hersitja landsbyggöina að staðaldri, svo andspyrnu- hreyfingin kemur aftur jarnharð- an og sovésku herleiðangrarnir eru farnir hjá. Sovéska herstjórnin hefur þvi lagt höfuöáherslu á gerðeyðingu byggða á þeim svæðum, sem henni kemur verst aö skæruliöar hafi tii afnota. Þorp hafa verið lögð i rúst, búsmali drepinn og ræktarlandi spillt i stórum stil. Þessi landauðnarstefna sovéska hersins veldur mestu um þann fjölda Afghana, sem flúið hefur yfir landamærin til Pakistan, og nú er talinn vera hátt i hálfa aöra milljón. En sovésku árásirnar, sem ætlaðar eru til að svipta skæruliða andspyrnuhreyfingar- innar lifsbjörg og vitneskju frá vinveittum ibúum sveitahérað- anna, veröa um leið til aö sjá and- spyrnuhreyfingunni fyrir mun meiri fjölda striðsmanna gegn sovésku óvinunum en hún getur vopnaðmeö góðu móti. Blóöhefnd fyrir frændavig eða landspjöll er eitthvert rótgrónasta boðorð i lifsskoðun afghönsku ættbálk- afturfæturna hvor gegn öðrum, láta reyna á styrk og samstöðu stjórnarflokkanna. Það er athyglisvert, aö I um- ræðunum um breytingartillöguna kvaddi ekki einn einasti Framsóknarmaður sér hljóðs, fyrir utan Ólaf Jóhannesson sjálfan. Þegar fundi var frestaö eftir tveggja tíma umræöur voru menn þvi engu nær um afstöðu þeirra. ,,Ég er i voðalega mörg ár búinn að vera feginn þvl að vera ekki Framsóknarmaður”, sagöi Stefán Jónsson, þegar ég spurði hann hvað hann héldi að geröist við atkvæöagreiösluna. Annað vildi hann ekki segja, og Framsóknarþingmennirnir vörðust allra frétta, þegar þeir hurfu á þingflokksfund. Umræöunum var haldið áfram klukkan sex. Þá gerðist það, aö Lárus Jónsson, annar flutnings- manna breytingartillögunnar, dró hana til baka, en lagði fram aðra. Hún var samhljóða þeirri fyrri að þvi undanskildu, aö þar var gert ráð fyrir lántökuheimild allt að fimm milljónúm króna i stað 20. Þetta undanhald var samkvæmt beiðni ólafs Jóhannessonar, en hann hafði lát- ið I ljós þá skoöun sina fyrr um daginn, að i sjálfu sér skipti upphæðin ekki máli. Alþingi yröi fyrst og fremst að sýna lit með þvi aö samþykkja einhverja upp- hæö svo Bandarikjamenn drægju ekki framlag sitt til baka af fjár- lögum þessa árs. Loks var gengið til atkvæða, og aö ósk Framsóknarmanna var viöhaft nafnakall. Þá geröist þaö sem beðið var eftir. Allir þingmenn Framsóknarflokksins geröu grein fyrir atkvæði sinu. Og allir sögöu þeir nei á þeirri forsendu, að framkvæmdir viö flugstöðina mundu hvort sem væri ekki hefjast á þessu ári, þvi væri óþarfi aö bæta þessari heimild inn I lánsfjáráætlunina. t þessu var raunar fólgin sú þversögn, að nákvæmlega sömu rök notuðu flutningsmenn tillög- unnar þegar þeir reyndu að INNLEND sannfæra fjármálaráðherra Ragnar Arnalds um, aö hann ætti aðsamþykkjahana. Þeir bentu á, að þetta væri aðeins heimildartil- laga, og siöan væri þaö hans ákvörðun hvort hann notaði heimildina. Niðurstaöan var sú, að allir þingmenn Alþýöuflokksins greiddu tillögunni atkvæði, og sömuleiöis allir Sjálfstæðismenn i deildinni, að undanteknum Gunnari Thoroddsen forsætisráö- herra. Hann sagöi nei, eins og þingmenn Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. ólafur Jóhannesson stóð því einn stjórnarliöa með tillögunni, sem féll þvi á jöfnum atkvæðum, eins og menn höfðu hálft I hvoru búist við. Þaö má þvi kannski segja, aö stjórnarsamstarfið hafi með þessu bjargast fyrir horn. En stjórnarandstaðan fékk þó sinu framgengt, þeim tókst að draga fram i dagsljósið þá óeiningu, sem kraumar undir stjórnarsam- starfinu. Þeir slógu á snöggan blett og eiga sjálfsagt eftir að not- færa sér sterka stöðu Alþýðu- bandalagsráðherranna i rikis- stjórninni á sviði herstöövar- málsins, sem þessi uppákoma leiddi tvimælalaust I ljós, en þeir telja óeölilega. En þó eru ekki öll kurl komin til grafar. Spruningin er semsé sú, hvað Ólafur Jóhannesson gerir næst. Um þaö vildi hann ekkert segja, þegar ég hafði samband við hann eftir atkvæöagreiösluna. „Það er gott að fólk hafi eitthvað til að hugsa um, þaö veröur bara að biða og sjá hvaö gerist”, sagöi hann. Og það er vist, aö þótt Gunnar Thoroddsen hafi greitt atkvæöi gegn þessari tillögu er hann siður en svo á móti þvi að herstöðin veröi reist með banda- riskri aðstoð. Það er ekki spurn- ing um hvort það verður heldur hvenær, en þó varla meöan Alþýöubandalagiö situr I stjórn. YFIRSÝN ERLEND anna, og hermdarárásir sovét- manna verða ekki til að draga kjark úr Afghönum heldur stappa þvert á móti i þá stálinu. Nú sjást þess allt i einu merki, að sovéska herstjórnin geri sig ekki ánægða með þann takmark- aöa árangur sem baráttuaðferðir hennar hafahingað til borið. Fregnir berast af þvi eins og endranær frá höfuðborgum ná- grannarikjanna, þvi sovétmenn og Karmal bægja fréttamönnum frá Afghanistan eftir bestu getu, aö kominn sé til Afghanistan sovéskur liösauki sem máli skipt- ir og hann hafi tekið þar við nýju hlutverki. Nákvæmastar eru fregnirnar frá ferðalöngum sem komið hafa til Nýju Dehli. Þeir skýra svo frá, aö siöasta hálfan mánuð hafi komið til Afghanistan allt að 22.000 manna sovéskur liðsauki, sem þýöir fjölgun um fjóröung i hernámsliðinu. Jafnframt þvi sem sovéska herstjórnin fékk þennan aukna liösafla, lét Karmal að boði húsbænda sinna afghanskar hersveitir yfirgefa Kabúl, en við setuliöshlutverki þeirra i höfuöborginni tók sóvéskt herlið. Ráöstöfun þessi er sett i sam- band viö siendurteknar tilraunir einstakra hersveita eða hópa liðs- foringja i afghanska hernum aö steypta Karmal af stóli. Er þar einkum um að ræða áhangendur þess brots af kommúnistaflokkn- um sem með völd fór, þangað til sovétmenn ruddust inn I landið undir því yfirskini að þeir væru aö liðsinna stjórnvöldum, en létu svo veröa sitt fyrsta verk að drepa Amin forseta. Hefur þráfaldlega komið tii viðureigna milli sovéska hernámsliðsins og afghanskra hersveita i uppreisnarhug i Kabúl og nágrenni. Þaö fylgir sögu ferðafólks frá Afghanistan, að skæruherinn sé að hefja vorsókn gegn Rússum, og handbendum þeirra, jafn óö- eftir Magnús Torfa Olafsson um og snjóa leysir af helstu fjall- vegum. Nú sé barist meira eða minna i 20 af 29 héruöum Af- ghanistans, þar á meðal i öllum héruðum meðfram landamærun- um við Sovétrikin. Erlendir fréttamenn, sem nýkomnir eru úr leiðangri um yfirráðasvæði andspyrnuhreyf- ingarinnar, skýra svo frá aö skæruherirnir séu nú mun betur skipulagðir og búnir vopnum en áður. Hefur tekist að koma á laggirnar samtökum fimm and- spyrnuhreyfinga af sex, sem eitt- hvað kveður að. Sú sjötta er svo strang-islömsk, að hún vill ekkert hafa saman viö hinar aö sælda. Enda ríkir aö sögn þaö ástand i borgunum Herat og Jalalabad, að flugvellir og herbúðir eru á valdi sovétmanna og hermanna Kar- mals, en ibúðarhverfi borganna undir stjórn andspyrnuhreyfing- arinnar. Það sem gerst hefur hingað til i Afghanistan sýnir, aö hernaður sovétmanna þar getur staðið ár- um saman án þess að til nokkurra úrslita dragi, ef svo fer fram sem gert hefur. Meira að segja getur svo fariö að sovéska hernámsliðið lendi i klipu ef loks ásannast það sem sovétstjórnin notar einkum til að réttlæta innrásina i Af- ghanistan, að hernaður gegn skjólstæðingum sovétmanna i Kabul stafi af erlendum vopna- sendingum til skæruherjanna. Hingað til hafa hermenn and- spyrnuhreyfingarinnar oröið að treysta á þau vopn sem byssu- smiöir fjallabúa hafa séð þeim fyrir kynslóð fram af kynslóð. Nú er þvi haldið fram. að vopn sem koma að gagni i viðureign við vél- knúin hergögn sovétmanna séu tekin að berast skæruherjunum i Afghanistan frá Iran, Saudi-Ara- blu og Egyptalandi.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.