Helgarpósturinn - 05.06.1981, Side 13

Helgarpósturinn - 05.06.1981, Side 13
13 hplrjarpn^tl irínn Föstudagur 5. júm 1981 sem var mikil vinna og litill viöurgerningur. Einu sinni geröi hann tilraun til aö flýja staöinn og vafraöi um i atvinnuleit i tvo daga, en varð aö snúa aftur. Likamslýti hans urðu sifellt meiri, blómkálsleg æxli og kýli um allan likamann, holdiö nánast i fellingum, sem ástæöulaust er aö lýsa meö orðum, þvi ljósmynd- irnar sýna þetta glöggt. Þaö sem olli honum mestu angri var þó „raninn”, og loks, árið 1882 varö ekki umflúið að taka hann til skurðaðgerðar á spitalanum i Leicester, þar sem stór hluti af þessu þykkildi var fjarlægður, tvær—þrjár únsur af holdi, eins og Joseph segir sjálfur i litlum sjálfsævisögupésa, sem hann reit siðar og kallaöi The Autobio- graphy of Joseph Carey Merrick. Þegar hann var aftur kominn i þurfamannahúsið fór Joseph aö velta fyrir sér hvaö hann gæti tekið til bragös til að koma sér úr þeim ógeðuga stað. Og þá fékk hann hugmynd sem olli þáttaskil- um i lifi hans: 1 staö þess að leyfa útiitinu að draga sig niður i mestu hugsanlega eymd, skyldi hann snúa vörn i sókn, færa sér það i nyt, nota það sér til framdráttar. Hann gerðist viðundur að at- vinnu. Viðundrasýningar voru geysi- vinsælar skemmtanir i Englandi Viktoriutimans. Joseph setti sig þvi i samband við kunnan skemmtanastjóra i Leicester, Sam Torr og bauð honum þjón- ustu sina. Torr sá þegar gullnámu ■' Merrick og stofnaði um hann sérstakt fyrirtæki. Var farið með Joseph viða um land og hann aug- lýstur sem „Filamaðurinn, hálfur maður, hálfur fill”. Brátt var röðin komin að London og þar með var Joseph kominn i umsjá eins af meðeigendum Torrs, Sam Norman, sem vel þekkti til slikr- ar starfsemi i höfuöstaðnum. Nú varð Norman eins konar guðfaðir Josephs. Viðundur í vísindarann- sókn. Það er þegar Joseph er til sýnis i Whitechapel Road i London aö upprennandi læknir og visinda- maður við Lundúnaspitala. Frederick Treves hefur spurnir af þessu undarlega fyrirbæri. Hann fær Norman til að leyfa sér aö sjá Filamanninn sérstaklega og i litilli illa lýstri skonsunni á Whitechapel Road hittast þessir tveir menn sem siðar áttu eftir að eiga sérkennilega samleið: Hinn ungi læknir og þetta vesalings viöundur. Treves sá strax að af- myndun Merricks, bæði hvaö varðaöi hold hans og bein, og undarlegur fnykur sem stafaði af likama hans, var merkilegt rann- sóknarefni. Hann fékk aö taka hann til athugunar á spitalanum og flutti siðan um hann fyrirlestur hjá Sjúkdómafræðifélaginu. Hann kvaddi Merrick með þvi að gefa honum nafnspjald sitt og viðundrið hélt aftur til fyrra lifs. Þá var ákveðiö að senda hann i sýningarferð um Evrópu. Þaö reyndist hin mesta hrakför. Joseph Merrick var áreittur, svikinn og prettaður og hrökklað- ist aftur til London við illan leik. Þar fannst hann á járnbrautar- stöð meira og minna úti á þekju og örmagna, lifsvilji hans á þrot- um. 1 vasa hans fundu lögreglu- þjónarnir nafnspjald Frederick Treves. Og Treves tók hann upp á sina arma. Með aðstoð gdðra manna fékk hann reglur sjúkrahússins rýmkaðar svo að þar mætti búa Joseph Carey Merrick litinn samastað þann stutta tima sem hann átti þá augljóslega eftir ólifað. Fílamaðurinn fær frið. Kvikmyndin um Filamanninn lýsir vel þessum siðustu fjórum árum Merrick, eina hamingju- timanum i ævi hans, þvi hvernig vinátta fárra manna tókst að sigra tortryggni,. ótta og fjand- skap umhverfisins, byggja upp lönguhrunið sjálfstraust hans, þroska meðfæddar gáfur hans og hæfifleika, og að lokum snúa við hefðbundnum hugmyndum um fegurð og ljótleika. Sú saga verður ekki rakin hér, heldur visað á kvikmyndina. Það má furðu sæta, að eins rækilega og ytri aðstæður höfðu reynt að brjóta Joseph Carvey Merrick niöur þá skuli hann hafa komist frá þeim hildarleik, með hreinan hug, beiskjulaus og eins óbrenglaður og nokkur maður getur verið. Innviðirnir hljóta aö hafa verið sterkir. Þegar hann kom á spitalann var likamlegri heilsu hans að visu tekið að hraka. Þá var hann aðeins 24 ára. Auk sjúkdómsins gamla var hann kominn með lungnakvef og hjartað oröið veikt. En honum var vel sinnt, og meö þvi aö baða hann oft á dag tókst að halda i skefjum þeirri daunillu lykt sem stafaði af örkumlum hans. Af skiljanlegum ástæðum varð hann að halda sig aö mestu innan dyra uns tók að skyggja, en þá haltraði hann um portið bakviö spitalann sér til hressingar. Þrátt fyrir bæklun hægri handar varð hann leikinn I smiði litilla pappabygg inga (sjá mynd) og með hjálp frægrar leikkonu lærði hann að flétta körfur. En fyrst og fremst þróaðist hans innra lif: Hann gat lesið og gleypti i sig allt sem hann komst yfir, en hafði mestan og barnslegan áhuga á ástarrómön- um og trúöi öllu sem i þeim stóð eins og staöreyndum. Hann var svo næmur fyrir fegurö, að hann táraðist ef hann sá fallegt blóm eöa fallega konu. Hann haföi aldrei fengið aö lifa eðlilegu lifi, vissi ekkert um hversdagslegustu samskipti kynjanna. Það þótti kaldhæðnislegt aö eini likams- parturinn sem var fullkomlega eðlilegur var kynfærin. Oft ræddi hann um hve hann langaði til að hitta einhverja blinda stúlku sem viidi verða hans, gæti fellt sig við hans innri mann af þvi hún sæi ekki hina hryllilegu skurn. Til að viðhalda sjálfstrausti Merricks lét Frede- rick Treves fjarlægja alla spegla úrnávisthans. Hannhafði lika oft orö á þvi, að sig dreymdi um að geta sofið eins og venjulegur maöur, að geta lagst útaf. Vegna þess hve höfuöiö var þungt varö hann að sofa sitjandi i rúminu, með fæturna dregna upp og hvildi höfuðið á hnjákollunum. Treves taldi sjálfur I riti sinu um Fila- manninn, að Merrick muni hafa ákveöiö að reyna að breyta þeim draumi sinum i veruleika þegar hann lést: En hann mun hafa kafnað i rúmi sinu. Þá var hann 29 ára aö aldri. Hann hafði unnið hug og hjörtu allra sem umgengust hann og var þar fyrir utan orðinn eins konar tiskufyrirbæri fina fólksins i London sem það montaði sig af að hafa hjálpað. Einnig á spitalan- um var hann sýningargripur. En með mannúðarskyni bliðlyndi sinu og finlegum gáfum hafði þessi furöulegi likamningur ljót- leikans breyst I vitund fólks i per- sónugerving innri feguröar. Það er þess virði aö velta þvi fyrir sér hvað gert yrði við slikan mann ef hann fæddist meðal okkar hér og nú. Hvar myndum við hola honum niður i kerfinu okkar? Sjálfsævisögupésa sinum lýkur Joseph Merrick með tilvitnun i kvæði. Sú tilvitnun, þótt hún sé ekki alveg nákvæm og trúlega skrifuö eftir minni, bendir til að hann hafi haft furðu réttan skiln- ing á sinu hlutskipti. Visan er svona: Were I so tall to reach the pole Or grasp the ocean with my span I must be measured by my soul The mind’s the standard of the man. Með mörg ftæki I takinu? ESSOLUBE XD315W/40 • •1 Wtmmsðr w áioaBnwa 'mmwgmm m lantældaflotann, alltárið! Ný kynslóð afolíu ESSOLUBE XD-3 15W/40 er í raun ný kynslóð af alhliða mótorolíu. Hún er kjörin fyrir nær allar díesel- og 4-gengis bensínmótora og þolir öll vinnuskilyrði sumar sem vetur, í hita sem frosti. ESSOLUBE XD-3 15W/40 hefur að geyma ný bæti- og hreinsiefni sem gera það að verkum að mótorinn helst hreinn og slit í lágmarki. Eiginleikar ESSO- ingum vegna hita og kulda. >etta tryggir auðvelda gangsetningu í miklum kuldum og ekki síður örugga smurhæfni við hátt hitastig og mikið álag. Þannig helst smurolíu- og eldsneytis- eyðsla í lágmarki, en öryggið í hámarki. Hverjirnota ESSOLUBE XD-315W/40? ESSOLUBE XD-3 15W/40 hentar þeim sérlega vel sem eru með blandaðan tækjaflota s.s. fyrirtækjum, verktökum og þeim sem reka langferðabíla t.d. öryggi og sparnað. I xD-smam Þúmanstnafliiðeftirfyrstunotkun!

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.