Helgarpósturinn - 05.06.1981, Síða 24

Helgarpósturinn - 05.06.1981, Síða 24
Föstudagur 5. júní 1981 hQÍgarpósfurinn Taktu ekki óþarfa áhættu! Sölu og þjónustumaöur Bílaborgar h.f. tekur viö bíl til sölumeðferðar. Þjálfaður viðgerðarmaður yfirfer allt gangverk og öryggisbúnað og lagfærir það sem þörf erá. Blllinn afhentur kaupanda I 1. flokks ástandi og með 6 mánaða ábyrgð. Notaðir Mazda bílar með 6 mánaða ábyrgð. Þeir sem kaupa notaðan Mazda bíl hjá okkur geta verið fullvissir um að bíllinn sé yfirfarinn, nýstilltur og í fullkomnu lagi og að ef leyndir. gallar kæmu íIjós myndi Bílaborg h.f. lagfæra þá að kostnaðarlausu. Firrið yður óþarfa áhættu í kaupum á notuðum bil... Kaupið notaðan Mazda með 6 mánaða ábyrgð. Smiöshöföa 23,/sími 81299. 2. tbl. 2. árg. 1981 Glæsilegt timarit um island fyrir islendinga. 80 bls. fjölda litmynda. — Meðal efnis: Fjallvegir á islandi. Akstur yfir ár, greinar um Vesturland og ódáöahraun. Skófatnaður fyrir göngufólk, læknaspjall, Ferðafélag Is- lands — Útivist — björgunarsveitir o.fl. o.fl. Áskriftarsiminn 29499. Hitið fæst einnig i bókaverslunum og á blaðsölustöðum um allt land. • Sagt er að Sjálfstæðismenn ætli ekki að brenna sig á sömu mistökunum tvisvar og ætli sér nii að láta lengra liða á milli próf- kjöra og sjálfrar kosningabarátt- unnar heldur en var i siðustu kosningum. Mun Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæði sflokksins, hafa gert þaö að tillögu sinni að prófkjör flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar i Reykjaviká næsta ári fari fram i haust eða fljótlega eftir landsfund flokksins og með þvf verði tryggt að þær öldur sem prófkjörið veki innan flokksins hafi lægt þegar nær kosningunum sjálfum dregur... • 1 þessu sambandi þá heyrum viðfrá Albertsmönnum að Albert Guðmundsson sé staðráðinn i þvi að skipa sér i sjálft baráttusætið nr. 8 á lista Sjálfstæðisflokksins I Reykjavfk, þótthann verði meðal hinna efstu i prófkjcrinu, og með þvi eiga heiðurinn að þvi að færa Sjálfstæðisflokknum meirihlut- ann eða falla ella og draga sig Ut lir borgarmálum. Ekkimunu allir Sjálfetæðismenn vera jafn hrifnir afþessum hugmyndum Alberts... • Fjölmiðlarnir og þar á meðal Helgarpósturinn hafa verið nokk- uö samstfga I gagnrýni á lækna fyrir aögerðir þeirra i yfirstand- andi kjaradeilu við rfkið. Fyrr i vikunni munu siðan læknar hafa þingað um kjaramál sin og þar skorist i odda milli ungra lækna og hinna eldri. Munu hinir siðar- nefndu vilja fara hægar í sakirn- ar, leggja áherslu á ýmis réttindamál og hafa bent á að fjölmiölar væru að snUa almenn- ingsálitinu gegn læknastéttinni. Ungu læknarnir munu hins vegar vera ósveigjanlegir i afstöðu sinni um hækkun launa, svo að hugsan- legter talið að til klofnings komi I röðum lækna... • Greinilegt er að töluverð tog- streita er I uppsiglingu milli Flugleiða og íscargó. Við sögðum frá þvi' I siðasta blaði að Flug- leiðamenn margir hverjir væru vantníaðir á að Amsterdamflug Iscargó yrði nokkru sinni að veruleika, þvl áður en Inter-Avia, hollenska félagið sem Kristinn Finnbogason hefur fengið til að annast flugið, gæti hafið hingað áætlunarflug þyrfti Kristinn að standa skilá tryggingum sem alls dcki væri Utséð um að hann gæti reitt af hendi. Jafnframt er þvi haldið fram að fulltrUar rikisins I stjórn Flugleiða hafi gerst þar talsmennþessað Flugleiöir tækju yfir Iscargó þannig að Kristinn kæmi sléttur Ut... • Eins og vænta má er aðra Ut- gáfu að fá frá þeim sem þekkja til hjá Iscargó. Þar er þvert á móti fullyrt að engan bilbug sé á Kristni Finnbogasyni að finna og siðasta trompið hans sé að ætla að fá GuönaÞörðarson, fyrrum Sunnuforstjóra, til liðs við sig og nýta margháttaða reynslu Guðna af feröaskrifstofu- og flugrekstr- armálum í þágu Iscargó. Jafn- framt er þvi haldiö fram, að af hálfu Flugleiða sé nU með öllum ráöum reynt aö leggja stein i götu tscargó, m.a. hafi Flugleiðir látið það spyrjast til einhverra ferða- skrifstofanna að afsláttur þeirra hjá Flugleiöum kunni að vera I hættu, ef þær hyggi á samstarf við tscargó... • Nýr aðstoðarmaður ritstjóra hefur verið ráðinn á Þjóðviljann: Ragnar Arnason, lektor sem tek- ur við sæti Baldurs Óskarssonar, er lét af störfum um siðustu mánaðamót. Ragnar Arnason er ungur allaballi á uppleiö og er talið að hans aðalstarf á blaðinu muni veröa að gæta hagsmuna flokksins, þ.e.a.s. verði einskonar flokkspólitlskur varðhundur. Ekki mun Ragnar hafa mikla reynslu I blaðamennsku, a.m.k. ekki miðað við þá blaðamenn sem unnið hafa á Þjóðviljanum marg- ir hverjir I mörg ár. Ragnar er menntaður hagfræðingur frá Ameriku og er sagt aö hann eigi að taka tii við að endurskoða rekstur Þjóöviljans, þegar Einar Karl Haraldsson, ritstjóri kemur aftur til starfa um næstu mánaða- mót... • Margir sem fylgst hafa með þróun islenska sjónvarpsins bundu talsverðar vonir við að ný sjónarmið, ferskar hugmyndir og aukinn framkvæmdakraftur myndu setja svip sinn á starfsemi lista- og skemmtideildar við valdatöku Hinriks Bjarnasonar i stöðu forstöðumanns hennar. NU er liðið vel á annað ár frá þeirri valdatöku og er haft orð á þvi inn- an sjónvarpsins að þessar vonir hafi siður en svo ræst og um aft- urför að ræða frá þvi Jón Þórar- inssonréöi rikjum. Ekki er laust viö að almennir sjónvarpsáhorf- endur verði varir við þetta i dag- skránni sjálfri. Þykir sjónvarps- mönnum sem yfirstjórn deildar- innar sé einkar máttlaus og for- stöðumaðurinn ekki atkvæða- mikill i öðru en utanlandsferðum. Þannig heyrir Helgarpósturinn að það sem af er árinu fari ut- anferðir hans núna að nálgast tuginn... • Heyrst hefur að starfrækt verði Götuleikhús hér i borginni I sumar. Æfingar eru um það bil að hefjast og mun meginuppistaða verka leikhússins verða marg- vislegir performancar, ásamt undirspili. Þaö mun vera Helgi Asmundsson, scenograf sem stendur fyrir fyrirtækinu, og er tilgangurinn auðvitað sá aö lifga upp á bæjarlifið. Sýningar hefjast i byrjun júli.... • Og áfram með borgalifið i Reykjavik. í bigerð er að koma upp svokölluðum ,,free market” i miðbænum. Þessi markaður er einskonar Utimarkaður- þar sem fólk getur komið, selt vörur og keypt aörar. Hann er sniðinn skv. erlendri fyrirmynd, og mun verða með allt ööru sniði, en sá Uti- markaður sem fyrir er i bænum. Þar er ætlunin að fólk geti selt eigin hluti, en þeir geta verið allt milli himins og jarðar, t.d. bús- áhöld, afgangs spónaplötur, grænir stólar o.s.frv., sem sagt allt sem nöfnum tjáir að nefna. Vafalaust mun þessi markaður koma til með að lifga upp á mið- bæinn, og skapa skemmtilegt andrUmsloft. Forsvarsmaður þessa fyrirtækis er Gerður Pálmadóttir, kaupmaður i Flónni... • Eitt helsta tromp breskrar kvikmyridagerðar um þessar mundir, — en þau eru reyndar ekki mörg —, er kvikmyndin Chariots of Fire, sem var opinber fulltrúi Breta á kvikmynda- hátiðinni i Cannes sem nýlokið er. Þessi kvikmynd fjallar um tvo enska frjálsiþróttamenn, nánar tiltekið hlaupara og þátttöku þeirra i Olympiuleikunum I Paris 1924, þar sem þeir tryggðu landi sinu sigur. Hafa enskir gagnrýn- endur varla mátt vatni halda yfir þessari kvikmynd og sagt hana boða nýja tima I þarlendri kvik- myndagerð. Fulltrúi Helgarpóstsins sem séð hefur þessa mynd telur þetta að visu ofmat. En hún vakti i Englandi mikinn áhuga á þessum tveimur Iþróttamönnum sem flestum voru gleymdir. Og nú er komin út ævi- saga a.m.k. annars þeirra, maraþonhlauparans Eric Liddel , sem var svo mikill bókstafstrúar- maður að minnstu munaði að Englendingar yrðu af sigrinum á Ólympiuleikunum vegna þess aö hann vildi ekki hlaupa á hvildar- degi. Liddel varð siðan trúboði og lést i höndum Japana I siðari heimsstyrjöldinni, kornungur maður. NU væri þetta varla i frásögur færandi hérlendis ef höf- undur ævisögunnar væri ekki islenskur að hluta til, nefnilega Sally Magnússon, dóttir Magnúsar okkar Magnússonar, sjónvarpsmanns hjá BBC. Sally er blaðamaður að atvinnu og kom m.a. hingað til lands sem slikur I fyrra. Bók hennar, The Flying Scotsman hefur fengið prýöilegar viðtökur... • Og I haust er svo afráðið að vio fáum að sjá i sjónvarpinu nýjasta verkefni Magnúsar Magnússonar hjá BBC, þ.e. frægan myndaflokk hans um Vikingana...

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.