Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 11.09.1981, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 11.09.1981, Qupperneq 10
10 Trúbodið í dagblöðunum Ég lærði að lesa með þvi aö stauta gegnum leiöara dagblaöanna. Ekki veit ég hvort það getur kallast holl lesning eða góður skóli fyrir ungmenni. En svona var þetta nú samt. Kannski er það vegna þessa dagblaðalesturs i bernsku, aö mér hefur siöan fundist ég eiga heima innan um blaðamenn. Athyglisvert. Seinna — þegar ég fór að velta fyrir mér innihaldi þessara leiö- ara, sem ég hafði vanist á að lesa, gat ég stundum ekki orða bundist og spurði foreldra mina hvernig á þvi stæði, aö mennirnir sem skrif- uðu pólitik i blöðin, væru svona reiðir. Leiðaratónninn var þá, eins og nú, þunglamalegur, ógnandi, tormeltur og oftast rótarlegt sam- safn fullyröinga. Trúboösstill. I Vikupóstur frá Gunnari Gunnarssyni — Þetta á ekki að taka alvarlega, sögðu foreldrar minir. — Mennirnir eru ekki svona reiðir. Þeir vilja bara að það liti út fyrir að þeir séu reiðir, og hafi betra vit á málunum en starfsbræð- urnir á hinum blöðunum. Furðulegt. Svo komu þeir dagar, að ég fór að vinna á ritstjórn pólitisks blaös. Þá komst ég að þvi, að þaö var ekki rétt, sem foreldrar mínir höföu haldiö fram um geðslag ritstjóranna. Ritstjórarnir sem ég lenti hjá (þaö var fyrst á Timanum), voru oft taugaveiklaðir og ekki sem bestir i skapinu. Þeir voru alltaf aö boða pólitiska trú og i pappirs- striði við þá á hinum blöðunum. Hugsiö um þetta. Stjórnmálaritstjórar og pólitiskir skribentar yfirleitt — já, stjórn- málamenn upp til hópa, eru vitanlega vænsta fólk. Ég efast ekki um það. En vegna þess að þessar manneskjur hafa gert pólitik að at- vinnu sinni og hjartansmáli, hefur þaö komiö sjálfu sér I þá aðstöðu aö þurfa stöðugt að vera að verja einhverja vlgstöðu. Erfitt líf? Hið pólitiska strið er langvarandi og vopnahlé fátið. Hin stóra hrlð samanstendur af mörgum smáskærum. Eiginlega kemur upp ný vlgstaða á hverjum degi, aö minnsta kosti i hverri viku. Það gildir að vera viöbúinn, beita á vixl léttum vopnum og þungum, tefla á vixl fram fótgönguliöi og stórskotaliði. Þetta er barátta um atkvæöi. Barátta um athygli. Þessi leiksýning er endalaus. Hið pólitiska trúboð á dagblaösslöunum leiðir af sér, aö stjórn- málaskribentarnir, þessir sem næstum daglega tvihenda breiðu spjótin, hafa fyrir löngu varpaö frá sér þvi sem þeim hlýtur að finn- ast vera aukaatriði og til tafar i baráttunni. Nefnilega upplýsinga- skyldu dagblaðsins. Fréttablaðsins. Blaðiö er gefið út fyrir flokk, skoðun, trú. Það er ekki gefiö út meö það fyrir augum að uppfræöa og upplýsa og segja frá staöreyndum. Pólitiskt blað getur aldrei oröið nothæft fréttablaö. Augljóst mál? Ég hef margoft upplifað það á blaði, aö hafi mikið þótt liggja viö i pólitikinni, hefur fréttunum veriö sópað burt. A Þjóðviljanum þurfti stundum að leggja hálfa forsiðuna undir frásögn af tveggja siöna grein inni i blaðinu. Greinin var oftast eftir Lúðvik eöa Kjartan. Ég held að enginn hafi lesið þessar greinar nema náttúrlega ritstjórar Mogga — og Lúövik og Kjartan sjálfir. Þegar ég var á VIsi eitt kosn- ingavorið, hætti blaöið aö vera fjörugur fréttaseppi með kjaftinn uppi. Þvi var beitt fyrir kosningavagn Sjálfstæöisflokksins. I heilan mánuð birtist ekkert i blaðinu sem skýrði heimsmynd áskrifenda, heldur bara kosningalygi úr frambjóöendum ihaldsins og nið og skrök um frambjóðendur hinna flokkanna. Þessa daga höfðu eig- endur VIsis engar áhyggjur af velfarnaöarmálum þjóðarinnar. Þaö gilti aö treysta völdin. Óþarfi aö fjasa út af þessu? tslendingar virðast hafa mikla þörf fyrir dagblöð. Þaö er viss textaþorsti fyrir hendi. Margir kaupa mörg blöð. Þetta blaðahungur stafar meðal annars af þvi, að ekkert eitt dagblað er fullnægjandi fyrir borgarann i Fréttaleit. Moggi birtir ekkert komi þaö ekki úr vissu sjónarhorni. Sama gildir fyrir hina. Blaðamennskan, hand- verk fréttamanns, blaðamanns I jákvæðustu merkingu þess orðs, er sjaldan iðkuð hér á blööum. Efni er birt. Það er eiginlega allt og sumt. Áróður er prentaður. Frumstætt? Er það ekki sorglegt, að þeir sem oftast tala um blaöamannsheiö- ur og vandaða blaðamennsku osfrv. — það eru einmitt þessir há- vaðasömu leigupennar flokkseigenda og blaöaútgefenda. Er ekki kominn timi til að þessi merkilega starfsgrein risi undir nafni — að starfandi blaðamenn ryðji þessum pólitikusum inn á Alþingi eða hvert þeir nú vilja fara —og fari svo sjálfir aö gera skyldu sina. Föstudagur 11. september 1981 —llB/cjSrpÓSturinrL. ÚR HEIMI SPILANNA — I: Nútimaspil, hönnuð til að fyrirbyggja misskilning og svik. fimm tiglar. Garozzo reyndi þá aðra ábendingarsögn og sagði fimm hjörtu. Billy doblaði til þess aö gefa mér visbendingu um útspil. Belladonna notaöi tækifæriö til að sýna fyrirstööu með þvl að redobla. Garozzo sagði fimm spaða, sögn sem mér er ekki ljóst hvað við er átt. Belladonna sagöi fimm grönd. Aftur eitthvað dul- arfullt og óskiljanlegt. En hvað um þaö, Garozzo óö I sjö lauf. Allir sögðu pass. Allir dasaðir. Sjö lauf! Ég trúði varla eigin eyrum. Hér var ég i vörn gegn alslemmu i laufi i hættunni og var meö kóng og tiu á bak við sagnhafann. Þegar til alls kom þá var Guö ekki italskur! Þeir uröu örugglega einn niður. Ég var að verða heimsmeistari. Ó sá ljúfi dagur! Ég gat varla beö- iöeftirþvlaöfara heim og segja öllum frá þessu. Ég ætlaði, já ég ætlaði.... Hin stutta ævi iaufakóngsins 1 dag langar mig til þess að kynna ykkur fyrir enn einni stórstjörnu bridgeheimsins. Hann heitir Edwin B. Kantar, fæddur 1932 i Los Angeles i Kali- forniu, bridge-kennari og bridge-rithöfundur að atvinnu. Hefur unnið óteljandi verölaun við spilaborðið og þess utan ver- ið I landsiiði Bandarlkjanna. Ein af seinni bókum hans heitir „Bridge Humor” og þar er eft- irfarandi frásögn hans I (laf-) lauslegri þýðingu minni. Sagan er frá heimsmeistarakeppninni 1975 og heitir „Hin stutta ævi laufa kóngsins”: Billy. Þess utan átti Billy sex spaöa, svo að andstæöingarnir áttu alls enga game-sögn. Sam- herjarokkar við hitt boröið fóru i þrjú grönd. Þrir niöur. Aö lok- um þetta bráðsnjalla uppátæki mitt að henda hjarta köngnum i ásinn til þess að Billy kæmist inn á drottninguna og gæti látið mig trompa lauf .Gallinn var sá, að Billy áttiekki dömuna. Hann átti ni'una. Ógleymanlegar endurminn- ingar! Andstæöingar okkar þessi sið- ustu sextán spilvoru engir aörir en bridge-risarnir Benito Spi/ eftir Friðrik Dungal Heimsmeistarakeppninni i Bermuda, sem lauk fyrir hálf- um mánuði, var önnur i rööinni sem ég tók þátt i. Hin var 1969 og þá urðum við þriöju. Var þaö i fyrsta sinn sem Bandaríkin urðu svo neðarlega. Annars alltaf efst eöa önnur. Eftir sex daga spilamennsku i Bermuda, vorum við farnir að nálgast sigurinn. Viö höfðum unnið Frakka og i úrslitaleikn- um við þá ósigranlegu itölsku heimsmeistara vorum viö búnir að ná 73 punktum yfir i hálfleik. Við áttum eftir að spila 48 spil. Við vorum með afbragðs lið og þó aö ttalirnir spiluðu frábær- lega vel, gat varla verið hætta á að við glutruðum þessu forskoti niöur. Var ég virkilega að verða heimsmeistari? Ég hefi spilað bridge frá þvi að faðir besta vinar mins kenndi mér spilið fyrir þrjátíu árum siðan. Þá var ég tólf ára. Vart liður sá dagur að ég ekki kenni bridge, skrifi um bridge, lesi bridge, hugsi um bridge, dreymi um bridge eða gefi og spili bridge.Gat það skeð aö allt mitt frændfólk, sem ávallt hefir haft áhyggjur af þessum spila- gosa, mér, aö þaö ætti eftir aö verða stolt af mér? Við spiluöum sextán spil og töpuðum 27 af 73 impunum góðu. 1 háttinn fórum við með 46 impá yfir. Næsta dag töpuðum við 22 impum I 16 spilum. Þá áttum við 24 eftir og 16 spil. Italirnir spiluöu snilldarlega. Betur en nokkru sinni fyrr. Lán- iö sem hafði fylgt okkur var horfið. Enginn okkar gat gert nokkuð sem vit var I. Þegar ég settist til þess að spila siðustu 16 spilin, fór ég að rifja upp þærvillur sem ég hafði gert. Mér hafði tekist að tapa fjórum upplögðum spöðum i hættunni. Þar fuku 17 impar. Þá var annað spii þar sem ég hélt aö makker minn, Billy Eisen- berg, heföi hækkaö sögn mina eittlauf i' tvö lauf, eftir aö and- stæöingur sagði einn tigul, svo ég stökk I fimm lauf til þess að andstæöingarnir næðu ekki að komast I spaöasögn sina. Þeir doblúöu og settu mig þrjá niður. Þá fyrst uppgötvaði ég aö and- stæðingurinn mérá hægri hönd haföi sagt tvö lauf en alls ekki Garozzo og Giorgio Beliadonna. Sennilega varþetta I fyrsta sinn sem þeir voru undirí bardagan- um og svona fá spileftir. Auðséð var að þeir voru ekki ánægöir. Við bárum fulla virðingu fyrir þeim og spiluðum vel (einkum Billy) en við trúðum þvi ekki aö þeir gætu náð af okkur 24 imp- um. Og svo kom borð 92. Spil sem virtust ætla að breyta lifi minu. Norður-suður á hættu. Austur gefur. S DG8 H ÁG965 T K82 L AD S 43 H D1087 T D.1064 L 754 S ÁK109 H----- T A97 L G98632 Aust suð vest norð Eisenb Bellad Kantar Garo pass 2 L pass 2 T pass 2 S pass 3 H pass 3gr pass 4 L pass 4 T pass 4gr pass 5 T pass 5 H dobl redobl pass 5 S pass •5gr pass 7 L pass pass pass Otspil: Hjarta tvistur. Þegar Billy sagði pass, opnaði Belledonna á tveim laufum. Samkvæmt italska superpreci- sion kerfinu sýnir það langt lauf, minna en 17 háspilapunkt- ar, og mögulegan annan fjórlit. Garozzo svaraði með tveim tigl- um, biðsögn, sem biður um meiri upplýsingar. Belladonna sagði þá tvo spaða til þess aö segja frá fjórlitnum sinum. Garozzo sagöi eölileg þrjú hjörtu og Belladonna þrjú grönd. En það var langt frá þvf aö Garozzo væri hættur sögnum. Hann var rétt aö byrja. Hann tjáði stuNiing sinn við laufiö með þvi að segja fjögur lauf og Belladonna sagði fjóra tlgla, sem fyrstu eða aðra fyrirstöðu i litnum. Garozzo sagði þá bið- sögnina fjögur grönd (Black- wood er aðeins fyrir kurfa!) og Belladonna staðfesti fyrstu fyr- irstöðu í tigli með sögninni S 7652 H K432 T G53 LK10 Ég lét Ut hjarta og þá sá ég þann blinda. As og drottning i laufi þar! Þvi þurfti ég, já ein- mitt ég að lenda á slikri ógæfu. Þvlí ósköpunum gátu ekki ás og drottning verið þar sem þau áttu að vera? Já, eða hvers- vegna gat Billy ekki átt kónginn i laufi? Já, hversvegna átti ég ekki eitt, bara eitt pinu-pinulitið lauf til viðbótar. Hversvegna? En augnablik. Kannski átti ég eitt enn. Ég leitaði sem óður maður I spöðunum. Allt þetta minnti mig á gamla sögu sem ég hefi oft sagt nem- endum mínum Smávaxin eldri kona að nafni Alice er að spila við kennarann Morris. Þegar hjarta er spilað i annað sinn, fylgir hún ekki lit. Morris veit af sögnunum aðhúnhlýtur að eiga tvö hjörtu. „Attu ekki hjarta, Alice?” segir hann. „Leitaðu i tiglunum þinum Alice”. „Morr- is, ég á ekkerthjarta inn á milli tfglanna”. „Leitaðu betur Alice”. „Ekkert hjarta Morr- is”. Þegar Alice lét siöasta spil- ið sitt varð hún hálf kindarleg I framan, þvi þar var hjartað. „Ég sagði þér að leita i tiglun- um”. „Fyrirgefðu Morris. Hjartað var með laufunum”. All right Morris. Ég skal leita I öllum sortum, sagði ég við sjálfan mig. Seinna, við hátiöahöldin, þeg- ar verðlaun voru afhent, sagði ég félögum mínum að ég heftá leitað sem óður maður aö einu pinulitlu laufi og hefði sagt við sjálfan mig að ég fremdi sjálfs- morð ef ég ætti það en kæmi ekki auga á það. Þá svaraði Bob Hamman strax: „Misskilning- framhald á 7. siðu. SKÁKÞRAUT HELGARINNAR Iáítt og Hartlieb Mát I 2. leik LAUSN Lútt og Hartlieb: Svartur á tvo kóngsleiki og þrjá peöaleiki. Viö 1. Ke8 á svartur svarið f5 sem rýmir f6 fyrir kónginn. Líklegast er þvi að drottningunni skuli leikið, hún þarfaö geta mátað ef kóng urinn flýr til f7, hún þarf iika að komast til e4 (ef svartur skyldi leika cxd6) og c6 (ef svartur skyldi leika Kxd6). Manni dett- ur I hug 1. Dg2 og það reynist lausnarleikurinn. Tilbrigðin eru skemmtilega mörg: (a) Kf7 2. Dg8, (b) Kxd6 2. Dxc6, (c) cxd6 2. De4 (d) c5 2. Dd5, (e) f5 2. Dg6

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.