Helgarpósturinn - 11.09.1981, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 11.09.1981, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 11. september 1981 /~j(3lgarpÓstlJrinn Kvikmyndaleiöangur bresku „feministanna” upp aö Langjökli meö Julie Christie I fararbroddi vakti töluveröa athygli. Konunum var ekk- ert um þaö gefiö aö fsienskir fjölmiölar væru aö hnýsast I hagi þeirra meöan á tökum stóö, svo aö þaö segir fátt af feröum þeirra fram til þessa. Þess vegna hefur ekki veriö um þaö vitaö aö stúlkurnar lentu í hinum mestu ævintýrum og jafnvel mannraunum, þvi aö þaö andaöi greinilega til þeirra köldu frá islenskum landvættum (sem eru greini- lega allar hinar mestu pungrottur). En nú veröur bætt um betur af þessu fréttaleysi, þar sem meö bresku stúlkunum voru nokkrir islensk- ir aöstoöarmenn og þeirra á meöal Guöný Halldórsdóttir, sem tók aö sér aö halda dagbók um þessa ævintýraför I eina viku og segir hún farir þeirra kvikmyndakvenna ekki sléttar. Guöný Halldórsdóttir nemur nú kvikmyndagerö f London, en hefur áöur starfaö mikiö fyrir sjónvarpiö og viö gerö sjónvarps- og kvikmynda á borö viö Paradísarheimt og Punktinn. Viö gefum Guönýju oröiö: DAGBOKIN og hlógum viö öll digurbarkalega á innsoginu. Þaö var ekki nóg að fellibylur- inn Denna truflaði okkur úr öllum áttum, heldur komu ýmsar aðrar veðrategundir inni, t.d. rigning, hagl, sérstakir sviftivindar og fleiri uppákomur sem ég nenni ekki að nefna. Við vorum fjórar i kringum myndavélina, fyrir utan öðlinginn hana Babette og höfö- um við báðar hendur fullar aö halda vélinni kyrri og skýla henni meö regnstökkum. Takan gekk ágætléga miðað við aðstæður, rúm þúsund fet tekin. Við enduðum daginn þarna upp- frá með þvi að rifa niður kofann og koma honum á kerruna. Um kvöldið fórum við i sund og heita pottinn á Húsafelli til að taka Ur okkur hrollinn. Þangað kom Kristin framkvæmdarstjöri og ég fórað ybba mig við hana, sagðist ekki vera ráðin hér við að bera fleka og byggja kofai ellefu vind- stigum, heldur væri ég bara ótta- lega venjuleg skrifta. Svo sofnaöi ég einsog skotin dúfa i kofanum til og þar sem viö stöndum garg- andi i auðninni með lítsynninginn beint i úfinn, sýnist okkur her- trukkurinn ætla að æða á kofann og báðum vana menn um að fara varlega. Jón úri hafði orðið og svaraði: „Mér er andskotans sama um þetta kofarusl, ég er að hugsa um húsið á bilnum.” Þetta fannst okkur Dóru ekkert smá vanalega fyndið og hlógum einsog fifl. Það voru hinir undarlegustu hlutir sem komu manni til að hlæja þarna efra, enda sagöist Diana hljóðkona aldrei hafa hitt svona lifsglatt og hláturmilt fólk, og spurði hvort öll þjóðin væri svona. Ég sagði að þetta væri pottþétt og sérislensk aðferð til þess að halda á sér hita. Takan gekk vel i dag þvi hann hékk þurr, þó hann væri hvass og leikkonan smáa Vigdis Pálsdóttir aðeins þriggja ára, stóð sig með mikilli prýði sem Ruby litla. Viö filmuð- um þangað til ljósopið var komið milli 2,8 og 4, en þá er ljós orðið ansi litið. Við tókum draslið sam- an og héldum niður að Húsafelli, enda kominn 14 tima vinnudagur Guðný Halldórsdóttir heldur dagbók fyrir Helgarpóstinn i kvikmyndaleiðangri bresku feministanna Það var i lok júli aö Kristin nokkur ólafsdóttir kom að máli við mig og spurði hvort ég gæti tekið að mér „continuity”-vinnu við „kvennamynd”, þ.e. mynd um konur, geröa af konum, sem ætti að taka við Langjökul i lok ágúst. Ég tók tilboöinu. „Continu- ity”-persónan hefur á islensku verið nefnd skrifta og felst sú vinna i þvi aö skrifa niður fet og sekúndufjölda hverrar töku, hvaða ljósop er notað og hvaða linsa. Einnig að lýsa hverju skoti nákvæmlega eftir aö þaö hefur veriö tekiö upp og skrifa niður, eða taka polaroid mynd af sen- unni og leikurunum, svo allt verði i samhengi i skotinu sem á undan kemur eða eftir, t.d. ef lokkur einnar leikkonu fýkur niður á enni i miðri töku, þá verður aö byrja næstu töku með lokkinn á ná- kvæmlega sama staö eöa yfirleitt aö hafa öll smáatriöi á hreinu. Sá hluti sem taka átti hér á landi er svokallaö „flash-back”. Aðalper- sónan Ruby (sem Julie Christie leikur) er aö hugsa til fortiöar sinnar, þar sem hún ólst upp meö móður sinni i litlum kofa nálægt gullgrafarasvæöi, fjarri manna- byggöum. Skotin eru hugsuö þannig, að Ruby litla er að leika sér eða á hlaupum i námunda viö kofann og inni myndina kemur allt i einu stóra Ruby, sú sem er aö segja söguna, og horfir á sjálfa sig eða gerir sömu hluti og Ruby litla. Kvikmyndagerðarkonurnar völdu þennan hluta tslands, vegna þess hve gróöurlaus og óaðlaðandi hann er og til þess að leggja áherslu á ömurlegan upp- vöxt Rubyar. Þær taka myndina einnig i svart/hvitu til þess að undirstrika betur grámygluna. Þó einkennilegt megi virðast, er vinnsla svart/hvltrar filmu oröin dýrari en litfilmu, þvi framköll- unarfyrirtækin miða allt við lit nú á timum og kostar þvi aukreit- is peninga að taka gömlu svart/hvitu vélarnar útúr skáp og dusta af þeim rykið. — Og hér byrjar dagbókarbrotið. Laugardagur Stúlkurnar komu meö flugvél seint á degi, héldu blaðamanna- fund, skoðuðu ellefu gullgrafara- efni, borðuöu á Sögu og héldu svo upp aö Húsafelli, seint um kvöld- ið. Við vorum sex islenskar gellur sem ráðnar voru i að aðstoða þær hér heima: Tóta og Sóffia jing-og-jang jurtafæðiskokkar. Kristin og Oddný Sen i fram- kvæmdarstjórn, skriftan ég og Dóra sterka Einarsdóttir bún- ingakona. Einnig voru tveir vanir jökiamenn með i hópnum. Ég ók tiu manna landróver, norður Kaldadal, fullum af varningi og sat Soffa kokkur i hjá mér og hélt mér vakandi, ásamt fellibylnum Dennu. Við komum að Húsafelli klukkan þrjú um nóttina og fuk- um inníkofana okkar, sem leigöir voru af Kristleifi bónda. Mánudagur I dag var fyrsti tökudagurinn. Gærdagurinn fór i skipulagningu næstudaga, æfingu i að setja upp kofann, auk þess sem Babette kvikmyndatökukona og Sally leikstjóri óku uppaö jökulrótum og skoöuðu myndatökustaði sem til greina kæmu. Viö vorum vakin klukkan fimm i morgun, vakin segi ég, þvi ekki vorum við bara hópur af kvensum: Jón úri og Valdi vinur hans voru leiðsögu- menn og bilstjórar. Ég kallaði þá vana menn og ætla að halda þvi áfram I þessu dagbókarbroti. Eftir aö við höföum slafrað i okkur hafragrautnum, héldum við af stað upp að Kaldadal, en þar átti aö setja upp kofann góða, og var hann eina tilbúna leik- myndin, sem nota átti hér á landi. Hann samanstóð af fimm flekum og dinglaði i kerru aftani her- trukknum, sem vanir menn óku. Dóra sterka var sú eina sem kunni á kofaræksnið, þvi hún hafði fengið formúluna við aö koma honum saman hjá smiðn- um, sem smiöaöi hann i Reykja- vik. Þaö tók okkur rúma þrjá tima að setjahann upp.þvi fellibylurinn Denna tafði okkur illa. Við þurft- um aö hafa okkur allar við.aö fjúka ekki meö flekaskrattana eitthvaö noröur I land, svo tók vindurinn i. Dóra stjórnaði verk- inu á ensku, af mikilli röggsemi og húmor og barði tólftommurnar á kaf oni viðinn, þannig að haus- inn flaug af hamrinum hennar. En eftir þvi sem Dóra varö fyndn- ari og brandararnir urðu fleiri hjá henni uröu ensku stúlkurnar alvarlegri. Þá sá Dóra sér ekki annað fært en að svissa yfir á is- lensku og sagði okkur Valda góða og ærlega annars flokks brandara minum, númer sex i Húsafells- skógi. Þriðjudagur Mér var ennþá kalt þegar ég vaknaði i morgun. Ég var þvilik- ur þöngulhaus að taka ekki með mér regngallann á tökustaö i gær. Þess vegna fór ég i sjö peysur (og þar lýg ég ekki) og þykku Viet- nam-úlpuna utan yfir, sem enn var blaut og þung frá því i gær. 1 miðju hafragrautsátinu, sá ég glytta i lýsisflösku uppi hillu, stakk mér á hana og lét gluöa uppi mig. Ég benti stúlkunum á þennan innrihitagjafadrykk, og fengu sumar sér sopa sem framleiddu i þeim hin marvislegustu ógeös- hljóð og kúgunar og Babette kastaði upp I vaskinn. Nú var farið inni Þjófadal undir Geit- landsjökli, þar átti að reisa kof- ann i annað sinn. Vanir menn óku okkur á kaf oni jökulárnar og uppúr aftur. Loks var fundinn réttur staður fyrir kofann og þegar vanir menn bökkuðu kerr- unni aö þeim hól,þar sem kofinn átti að risa, valt kerran og trukk- urinn festist oni forarkeldu. Ég var guðs lifandi fegin að kerran valt, og hef grun um að hinar kvensurnar hafi verið það lika, þvi þá lágu flekarnir betur viö og ekkert mál aö afferma kerruna. Ég var búin að steingleyma öllum yfiriýsingum við Kristinu kvöld- inu áður og barðist ásamt hinum við að koma upp kofanum. Svo þurfti að koma kerrunni á réttan kjöl. Viö Dóra sterka tókum aö okkur að segja vönum mönnum og ti'mi til að slafra i sig þangsiipu og öðru hollu jurtafæöi. og fara svo i heita pottinn. Miðvikudagur Eftir hafragrautinn, lýsið, kaffisopann og rettuna klukkan sex að morgni, lögðum við af stað uppeftir, á þann sama stað og viö vorum i gær. Svört óveðursský i lofti. Arnar voru miklár og is- kaldur úðinn af jöklinum. Við börðumst við veðurofsann um leiö og að búa til kvikmynd. Þar sem ég sat og hélt dauðahaldi i þrifót- inn hugsaði ég með sjálfri mér: Elsku mamma min, allt sem ég hef tekið mér fyrir hendur hingað til og nefnt vinnu, sé ég nú að verið hefur einskisvert hjóm. Þaö er fyrst núna sem ég vinn fyrir kaupi minu, án þess ég þurfi að skammast min. Þetta var fyrri hugsunin þennan daginn, en sú seinni kemur siðar. Ég frétti að við værum allar á sama kaupi við þetta verk, ég var á sama kaupi og Vigdis 3ja ára og leikstjór- inn og Julie Christie stórstjarna. Mikiö varð ég glöð að heyra þetta. Hver i ósköpunum hefur komið þvi inn hjá fólki að leikstjóri eigi að fá hærra borgað en aðstoðar- maður hans? Og þegar veðrið var farið I skapið á manni, hugsaði ég aðra skýra hugsun og hún var þessi: Mikið ljómandi snobbum við kvikmyndagerðarfólk fyrir atvinnu okkar. Við látum hafa okkur úti alla skapaöa hluti, hálf- drepum okkur af þrælkun og vos- búð af þvi okkur finnst kvik- myndin svo smart fag. Er þetta þess virði? Ég reyndi að svara Uppstilling I kvikmyndaverinu: Rose, leikmyndateikn- Dóra: Gufunes, Gufunes, heyriöi til mln? Bramboltið meö kofann. ari (f.v. Hillary, leikkona, Jón úri, Julie Christie, Sally Ieikstjóri. Babette fyrir miöju tekur mynd.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.