Helgarpósturinn - 11.09.1981, Page 26

Helgarpósturinn - 11.09.1981, Page 26
26 Mynd: Jim Smart „Kvenímyndin og kúluvarpiö fara ekki saman’7 Rætt viö Guðrúnu Ingólfsdóttur, sem kastar kúlunni allra kv lengst hér á landi Fostudagur 11. september 1981 hol/JPirpn^turÍnn_ sagðist ætla að gefa mér stóran blómavönd ef ég myndi kasta kringlunni þrjátiu metra. Mér tókst það og blóma- vöndurinn beiö eftir mér þegar að ég kom heim”. — Æfðir þú stift á þessum árum? „Já, ég held aö þaö hafi varla liðið friminúta án þess að ég væri kominn út á völl aöæfa mig”. Nú átt þú fjölskyldu. Fer þetta ekki illa saman? „Jú ég vinn i verslun frá kl. 9—5 á daginn og æfi mig i tvo til þrjá tima á dag eftir vinnu. Þetta veldur auðvitað þvi að timinn með fjölskyldunni verður ekki mikill, en ég reyni aö eyða öllum minum afgangstima til þess að vera meö henni”. — Af hverju heldur þú að konur sækist litið eftir aö ná árangri i þinni keppnisgrein? „Þaö hafa margar konur komið við kúluna, en þaö má segja að þær hafi ekki tekið þvi af mikilli alvöru. Kvenfólk hefur ekki sótt mikið i kraftaiþróttir, en þaö þarf oft einn góðan til þess að koma skriöunni af staö. Fólk sér að ég er ósköp venjuleg manneskja aö ég er engin grýla, heldur ósköp venjuleg kona. Ætli þetta sé ekki lika mikiö til út af þvi að þær konur sem eru framarlega i kraftaiþróttum eru sagðar eitthvað afbrigöilegar og að þær neyti lyf ja til þess að veröa sem sterkastar. Þetta er tómt bull auðvitað, allir geta náð langt sem hafa áhuga á þvi. Þú vissir kannski ekki af þvi að ég keppti i lyftingum i vetur? Ég æfi lyftingar á veturna til þess aö æfa snerpuna. Strákarnir vissu að ég gat lyft og buöu mér aö vera meö á iþróttahátiðinni i Reykjavik. Siðan var mér boðið aö fara á heimsmeistaramótiö i lyftingum kvenna i Bandarikj- unum i vetur. Þvi miður gat ég ekki þegiöþað boð”. Verö i íþróttum þar til ég verð amma — Ert þú fagidiót? „Nei alls ekki. En ef maður er ekki vel á verði getur maður einangrast, en ég á marga góða kunningja sem ekki eru i iþróttum og hafa ekki hundsvit á þeim. Ég hitti margar manneskjur og umgengst alls konar fólk og það þykir mér gott. En ég held áfram i Iþróttum þar til ég verð amma, þaö er ég viss um”. — Veröur þú vör viö fordóma gagnvart þvi að þú^konan, sért kuluvarpari? „Persónulega hef ég aldrei orðið fyrir aðkasti. En ég veit að það er til fólk sem finnst þetta undarlegt. Þaö held ég aö sé út af þessu sem ég sagði áöan, kvenimyndin og kúluvarpið fer ekki saman. Ég er oft spurð að þvi, þá af fólki sem hvorki þekkir mig né manninn, minn, hvernig manninum minum finnist þaö að ég stundi kraftaiþróttir? Ég veit varla hverju ég á að svara, oftast svara ég þvi bara þannig að honum verði að lika þetta eins og hvað annað. Fólk virðist halda að það gangi illa að vera giftur kvenmanni eins og mér. „Hún er stór og sterk”, segir fólk og hlýtur þvi að hafa völdin á heimilinu. Ætli hún sé ekki ráðrik? Lemur hún manninn sinn? O.s.frv.”, Guörún hlær. Lék úlfinn í Rauðhettu — Þú hefur ekki valið á milli þess að mennta þig og að fara i iþróttir? „Nei, það kom aldrei neitt annað til greina hjá mér. En ég gæti vel hugsaö mér einhvern timann seinna meir að læra eithvað. Helst leiklist”. — Af hverju leiklist? „Ég hef alla tið haft mikinn áhuga á leiklist. Ein góð leiksýning er á við tiu biómyndir. Ég reyni að komast á allar leiklistarsýningar i bænum”. — Hefur þú einhvern timann staðið á leiksviði? „Já, ég tók þátt i mjög mörgum leiksýningum heima I Nesjaskóla. Ég lék einu sinni úlfinn i Rauðhettu”. — Finnst þér aö konur standi jafnfætis körlum i þjóð- félaginu? „Mér finnst að allir eigi að hafa sama rétt hvort sem það eru karlar eöa konur, svartir eða hvitir. Annað kemur ekki til greina”. En ég held að það sé mikiö undir okkur konum sjálfum komið hvernig okkur tekst til. Ég hef mikið verið að hugsa um kvennaframboðið, það virðist eitthvað þurfa til þess að vekja athygli á konum i þjóð- félaginu og sjálfsagt er ég rauðsokka. Viðtal: Elisabet Guðbjörnsdóttir Fékk stóran blómavönd „Heima var alltaf gifurlegur Iþróttaáhugi og auðvitaö smitaðist maður”. — En af hverju kúlan? „Það kom nú eingöngu til vegna þess að eldri systir min, Halldóra Ingólfsdóttir hafði verið töluvert I kúluvarpi og var á sinum tima sú besta á landinu. Ástæðan fyrir þvi að ég ákvaö aö keppa á þessu landsmóti var lika sú að kom- ast I feröalagiö. Formaður ungmennafélagsins heima Börn eru engin hindrun — Stundar maöurinn þinn einhverjar Iþróttir? „Nei, hann hefur ekki sömu áhugamál og ég. Hann er allur I tungumálum og tónlist. En hann hefur gifurlegan áhuga á minni tómstundaiðkun og ég á hans. Þannig lærum við hvort af öðru. Hjón þurfa ekki endilega að eiga sama áhugamálið til þess að passa vel saman”. — Ert þú metnaðargjörn? „Já, ég er ákaflega metnaðargjörn. Ef ég hef áhuga á einhverju tek ég á hlutunum af mikilli festu og reyni að gera eins vel og ég get. Ég er ákveðin manneskja. Ef ég hef ekki áhuga á einhverju sleppi ég þvi frekar en að gera það illa. Ég veit lika að ef einhver færi aö nálgast mig i minni iþróttagrein myndi ég ekki hætta fyrr en það væri útséð með það að ég væri búin að vera”. — Barnseignin hefur ekkert hindrað þig i að ná árangri i kúluvarpi? „Nei, ég keppti meira að segja tvisvar á meðan að ég var ófrisk. í fyrra skiptið varég komin fjóra mánuði á leið og seinna var ég komin sjö mánuði. Börnin eru engin hindrun, nema auðvitað aö þarna er litill einstaklingur sem þarf athygli og umhyggju. Ég var held ég bara sterk- ari likamlega eftir að eg átti. En það að vera móðir breytir manni. Ég átti strákinn þegar að ég var átján ára og skyndilega varð ég fullorðin. Ég breyttist lika mikið i útliti, ég léttist um tuttugu og eitt kiló meðan að ég gekk með hann. Ég man að þegar ég kom til Reykjavikur aftur ári eftir þurfti ég að kynna mig fyrir stelpunum sem ég var að æfa með. Þær þekktu mig ekki, þó var ekki liðið nema hálft ár frá þvi að þær sáu mig siðast”. Hvernig fer það saman aö vera kona og kúluvarpari? Flestir kannast við brandarana um skössin sem oft var likt við kúluvarpara eða lyftingakappa? i þessum bröndurum endurspeglast oft þjóöfélagslegir fordómar. Flestir hafa lært það I gegnum uppeldið,tisku- blöö og fjölmiöla, hvernig konan á að vera og hvernig karlinn á að vera. Þaö er talið sérlega kvenlegt að vera fingerö og viðkvæm og karlarnir eiga að vera sterkir eins og tröll og mega alls ekki gráta. Guðrún Ingólfsdóttir, kúlúvarpari passar ails ekki inn I þessa kvenimynd. Hún er stór og sterkleg og veit hvað hún vill. Hvers vegna fór hún út i það að ná árangri i grein sem áöur var næstum eingöngu stunduð af körlum? Guðrún svaraði þvi til að þetta hefði legið svo beint við þvi systir hennar hefði áður æft þessa grein. Aöbúnaður- inn heima á Hornafiröi tii annarra frjálsiþróttagreina væri ekki svo beisin. Að æfa sig i kringlu og kúluvarpi hefði hins vegar verið auðveldara. Guðrún keppti fyrst i kúluvarpi árið 1971 á landsmótinu sem haldiö var á Sauðárkróki. Þá var hún þrettán ára gömul.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.