Helgarpósturinn - 30.12.1981, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 30.12.1981, Blaðsíða 21
\ 4 ' » ■> • * » .♦ *.» ri JielgarpásturinrL^ Miðvikudagur 30. desember 1981 -Umsjón: Jóhanna Þórhallsdóttir og Sonja Jónsdóttir Þegar vatn verður vín og ástin birtist Eins og allir vita er nýársnóttin væntanleg. Allir biöa sjálfsagt eftir þvi kvöldi meft eftirvæntingu og þaft á svo sannariega aft vera skemmti- legasta kvöldift á árinu, enda kannski ekki seinna vænna. En þannig er mál meft vexti aft þetta er dáldift spúgi nótt. T.d. er þaft gömul trú aft allt vatn verfti snöggvast aft vini á nýárs- nótt, kirkjugarftar risi og kýrn- ar tali i fjósinu. Sumt af þessu er þó lfka eignað þrettándanum og óvist hvort réttara er. Þá var talift vist aft óskastundin væri á nýársnótt og þaft má örugglega taka mark á öllu sem mann dreymir þessa nótt. Til gamans ætlum vift aft birta hérna smákafla úr tslenskum þjóðháttum eftir Jónas Jónas- son frá Hrafnagili, þar sem þvi er lýst hvernig maftur getur komist aft þvi hverjum efta hverri ástin er ætluft. Spegiil, spegill, herm þú mér....... „Það er gömul trú, að á gamlárskvöld á maður að geta séð konuefni sitt, eða kona mannsefni, með þvi að horfa i spegil i koldimmu herbergi. Fyrst á að hafa yfir þulu, sem fáir kunna nú, en enginn má vita •um þetta og enginn vera við. Fyrst koma kynjamyndir i spegilinn, en svo á að koma hönd með hnif eða eitthvert vopn. Hún á að koma fram þrisvar sinnum, en ekki má snerta hlutina eða taka við þeim, þvi að það verður manni til ógæfu. Seinast fara mynd- irnar i speglinum að skýrast en loksins kemur fram hin rétta mynd, varir nokkrar sekúndur, og svo hverfur allt. Fyrstu myndirnar sjást sem i þoku (úr Þingeyjarsýslu). Svo má lika liggja i krossgöngum, t.d. þar sem búr- og eldhúsdyr mætast i göngum á bæjum. Þá birtist manni tilkomandi kona hans, eða konu mannsefni hennar, koma þau og bjóða manni gjaf- ir, en þær má ekki þiggja, þvi að það verður til ógæfu. Sýna ber ýtrustu varkárni! Maður einn lá i krossgöngum, og kom konuefni hans þar til hans og bauð honum margt; loksins þáði hann rýting einn fagran. Löngu sfðar, er þau voru gift, varð þeim einu sinni sundurorða, og féll manninum það svo illa, aö hann drap sig með rýtingnum.” Gluggað í Athvarfsblaðið r Eins og lesendur Stuðarans rekur eflaust minni til birtist hér á síðunum fyrir nokkru heimsóknar viðtal við Unglingaathvarfið á Hagamel. Þar kom fram eftir því sem við munum best að krakkarnir þar gefa út blað, nefnilega Athvarfsblaðið. Þar sem þetta er alveg meiriháttar blað þótti okkur tilhlýðilega að gefa lesendum vorum kost á að berja eitthvað úr því aug- um. Nefnilega skilgreiningu á því allra helgasta. Nú vitiði sko örugglega hvað við ætlum að segja;POOÖ- NNNNNNNKKKKKKK, og síðast en ekki síst smá- söguna um Raft og Kraft, sem er eftir ónaf ngreindan félaga í athvarfinu. Gjöriði svo vel: T^FTUR oó, ^CATTUR HVAÐ ER PUNK? 4thVðlrfí|«m Það var einu sinni draugur, sem hét Raftur. Hann bjó i kastala i Grimsnesi. Hann hafði valdið miklu manntjóni undanfarin ár: margir höfðu horfið sporlaust. Að lokum ákvað maður að nafni Kraftur að drepa Raft. Kraftur var ofsalega sterkur, en draugar eru lika sterkir! Kraftur lagði af stað i átt að kastalanum kl. 11 vetrarkvöld eitt. Raftur birtist honum á miðnætti; ,,þú skalt ekki oftar kemba hærur”, öskraði hann. Siðan reyndi hann að ráðast á Kraft, en Kraftur rak honum rokna kjaftshögg, svo hann féll endilangur i gólfið. Aflogin stóöu i niu klukku- stundir. Loksins tókst Krafti að drepa Raft, en þá var hann lika Iær- brotinn og búinn að missa allar tennurnar. Hann lá i heilan mánuð á Landspitalanum. Eftir það fékk hann gullklump i verðlaun. öllu rusli úr kastalanum var fleygt á haugana, hræi Rafts og öllum hanseigum. Siðan var flikkað upp á kastalann og nú er hann orðinn að Lögreglustöð. Kraftur var um hrið að vinna þar. Hann var klósettvörð- ur. Punk er mjög teygjanlegt hug- tak. Flestir hugsa eitthvaö mjög neikvætt þegar minnst er á punk. En punk er ekki endilega nei- kvætt, það er fyrst og fremst sjálfstætt. Punkarar vilja ekki láta segja sér fyrir verkum, þeir vilja ekki vera verkfæri annarra. Punk-tónlistarmenn hugsa t.d. ekki fyrst og fremst um frægðina, þeir hugsa um að spila frjálsa, hráa,hreina einlalda tóniist fyrir fólk sem filar þa& Punkið kemur fram sem tónlistarstel'na. Það er mjög eðlilegt afþvi að tónlist skiptir svo miklu máli i lifi ung- linga. Annars mætti alveg kalla punkið rokk, nema afþvi að menn rugla saman rokki, poppi og disco (oij barasta);þessvegna VERÐ- UR PUNKIÐ AÐ HEITA PUNK! BUNAÐARBANKI ISLANDS er einn traustasti hornsteinn íslenzkra peningamála. Hann byggir á sterkri lausafjárstöðu og öflugum vara- sjóði auk ríkisábyrgðar. Búnaðarbankinn velur ekki sérstök nöfn á lánveitingar sínar. Hvers konar innlánsviðskipti við bankann á veltu- eða sparisjóðsreikningum skapa þá gagn- kvæmni, sem er æskileg forsenda fyrir lánveiting- um. Búnaðarbankinn leggur áherzlu á hraða og öryggi í öllum afgreiðslum. Það er greiðfært með öll erindi í Búnaðarbankann. 7 afgreiðslustaðir í Reykjavík. Viðtöl um lánveitingar og önnur viðskipti við útibú bankans í Reykjavík annast útibússtjórar (eða staðgenglar þeirra): Krlstinn Bjarnason Jóhanna Pálsdóttir Austurbæjarútibú viö Hlemm Melaútibú Hótel Sögu Stefán Thoroddsen Moritz W. Sigurðsson Vesturbæjarútibú Vesturgötu Háaleitisútibú Hótel Esju Sigurður Nikulásson Miöbæjarútibú Laugavegi 3 Jón Sigurðsson Seljaútibú Stekkjarseli 1 Viðtöl í aðalbanka annast bankastjórar og aðstoðarbankastjórar árdegis alla starfsdaga bankans. Traustur banki BÚNAÐARBANKI ISLANDS er góð trygging REYKJAVÍK

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.