Helgarpósturinn - 05.03.1982, Síða 4

Helgarpósturinn - 05.03.1982, Síða 4
hQlgarpósturinn Enn er álverksmiöjan I Straumsvik bitbein islenskra stjórnmálamanna. Ailt frá því hinn erlendi auöhringur, Alusuisse, samdi viö Islenska rikisstjórn og reisti verksmiöj- una, hafa staðiö deilur um þetta fyrirtæki, eöa öllu heldur hvernig staöiö var aö samningnum i upphafi og svo hvernig viöskipti islenska rikisins og auöhringsins hafa siðan verið. Siðan Alþýöubandalagiö kom i rikisstjórn fyrir um tveimur árum, hefur and- rúmsloft milli auöhringsins og islenska ríkisins mjög kólnaö. Nú siöast hefur Alþýðu- bandalagiö látiö aö þvi iiggja, aö hugsanleg lausn á deilunni viö auöhringinn, sé aö þjóönýta fyrirtækið. Auðhringurinn segir á móti, aö vel komi til mála aö leggja fyrir- tækiöá islandi niöur, leita á önnur mið, byggja verksmiðju I þriöja heiminum. Hinn íslenski forsvarsmaður Alusuisse, Ragnar Stefán Halldórsson forstjóri, hefur og löngum oröiö aö standa i stormum vegna viöskipta auöhringsins og islendinga. Hann fékk svo á sig sviösljós um daginn, þegar hann var kjörinn formaður Verslunarráös. Ragnar á aöild aö Verslunarráöi vegna eignaraöildar sinnar aö fyrirtækinu Pólar h.f., sem framleiðir rafgeyma. Alusuisse á enga aöild aö samtökum islenskrar verslunar ellegaratvinnurekenda.ogerþaöreyndar brotá reglum Alþjóða vinnumálasambands- ins, aö fyrirtækið skuli ekki vera aðili aö Vinnuvcitendasambandi islands. Þaö er brot, sem verkalýðsfélög þau sem semja viö auöhringinn hafa væntanlega litiö á móti. En hvernig sem þeim málum er háttaö, fannst Helgarpóstinum vel viö hæfi aö bregöa upp NÆRMYND af forstjóranum, Ragnari S. Halldórssyni. „Kagnar hefur gaman af aflmiklum bil- um og nýtur þess aö aka þeim nógu andsk. hratt. Menn gantasl stundum meö þennan bilaáhuga forstjórans, segja sögur af hon- um og bilaakstri. Hann stikar hratt út af skrifstofunni, sest upp i bilinn og æðir svo sem blár loginn eftir Reykjanesbraut- inni”, sagði starfsmaöur nokkur i álver- inu i Straumsvik og bætti við, „...maður hefur heyrt þvi fleygt, að lögreglan hafi fyrir löngu gefist upp á aö elta hann uppi. Þeir biða bara úti á vegi og gripa hann áð- ur en hann gefur i, rétta honum sektar- miða og svo fær hann aö gefa eins mikið gas og hann lystir...” Þeir starfsmenn álversins, bæöi núver- andi og fyrrverandi, töluöu annars hlý- lega um yfirmann sinn, sögöu hann reyndar hrjúfan i viðmóti við fyrstu kynni, en undir skrápnum væri skemmti- legur og raungóður drengur, sem virtist hafa þaðeitt markmið i lifinu að láta hjól- in snúast. Bilhjólin og verksmiðjuhjólin. Ragnar Stefán Halldórsson fæddist 1. sept. 1929 i Reykjavik, sonur Halldórs Stefánssonar alþingismanns og forstjóra og seinni konu hans, Halldóru Sigfúsdótt- ur. Hann varðstúdent frá M.R. 1950, lauk fyrrihlutaprófi i verkfræöifrá Háskóla Is- lands 1953 og siðan prófi i byggingaverk- fræði frá Tækniháskólanum i Kaup- mannahöfn 1956. Auk þessarar skóla- göngu, fór hann stuttar náms- og kynnis- íerðir til Bandarikjanna á árabilinu 1959- '65. Hann starfaði sem verkfræðingur fyr- ir bandariska flugherinn á Keflavikur- flugvelli á árunum ’56-’59, yfirverk- fræðingur þar frá '59 til ’61 og var fram- kvæmdastjóri verkfræðideildar banda- riska flotans 1961 til 1966. Hann var svo ráðinn tæknilegur framkvæmdastjóri Is- lenska álfélagsins 1. janúar 1967. „Við Ragnar uröum bekkjarbræöur i M.R. og vinátta hans varð okkur bekkjar- systkinunum öllum mikils virði”, sagði Matthias Jóhannessen ritstjóri um Ragn- ar. „Hann kom með andblæ sins merka æskuheimilis og þaðfórekkimilli mála að hann naut þess rammislenska arfs, sem foreldrar hans miðluöu i rikum mæli. Ég kynntist þeim báðum. Frú Halldóra er eftirminnilegur persónuleiki og Halldór sérstæður og umfram allt sjálfstæður félagsmálamaður og þingmaður Fram- sóknarflokksins. Ég átti samtal við hann, þegar hann sat aldinn að árum á friðar- stóli og varð hann mér harla minnisstæð- ur. Eftir það þóttist ég skilja Ragnar son hans betur en áður. Halldór sagði skilið við Framsókn og gekk til liðs við Bænda- flokkinn, enda hafði hann ekki annað leiðarljós en sannfæringu sina. Ég fullyrði að sama máli gegni um Ragnar, son hans. Hann er engin undirtylla, hvorki útlend- inga né annarra. 1 skóla var hann góður námsmaður, fastur fyrir og samkvæmur sjálfum sér. Hann var fljótur að skilja kjarna frá hismi. Þessa eðliskosti á hann alla i rikum mæli. En hann getur verið þrjóskur, enda dálitið sérvitur...” sagði Matthias Jóhannessen og viö spurðum Hermann Guðmundsson, fyrrum formann Verkamannafélagsins Hlifari Hafnarfirði um þrjósku og sérvisku Ragnars, en þeir Ragnar sátu löngum hvor andspænis öðr- um við samningaborðið' vegna kjaramála i Straumsvik. „Ragnar er hrjúfur i viðmóti viö fyrstu kynni”, sagði Hermann, ,,og hann er harður i horn að taka. Þó verð ég að segja, að stundum finnst mér hann taka tillit til annarra. Það var gott við hann að eiga. Það stóðst jafnan þaö sem hann samdi um. Nú, Ragnar er fljótur að hugsa og greina vandamálin, fljótur að finna hnút- inn sem þarf að leysa. Að þvi leytinu er hannmeð betri viðsemjendum sem ég hef átt viö”. Starfsmaður nokkur i Straumsvik, sem einnighefursetiðvið samningaborð gegnt Ragnari,tók mjög i sama streng og Her- mann i Hlif. „Ragnar er verðugur andstæöingur. Hann er snjall, eitilharður en um leið skemmtilegur. Og hann stendur við það sem hann segir og semur um. 1 raun og veru finnst mér eftir þvi sem ég kynnist honum meira, að hann sé akkúrat enginn harðjaxl. Eiginlega linnst mér hann fyrst og fremst skemmtilegur. Og snjall mað- ur. Menn hér bera virðingu fyrir honum. Hann er ekki svo mjög fjarlægur hér á vinnustaðnum. Hann þekkir marga hér, reynir að hlusta á almenna starfsmenn og kynnast þeim. Samskiptin við starfsmenn og félög þeirra eru yfirleitt góö. Og menn skemmta sér stundum við að segja sögur af biladellu forstjórans. Hann á núna stór- an BMW — og sá fær að skriða maður”. Fyrrverandi starfsmaöur álversins, maður sem sat ekki fjarri Ragnari á skrifstofunni, sagði að dugnaði forstjór- ans væri viðbrugðið, jafnt til starfa og leikja. „Maöur varö oft var við þaö, t .d. þegar árshátiðir voru, að Ragnar fékk sér i staupinu og skemmti sér manna best. Hann var lika oft lengst að — en ævinlega kominn fyrstur til starfa næsta morgun. Það er ekki nema gott um hann að segja. Eiginlega finnst mér að hann gjaldi nokk- uð næstu undirmanna sinna. Það voru þarna amk. deildarstjórar, sem töfðu fyr- ir gangi mála. Þegar svo Ragnar komst að þvi, hvernig allt var i pottinn búið, rauk hann sjálfur i að koma málum i framkvæmd og þá gekk undan. Maður hafði stundum á tilfinningunni, að sumir sem voru ráðnir að álverksmiðjunni og það jafnvel i háar stöður, hafi fengið starfið vegna bridge- eða skákkunnáttu. Ragnar er spilafifl”. Spilafifl? Við settum okkur i samband við nokkra sem taka slag með álfor- stjóranum. Einn þeirra gaf til kynna, að forstjórinn væri ekki sérlega snjall spila- maður, en heföi ólæknandi spiladeliu, jafnvel svo að mætti kalla fikn, og hefði á stundum verið þaulsetinn við spil og farið flatt. „Ragnar er traustur félagi, fyndinn og skemmtilegur”, sagði Kristinn Bergþórs- son heildsali, sem hefur átt margar sam- verustundir með Ragnari við spil ellegar laxveiöi. „Ég hef þekkt Ragnar i tiu eða fimmtán ár”, sagði Kristinn, „við höfum veitt lax i Selá i Vopnafirði og svo spilum við bridge saman. Hann er vel liðtækur spilamaður, en hefur reyndar ekki lagt sig svo ýkjamikið eftir þessu. Hann er maður hinna skjótu ákvarðana. Hann vill njóta hvildarinnar, þegar hann gefur sér tima til að hvilast, en eigi að siður fellur honum ekki verk úr hendi. Þegar viö er- um i laxveiði saman og einhver töf verð- ur, þá vill hann strax gripa spilin. Hann vill nota timann og á meðan segir hann sögur, er fyndinn og fróður”. Og við gefum Matthiasi Jóhannessen orðið aftur: „Ragnar var vinsæll i MR., hefur alltaf haft tilhneigingu til að vera i forystu og ég held hann sé gott þing- mannsefni. Hann er vinur vina sinna og mikill gleðimaður. Hann er minnst þriggja manna maki og skemmtir sér jafnvel á viö þrjá meðal Alþýðubanda- lagsmenn — og þarf nú talsvert til þess úr þvi sem komið er. Það þarf mikið þrek til þessað standast hinni nýju yfirstétt snún- ing.En árgangurinn MR -’50 fékk mikiðog gott veganesti, stæltist i styrjaldarvolki, vandist mikilli vinnu og óx úr grasi undan grænum fingrum mikilla kennara og ógleymanlegs rektors, Pálma Hannes- sonar”. Ragnar er flokksbundinn Sjálfstæðis- maður, en starfar litið i flokknum. Maður nokkur, er mikið hefur starfað i þeim flokki, taldi að Ragnar hefði ekki sérstak- an áhuga á pólitisku starfi, ,,en hann var vist einhvern tima i fjárhagsnefnd fyrir flokkinn, aðallega vegna þekkingar sinn- ar á fjármálum og fyrirtækjastjórn”. En þótt Ragnar nenni ekki að vinna mikið i flokki sinum, þá hefur hann sinnt félagsstörfum á öörum vettvangi. Hann tók lengi mikinn þátt i störfum Stjórn- unarfélags Islands og var reyndar for- maður þess lengi. Einn úr þvi sagði, að félaginu hefði verið akkur i Ragnari, einkum vegna sambanda við útlönd og reynslu af starfsháttum við erlend fyrir- tæki — og manni verður á að spyrja — er- lend stórfyrirtæki? „Ég kunni afarvel við að starfa með honum”, sagði maður úr Stjórnunarfélag- inu. „Hann er sjálfstæður, fyrirtaks fundarstjóri, fastur fyrir — maðurinn er einfaldlega bæði harðskeyttur og klár og duglegur. Hann getur náttúrlega verið fjandanum óbilgjarnari og harðdrægari, ef honum finnsl að sú afstaöa sé nauðsyn- leg. Hann gefur sig ekki fyrr en i fulla hnefana, en hann tekur sönsum”. Alþýðubandalagsmenn, eöa öilu neldur Þjóöviljinn, hefur löngum sagt, að ts- lendingar yrðu að heyja sjálfstæðisbar- áttu vegna tilveru hins alþjóðlega auð- hrings hér á landi og reyndar er það alfar- iðröksemd Alþýðubandalagsins, að erlent fjármagn i landinu sé af hinu illa og i aug- um Þjóðviljans verður Ragnar Halldórs- son sjálfkrafa grunsamleg persóna vegna fyrri starfa fyrir bandariska herliðið i Keflavik og siðan aftur vegna forstjóra- starfanna fyrir lsal og Alusuisse. Við ræddum þetta við Alþýðubandalagsmann sem reyndar þekkir Ragnar persónulega frá fornu fari og af þeim sökum vildi sá ekki láta nafns getið. „Ragnar er góður strákur”, sagði Al- þýðubandalagsmaður okkar, „ég man eftir honum úr skólanum. Og við vorum saman i sumarvinnu einu sinni. Hann er duglegur og drengur góöur. En þegar hann fullorðnaðist breyttist hann i töff- ara. Hann var ekki þessi töffari þegar hann vár unglingur og ungur maður. En ég reikna með að hann hafi þurft að koma sér upp þessum skráp, þegar hann sá hvert stefndi. Það hlýtur aö vera ill reynsla hverjum manni að vinna fyrir er- lent herlið. En mér finnst Ragnar bara skemmtilegur”. Matthias Jóhannessen sagði að Ragnar skemmti sér á við þrjá miölungs Alþýðu- bandalagsmenn. Við bárum þá umsögn undir Ragnar sjálfan: „Ég veit þaðekki”,sagði Ragnar og hió viö, „satt best að segja hef ég gert svo lit- iö af þvi að skemmta mér meö Alþýðu- bandalagsmönnum”. Og við spurðum hvort hann ætlaði aldrei að vaxa upp úr biladellunni? „Biladellan já. Ég verð vist að sæta þvi, þegar menn eru að segja að ég sé ólækn- andi. En þetta er nú orðiö allt miklu minna i sniðum en áöur var. Ég held ann- ars að ég hafi fengið þetta biladellu- eða hraðakstursorð á mig þegar ég vann suð- urá Keflavikurvelli. Einkum þegar gamli vegurinn var. Manstu nokkuð eftir hon- um? Hann var oft erfiður eftir bleytur og einnig ef þurrkar höfðu verið lengi. Þá var hann svo harður. Maður var oft að flýta sér þarna suður eftir á siðustu stundu”. Og hvort hann hefði aldrei langað að feta i fótspor föður sins og fara á þing? „Nei — ég hef aldrei haft áhuga á þvi. Það er reyndar rétt, að stundum hefur manni fundist aö það mætti nú taka til hendinni á þinginu. Mér finnst að stjórnarskrármálið sé mest aðkallandi núna — og það þarf að minnka rikisgeir- ann, halda aftur af rikinu á atvinnusvið- inu”. Við spurðum hvort hann væri spilafifl, eins og einhver sagði hér að ofan. „Ég reyni að spila svolitið bridge já. Og golf stundum. Og ég reyni að fara i lax nokkrum sinnum á hverju sumri. Ég skrepp lika á skiði stöku sinnum. Ég fór á skiði á sunnudaginn var. Ég fór beint af samningafundi sem lauk á sunnudags- morguninn klukkan sjö. Við vorum að semja við starfsmenn hér. Ég geng mest á skiðunum.” Liturðu nokkurn tima i bók? „Ég er þó nokkur lestrarhestur. Það erii mest timarit sem ég les og blöð. Ég las siðast bók eftir Max Brand. Kannastu við hann? Ég las þessa bók eftir hann vesturi Bandarikjunum. Þetta er kúreka- saga, reyfari. Ég hef gaman af þannig bókmenntum. Nú — af jólabókunum hér heima man ég helst eftir ævisögu Ólafs Thors og svo minningabók Þórarins Þórarinssonar á Eiðum’’. Við látum hinn nafnlausa Alþýðubanda- lagsmann okkar eiga siðasta orðið um Ragnar S. Halldórsson: „Þetta er dugnaðarforkur hann Ragnar, það verður seint af honum skafiö. Eldklár maður, áreiðanlega margra manna maki i vinnu. Þaö eru einmitt svona gæjar sem eiga að stjórna svona stórfyrirtækjum. Ég veit það ekki — ætli það sé ekki erfitt aö vinna fyrir útlent fyrirtæki á Islandi? Þaðmætti segja mér það”. eftir Gunnar Gunnarsson mynd Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.