Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 05.03.1982, Blaðsíða 7
7 helgarpósturinn Föstudagur 5. mars 1982 Sólrisuhátíð Mí í næstu viku Fjölmiðlun 19 hins vegar ekkiab fylgjastmeö þvi hvort við höfum réttar skoð- anir eöa ekki. Við blaðamenn hljótum að hafa jafnan rétt og aðrir þjóðfélagsþegnar til að hafa skoðanirog setja þærfram undirfullu nafni.Það er iverka- hring dómstólanna að skera úrum það hvort við höfum gerst brotlegir við meiðyröalöggjöf- ina ef einhverjum þykir aö sér sorfiö. Ef Siðareglunefndin ætlar að fara inn á þessa braut sé ég ekki betur en að hdn sé aö setja sig i hlutverk ritskoðara. Það hefur áreiðanlega aldrei verið ætlun stéttarinnar aö kalla yfir sig slíkt miöaldafyrirbæri. Það er ekki og getur aldrei oröið hlutverk nefndarinnar að hefta skoðanafrelsi stéttarinnar og skammta okkur naumari mannréttindi en aðrar stéttir njóta. Henni kemur hreint ekk- ert við hvort Atla Rúnari finnst Haraldur Blöndal „óguðlega ihaldssamur” félagi i „hags- munasamtökum bögubósa”. Það er stjórnarskrárbundinn réttur Atla RUnars að halda þvi fram og dómstólanna að ákveða hvort það fellur undir meiðyrði. Það er á hinn bóginn full ástæða til að efla starfsemi Siðareglunefndar, veita henni aukiö frumkvæði og efna til funda um störf hennar og starfssviö. t áðurnefndu bréfi Atla Rúnars greinir hann frá starfsháttum siöareglunefndar norska blaðamannasambands- ins og eru þeir allrar athygli verðir. Samkvæmt reglum félagsins er ég nú orðinn sekur um trún- aðarbrot. Þaö er nefnilega bannað að fjalla um úrskurði Siöareglunefndar annars staðar en i'Félagstlðindum Bí. Þetta er eitt af þvi sem þarf að breytast. Þaö er i hróplegu ósamræmi við kröfur okkar blaðamanna um opiö þjóöfélag og óheft upplýs- ingastreymi frá yfirvöldum að loka allar umræður um ávirö- ingar stéttarinnar inni i nefnd og banna alla opinbera umf jöll- un um starf hennar. Slikt likist engu frekar en þeim starfsað- ferðum „læknamafiunnar” sem blaðamenn og aðrir hafa iðu- leea gagnrýnt. Einhver minnt- ist á flis og bjálka i svipuðu samhengi. Á mánudaginn hefst hin árlega Sólrisuhátið Menntaskólans á isafirði, og kennir þar margra grasa.Ekki veröur annaö sagt, en býsna feittsé á stykkinu varðandi hátiðina að þessu sinni, þar eð hinar ýmsu greinar lista kveða sér hljóðs. A músikksviöinu ber að geta tónleika Kammersveitar Vestfjarða svo og tónleika þeirra Hiifar Sigurjónsdóttur fiðlu- leikara og Sigriðar Ragnars- dóttur pianóleikara. Pönkarar láta heldur ekki sitt eftir liggja. Trióið Jonee Jonee kemur alla leið frá Reykjavik að flytja pönk- tónverk við Djúp: þetta mun vera glænýtt band og hljóöfæraskipan allnýstárleg, þ.e.a.s. bassi, trommur og söngur. Þá er von á tveimur lista- skáldum að sunnan, þeim Pétri Gunnarssyni og Elisabetu Þor- geirsdóttur, sem er Isfirðingum að góðu kunn (eins og sagt er á flötu fjölmiðlamáli). Ekki heíur fengist úr þvi skorið, hvað þau veröa með i pokahorninu, en eitt- hvað verður það bitastætt ef að vanda lætur. Leiklist á sinn bás á þessari hátið; Alþýöuleikflúsið stormar vestur með Elskaðu mig eftir Vitu Andersen og engu likara en það eigi aö verða rúsinan i pylsu- endanum. Auðvitað verður haldinn sól- risudansleikur og meiningin að hann verði i Uppsölum og B.G. sjái um stuöið, en þetta er ekki klárt að þvi er Kristin Gests- dóttir, form. Listafélags M.I., upplýsti tiðindamann Helgar- póstsins um á mánudaginn var. Sólrisuhátið Menntaskólans er orðinn fasturliður i menningarlifi Isafjarðar og er vel sótt af bæjar- búum og merki þess að hún sé aufúsugestur á tsafirði. Gleðilega Sólrisuhátið. Auglýsingasíminn er 81866 Helgarpósturinn Síðumúla 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.