Helgarpósturinn - 05.03.1982, Side 12

Helgarpósturinn - 05.03.1982, Side 12
Heilsteikt gratineruð rauðspretta Hclgarrétturinn í dag kemur frá Úlfari Eysteinssyni, sem er annar eigenda Pottsins og pönn- unnar, sem sagt er frá annars staöar i opnunni. Þetta er góm- sætur rcttur, sem ber yfirskrift- ina Heilsteikt gratineruð rauð- spretta. í réttinn þarf eftirfarandi: Rauðsprettu hveiti egg rasp 50 g. rækjur bernaisesósa ost Svarta roðið er tekiö af rauö- sprettunni. t>að er gert meö þvi að klippa uggana af og skera i sporðinn hv ita roösmegi n. Sporðurinn er siöan brotinn og svarta roöiö dregiö af fiskinum. Best er aö hal'a stykki utan um sporöinn, þegargripiö er i hann. Clfar Eysteinsson kokkur og einn af eigendum Pottsins og pönnunnar. Flakið er losaö frá miöju íisksins, þannig aö hann opnast. Þá er honum velt upp úr hveiti, eggjum og raspi. Hann er siðan djúpsteiktur i íeitipotti við 280- 300 gráður, þangaö til fiskurinn byrjar að lyftast. Þá er hann tekinn upp úr. Flökin hafa þá opnast og ofan i geilina eru sett- ar rækjur, sósan yíir þær og osturinn þar ofan á. Þetta er siöan bakaö i grilli, þar tii Ijós- brún áferð kemur á sósuna. Fiskurinn er siöan borinn fram meö soönum kartöflum og sitrónu. Verðykkur aö góöu. Fðstudagur 5. mars 1962 haltj^rpn^furínn Úlfar Eysteinsson og Sigurður Sumarliðason bjóöa landanum upp á amerlskan salatbar á næstunni á nýja staðnum þeirra. Nýjung í íslenskum veitingahúsum: Potturinn og pannan með amerískan salatbar Einn kemur þá annar fcr, stendur einhvers staðar, og það á við i matsölustaðabransanum um þessar mundir. Veitingastaður- inn Hliðarendi hætti starfsemi sinni um nýliðin mánaðamót, og upp úr miöjum mánuðinum tekur til starfa nýr staður á sama stað I Brautarholti 22. Nýi staðurinn á að lieita Potturinn og pannan.og eigendur hans eru þeir úlfar Eysteinsson, Sigurður Sum arliðason og Tómas Tómasson I Tomma-hamborgur- um. Ilelgarpósturinn hitti Úlfar um daginn og var hann spurður að þvi hvernig staöur þetta ætti að vera. „Þarna á aö vera staður fyrir alla fjölskylduna”, sagöi hann. Þar munu gestir geta valið um rétti dagsins, sem verða mjög fjölbreytilegir, auk þess sem hægt verður aö velja af sérrétta- seðlinum. Aðal staöarins veröur hins vegar salatbar aö amerísk- um hætti, eins og þeir gerast bestir vestra. „Þar verður allt það grænmeti, sem fyrirfinnst á markaðnum, og þaö sem notaö er i salöt. Þaö verða milli 15 og 20 einingar, sem fólk getur blandað saman að vild, og salatbarinn fylgir öllum rétt- urn hússins, nema skyndibit- um,” sagði Úlfar, og bætti þvi viö, aö meiningin væriað fá fólktil aö bera viröingu fyrir salatinu. Þaö verður díki borið fram á heitum matardiskum, heldur á sérdisk- um, kældum, eins og vera ber. Þá munu gestir geta fengið tvær til þrjár tegundir af brauði með matnum og kemur það frá Köku- húsinu. Úlfar var spurður um áherslur staðarins. „Við leggjum áherslu á að laga allan mat, og við viljum að viö- skiptavinirnir hjálpi okkur við aö gera einhverja rétti vinsæla. Fiskréttir eru okkar áhugamál, þvi viðviljum mána, aö hér vanti mikið upp á að fiskur sé eldaður á réttan hátt. Þar á ég við, að fisk á aldrei að sjóða eða steikja þannig aðþúsért viss um aðhann sé soö- inn eða steiktur. Þá verður hann of soðinn eða steiktur. ÞU verður alltaf að vera i'vafa, þvi þá færðu hann bestan.” Úlfar sagði, að þeir ætluðu að hagræða miðju gólfi staðarins og birta hann upp með þvf að hleypa inn dagsbirtunni. Þá verður kom- ið upp afgreiðslulinu, þannig að gestir taki þátt i þjónustunni á móti starfsfólkinu. Gestir taka þvi sinar súpur og salat, en starfsfólkið mun færa þvi aðal- réttinn. Þannig, sagði Úlfar, gætu þeir boðið lægra verð. Staðurinn mun taka 50-55 manns i sæti og verður hann opinn daglega frá ki. 08 til 23.30. Úlfar var að lokum spurður að þvihvort þeirværu díkert hrædd- iraðopna nýjan veitingastað,þar sem þeir væru komnir upp á svo til hverju homi i' bænum. „Nei, alls ekki”, sagði hann. Ef allt fer eftir áætlun, ættu að- dáendur ameri'ska salatbarsins ekki að þurfa að biða nema riíma viku eftir aö fá slikt lostæti hér- lendis. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri Reykjavik TRYGGVABRAUT 14 SKEIFAN 9 S. 21715 23515 S. 31615 86915 Mesta úrvalið. besta þjónustan. Við útvegum yður atslátt á bilaleigubilum erlendis. Borfta- pantanú Sími 86220 Veltingahúslö í GLÆSIBÆ Kappátið heldur áfram: Átvöglin fílefld til tslendingar hafa löngum þótt iþróttamenn góðir og ekki verið að binda sig við neina rina tegund iþrótta. Þessa dagana stendur vfir hörkuspennandi keppni I nokkuð óvenjulegri iþróttagrein, ef hægt er að komast þannig að oröi, nefnilega kappáti. Það er Sunddeild Ármanns.sem stendur fyrirhenniog fer keppnin fram á veitingastaðnum Góðborgaran- um við Hagamel. Keppendur i þessari nýstárlegu iþróttagrein veröa að sporðrenna þrem góðborgurum, einum skammti af frönskum kartöflum og einu glasi af kók á sem skemmstum tima. Til mikils er að vinna, þvl glæsileg verðlaun eru i boði. Aðalvinningurinn er Suzuki bifreið, en auk þess er fjöldi annarra vinninga, svo sem sterpógræjur og margt fleira. Keppnin hófst á sunnudaginn var og þegar þetta er skrifað, hefur hún fariö tvisvar fram, en henni lýkur 28. mars. Eftir tvö skipti höföu um fjöruti'u manns reynt sig I átinu, og að sögn Birgis Viöars Halldórssonar veitinga- manns i Góðborgaranum, var besti tfminn rétt tæpar þrjár mæta leiks minútur. Næsti maður var hálfri minútu á eftir og þriðji maður tiu sekúndum á eftir honum. Birgir Viðar sagði, að þeir fremstu ætluðu allir að keppa aftur, og menn væru farnir að æfa sig sti'ft, kæmu og keyptu einn keppnisskammt og færu meö hann heim til sin. Sagði hann, að það hefði myndast mikil spenna i kringum keppnina, mikið væri talaö um hana á vinnustööum og væri verið aö etja helstu átvögl- um út í keppni. Til væru þeir menn, sem ætluðu meira að segja að fjármagna átvöglin. Einsog áður segir, er það sund- deild Armanns, sem staidur fyrir herlegheitunum til fjármögn- unar fyrir deildina, og aðspurður taldi Birgir Viðar það alls ekki ó- eölilegt, að iþróttafélag stæði fyrir sliku áti. Þeirsem hafa áhuga á að verða bumbu og bi'l rikari, ættu að skrá sig til keppni hjá aðstandendum mótsins. En munið það krakkar minir, að kappát er best með for- sjá. Betra er að missa af bil, en missa heilsuna. Verðykkur aðði. Góða skemmt- un. Þetta er skammturinn, sem Sunddeild Armanns og Góðborgarinn bjóöa upp á i kappátinu. Girnilegt, finnst ykkur ekki? t

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.