Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 3
3 ...hélgárpóSfúrinty Föstudag ur26. mars1982 styöjast,” sagði Þórður i samtali við blaðamann HP. „1 þeirri ákvörðun fólst að sjálfsögðu ekk- ert mat á hvortsvo sé — það verð- ur rannsóknin að leiða i ljós.” Þrjár byssur í skáp Jónas Jón Hallsson rannsókn- arlögreglumaður, kemur þar til sögunnar, hann annaðist hús- rannsókn á heimili sýslumanns og sonar hans i september 1979, að frumkvæði fikniefnadómstóls- ins. Þá taldi Jónas sig sjá þar i skáp þrjár skammbyssur. Skrif- aði hann sérstaka skýrslu þar um og skilaði til yfirboðara sins, Sig- urjóns Sigurðssonar, lögreglu- stjóra í Reykjavik, og fékk Bjarka Elfassyni yfirlögreglu- þjóni svo sem venja er. Sú skýrsla kom fyrst fram rúmleg ári siðar — hún var dagsett i október 1979 og barst dómsmálaráðuneytinu 16. desember 1980. Þá hafði hún aldrei verið lögð fram i dómi, né sakborningur um hana spurður. Jónas Hallsson sagðist i' sam- tali við Helgarpóstinn ekkert um þessa kæru vita frá fyrstu hendi og þvivildihannekkertum málið segja — nema hvað að hann væri hvergi banginn, hann hefði ein- ungis skýrt frá þvi sem hann hefði séð, svo sem væri skylda sin. Hallvarður Einvarðsson, rannsóknarlögreglustjóri ríkis- ins, sem úrskurðaði sig frá rannsókninni, tók i sama streng þegar blaðamaður leitaði álits hans. Hann sagðist I samtali hafa ,,þá trú og sannfæringu, að Jónas Hallsson stæði traustum fótum I þessu máli” — og alls ekki hefði hvarflað að sér að leysa hann frá störfum á meðan rannsóknin stæði yfir. „Þaö kemur engum við ...” Þessi undarlega samsuða á rætur sinar að rekja til fréttar I kvöldfréttatima útvarpsins 15. desember 1980. Hún hófst með þvi að Jóhannes Arason las eftirfar- andi: „Nú er lokið rannsókn i máli lögre glumanns á Sauðár- króki, sem gert var að sæta gæsluvarðhaldi I 45 daga I september og október fyrra árs vegna meintrar aðildar hans að umfangsmiklu fikniefnamáli. Siðan tók Helgi Pétursson fréttamaður viö og gerði i fimm minútna pistli grein fyrir málinu. Studdist hann einkum við útgefna hæstaréttardóma 1979. Lagði fréttamaðurinn nokkra áherslu á, eins og siðdegisblöðin gerðu reyndar bæði daginn eftir, að lög- reglumaðurinn væri enn starf- andi („hjá föður sinum sýslu- manninum”, eins og DB orðaði það) enda þótt hann lægi undir grun um m.a. stórfellt fikniefna- misferli. Þetta kvöld og næstu daga kom skýrt fram, að lög- reglumaðurinn þáverandi neitaði statt og stöðugt öllum sakargift- um. Jafnframt kom glöggt fram sú skoðun sýslumanns, að sonur hans væri saklaus. Nú hefur sem sagt verið ákveð- ið að rannsaka hver hafi ákveðið birtingu fréttarinnar og hvernig hún hafi verið til komin. Kári Jónsson, varafréttastjóri útvarpsins, segir augljóst, að fréttastofnanhafiákveðið að taka málið fyrir, fyrst Helga Péturs- syni hafi verið falið að vinna að þvi. Þannig séu vinnubrögð á fréttastofunni eins og öðrum fjöl- miðlum. HelgiPétursson sem nú stundar nám við American University i Washington, DC, vildi ekkert segja um hvaðan hann hefði fyrst haft pata afþessu máli. A hand- ritum hans, sem fréttirnar voru lesnar af í útvarp á sinum tima, eru engir heimildarmenn til- greindir eins og þó er venja á fréttastofunni. „Þaö kemur ein- faldlega engum við hvaðan ég heyrði fyrst af þessu”, sagði Helgi I samtali við blaðið. „Fyrst og fremst var min heimild opin- ber gögn, hæstaréttardómar fyrir árið 1979, sem ég skoða reglulega. Mér þykir í meira lagi undarlegt, ef nú þarf að setja dómstóla f að rannsaka hvernig maður kemst I opinber plögg.” Akveðnir embættismenn, sem Helgi ræddi við um málið og birti hrafl úr viðtölum við i frétta- pistlum sínum, hafa sagt i sam- tölum við Helgarpóstinn, að upp- taka þeirra samtala og birting i útvarpihafi farið fram án þeirra vitundar og samþykkis. Þessu neitar Helgi staðfastlega: „Þeir vissu að ég var með segulband i gangi og voru samþykkir þvi að köflum úr viðtölunum yrði út- varpað,” sagði hann. ,,Ósannar aðdróttanir’’ lögreglumanns Rannsóknin beinist einnig að þvi að upplýsa hvernig fréttin var tilkomin og hvern þátt Jónas Hallsson rannsóknarlögreglu- maður hafi hugsanlega átt i tilurð hennar. Hvorki Helgi né Jónas vilja nokkuð um það segja — raunar bendir Helgi á, að hann hafi ekki haft neina þörf fyrir Jónas Hallsson I þessu máli, hann hafi verið með hæstaréttardóma i höndunum. En svo á að rannsaka það, sem sýslumaður kallar i kæru sinni „ósannar aðdróttanir” Jónasar Hallssonarum „ætlað ólöglegt at- hæfi mitt með ólöglegri meðferð skotvopna”, og á þar við lög- regluskýrslu Jónasar frá i októ- ber 1979. Frá þeirri skýrslu sagði og I fréttum af máli Eyjólfs Arnar. Meðal annars sagði aö við komu hans til Islands frá Banda- rikjunum sumarið 1978 hafi fundist tvær óskráðar skamm- byssur i fórum hans. Byssurnar hefðu verið teknar i vörslu toll- yfirvalda en þær siðan leystar út af sýslumannsembættinu á Sauð- árkróki. Þegar Eyjólfur Orn var færður frá Sauðárkróki til yfir- heyrslu i Reykjavik 6. september 1979annaðist Jónas Hallsson hús- rannsókn á heimili hans (og sýslumanns) á Króknum. Beind- ist leitin að fikniefnum, sem ekki fundust (heldur á heimili Eyjólfs I Reykjavik) en I skáp á heimili sýslumanns sá Jónas þrjár skammbyssur. Um þær skrifaði hann sértaka skýrslu til lögreglu- stjóra slns, eins og áður er getið. Hvað varð um skýrsluna? Það var hins vegar ekki fyrr en eftir að fréttir fóru að berast af meintu fiTíniefnabroti Eyjólfs, að skýrslan barst dómsmálaráðu- neytinu og þá hafði lögreglu- maöurinn fyrrverandi aldrei verið spurður um byssurnar, að þvi er sýslumaður sagði i blaða- viðtali 17. desember ’80. Blaða- maður Helgarpóstsins leitaði eftir svörum við þvl hjá lögreglu- stjóraembættinu á miðvikudag hvernig staðið hefði á, að skýrslan hefði legið þar óhreyfð i rúma fjórtán mánuði, án þess aö leitað væri eftir skýringum á ætlaðri ólöglegri skotvopnaeign Eyjólfs og/eða sýslumanns. William Möller, aðalfulltrúi lögreglustjóra, sagðist verða að viðurkenna, að spurningunni gætu þeir einfaldlega ekki svarað, þeir myndu ekki gjörla hvernig eða hvenær þessi skýrsla hefði verið send ráðuneytinu né hvaðhefði verið gert i málinu. Hannsagði að eðlilegur gangur mála væri sá, aö fyndist óskráð skotvopn I fórum fólks þá væri þaö krafið skýringa. Lægi viö refsing og upptaka vopnsins, ef ekki væri fyrir hendi leyfi fyrir viðkomandi byssu. „Þetta hlýtur að vera stór þáttur I rannsókn- inni, sem mér skilst að sé nú að fara I gang,” sagði William. Hann visaði siðan á Bjarka Eliasson yfirlögregluþjón, sem sagði skýrslu þessa hafa verið hluta af fikniefnamáli Eyjólfs. Siðar hefði hún verið dregin fram og þá hefði verið tekin framhaldsskýrsla um málið af Jónasi Hallssyni. Þær skýrslur báðar hefðu svo verið sendar áfram. Lögreglustjóra- embættið i Reykjavik hefði þvi aldrei haft neitt sérstaklega með þetta mál að gera. í kvöldfréttum útvarpsins 16. desember var lesin yfirlýsing frá Jóhanni sýslumanni, þar sem hann sagði það vera „ósannindi”, að skammbyssurnar tvær hefðu fundist i' farangri lögreglu- mannsins og þær siðan leystar út af sýslumannsembættinu á Sauðárkróki. Þaö hlyti aö vera „tilbúningur fréttastofunnar eða heimildarmanns hennar”, sagði i yfirlýsingu sýslumanns. Siðan Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslumaður Skagfirðinga: Þú berð þá ábyrgð á því, góðurinn. Jónas Hallsson rannsóknarlög- reglumaður: Þekkir mun á leik- föngum og skotvopnum. Helgi Pétursson fréttamaður: Undarlegt ef þarf að rannsaka hvernig maður kemst I opinber gögn. —Mynd: Bjarnleifur ; sagði: „Hið rétta er, að við komu ' frá Bandarikjunum 20. júni 1978 hafði lögreglumaðurinn með sér haglabyssu og riffil, sem hann hafði leyfi fyrir og framvisaði við tollgæslu.” „Yfirklór” 1 framhaldi af yfirlýsingunni var haft eftir Baldri Möller, ráðuneytisstjóra I dómsmála- ráðuneytinu, að rétt væri að lög- reglumaðurinnheföi flutt með sér riffil og haglabyssu inn i landið og ennfremur, aö þau skotvopn hafi veri flutt úr landi á ný, án þess að fram hafi komið hvenær það hafi verið gert. „Þá kemur fram i upplýsingum ráðuneytisins,” sagöi aðlokum i fréttinni, „að við húsleit, sem fram hafi farið á Sauðárkróki 6. september i fyrra, hafi fundist þrjár skammbyssur. Ein þeirra hafi veriö i eigu lög- reglunnar en tvær I eigu viðkom- andi lögreglumanns”. Þetta sama kvöld óskaði Baldur Möller eftir þvi við aðal- fulltrúa sýslumannsembættisins á Sauðárkróki, að hann kannaði ásamt lögreglumanni á staðnum hvemig þessir gripir væru i raun og veru „og reyndust tvær af byssunum vera leikfangabyssur I skammbyssuliki,” eins og sagði i yfirlýsingu, sem lesin var i kvöld- fréttum útvarpsins daginn k eftir. „Yfirklór”, var orðið, hX sem einn ACAPULCO MEXICO - DAGAR 26. - 28. MARS í VÍKINGASAL Nú bjóöum viö upp á mexikanska stemningu um helgina: Mexikanskan matog músík leikna af mexikanska tríóinu Los Llaneros. Systkinin Kara og Reynir sýna suður-ameríska dansa. Framreiösla hefst kl. 19 öll kvöldin. Tekiö á móti pöntunum ísímum 22321 og 22322. Mexikanskur matur ÍVeitingabúö. FLUGLEIDIR Gott fótk hjá traustu félagi HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.