Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 24
Hlemmur - sæluhús Hvernig eru ærlegir sukkarar? Hvenær fara þeir á stjá,hversu oft og hvað nota þeir sem vimu- gjafa? Þetta fannst okkur tveim- ur ansi fróðlegt að vita og reynd- um þvi að hafa upp á einhverri krassandi reynslusögu sem við myndum gleypa i okkur agndofa og prfsa okkur sæl yfir aö standa ekki i sömu sporum. En það var nú hægara sagt en gert aö nálgast þessa vini okkar og þvi slður að fá þá/þær/þau iviðtal, þrátt fyrir að við lofuðum að birta ekki nafn og taka skuggamyndir cða einhverj- ar álika „spúki” til að verja mannorð þeirra. Hann Guðlaugur Guðmunds- son, 17 ára nemandi i Alftamýra- skóla, var eldhress á þvi að tala við okkur en sagðist þó ekki geta komið með neina meiri háttar spennusögu, heldur bara frásögn af lífi venjulegs unglings sem dettur stundum i það. Sem sagt Gulli er ekki óskasukkarinn okk- ar. Mér var sparkað — Núertþú2árum eftir i skóla; hvað kemur til? „Já, ég var eiginlega rekinn úr 8. bekk, liklega út af þvi að ég var ekki alveg hinn normal fyrir- myndarnemandi. Ég var galsa- fenginn og þvi oft meö læti, mætti stundum of seint og jafnvel skrópaði. Margt smátt safnaðist saman istórt og mér var sparkað. Skólinn er annars alveg skit- sæmileg stofnun en andrúmsloftið er mjög þvingaö og nemendur kúgaðir. Allt eitthvað svo véi- rænt.” — En af hverju að byrja aftur? „Það þýðir vist ekki annað en; að vera i skóla og mennta sig eitthvað. Annars vona ég að ég klári 9. bekkinn i vor og þá er ég laus úr skyldunni. Um fram- haldsnám er allt óvist en mér dettur helst i hug að fara i iðnnám eða landbúnaðog jafnvél út i tón- listina.” Hef áhuga á öllu mögu- legu — Helstu áhugamál? „Ég hlusta mikið á alls konar tónlist, mest þó á þungarokk, en annars fer það algjörlega eftir þvi hvernig skapi ég er i hverju sinni. Nú svo fikta ég pinulitið á gitar og les sögubækur. Minir uppáhalds- höfundarerut.d. Halldór Laxness (auðvitað), Davið Stefánsson og Jón Thoroddsen. Náttúrlega grip ég einstaka sinnum i Morgan Kane og hef gaman aí. Annars hef ég áhuga á öllu mögulegu t.d. vinum minum, kunningjum og þvi umhverfi sem ég bý i.” Kunna aðstoppa — Hvað með skemmtanalifið? „Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp öðru hvoru og halda sam- bandi við fólk og þar kemur áfengið auðvitað við sögu. Maður er yfirleitt afkastamestur um helgarnar og þá reyni ég stundum að nurla saman peningum fyrir vini. Ég hef fengið afgreiðslu i rikinu en ef það tekst ekki þá kaupa vinir minir fyrir mig. En ég fer alls ekkert á fylleri um Bubbi Reynolds? Hver er nú það? Allir i blaðamennskuna. Ungur og ónefndur piltur leit viö á Helg- arpóstinn i starfskynningu og sauð saman eftirfarandi grein. Hann vill ekki láta nafns sins get- iö,enda beinist gagnrýni hans að toppunum, við tökum þvi dul. - nefnið 666 gott og gilt. Hér er örugglega um mjög við- kvæmt mál að ræða og ýmsum á eftir að hitna I hamsi. En betra er aö fá útrás fyrir gremjuna eða ánægjuna heldur en aö byrgja hana inni og Stuðarinn er þvi sá vettvangur sem tekur á móti öll- um skrifum varöandi þetta mál, með eða móti. En gefum 666 orðið: Hvað er orðið um okkar fyrsta islenska átrúnaðargoð, sem barð-1 ist fyrir þvim.a. að ekki yrði eins fariömeðhann ogaðra poppsöngv ara og hann gerður að kyntákni (sex symboD.Þegar ég segi þettá á ég við ákveðinn mann: Bubba Mortens. 1 fyrstu leist mér mjög vel á hann, bæði sem höfund texta og laga.hann var t.d. á móti þvisem viö köllum Diskó og öllum þeim glamour sem þvi fylgir, hann samdi lika góða texta um kjör farandverkafólks sbr. Færeyjar og Isbjarnarblús, og svo þegar blöðin ætluðu að gera hann að kyntákni gaf hann hreinlega skit I það. Ég hugsa að það hafi verið ein- mitt þetta sem vakti áhuga minn á Bubba. En siðan eru liðnir nokkrir mánuöir og Bubbi er breyttur! Ég minnist t.d. myndar á forsiðu Samúels þar sem Bubbi horfir sveittum kynæsandi aug- um til veikara kynsins, með siga- rettu i munni, þar mætti halda að hann væri Burt Reynolds kominn ljóslif andi! Aftar i blaðinu gaf svo að lita mynd af Bubba þar sem hann stóð i hrörlegu herbergi, ber að ofan 1 með sprautu i hendinni. Spurn- ingin er: Hvað i andskotanum meinar maðurinn með þessum steingeldu uppstillingarmynd- um? Er hann ekki einmitt orðinn það kyntákn sem hann fordæmdi um I árið? Og annað; ég las um daginn viðtal við Egó þar sem hann kem- ur á framfæri texta, sem fjallaði um hræðslu karlmannsins til samfara. Bubbi minn: „hvað hef- ur orðið um allan þann góða boð- j skap sem var i textum þlnum 1 hérna áður?” Ertu orðinn and- laus, eða hvað? Og i sama viðtali segir hann það blákalt að hann sé töff! Ég held að það séu nú ansi skiptar skoðanir á þvi hvort þú sért töff eður ei. Að lokum vil ég bara minna Bubba á nokkur orð i texta hans „HOLLYWOOD”-jafnvel gömlu meistararnir svikja.” hverja helgi,bara þegar ég hef tima og mig langar til. Það kom nú samt fyrir einu sinni á minum „yngri árum” að ég datt i það á virkum dögum en ég er alveg steinhættur þvi. Mér finnst allt i lagi að krakkar eða fólk almennt prufi sigáfram og tékki á hlutun- um til að kynnast þeim en maður verður að vera meðvitaður um hvað maður er að gera og kunna að stoppa.” Sigarettupakki og kók — Hvað segja foreldrarnir? „Þau skipta sér eðlilega af manni eins og við er að búast. En þau eru samt mjög almennileg, stundum húðskamma þau mig og stundum reyna þau að útskýra fyrirmér eða leiðbeina, en maður tekur ekki svo glatt mark á þvi.” — Vasapeningar? „Þau gefa mér alltaf pening sem samsvarar svona ca. einum si'garettupakka og kók á dag. Svo fæ ég í bi'ö þegar ég vil og pening fyrir fötum. Krakkar virðast hafa mikinn pening milli handanna hvort sem þau vinna fyrir þeim sjálf éða foreldrarnir halda þeim uppi. Enda þurfa þau lika að kaupa eins og þeir fullorðnu. Eini sénsinn að hitta aðra — Halló-,og hvað er til úrbóta? ,,A Halló eru bara kátir krakk- ar að skemmta sér og það er alls ekkert skrýtið að þau safnist þar saman því það er eini sénsinn til að hitta annað fólk og kasta á það kveðju. Auðvitað eru margir blindfullir en sjaldan á laugar- dagskvöldum því þá er vinið búið. Sjálfur fer ég oft niður á plan, drukkinn eða ódrukkinn, en ég er svo að segja hættur að fara niður á Hlemm sem er aðalsæluhús unglinganna. Frekar drekk ég heima og fer siðan i partý. t»urfa ekki að frjósa á planinu Mér finnst að Reykjavikurborg ætti að sjá að sér og útvega hús- næði, sem er miðsvæðis upp á strætóferðir að gera, og þannstað ættu unglingar alveg að sjá um einir, t.d. dagskrá, verslunar- rekstur og þrif. Þangað inn mættu fullir krakkar koma þvi ef þeim væri hent út þá myndi Halló- ástandið bara skapast aftur. Þó þetta fyrirtæki gæti auðveldlega misheppnast þá er þetta skásti kosturinn, að minu mati, þvi krakkamir hafa þá allavega þak yfir höfuðið og þurfa ekki að frjósa á planinu. Hefur fullorðna fólkið ekki nóg af stöðum til að djúsa i og hitta kunningja sina? Við erum Uka fólk.” Vildi ekki hella vininu minu niður — Löggan? „Hún er ofsalega misjöfn, sum- ar löggur eru frábærar en aðrar hreinir fasistar. Yfirleitt fela krakkarnir viniö sitt þegar lögg- an er i kallfæri, en stundum er hún ekki með neina óþarfa af- skiptasemi. Það er annars lág- markskrafa að unglingar fái að vita út af hverju þieim er dembt i Svörtu Maríu, löggan virðist ekki vera þeim hæfileika gædd að kunna að gefa skýringar! Ég hef t.d. verið barinn i lyftu af löggu þviég vildiekki hella vininu minu niður en ég hef lika talað við stimamýkri löggu sem var hreint út sagt frábær, skilningsrikari en gengur og gerist, ég hefði meira að segja viljað kjafta við hana alla nóttina. Það er annars drep- fyndið með þessar borgaralegu Föstudagur 26, mars 1982 hplrjarpÓsturinn Guölaugur B. Guðmundsson Viðtal við Guðlaug B. Guðmundsson klæddu leynilöggur sem eru að vappa i kringum okkur á Halló- þeir halda að þeir falli i kramið en gera það auðvitað ekki þvi þeir þekkjast alltaf úr.” Illa farin af dópi — Eiturlyf? „Það er mikið um þau og alltaf að aukast, alla vega hjá stórum hópi. Hassið er algengast og svo allskonar pilluát og ég veit um nokkra sem nota mogadon, am- phetamin, morfin og heróin. Englaryk sést ekki. Margir krakkar eiga ekki langt i það að vera alkar og eru mjög illa farnir af dópi. Mér finnst algjör viðbjóð- ur að sjá smágerpi éta t.d. 1 - 2 box af magnyl eða sjóveikistöfl- ur, en þau gera það ef þau fá ekki pening fyrir vini plús það að engin lykt fylgir. Persónulega finnst mér allt I lagi að drekka, i hófi auðvitað, og ég held að hassið sé ekkert hættulegt en mér mundi Slangurstían Hér er kominn einn pistill i viðbót frá oröabókarmönn- unum okkar, gjörið svo vel: Núna ætlum við að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur hjá lesendum Stuðar- ans. Skrifiö okkur um þau orð sem þið notið eöa hafið heyrt um vin og vintegundir, um að drekka, um að vera undir áhrifum og svo framvegis. Ekki er að efa aö þið þekkið mörg skrautleg málblóm um þessa iðju. Til dæmis: Ýmsar styttingar eins og brennsi fyrir brennivin og rússi fyrir rússneskt vodka,- djúsa, rússa, lyfta glasi, skita á tappa um athöfnina sjálfa, aö vera á skallanum, herðablöðunum og öðrum likamshlutum yfir að vera á þvi. Og verið þiö nú dugleg að skrifa, utanáskriftin er: Slangurorðabókin c/o Stuöar- inn, c/o Helgarpósturinn Siöumúla 11 105 Reykjavik. aldrei detta i hug að gleypa pillur eða annað sterkara.” Eitthvað svo f jarlægt — Aróður? „Ég les yfirleitt allt það sem ég kemst yfir, annars hefur þessi áróður aðallega beinst að áfengi og sigarettum. Ég fell i trans þeg- ar aþcóhólisti segir frá lifi sinu og reynslu en þegar fyrirlestrinum er lokið og hurðin skellist að baki honum þá gleymist allt. Þetta er eitthvað svo fjarlægt manni enn semkomið er, samt tekur maður mark á þessu en breytnin er ekki eftir því. Ég held að meiri áróður og auglýsingaherferð verði til þess að maður fer i sjálfsvörn og verður ekki eins móttækilegur.” Enginn smánarblettur — Hvernig verður þú eftir nokkur ár? „Ég er nú alltaf svo upplits- djarfur á sjálfan mig að ég mundi hvorki fatta né viðurkenna það ef ég yrði tæpur. Ég hugsa frekar um annað fólk t.d. — Vá, hvernig verða þeir — einhvernveginn kem ég sjálfum mér ekki inn i mynd- ina. En hvort ég verð sukkari i framtlðinni er erfitt að segja til um, allavega held ég að ég verði enginn smánarblettur á þjóðinni. Það sem þarf að koma til, til að hætta,er að maður verður að hafa nóg að gera og fila sitt hlutskipti; ég er viss um að smá-ábyrgð gæti hjálpað til t.d. það að eignast krakka og þurfa að hugsa aðeins meira en bara um sjálfan sig. Siðdegisflipp! Ég vil nú samt halda þvi fram að sukk á þessum árum sé að vissu leyti hægt að réttlæta þvi við erum að læra af reynslunni og mistökunum og skiljum þetta þvi miklu betur ef við litum til baka. Ég vona að ég komi t.d. ekki til með að taka siðdegisflipp á Sögu eða i Glæsibæ!” — Heilræði? „Já helst: „Hugsaðu aldrei um framtiðina — hún kemur nógu fljótt”. 666.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.