Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 19
'19 Leiklist______________ eftir Gunnlaug Astgeirsson efni blaösins samankomiö: texti, fyrirsagnir, myndir, allt. Tölvan sendir siöurnar i plötu- gerö (filmuvinnslan er úr sög- unni) sem sföan fer eftir sjálf- virku færibandi á sinn staö i prentvélinni. Pappírsrúllurnar og prentsvertan koma úr öörum áttum (vélin notar 1.500 tonn af pappír á dag) og prentunin get- ur hafist. Prentvélin skiiar blöö- unum inn i pökkunarvél sem tel- ur blööin, pakkar þeim inn i plast og merkir hvern pakka og sendir hann inn á færiband sem kemur honum i réttan bíl. Einu mennirnir sem koma nálægt þessu ferli eru örfáir eftirlitsmenn i hvitum sloppum sem sitja i stjórnherbergi og fylgast meö hverjum þætti framleiöslunnar á 85 sjónvarps- skermum. En þótt Japanir séu framar- lega á tæknibrautinni hafa þeir enn ekki leyst eitt vandamál. Þeir búa enn viö táknletriö. Og þar sem táknin eru talin i hundruöum þúsunda hefur þeim ekki tekist aö hanna ritvél sem ræöur viö allan þennan fjölda. Japanskir blaöamenn veröa aö handskrifa allan sinn texta — rétt eins og Tima-Tóti — og af- henda hann setjurum sem pikka hann inn á tölvuna sem áöur var nefnd en hún ræöur yfir 320 þús- und leturtáknum. Þess er ekki aö vænta aö is- lensk blöð taki upp svona full- kominn tækjabúnaö enn um sinn, til þess er upplag þeirra of litið. En visir aö þessu er þó kominn i gagniö, afmælisrit Samvinnunnar var t.d. fyrsta blaöiö hér á landi sem gefiö var út án þess aö umbrotsmenn kæmu viösögu. eftir fjögurra alda f/akk Alþýöuleikhúsiö: Don Kikóti eöa Sitthvaö má Sanki þola. Höfundur: James Saunders, byggt á skáldverki Cervantes. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir. Leikmynd og búningar: Messi- ana Tómasdóttir. Lýsing: David Walters. Tónlist: Eggert Þorleifsson. Þýöing: Karl Guömundsson. Leikendur: Arnar Jónsson, Borgar Garöarsson, Bjarni Ing- varsson, Eggert Þorleifsson, Guömundur Óiafsson, Helga Jónsdóttir, Sif Ragnhildar- dóttir. Það veröur ekki annað sagt en aö hingaökoma riddarans sjón- umhrygga, Don Kikóta, sé óvenju glæsileg, loks þegar ís- land verður á vegi hans eftir fjögurra alda flæking um ver- öldina. Almenna bókafélagiö gefur út fyrsta hluta sögu hans i frábærri þýöingu Guöbergs, sjónvarpiö sýnir ágætan spánskan teiknimyndaflokk um hetjuna og loks birtist hann okkur holdi klæddur i Alþýðu- leikhúsinu meö friöu föruneyti. Þar er aö sjálfsögöu fremstur i flokki sá góöi, einfaldi og ei- liföartrúi þjónn, Sankó Pansa. áleitin hvaö þessi vandaöa sýn- ing heföi getaö komiö mun betur út við fullkomnari aöstæöur. Þórhildur Þorleifsdóttir stjórnar þessu verki meö haröri hendi. Meö haröri hendi segi ég vegna þess aö heildarsvipur sýningarinnar er mjög persónu- legur og hefur á sér ferskan „Þórhildskan” blæ. Leikmátinn er nokkuö stilfæröur og ýktur og er þar á gott jafnvægi milli ein- stakra leikara. Buröarás verksins eru þeir félagar Don Kikóti og Sankó Pansa. Verkiö hlýtur aö standa og falla meö þvi aö þeirra hlut- verkum sé vel til skila haldið. Þaö eru þeir Arnar Jónsson og Borgar Garöarsson sem fara meö þessi hlutverk. Þaö er kannski ljótt aö segja þaö, en þaö er engu iikara en að þeir séu fæddir i hlutverkin. Gervi Arnars er mjög gott, ég erekki frá þvi aö útlitiö eigi ein- hverjar rætur i teiknimyndinni sem sjónvarpiö er aö sýna. Arnarkemur mjög vel til skila fjarrænum utanviösighætti riddarans sem ekki lifir nema að takmörkuöu leyti i þessum heimi, þar sem hann ætlar þó aö Saga frá Japan Fjölmidlun •ftir Þrotl Haraldsaon blaöinu, Vikunni og Urvali i bakhúsinu. Þjóöviljinn og Timinn hafa gert ráöstafanir til aö koma sér upp eigin setningu, umbroti og plötugerö en ekki er enn ráöiö hvar vinnsla Alþýðu- blaösins og HP veröur sett niö- ur. Væntanlega veröur þaö þó leyst i samvinnu viö annaö hvort Timann eöa Þjóöviljann. Aö sjálfsögöu ætla blööin aö fylgjast meö tækniþróuninni og nýju tækin veröa mun fullkomn- ari en tækjakostur Blaöaprents, enda á megniö af honum hvergi heima nema á haugunum. Þá hafa lika heyrst raddir um að Morgunblaöiö sé að festa kaup á nýrri og mjög fullkominni prentvél. Þaö er margslitin tugga aö tækniþróun hefur fleygt mjög Eins og á fleiri sviöum eru Japanir framarlega I prent- tækni. Þar I landi er gefiö út stórblaöið Asahi Shimbun og er upplag þess hvorki meira né minna en tæpar 12 milljónir ein- taka á dag, aö visu skipt á milli morgun- og siödegisútgáfu. Vinnsla þessa blaös mun vera dæmi um þaö nýjasta i prent- tækni, a.m.k. þaö sem komiö er I almenna notkun. Þar sitja saman viö skerm út- litsteiknari og tölvutæknir og ákvaröa útlit blaösins. Þegar hver siöa er tilbúin ýta þeir á takka og eftir þaö kemur mannshöndin ekki viö sögu fyrr en blaöberinn hjólar af staö út i hverfið sitt. Inni á þessari tölvu sem út- litsteiknarinn situr við er allt Tvennir fjáröflunartónleikará næstunni alkominn til /s/ands Dario Fo í Iðnó: „HASSIÐ „Hassiö hennar mömmu” heitir farsi eöa ærslaleikur eftir Dario Fo, sem Leikfélag Reykja- víkur frumsýnir fjóröa april n.k. Þetta leikverk Dario Fo hefur viöa sést á fjölum Evrópu, enda tekur hinn frægi, itaiski ieikhús- maöur þar sinum sérstæöu tökum á lifandi samtiöarmáli: Hassneyslu yngri kynslóöar- innar. „Hassið hennar mömmu” fjallar kannski öllu fremur um hass-reykingar eldri kynslóöar- innar, þvi Dario Fo snýr „þjóö- félagsvandamálinu” upp i sprenghlægilegt grin og þeir sem hafa hraustan maga og loft I lungum og hafa þar að auki gaman af aöhlæja sig máttlausa i leikhúsi fá hér eitthvaö við sitt hæfi. Stefán Baldursson þýddi leik- inn, en Jón Sigurbjörnsson leik- stýrir. 1 hlutverkunum eru ýmsir leikarar sem liklegir eru til aö Veri þeir hjartanlega vel- komnir. Leikgerö James Saunders er aöaliega byggö á fyrsta hluta sögunnar og fylgir i raun furðu grannt eftir atburöarásinni, þó auövitaö sé fært saman og stytt. , En þrátt fyrir trúnaö viö söguna ergreinilegtað Saunders leggur i túlkun sinni áherslu á að draga fram riddarann sem fær þá brjálæöislegu hugmynd aö berj- ast gegn óréttlæti heimsins meö hugsjónina eina að vopni. Hug- sjón sem á fremur bágt i harð- praktiskum heimi. Skirskotun þessa efnisþáttar i verkinu til nútimans er ákaflega skýr og ekki er dregiö úr henni I sviö- setningunni. Þaö sem maöur rekur einna fyrst augun i við að horfa á þessa sýningu er hvað ytri aö- stæöur i' Hafnarbió setja leik- urum og leikstjóra þröngar skoröur. Sviösbúnaður og tæknibúnaöur er með allra frumstæðasta móti. En um leiö vekur athygli og aödáun hversu vel höfundur sviðsmyndar hefur leyst sitt verk af hendi. Sviðiö er notaö til hins itrasta á einfaldan en hugmyndarikan hátt og búin til framlenging á sviöinu fram i miöjan sal. Búningsgervin eru einnig mjög skemmtileg og vinna mjögvel með leikurunum viö aö skapa eftirminnilegar persónur. En sú hugsun verður berjast viö óréttlætiö. Og á sama hátt er Sankó bundinn eins fastviö jöröina og hægteraövera. Hans hugsun er bundir. viö hlutina sem hann hefur f kringum sig og þó einkanlega viö magann. Samt sem áöur er hann tryggöin upp- máluð og húsbónda sinum hollur þar til yfir lýkur. Borgar Garöarsson hefur dvaliö með Finnum undanfarin ár og er þetta fyrsta stóra hlutverkiö sem hann fer meö hér á sviöi um langt skeiö. Greinilegt er aö dvölin meö finnskum hefur ekki spillt Borgari, heldur eflt hann og styrkt enda eru mjög for- vitnilegir hlutir aö gerast i finnskum leikhúsum um þessar mundir. Fyrir utan mjög sterk og kómisk tök á Sankó var næsta ótrúlegt aö horfa á sumt af þvi sem Borgar geröi á sviö- inu. Ég vissi til dæmis ekki fyrr aö hann gæti flogiö. Fimm leikarar fara með önnur hlutverk i leiknum, en þau eru samtals 21. Skila þau öll sinu meö mestu ágætum og fara stundum meö undraverðum hraöa á milli hlutverka. Hver persóna er dregin skýrum en einföldum li'num. Sýning Alþýöuleikhússins á Don Kikóta er fersk og nýstár- leg, hröö og meinfyndin án þess aö alvörunni aö baki sé gleymt. G.Ast Nú styttist óöum i andlát Blaöaprents. Á næstu mánuöum veröa allar deildir þessarar sögufrægu prentsmiöju lagöar niöur, aö undanskilinni press- unni, þ.e. sjálfri prentvélinni. Er þar meö liöinn tiu ára kapi- tuli islenskrar prentsögu og áreiöanlega ekki sá ómerkasti. 1 staö þess aö hagnýta sér Blaöaprent ætla dagblööin f jög- ur og Helgarpósturinn aö leysa sinn prentvanda hvert fyrir sig. Visir er þegar hlaupinn fyrir horn og kominn upp i hjá Dag- fram I prentiönaöi. Nýja tæknin er bæöi mun fullkomnari og einfaldari i notkun en sú gamla enda væri hiö gagnstæöa vart kallaö framþróun með réttu. En nýju tækin eru lika mun sjálf- virkari og sparari á mannskap. Þeim störfum sem áöur gegndu fagmannshendur en er nú búiö aö vélvæöa fjölgar óöum og hef- ur þetta viöa leitt til harö- vítugra átaka milli prentara, blaðamanna og útgefenda. Fræg blöö hafa riöaö til falls og jafnvel hætt útkomu. HENNAR MÖMMU" Strenqiasveit Tónlistarskólans i alþjóðlega keppni til Jugos aviu. Þetta er Strengjasveit Tón- listarskólans f Reykjavik, sem á næstunni mun standa fyrir tvennum tónleikum i þvi skyni aö afia fjár til þátttöku sveitar- innar I alþjóölegri keppni ungra strengjaleikara, sem fram fer i Júgóslaviu næsta haust. Fyrri tónleikar sveitarinnar veröa á Kjarvalsstöðum nk. miðvikudag kl. 20.30 og verða þar flutt kammerverk, en siðari tónleikarnir verða i Bústaða- kirkju mánudagskvöldið 5. april á sama tíma. Stjórnandi sveitarinnar er Mark Reedman en hann ásamt Guðnýju Guð- mundsdóttur veröa flytjendur meö krökkunum á fyrri tónleik- unum. Allir þeir sem sækja þessa tónleika og kaupa sig inn fyrir kr. 100 eru þar meö orönir styrktarvinir strengjasveitar- geta kallaö fram að minnsta kosti brosvipru á verstu fýlupokum. Kjartan Ragnarsson veröur þarna á sinum staö, eins og meö- fyl&jandi mynd sýnir, en auk hans koma fram þau Margrét Ölafsdóttir, sem leikur mömm- una sem á hassið, og Gisli Halldórsson sem er afinn og reyndar er hlutverk afans aöal- hlutverkiö — dæmigert farsahlut- verk a la Fo. Auk þeirra birtast 1 hlutverkum þau Guðmundur Pálsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Emil Gunnar Guömunds- son og Aðalsteinn Bergdal,— GG Frá æfingu á „Hassið hennar mömmu” —Ragnheiður Steindórsdóttir, Emil Gunnar Guðmundsson, Aðalsteinn Bergdal og Kjartan Ragnars- son f hlutverkum sinum. „Þaö er kannski Ijótt að segja það, en þaö er engu likara en Arnar og Borgar séu fæddir i hlutverkin, segir Gunnlaugur Astgeirsson m.a. I umsögn sinni um Don Kikóta. Riddarinn sjónumhryggi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.