Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 17
belgarpásturinn Föstudagur 26. mars 1982 landoírœðin ehhi daqleqa tii umrœou” hátiöina hittumst viö svo allir einn eftir- miödag og rifjuöum upp liöna tiö og þaö var gaman. Guöni á meöal annars upptökur meö okkur úr útvarpssal meö viötölum og öllu, tvær upptökur frá þvi viö vorum 14 og 16 ára. Þær voru einn allsherjar brandari fyrir okkur núna. En ég held aö Tempó hafi veriö svona þokkalega vel samstillt hljómsveit, og meira virtist ekki þurfa. Þaö þurfti ekki svo mikla tækni til aö spila þessa tónlist. Ég spilaði á hljómborö og fikta aöeins viö þaö ennþá. Og harmonikkuna. Hljóöfærin eru mitt dóp þegar ég er stressaöur”. Eftir Tempó kom menntaskólinn og eftir menntaskólinn kom Háskólinn. „Ég fór i náttúrufræöideild ME og ætli þaö hafi ekki ráöið miklu um aö ég valdi landafræöina. En öfugt við marga þá leidd- ist mér i' MR.Mér hefur alltaf fundist hann hin mesta drusla, hálfgeröur gamli-Ford sem ekki fylgdist meö timanum. Mér leiö mun betur i Háskólanum. En sá skóli sem mér þykir vænst um er Langholtsskóli, barnaskólinn minn. Mér hefur aldrei á ®vinni liöiöbetur en þegar ég var i honum”. Popparar — pönqulhausar En hvernig er þaö svo fyrir mann aö koma úr löngu námi og starfi sem þvi teng- ist og detta inn I heim popparanna, sem oft eru taldir heldur dum i hovedet? ,,Það er meö poppara eins og fólk i öörum starfsstéttum að þeir eru upp og niður. Inn- anum eru miklir hæfileikamenn og aörir eru ekkieins miklir hæfileikamenn. Annars finnst mér alltaf leitt þegar ákveðin stétt eöa þjóðfélagshópur fær á sig svona stimpil; þaö stafar af fáfræöi. Og þvi hve ólik viö erum. Þaö halda margir aö poppbransinn sé uppfullur af þöngulhaus- um sem velta sér uppúr ómerkilegum og hégómlegum hlutum. Auövitað er þetta ekki svona. Og ég hef á tilfinningunni aö smám saman sé þessi stimpill aö fara af, bæöi vegna þess aö nú er kynslóö poppar- anna farin að nálgast stjórnvölinn i landinu og vegna þess aö hugtakið popp er orðið svo viöfeömt”. Þorgeir sver og sárt viö leggur að hann sé feiminn aö eölisfari. Þvi er erfitt aö trúa. En hann segir aö sér liöi langbest i út- varpinu af þvi sem hann fæst viö, einmitt vegna þess aö þar er hann ósýnilegur. En hvaö er hann þá aö pæla? Af hverju er hann i þessari vinnu? ,,Ég hef oft velt þessu fyrir mér. Og oft hef ég bölvaö þvi i sand og ösku aö vera ekki i einhverju sem enginn veit hvaö er. En sér grefur gröf. Þetta fór svona. Náttúrlega er egó i okkur öllum: ein- hver sýniþörf. Ég er lika á þvi aö þetta séu leifar frá unglingsárunum. Allir unglingar eiga sér drauma um að veröa hetjur, aö leggja heiminn að fótum sér. Þaö var eitt- hvaö svona sem dró mann i hljómsveit á sínum tima og dregur sjálfsagt krakka enn. Þetta kitlaf unglinginn. Kannski er ég enn á unglingsskeiöinu hvaö þetta varöar. En svo er ég auðvitaö i þessu til aö lifa af þvi. Og talsveröur hluti þess sem ég geri eru störf sem ég gjarna vildi sleppa en ég hef ekki efni á þvi. Eins og ég sagöi finnst mér mest til útvarpsvinnunnar koma af þvi sem ég geri. Ekki bara vegna þess að þar er ég andlitslaus heldur lika vegna þess að þar er ég i rauninni aö búa til hluti — að skapa andrúmsloft, hugarheim eða stemmningu. Þaö er svoli'tiöheillandi Þarl að undirbúa miq — Finnst þér þú æðislegur á sviði? „Nei, langt I frá. Ég er alls ekki þessi kaldi kall sem ég á aö vera. Ég er oft óánægöur meö þaö sem ég hef verið að 'gera. Ég er lika stundum óhress meö þaö hvernig er litiö á þetta starf mitt. Þaö ganga allir útfrá þvi að ég sé svo sviösvan- ur og klár aö ég geti vippaö mér uppá sviðiö undirbúningslaust og sagt lýðnum sann- leikann rétt sf svona. En ég þarf að undir- búa mig”. — Ertu þú sjálfur á sviðinu, eöa ertu aö leika? „Ég held nú aö allir sem eru i þessu eigi sér slæöu sem þeir setja á sig i sviösljósinu. Á sviöinu ertu aö reyna aö sýnast sá maður sem þú kannski vilt aö aörir haldi aö þú sért. Ég sver þaö ekkert af mér. Ég þekki marga sem verið hafa i svipuöum sporum og ég og þeir breytast allir svona aöeins. Þeir eru I raun ekki ólik- ir sjálfum sér, reyndar nauöalikir, en samt, þeir reyna alltaf aö sýnast aöeins meiri menn en þeir eru. Og hver reynir þaö ekki, ef úti þaö er fariö”. Þorgeir hefur fyrir mottó aö taka ekki vinnuna meö sér heim. Meöal annars þess vegna setur hann sjaldan plötu á fóninn heima og þá sjaldan aö hann gerir það vel- ur hann eitthvaö allt annaö en það sem hann spilar I útvarpinu. Til dæmis karla- kórslög. Þorgeir var i Fóstbræörum I 9 vet- ur. „En besta tónlistin þegar ég kem heim er samt grafarþögn og góöur drykkur”. • RðKKus brððir — Er ekki auðvelt aö veröa bytta i þinu starfi? „Jú. Þaö er þolraun hin mesta aö stand- ast Bakkus. Og vissara aö hrósa aldrei sigri yfir honum. Vinnustaöurinn er náttúrlega freistingin uppmáluö. Svo er þaö eins og ég var aö segja áöan aö þú ert aldrei alveg ein- lægur þegar þú kemur fram, ert aldrei al- veg þú sjálfur, plús þaö aö þú ert þekktur. Þetta spennir þig allt svolitiö upp. Og þvi er ekki aö nei ta aö þá getur drykkur haft þau áhrif aö þér finnst þú vera sá kaldasti I heimi og að ekkert standi i vegi fyrir þér. Það kemur svo auövitaö allt annað i ljós daginn eftir. Þar aö auki ertu svo oft aö deila stundum með fólki sem beöið hefur skipbrot I lifinu. Vinnustaöurinn minn er athvarf fólks sem er aö drekkja sorgunum. Þetta er svolitiö magnaöur leikur. Þegar á heildina er litiö finnst mér ég hafa gert rétt I aö fara úti þetta. Þessi þrjú ár hafa fært mér tækifæri til aö skyggnast inn i lif margra og þau tækifæri hefði ég aldrei haft ef ég heföi verið áfram hjá borgarskipulaginu. Mannlifið er miklu hrjúfara og dramatískara en ég haföi imyndað mér. Ég hitti mikið af fólki sem á bágt i raun og veru. Hann er góöur skóli, skemmtanaheimurinn”. Aður en ég sný mér aö ööru aftur (þó ég sé reyndar sannfæröur um aö ég losni aldrei alveg úr þessu) er ég hinsvegar að spá i aö gera hljómplötu. Ég á nokkur lög i fórum minum sem mig langar aö koma á framfæri á einn eöa annan hátt og einmitt núna stendur mér til boöa verkefni á þvi sviði sem ég vil helst ekki sleppa. Þaö þýöir þaö liklega að ég dreg mig úr Skonrokkinu um tima og eflaust útvarpinu lika. En það er lika allt i lagi. Þjóöin þarf hvild -eins og ég.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.