Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 26.03.1982, Blaðsíða 16
16 Föstudagur 26. mars 1982 Jie/garpósfurinn „í þessu starfi eru tvö jobb fúlari en and- skotinn”. Þorgeir ýtir frá sér ýsunni og skolar munninn meö vatni. „Þaö er aö leika jóiasvein og aö kynna bingó”. — Bingó? Hvaö er aö þvi? „Sjálfsagt er gaman aö spila bingó. En fyrir kynninn er þetta afskaplega einhæf framkvæmd. Töluupplestur. Sjáöu til. Bingó stendur frá átta aö kvöldi til miö- nættis eöa um þaö bil. Þú ert á sviöinu allan timann. Þaö er geysileg spenna i salnum, sérstaklega þegar liöa tekur á. öll fram- kvæmd veröur þvi aö vera afskaplega hnit- miöuö. Mistök þykja ekki fyndin. Ef ég mismæii mig á tölu á viökvæmu augnabliki á ég allt eins von á þvi aö fá gias i hausinn”. Aö kynna bingó og aö leika jólasvein eru aöeins tvö störf af mörgum sem Þorgeir Astvaidsson innir af hendi. Hann hefur á undanförnum árum smám saman oröiö einskonar miöpunktur I islenska skemmtanaheiminum — maöurinn sem alltaf er einhversstaöar nálægur þegar fleiri en tveir menn hittast til aö gera sér giaöan dag, hvort sem hann er kynnir á skemmtuninni, f sjónvarpinu heima i stofu, eöa i útvarpinu, aö flytja grin á baili eöa syngja vinsæi iög. Hann á i rauninni engan vinnufélaga. Hann er eini maöurinn i sinni stétt. Sjálfur veit hann ekki hvaö hann á aö kaila sig. Segist reyndar hafa heyrt ágætt orö yfir free-lancemennsku um daginn en er búinn aö gieyma þvf aftur. Allt um það, þá hefur maöurinn nóg aö gera. Þegar Helgar- pósturinn hitti hann aö máli var hann um miðjan dag aö ræöa viö Magnús óiafsson útá gangstétt viö Sföumúlann. Þeir höföu veriö aö skemmta saman kvöldiö áöur. Þorgeir var ekki farinn aö boröa neitt þann daginn svo þaö varö úr aö viö renndum niður á Ask viö Suöurlandsbraut, þar sem hann fékk sér ýsu en viö Jim fylgdumst meö honum boröa. Þaö vottast hér meö aö Þorgeir fer ágætlega meö hnif og gaffal. Þegar hann haföi þurrkaö sér um munninn og kveikt sér f sfgarettu báöum viö hann svona til aö byrja meö aö lýsa dæmigeröri vinnuviku. Mánudagur. „Morgninum eytt niöri: i út- varpi, f undirbúning fyrir þriðjudagssyrpu, skýrslugerð og sitthvað i þvi sambandi. Eg geri lika talsvert af þvi að lesa inná aug- lýsingar og mánudagseftirmiðdagar fara gjarna I það. Nú og oft nota ég þá lika til að stússa aðeins fyrir sjálfan mig”. Þriöjudagur. „Bein útsending I útvarpinu eftir hádegið, ogmorgunninr fer allur I undirbúning. Eftir að ég er búinn i út- varpinu fer ég á fund þar sem lögð eru drög að tltsýnarkvöldi á Broadway þar sem ég á að kynna”. Miövikudagur. „Ég fer á fund uppi sjón- varpi vegna FlH-þáttanna og siðan á annan fund vegna Skonrokks. Seinna um daginn fer ég svo á fund vegna kynningar á fatnaði. Um kvöldið er stjórnun á bingói”. Fimmtudagur. „Um morguninn fer ég niður i sjónvarp og skoða filmur fyrir Skon- rokk,timaset þær og fer yfir hugsanlega uppröðun. Eftir hádegið redda ég vixli. Siðdegis fer ég svo i upptöku á innskotum I Laugardagssyrpu niðri I útvarpi. Um kvöldiö er annaö bingó. Föstudagur. „Fundur með Dagblaðs- mönnum i sambandi við Stjörnumessu, en ég hef tekiö að mér að sjá um ýmislegt I sambandi við hana. Föstudagseftirmiðdag- inn nota ég i að ræða við Helgarpóstinn. Um kvöldið förum við Maggi óla suður með sjó að skemmta”. Laugardagur. „Bein útsending I út- varpinuogmorgunninn ter alluri undirbún- ing. Klukkan sjö: Enska knattspyrnan. Þá fer siminn úr sambandi og sjónvarpið stillt á hæsta. Laugardagskvöldið fer i að skemmta með Magnúsi á æskulýös- skemmtun I Þróttheimum”. Sunnudagur. „Um daginn spila ég plötur fyrir vangefna, á skemmtun þeirra. Þetta hef ég gert um nokkurra ára skeið og finnst ákaflega gaman. Þeir eru hreinskilnustu og skemmtilegustu áheyrendur sem maður kemst I færi við,einlægir og heiðarlegir. A sunnudagskvöldiö er það svo grisaveisla á vegum Crtsýnar á Broadway”. Áræðinn slrákur „Þetta er nú kannski óvenulega stif vika”, segir Þorgeir. „En eitt það besta við þessa vinnu er aö ég get nokkuð ráðiö þvi hvað ég vinn mikið. Mér finnst gott að vinna eins og þræll I nokkrar vikur i einu, kannski svona þrjár vikur, en get siðan skipulagt margra daga rólegheit. Þá daga tek ég i að verðlauna mig fyrir að vera áræðinn og duglegur strákur hina dagana og til að vera með krökkunum minum”. Þaö voru einmitt krakkarnir hans Þor- geirs sem réðu þvi að hann fór að stunda þá vinnu sem hann stundar núna. Krakkinn, réttara sagt, hann var bara einn þá. „Um þessar mundir eru akkúrat þrjú ár siðan ég hætti á skrifstofu og fór heim að passa barn. Siðan byrjaði ég, eins og aðrir tslendingár, að reyna að. ná mér I auka- vinnu. Hún hefur siöan hlaðiöutan á sig. Nú eru Ihlaupin orðin að aöalatvinnunni. Þetta byrjaði semsagt á þvi aö ég var að reyna að eignast þak yfir höfuðið. Og þá víðtai: Guðjön Arngrímsson mund: Jim Smari Dorgeir Asivaidsson í HeigarpóslsviOlali þýöir ekki að sitja heima. Þá er um aö gera að leita sér að aukavinnu. Ég hafði sem unglingur verið i hljómsveitarbransanum og átti vini og kunningja á kafi i þessu. Ég leitaði þvi til þeirra þegar launaumslag fjölskyldunnar fór að verða full létt. Fyrst vann ég aöeins I Tónabæ fyrir æskulýðsráö, þaðan fór ég I útvarpið — svo kom sjón- varpiö. Skonrokksþættirnir áttu nú reyndar bara að verða fjórir i upphafi en nú eru þeir orðnir fleiri en 60. Þetta er skemmtilegt starf. Það sista við það er liklega hinn eilifi þeytingur. Það er að þurfa stöðugt að vera að setja sig inni eitthvað nýtt. Að takast á við eitthvað allt annað en i gær. — En felst ekki einmitt sjarminn i þvi? „Jú, þetta er sjarmerandi að minnsta kosti I upphafi. En svo getur sjarminn orðið að plágu. Það er nú einu sinni svo að þegar til lengdar lætur þurfa flestir að hafa fastan punkt i tilverunni. Það hlýtur til dæmis að vera ömurlegt að eiga hvergi heima. Þetta er svolitiö skylt þvi. Þess vegna lit ég aö- eins á þetta sem timabundiö starf. Ég ætla ekki að vera lengur I þessu en nokkur ár, þennan hluta ævinnar sem ég er móttæki- legur fyrir svona hasar. Hennslubók í umburðarlyndi Ég var búinn að sitja I skóla I 17 ár sam- fleytt og sfðan fór ég beint I að vinna við það sem ég hafði verið aö læra. Einhvernveginn fannst mér að ég hefði þörf fyrir að kynnast öðru. Þessi farvegur var alltof fast mótaður. Og ég held, að ég hafi haft rétt fyrir mér. Stærsti kosturinn við þetta starf er sá aö ég hef kynnst óskaplega mörgum i þessu. Og ég hef kynnst þvi hvernig þetta fólk hagar sér og hugsar. Það hefur sýnt mér hve þröngsýnn maður er I rauninni. Það er svo auðvelt að standa utan við hlutina og for- dæma það sem þú þekkir ekki. Þetta starf hefur gefið mér tækifæri til að kynnast svo ótalmörgum viðhorfum, og það hefur leitt f ljós ihaldssemina I manni.Þetta er ágætis kennslubók I að ala upp I manni umburðar- lyndi”. Þorgeir er einn örfárra poppara (það er óhætt aö kalla hann það, hann söng tvö af vinsælustu lögum siðasta árs) sem hefur langskólanám aö baki. Hann er landa- fræðingur, og vann þar til fyrir þremur ár- um á þróunarstofnun Reykjavikurborgar, sem nú er borgarskipulagið,við aðalskipu- lag höfuöborgarsvæðisins . „Þetta var ýmisskonar kortavinna og rannsóknir sem lúta að skipulagi”, segir Þorgeir. Hann var spurður hvort menntunin nýttist honum eitthvað í starfinu núna. „Ekki beinlínis. En auðvitað kemur skólaganga manni oft til góða, til dæmis við að semja kynningar og ýmislegt annað. En I skemmtanabransanum er landafræðin reyndar ekki til umræöu daglega”. Óslýrilálur — Þú getur með réttu kallað þig mennta- mann. Einhvern veginn hefur maöur á til- finningunni að menntamenn liti almennt fremur niður á poppara. Finnst þér þú njóta virðingar i þessu starfi? ,,Ég hugsa nú sem betur fer litið um það. Þetta er eiginlega starf um allt og ekkert. í aðra röndina er það nauðaómerkilegy hina bráðnauðsynlegt. En það er rétt að störf sem tengjast skemmtanaheiminum eru yfirleitt ekki talin neinar virðingarstööur. En það snertir mig litið. Hitt er annað að ég ætla ekki að líengjast f þessu og ég passa mig á að slíta ekki alveg tengslin viö mitt svið — landafræðina. Ég glugga I skræöurnar þegar ég má vera að, hef samband við kollega og reyni að sjá til þess að ég fylgist nokkurnveginn með þvi sem er aö gerast á þessu sviði. Ég reikna fyllilega með að fara aftur i þetta”. Þorgeir Astvaldsson er Reykvikingur, ættaður úr Dölunum og kominn af Irskum þrælum. Hann segist hafa verið heldur óstýrilátur og Istöðulaus unglingur. 14 ára gamall stofnaði hann ásamt félög- um sinum bilskúrsbandiö Tempó. A þess- um árum, '64-65, var annarhver strákur I hljómsveit, en Tempó skar sig brátt úr. Hljómsveitin varð griðarlega vinsæl á skömmum tima og hélt þeim vinsældum þar til hún hætti snögglega. Tempóstrákarnir sneru sér að öðru. Guðni Jónsson er nú framkvæmdastjóri stálhúsgagnafyrirtækis, Halldór Kristins- son er smiður, Páll Valgeirsson er fisk- tæknifræðingur og Davlð Jóhannesson er gullsmiður en starfar við þungavinnuvélar á Hvolsvelli. Þorgeir er það sem hann er. Hann var spuröur hvort svona vinsældir gjörspilltu ekki viðkvæmum 14 ára ungling- um? lempó „Ég held að það hafi verið mesta furða hvernig við sluppum úr þessu. Og það er auðvitað fyrst og fremst þvi að þakka að við áttum góða að. Þaö var alltaf númer eitt, tvö og þrjú að ilengjast ekki I þessu. Skóli skyldi það vera. Við litum aldrei á þetta sem neitt annað en ævintýri. Vendipunkturinn var liklega seinna haustið sem við störfuðum. Þá hafði okkur verið boöið i hljómleikaferð til Sviþjóðar, en viðtókum þá ákvörðun að fara ekki. Það hefði haft það i för með sér að viö urðum að sleppa skóla þann veturinn og þá er llklegt að los hefði komið á okkur og við þá haldið áfram I þessu. En við sátum heima og fór- um I skólann og það gerði útslagið”. — Var Tempó góö hljómsveit? „Nei. Hreint ekki. Við gátum ekkert. En þetta var æðislega gaman. Við hittumst núna til að æfa fyrir FIH hátiðina og þurft- um mikið að hafa fyrir hlutunum, þó ekki værum við að æfa stórbrotin verk. Við ætluöum aldrei að komast yfir þetta. Eftir

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.