Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 16.04.1982, Qupperneq 2

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Qupperneq 2
2 Föstudagur 16. apr'íi 1982 halrjarpnczfi irinn Það er TRÚNAÐARMÁL TÓMASAR — þegar Steingrímur var plataður Breski utanríkisráðherr- ann var tekinn í bólinu ný- lega þegar argentínskir dátar réðust inn á breskt land. Ráðherrann skamm- aðist sín svo mikið fyrir að hafa ekki verið viðbúinn, að hann sagði af sér og taldi Ijóst að sínum póli- tíska ferli væri þar með lokið. Þetta er maður, sem notið hefur virðingar um allan heim. íslenski sjávarútvegs- ráðherrann var líka plat- aður illilega um daginn. Strákar vestan af Tálkna- firði lugu því að honum að þeir hefðu átt tvö skip, sem tekin hef ðu verið úr notkun á fyrra ári, og því ættu þeir rétt á að kaupa nýtt (not- að) skip frá Englandi í staðinn. Þegar í Ijós kom að þeir höfðu í mesta lagi átt helminginn í öðru skip- inu sagði ráðherrann: Æ, hvur skrambinn. Nú hef ég verið plataður. Svo fór hann til Svisslands, og renndi sér á skíðum. „Furðulegar forsendur'' Þetta er I stuttu máli sagan um innflutninginn á skutbátnum Ein- ari Benediktssyni BA-377, sem nú er veriö aö gera lagfæringar á i Hafnarfjarðarhöfn. Er gert ráö fyrir aö skipiö veröi tilbúiö tii veiöa eftir 10—15 daga. Þaö hefur ýmislegt þótt undar- legt og athugavert við innflutn- inginn á Einari Benediktssyni. Raunar svo mjög, aö Pétur Sig- urösson alþingismaður ræddi máliö utan dagskrár á Alþingi og sagöi aö skipiö kæmi til landsins „meö furöulegum forsendum svo ekki sémeira sagt”. Pétur vakti einnig athygli á þvi, aö þótt sjávarútvegsráöherra hafi gefiö yfirlýsingu um aö hann heföi veriö plataöur, ef hann heföi skiliö máliö rétt, þá hafi flokks- bróöir og samráöherra sjávarút- vegsráðherra, Tómas Árnason viöskiptaráðherra, lýst því yfir um leiö aö hann teldi enga ástæðu til aö gera neitt i málinu. baö var raunar Tómas Árnason viðskiptaráöherra, sem ákvað upphaflega aö veitt skyldi leyfi til innflutnings á umræddu skipi, 10 ára gömlum togbát frá Englandi. Samkvæmt venju var leitað eftir umsögn sjávarútvegsráöuneytis- ins og hún fékkst jákvæö. 1 sjávarútvegsráðuneytinu voru menn raunar alls ekki á eitt sáttir um hvort leyfið skyldi veitt en þaö varð þó úr. Meöal eigenda skips- ins eru gamlir félagar og flokks- bræöur viðskipta- og sjávarút- vegsráöherra og hjá fyrirtæki þeirra f Hafnarfiröi á að leggja upp afla skipsins næstu þrjú árin. Þaöan veröur skipiö og gert út enda þótt þaö sé skráö á Tálkna- firöi. bar er einfaldlega ekki þörf fyrir afla Einars Benediktssonar sem stendur. Fálkinn og Sæhrimnir hittast Þessa sögu má rekja allt aftur til áramóta 1980/1981. Þá keypti Kolbeinn nokkur Gunnarsson úr Hafnarfiröi 59 lesta bát i Vest- mannaeyjum og hugöist gera út. Báturinn fékk nafniö Fálkinn BA-309. Kolbein vantaöi skip- stjóra og áhöfn. Um sama leyti var i slipp i Reykjavik 87 lesta bátur frá Tálknafiröi, Sæhrimir 1S-100 eign fyrirtækisins Vélskip h.f. þar á staðnum. útgeröin haföi gengið illa hjá Vélskipi h.f. og þar kom, aö ekki var hægt aö leysa bátinn úr slippnum þvi peningana vant- aöi. Skipstjórinn, Niels Arsæls- son, vantaöi þvi vinnu — en hann og fjölskylda hans voru skráðir eigendur 55% hlutafjár i Vélskipi h.f. Einn daginn tóku þeir tal sam- an, Kolbeinn Gunnarsson og Niels Arsælsson. Niels var þá aðeins tvitugur og nýlega kominn út úr Sjómannaskólanum i Reykjavik, en haföi verið á sjó meira og minna siöan hann var innan viö fermingu og þótti duglegur strák- ur. Talaöist þeim Kolbeini og Nielsi svo til, aö Niels yröi skip- stjóri á Fálkanum, sem Kolbeinn átti ásamt þáverandi eiginkonu sinni og systur. Svo var farið aö róa frá Tálknafiröi og gekk ekk- ert allt of vel. Þar kom, aö stofnaö var hluta- félagið Skip. Var ætlun Kolbeins og fjölskyldu hans aö seija þessu nýja fyrirtæki Fálkann og átti Niels skipstjóri aö eiga 5 prósent I Skipi h.f. og þar meö Fálkanum. En áöur en til þess kom fór Kol- beinn aö hafa sinar efasemdir um að rétt væri aö selja Skipi h.f. bát- inn, enda var fjölskyldan ekki al- sæl meö afla og útgerö, og varö þvi niöurstaöan sú, að Fálka BA-309 var afsalaö yfir á nafn Kolbeins Gunnarssonar eins. Um haustiö nánar tiltekiö 19. septem- ber (81) sökk Fálki út af Látra- bjargi. Mannbjörg varö. „Tel mig einan eiganda bátsins99 I millitiöinni hafði stöðugt verið hert áö Vélskipi h.f. sem átti ekki annað en Sæhrimni i slipp i Reykjavik og drjúgar skuldir. Stjórnarformaður Vélskips, Gunnbjörn ólafsson, hafði af þessu þungar áhyggjur heima á Tálknafirði enda haföi hann veö- sett hús sitt og aörar eigur' fyrir skuldum útgeröarinnar. Þar kom aö Sæhrimnir var dæmdur til úreldingar og veittu úreldingar- sjóöur og aldurslagasjóöur styrki til aö leggja skipinu fyrir fullt og allt. En áöur en kom til greiöslu úr sjóðunum knúöu veöhafar fram uppboö á bátnum. Þar sem Vélskip h.f. var skráður eigandi bátsins og þar með uppboösþol- andi varö úr, aö Gunnbjörn Ólafs- son keypti Sæhrimni á nauöung- aruppboöinu. ,,Ég varö aö kaupa skipiö til aö bjarga minum eign- um”, segir Gunnbjörn nú. Hann bætti við, aö hann hafi sjálfur átt alla peninga, sem I fyrirtækið höfðu veriö lagöir — meirihluta- eigandinn Niels hafi aðeins átt nafniö sitt á hlutafjárloforöum. „Þangaö til hans hlutafé skilar sér tel ég mig hafa veriö einan eiganda bátsins. Auk þess lagði ég fram veö i ibúðarhúsi minu fyrir skuldum útgeröarinnar um- fram þau veö sem voru I skipinu. Niels lagöi ekki fram nein slik veö”. Nú situr Gunnbjörn heima á Tálknafiröi meö vélina og tæki úr Sæhrimni og talsvert af skuldum. Hann segist geta farið flatt á öllu saman og varla fái hann aö kaupa sér annaö skip í stað Sæhrimnis — það hafi Niels gert. Vélin og tækin gætu hinsvegar dugað fyrir skuldum hans — vélin ein er met- in á um 750 þúsund krónur. Níels Arsælsson var ekki á þvi að gefast upp þótt Fálkinn væri sokkinn og Sæhrimnir dæmdur úr leik. Hann fór aö leita að nýju skipi ásamt félaga sinum ólafi Ingimarssyni frá Tálknafiröi — og skip fundu þeir svo I Lowestoft i Englandi, 311 tonna skutbátinn Boston Sea Sprite, 10 ára gamlan. CJtgerð skipsins er umsvifamikil i Englandi og ekki á flæöiskeri stödd, sem sést best af þvi að auð- sótt mál var að lána 67% af veröi skipsins (um hálf sjötta milljón króna eöa 300 þúsund pund) til fimm ára. Tiðir gestir hjá Steingrimi 1 byrjun desember sl. lá I við- skiptaráðuneytinu umsókn þeirra félaga Nielsar og ólafs um aö fá að taka umrætt lán til aö geta keypt og flutt til landsins skipið Einar Benediktsson. Tómas Arnason tók umsókninni vel og þegar leitað var eftir venjulegri umsögn sjávarútvegsráöuneytis- ins höðfu embættismenn Stein- grfms Hermannssonar sumir á tilfinningunni, að hart væri sótt af hálfu viðskiptaráöuneytisins. Regla sjávarútvegsráöuneytis- ins i málum af þessu tagi er mjög einföld og skýr: sé tekiö úr notkun r eftir Omar Valdimarsson myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.