Helgarpósturinn - 16.04.1982, Side 6

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Side 6
6 Föstudagur 16. apríl 1982 helgarpásturinn Eftir Þorgrim Gestsson Hannu Olavi Nyman og Jerzy Goldberg önnum kafnir viö aö gera viö reiöhjól Reykvikinga fyrir pásk- ana. Mynd: Jim Smart Gyðingur og Finni gera við hjólið þitt Pólska, jiddish, hebreska, sænska og finnska töluð á reiðhjólaverkstæði í Reykjavík Undarleg eru örlög manna. Og þaö er venjulegu fólki oft litt skiljanlegt hvernig llf þeirra ræðst af óviðráðanlegum og jafnvel löngu liðnum atburðum. Það er til dæmis erfitt að sjá samhengi milli brottrekstrar Gyðinga úr landi sinu fyrir nærri 6000 árum annarsvegar og hins- vegar einstæðrar móður i Finnlandi sem kynntist islenskum manni fyrir um tuttugu árum, og tveggja ungra manna sem stunda reiðhjólaviðgerðir I Reykjavik. Hið fyrra er kannski dálitið langsótt. Engu aðsiður er Jerzy Goldberg Gyðingur i húð og hár, fæddur og uppalinn i Póllandi. Þaðan flúði hann ásamt foreldrum sinum árið 1968, þá 13 ára gamall, og fjölskyldan settist að í Sviþjóð sem pólitiskir flótta- menn. Þar kynntist Jerzy islenskri stúlku, og eftir niu ára dvöl i landinu flutti hann hingað og hefur veriö búsettur á tslandi i þrjú ár. HannuOlavi Nyman kom til tslands með móður sinni tiu ára gamail og heitir núna Hannes Ólafsson og talar islensku eins og hann hefði aldrei útfyrir landssteinana komið. Jerzy talar líka Islensku og er i eng- um vandræðum meö að tjá sig, þótt hann tali dálitið sænskuskotið. Hann hefur lika æfinguna i að læra tungumál. Auk pólsku talar hann jiddish, hebresku, sænsku, ensku — og islensku. Það er reiðhjólaverkstæðið Hjólatækni s/f, sem er rekið i bakhúsi neðst við Vita- stíginn i tengslum við reiðhjólaverslunina Orninn, sem tengir þá saman. Þar hafa þeir félagar gert við reiðhjól i rúman mánuð, og daginn fyrir skirdag lágu hjá þeim ein 40 hjól, sem áttu að sjálfsögðu öll að vera til- búin fyrir páska. —-Um leið og sólin fer að skina fyllist allt af hjólum sem eiga aö vera til i hvelli, segir Hannes, og þeir félagar taka sér smá hvild frá störfum þrátt fyrir miklar annir og við setjumst inn á kontórinn þeirra. Bæta, pússa, bóna — Það er stöðugur straumur til okkar’ meö allskonar smáviðgerðir, við erum beðnir að bæta sprungin dekk og jafnvel pússa og bóna. ökei, ókei, segjum við, en það kostar hundraðkall, bætir Jerzy við, og Hannes skýtur þvi inni, að fólk virðist vera alveg hætt að gera við hjólin sin sjálft. — Hér áður fyrr þegar maður var sjálfur ungur vorum við stöðugt að pússa hjólin og dytta að þeim. Nú virðist fólk alveg hætt að nenna að standa i þessu sjálft, það kemur til okkar þegar allt er komið I skrall og verður svo hissa þegarþað sér hvað við- gerðin kostar. En stór þáttur i verðinu eru reyndar varahlutirnir. Þeir eru i hátolla- flokki, þótt búið sé að fella innflutningstoll- ana af hjólunum sjálfum, segir Hannes. Af þeim hjólum sem fyrir liggja hjá þeim félögum biða ein 20 eftir smáviðgeröum. Fyrir páska bjuggust þeir varla við að ljuka meiru, hin 20 hjólin sem voru meira biluð yrðu að biða betri tima. Og þrátt fyrir miklar annir i viðgeröun- um hafa þeir i hyggju að veita meiri þjónustu en bara viðgerðirnar. Þeir reikna með að kaupa gömul hjól, gera þau upp og selja þau siðan og benda á, að það geti oft borgað sig fyrir fólk að selja gömlu hjólin og kaupa ný i stað þess að kosta uppá þau miklar viðgerðir. Og ofaná alltsaman hafa þeir i hyggju að leigja út hjól i sumar til fólks sem langar til að fara i hjólatúra án þess þó að vilja endilega fjárfesta i nýjum hjólhesti. Hótað Síberíuvist — Ensvo viösnúum okkur að ykkur sjálf- um; hvernig atvikaðist það, að þið fóruð frá Póllandi á sinum tima, Jerzy? — Eins og þú veist var Gyðingum kennt um hvernig fór i Tékkóslóvakiu 1968, og næstu árin streymdu Gyðingar bæði þaðan og frá Póllandi, ýmist til Bandarikjanna Sviþjóðar eða Israel. Þegar herforingja- stjórnin tók völdin i Póllandi var varla nokkur Gyðingur eftir i landinu, og þar sem þeir gátu ekki skellt skuldinni á þá urðu þeir að nota verkamenn og Solidarnosc. A sinum tima, þegar við fórum frá Pól- landi, hafði pólska leynilögreglan komið heim til min og tilkynnt, að ef við reyndum að komast úr landi yrðum við send til Si- beriu. Daginn eftir höfðum við okkur burt, tókum einfaldlega lestina, fyrst til Vinarog þaðan til Stokkhólms. Við gátum þetta vegna þess, að við höfðum aldrei verið op- inberlega pólsk, höfðum israelsk vegabréf, þótt þá væru liöin 5965 ár siðan forfeður okkar fóru frá Israel! Það varð úr, að við settumst að i Sviþjóð, og ég hef aldrei komið til Póllands siðan. En eftir að foreldrar minir fengu sænsk vegabréf gátu þau feröast til Póllands sem Sviar, og gera það öðru hvoru. — Hvernig likaði þér i Sviþjóð? — Mér likaði ágætlega þar að mestu leyti. En ég vildi ekki búa þar, það er of mikið af „sósial”. Sviar nenna ekki að vinna, og nenna alls ekki að vera i skitverkunum. Það gera útlendingarnir hinsvegar, og um tima hafði ég vinnu á fjórum eða fimm stöðum i einu. Mér likar ekki að lifa á tryggingum. Ég vil vinna. Eiginlega er ég rafmagnstækni- fræðingur og hef auk þesssveinspróf i vél- fræði. En ég held ég hafi unnið öll störf sem hugsanlegt er um ævina, nema ég hef hvorki verið lögfræðingur né læknir! Ég hef verið kjötiðnaðarmaður, bilstjóri, svo eitt- hvað sé nefnt, segir Jerzy. „Djöfuls útlendingur” Hann er sestur að á íslandi, en vill ekki vera islenskur rikisborgari. Hann er Gyð- ingurinn Jerzy Goldberg og viil vera það áfram. — Nokkuð fundið fyrir þvi hér á Islandi, að þú ert Gyðingur — útlendingur yfirleitt? — Nei, alls ekki. Hér veit eiginlega eng- inn að ég er Gyðingur, nema helst eldra fólk, sem man striðstimann. A Islandi skiptir ekki máli þótt þú sért útlendingur. 1 Sviþjóð ertu hinsvegar „djöfuls útlending- ur” ef þú ert ekki Svii. Þeir hata útlend- inga, þótt stundum sé hægt að koma þeim i skilning um muninn á þvi að vera pólitiskur flóttamaður. Hannes er hinsvegar að heita má íslend- ingur I húð og hár, eins mikið og nokkur út- lendingur getur orðið. Málið er hluti af sjálfum manni — Ég held finnskunni ennþá. Ef menn týna niður sinu eigin tungumáli er'eins og hluti af þeim sjálfum deyi. En ég sé eftir nafninu og vildi gjarna nota nafnið Hann- es Ólafsson Nyman. Hluti af manni er fal- inn í nafninu, þótt mitt hljómi meira sænskt en finnskt. Hannes fékkst til skamms tima við við- gerðir á mótorhjólum og reiðhjólum, svo þetta er honum ekki alveg ókunnugt. — Hann er spesialisti i girum, hann veit allt um girahjól, en ég er eiginlega lærling- ur i þessu. Ég er hinsvegar skráður fyrir fyrirtækinu, Hannes er bara vinnumaður, en ég er forstjórinn, útskýrir Jerzy, þótt augljóst sé, að á þessum vinnustað fer ekki mikið fyrir stéttaskiptingunni. Þarna er allt i bróðerni. En hvernig lágu leiðir þeirra saman? Hvernig spunnust þessir tveir örlagavefir saman, annar austan frá Miðjarðarhafi i gegnum Pólland, hinn frá Finnlandi? — Við kynntumst i gegnum blaðaauglýs- ingu, Orninn auglýsti eftir starfsmanni til að vinnameðmér i þessu.og það varð úr að við tækjum verkstæðið að okkur og veittum Erninum viðgerðaþjónustu. Þannig hljóðar hin einfalda skýring Hannesará þessari undarlegu tilviljun, eða hvað menn vilja kalla það. Og þannig vildi það til, að pólski Gyðing- urinn Jerzy Goldberg og Finninn Hannu Olavi Nyman eru bókstaflega að drukkna í reiðhjólum uppi á Islandi og mega ekki eyða meiri tima i kjaftagang. t veðri eins og var á miðvikudaginn fyrir páska eru Reykvikingar alveg miskunnarlausir. Hjól- in sin verða þeir að fá til að geta stundað þessa nýju þjóðariþrótt sina, hjólreiðar i góða veðrinu um páskana. En veðurguðirn- ir voru aftur miskunnarlausir við þá. Sól- skinsdagarnir urðu ekki margir að þessu sinni. En sumarið er framundan og maður hefur alltaf leyfi til að vonast eftir nokkrum góðviðrisdögum i viðbót.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.