Helgarpósturinn - 16.04.1982, Side 9

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Side 9
hl=>lnFirnn<ftl irinn Föstudagur 16. apríl 1982 Skipulagt skartgripasmygl úr landi? Fæstar skartgripaverslanir í Reykjavík eru búnar viðvörunar- kerfum eða þjófavarnarkerfum af nokkru tagi. Þetta fullyrða menn innan lögreglunnar, sem Helgarpósturinn hef ur verið í sambandi við. Þetta ástand vekur ekki síst ugg eftir síðustu tvo skartgripaþjófn- aðina, í Gulli og silf ri aðfaranótt skírdags og aðfaranótt annars apríl hjá Kornelíusi við Skólavörðustíg, þar sem stolið var verðmætum fyr- irsamtals umeina milljón króna. Bæði innan lögreglunnar og meðal skartgripasala eru uppi raddir um, að komin sé upp skipulögð starf semi við að koma stolnum skart- gripum úr landi í því skyni að selja þá þar. Athyglin beinist aðallega að fíkniefnasmyglurum, sem hafa góða möguleika á að komast í samband við menn sem stunda slfk ólögleg viðskipti í nágrannalönd- um okkar. Það er jafnvel álitið, að þýfinu úr Gulli og silfri hafi þegar verið komið úr landi. Sé svo er helst talið, að það hafi verið flutt með leiguflugvél sem hélt frá Keflavíkurflugvelli að morgni skírdags áleiðis til Sikileyjar. • Leiguflug til Sikileyjar morguninn eftir innbrotiö hjá Gulli og silfri • Fæstar skartgripaverslanir hafa þjófavarnir eftir: Þorgrím Gestsson myndir: Jim Smart Þórir Oddsson vararannsóknarlögreglu- stjóri rikisins vildi litiö láta hafa eftir sér um þessi mál, en sagði aö varðandi grun- semdir um skipulagöa umsetningu á stoln- um skartgripum séu „ýmsar hugmyndir á lofti”. Um þjófavarnir skartgripaverslana vildi Þórir aðeins segja, að sig furöi að ekki sé viðhöfð itrasta varúð þar sem mikið er um meðfærileg verðmæti. „Mig rekur stundum i rogastans þegar ég sé það kæruleysi sem viða rikir”, sagði ÞórirOddsson. Það styrkir ekki sist þennan grun að inn- brotin i Gull og silfur við Laugaveg aðfara- nótt skirdags og hjá Korneliusi við Skóla- vörðustig aðfaranótt annars april voru að ýmsu leyti frábrugðin innbrotum i skart- gripaverslanir af þvi tagi sem algengust eru. Að sögn Grétars Norðfjörð lögreglu- manns, sem hefur á sinni könnu skipulagn- ingu innbrotavarna og fylgist grannt með þeim málum er ekki óalgengt, að rúður séu brotnar og greipar látnar sópa. „Þetta eru oft einskonar „tækifærisþjóf- ar”, sem hrifsa til sin fáeina hringi — kannski handa vinkonunni, — og hlaupa siðan”, sagði Grétar. Aðeins það verðmætasta En i þessum tveimur siðustu innbrotum var að þvi er virðist gengið kerfisbundiö til verks og aðeins hirt þaö sem verðmætast var og auðveldast að hafa á brott með sér. Þjófarnir hirtu fyrst og fremst gull- og silfurhringi og hálsfestar með demöntum og rúbinum. Hjá Korneliusi voru meira að segja skildir eftir silfurpeningar með islenskum steinum sem kosta „aðeins” 4—500 krónur stykkið. En hringar sem eru mest i tisku núna hurfu hinsvegar allir, 80 að tölu, og úr sem voru i kassa við hliðina á þeim voru ekki snert. Stærri munir eru látnir vera og ekki reynt að brjóta upp peningakassa og ekkert skemmt, nema þær rúður sem hafa verið brotnar við innbrotin. Smyglaðúr landi? Það vekur athygli skartgripasalanna, að allt það sem stolið hefur verið er það fyrir- ferðarlitið, að marga hluti má bera i vösum i einu án þess aö eiga á hættu að þeir upp- götvist við tollskoðun. „Það er útilokaö að losna við þýfi af þessu tagi innanlands. Hringarnir eru allir merktir okkur og aðrir gullsmiðir eru fljótir að sjá hvort þeir eru nýir. Þeir tækju aldrei við svona þýfi. Eini möguleikinn er að losna við þá erlendis, og án efa hafa fag- menn verið þarna að verki”,segir Steinþór Sæmundsson gullsmiöur, einn eigenda Gulls og silfurs við Helgarpóstinn. Beinar visbendingar um slik viðskipti með stolna skartgripi hafa ekki fengist eftir þvi sem næst verður komist; þó hafa komið upp mál þar sem upp komst, að skipulega var staðið að verki, bæði við innbrot og sölu þýfisins. Fyrir mörgum árum var þannig brotist inn hjá Jóhannesi Norðfjörð, þegar verslunin var að Laugavegi 18, með þvi að skera rúðu með glerskera. Þjófurinn ýtti siðan glerinu inn og sópaði upp glerbrotun- um. Þessi þjófnaður upplýstist einu eða tveimur árum seinna fyrir einskæra tilviljun. Kom þá i ljóst, að maðurinn hafði ekki áður komist i kast við lögregluna og þetta innbrot var aðeins hugmynd sem hann hafði fengið — og framkvæmt næstum með góðum árangri. En þýfinu hafði hann aldrei komið i verð vegna hræðslu um að upp um hann kæmist. Að lokum féll hann á þvi að vera handtekinn ölvaður, og skarp- skyggn lögregluþjónn kannaði uppruna verðmæts arbandsúrs sem hann hafði á handleggnum. 1 sömu verslun hreinsaði þjófur allt hið verðmætasta úr glugganum og fyllti siðan i skörðin með ódýrari munum, svo að i fyrstunni tók enginn eftir að breyting hafði orðið, þegar komið var að morguninn eftir. Fyrir nokkrum árum voru framdir nokkrir skartgripaþjófnaðir, sem ekki tókst að upplýsa lengi vei. Loks kom i ljós, að þarna var að verki einn „góðkunningi lögreglunnar” sem stundað, farmennsku og seldi þýfið jafnóðum erlendis. Fíkniefni inn, skartgripir út? Hvorttveggja sýnir, að innbrot og þjófnaðireruekki bara framdir af ölvuðum mönnum i leit að peningum eða öðru fémætu, sem má koma i verð á auðveldan hátt. Aukinn straumur fikniefna til landsins gefur tilefni til að ætla, að innbrot og þjófnaður færist i vöxt. Slikt er oft fylgi- fiskur fikniefnasalanna. „Þessir menn sem standa i fikniefna- smyglinu vita um möguleika á sölu á þýfi erlendis, þeir þekkja markaðina fyrir þetta”, segir Grétar Norðfjörð og bætir þvi við, að enn höfum við samt sem áður ekki eignast virkilega fagmenn i innbrotum. Hann hafi ekki séð á innbrotsstöðum um- merki um aðferöir sem slikir menn nota, þótt undanfarið hafi óneitanlega verið skipulegar að verki staðið en oft áður. Lftiö um þjófavarnir En hvað er gert til þess að koma i veg fyr- ir innbrot af þessu tagi? Eins og fyrr segir hefur i fæstum skartgripabúðum verið komið upp þjófavarnar-kerfi, og óviða ef nokkursstaðar eru útstillingargluggum lok- að með rammgerðum rimlum á kvöldin eins og tiökast viða erlendis. „Kaupmenn eru tregir til að gera slikar ráðstafanir. Þeir lita svo á, að það sé liður i sölumennskunni að gera fólki kleift að skoða útstillingarnar i gluggunum á kvöldin og frameftir nóttum, og rimlar takmarki innsýn i gluggana”, segir Grétar Norðfjörð um það. 1 samtölum sem Helgarpósturinn hefur átt við skartgripasala kemur fram, aö sum- um þeirra þykir of mikil fjárfesting að setja upp þjófavarnarkerfi, auk þess sem ekki finnist það kerfi, sem ekki megi gera óvirkt. En Wilhelm Norðfjörð, einn eigandi skartgripaverslunarinnar Jóhannes Norðfjörð bendir á, að tryggingafélögin ættu að hvetja menn til að setja upp aðvörunarkerfi með þvi að bjóða lækkuð ið- gjöld. Sjálfur segist hann hafa haft aðvörunarkerfi i verslun sinni um árabil, en aldrei hafi reynt á það. Að lokum hafi það verið orðið ónýtt og tekið niður. Steinþór Sæmundsson hjá Gulli og silfri segir, að ekki hafi verið reynt að brjótast inn hjá honum þau ellefu ár sem hann hefur rekið þessa verslun, fyrr en nú. Eins og skýrt hefur verið frá hefur þó verið von á fullkomnu aðvörunarkerfi um hrið, og veröur drifið i þvi að setja það upp á næstunni. „En ég held að ekkert dugi nema hafa varðhund”, segir Steinþór samt sem áður. Pétur Korneliusson segir, að á næstunni séfyrirhugað að setja upp rimla, sem sett- ir verða fyrir útstillingarglugga á kvöldin til að draga úr hættunni á, að aftur verði brotist inn i verslunina. Ýmislegt bendir þvi til þess að skart- gripasalar séu nú að vakna til vitundar um, að þeir búa ekki lengur i borg, þar sem inn- brot og aðrir glæpir eru fáheyrðir atburðir. Að sögn Grétars Norðfjörð hefur sá hugs- unarháttur verið útbreiddur til þessa, að „ekkert komi fyrir mig”. Það er greinilega ekki seinna vænna, að það breytist. i

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.