Helgarpósturinn - 16.04.1982, Page 20

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Page 20
Eldsmiðurinn fékk engan styrk Friðrik Þór fúll út í Kvikmyndasjóð Við úthlutun úr Kvikmynda-. sjóði á dögunum voru flestir á þvi að hlutur kvikmypdafélagsins Hugrcnnings hefði verið rýrari en skyldi. Félagið lagði inn þrjár umsóknir en fékk aðeins 75 þús- und krónur til myndarinnar Rokk i Reykjavik. Friðrik Þór Friðriksson hjá Hugrenningi sagði f viðtali við HP að hann væri mest hissa á að ekki hefði fengist króna úr sjóðnum út á heimildarmyndina Eldsmiðinn, sem sýnd var I sjónvarpi ekki alls fyrir löngu. — Við sóttum um styrk til að gera þessa mynd i fyrra og rök- studdum þá umsókn mjög vel. Við fengum synjun en lögðum samt i að gera hana. Svo stóð til aö út- hluta i desember en af þvi varð ekki og núna i vor lögðum við myndina inn fullkláraða. Og fengum synjun á ný. Það er eins og sjóðurinn hafi ákveðið að styrkja ekki þær myndir sem hann tekur ekki sjálfur ákvörðun um að skuli gerðar. — Hvaö áttu við? — í fyrra fengu tiu heimildar- myndir stuðning og ég spurðist fyrir um það hjá einum umsækj- endanum hvernig staöiö yrði að myndinni. Hann sagðist hafa sent inn eina linu, búið. Nú fá sumar þessara mynda styrk aftur án þess að nokkur þeirra hafi skilað sér. A sama tima fær Eldsmiður- inn engan styrk þótt myndin sé tilbúin. Mörg svipuð dæmi má finna i vinnubrögðum sjóðsins. Hvað varðar Rokk i Reykjavik þá er hún kölluð heimildarmynd en þakið á stuðningi við slikar myndir er sett við 75 þúsund. Hins vegar er myndin Með allt á hreinu kölluð leikin mynd og fær 125 þúsund. Samt eru báðar þessar myndir fyrst og fremst tónlistarmyndir, og ef eitthvað er þá verður Með allt á hreinu lik- lega ódýrari i gerð en Rokk i Reykjavik. Og svo er eitt enn. Flestir þeir sem styrki fá að þessu sinni, aðrir en við, eru aðeins i kvikmyndum sem hlutastarfi, þeirra aðalstarf er við auglýsingagerð. Við höfum hins vegar unnið að kvikmynda- gerð i 18 tima á sólarhring siðan við byrjuðum á Eldsmiðnum og ekki tekið að okkur neinar auglýsingar: Ef við berum þetta saman við starfslaun til annarra listamanna þá fylgja þeim kvaðir um að styrkþegar vinni ekki að öðrum verkefnum meðan þeir njóta starfslaunanna,sagði Friðrik Þór — ÞH Þar lá hundurinn grafinn. Það var, að þvi er manni fannst, alltaf eitthvað sem vantaöi i fréttatima islenska sjónvarps- ins, og þeim mun sárari var þessi missir eftir að maður haföi verið að horfa á fréttir i öðrum löndum. Það var sem- sagt þegar daglegu frétta- pakkarnir fóru að berast um Skyggni, og svona til þess að sanna okkur það áþreifanlega hvers við höfðum farið á mis, var argentinski sjóherinn svo elskulegur að hertaka Falk- landseyjar, og við fengum stundvislega klukkan 20 að sjá Hitt er augljóst, að nú opnast erlendri deild fréttastofunnar möguleiki til að vinna stuttan fréttaskýringaþátt i dagskrár- lok, sem er einn ákjósanlegasti timinn til sliks, eða að bæta við Fréttaspegil. Myndsendingar hingað eru siðdegis, þannig að i sumum tilvikum kann að vera naumasti timi til að vinna úr sendingunum textaðar fréttir. 1 rauninni er ekki lifsnauðsynlegt að texta allar slikar myndir. Meginatriði fréttarinnar geta hæglega komið fram i kynningu og afkynningu fréttamyndar- innar og erlendi þulurinn þá Fjölmiðlun eftir Bjarna Sigtryggsson Argentínska innrásin og erlendi fréttapakkinn beint frá London viðbrögð og varnarleysi Breta. Ef til vill er það nýjabrumið sem gerir þetta svona athyglis- vert, en samt er ég á þvi að samningarnir um daglegar fréttasendingar hingað um Skyggni hljóti að teljast einhver helstu timamót i sögu frétta- stofu sjónvarpsins, amk. til þessa dags. Nýjar fréttamynd- ir, frá atburðum liðandi stund- ar, munu áreiðanlega auka þátt erlendra frétta að einhverju leyti, en það er alls ekki vist að það verði svo verulega á kostn- að innlendra. Þær munu eflaust breyta vali frétta nokkuð, en að timalengd mun það sennilega helst verða á kostnað ýmissa stillimynda, sem brugöið hefur verið á skjáinn meðan fréttir hafa verið „lesnar” i útvarps- fréttastil. Enn er vitaskuld of snemmt að spá um hvort þessi nýi möguleiki hafi þau áhrif að erlendar fréttamyndir kunni að verða fyrir valinu fyrir það eitt aö þær eru splunkunýjar, og enn er of snemmt að dæma eða meta árangurinn eftir aðeins eina viku eða svo. fengið að tala óhindraður, enda eiga flestir Islendingar sæmi- lega auðvelt með að skilja vel mælta ensku; aðrir hafa gott af þvi að æfa sig. En er þetta peninganna virði? Þær tölur sem upp eru gefnar um kostnað við beinar frétta- sendingar virðast i fljótu bragði svimandi háar. Og það liggur heldur ekki fyrir niðurstaöa um raunverulegan áhuga manna á slikri þjónustu. Ef til vill nægir okkur að fá fréttirnar i einum annál i árslok? Nei, gaman- laust, þá eru varla nokkur áhöld um þaö, að þessu fé er vel varið. Og ef haldiö er áfram: Ef is- lenska sjónvarpið fengi það fé til ráðstöfunar, sem variö er til videófjárfestingar, þá væri dag- skráin eflaust betri og meiri en svo að nokkur maður myndi leiða hugann að öðrum valkosti. En aðhald er öllum hollt, og vonandi verður videó-ómenn- ingin til þess að sjónvarp (og út- varp) kynnist öllum sinum vitjunartimum, eins og samningurinn um erlendu fréttapakkana virðist gefa til- efni til að ætla. Helga og Þorsteinn I hlutverkum sinum i Sesselju. Leikrit Agnars Þórðarsonar, ;,Sesselja”, hefði sómt sér ágætlega sem smásaga ellegar útvarpsleikrit. Sagan um mann- inn sem missir frá sér konuna og fer þá fyrst að kynnast henni, er vissulega verðugt athugunar- efni og svo sem ekkert út á hug- mynd ellegar meðferð Agnars Þórðarsonar að setja. Það er svo þegar kvikmynd- arar koma, að yfirbyggingin myndast og litil saga, sem fremur hefði átt að skera niður, fullvinna, verður aö tilgerðar- legu klúðri sem erfitt er að ná nokkru sambandi við. Listmálarinn er greinilega á skökkum stað i lifinu. Hvað er hann að hrófla upp tilgerðar- legum húsbjána á bjargbrún i úthverfi Grindavikur, þegar ljóst er, að hann kann best við sig i Paris? Það er bæöi ódýrara og skemmtilegra að filósófera ofani koniaksglösin i heims- borgum en úti á útkjálka, þar sem frumbyggjarnir eru lika svo leiðinlegir. Maöurinn sem leitar að kon- unni og finnur hana þegar hún er farin frá honum. Um þetta hefði „Sesselja” átt að fjalla. Um þetta tema átti hún að snúast. En það var vandlega hulið á bak við undarleg sprett- hlaup málarans i fjörusand- inum og gól út i storminn, hlaup niður hinn stórmerka stiga og menningarlegt át inni i kofa málarans. Og svo fannst málaranum svo erfitt að lifa. Þarna var hann kominn frá Paris, farinn að búa i þessu flotta húsi og þorpsbú- arnir lágu á gluggunum ellegar sneru sér við þegar hann fór i kaupfélagiö að kaupa kex. Og svo bættist ofan á að konan rauk frá honum. Tók vist bara rútuna suður og lét hann halda að hún heföi hlaupið i sjóinn. Og svo birtist hún aftur og þegar hann loksins fattaði að hún var að leika á hann og að hún var ekki systir sin heldur i raun og veru konan hans, hvarf hún aftur. Hvernig er hægt að lifa við svona aðstæður? Þaö er ekki hægt. Maður deyr. Og málari þeirra Páls Stein- grimssonar sem skrifaöi hand- ritið og Helga Skúlasonar sem stýrði Helgu Bachmann og Þor- steini Gunnarssyni var dauður á fyrstu minútu myndarinnar. Eins og i ýmsum islenskum kvikmyndum, nýlegum, lék landslagið stórt hlutverk. Mér kemur i hug „Útlaginn”, sem rómaður var fyrir myndir. Persónulega hef ég engan áhuga á landslagi, en hef þeim mun meiri áhuga á kvikmyndun sem tæki til að túlka spennandi sögu eöa hugmynd. Það gildir um „Sesselju”, eins og fleiri byrjunarverk íslensk, að hin að- skiljanlegu tæki kvikmynd- arinnar, þ.e. myndmál, handrit, leikur og sviðsmynd, hangir illa saman. Hvert þessara atriða Um hvað fyrir hvern? fyrir sig, hleypur til og verður sjálfstæður einstaklingur sem vill ekkert með hina hafa. Það þarf að samhæfa vinnuna, og það er löngu timabært, aö menn geri sér grein fyrir að gerð handrits á öllum stigum vinn- unnar skiptir máli. Gamaii dómur um verðlaunaða bók Þessi umsögn Gunnlaugs Ast- geirssonar um nýjustu bók Andrésar Indriðasonar varð viðskila við barnabókaumfjöll- un Gunnlaugs i jólabókaflóðinu. Þessi bók hefur nú hlotið verð- laun Fræðsluráðs Reykjavikur og þvi tilvalið tækifæri að dusta rykið af umsögninni i prent- smiðjunni og sjá hvað Gunn- laugur hafði um bókina að segja áður en hún hafði hlotið opin- beran gæðastimpil borgaryfir- valda. — Ritstj. íslensk barnabókasyrpa Andrés Indriðason: Polli er ekkert blávatn (203 bls.) Mál og menning 1981 Polli er tiu ára. Pabbi hans er leigubflstjóri og mamman er hárgreiðslukona. Þau búa i blokk f Háaleitishverfinu i Reykjavik. En pabbinn gerir fleira en að keyra leigubilinn, hann selur sprútt fyrir Geira Pé, sem er vélstjóri á milli- landaskipi. Hefur hann hagnast vel á þessari sölu og má segja að hún sé undirstaðan undir fjárhagsstöðu heimilisins. Engu aö siður er þetta mkið mis- kliðarefni foreldranna. Pabbinn er fremur veikgeðja persónu- leiki og áhrifagjam og kærir sig kollóttan þó aö ^Jferðirhans til aö ná i peninga séu ekki með öllu heiðarlegar. En mamman telur hann vera i vondum félagsskap, þvf pabbinn er lika veikur fyrir bíennivfni og Geiri Pé dregur hann alltaf á fylliri. Mamman er hinsvegar sterk- ari persónuleiki sem fer sinu fram ef því er að skipta. Eitt skiptið þegar Geiri birtist rekur hún hann út og hótar að fara að heiman ef pabbinn sliti ekki sambandinu við Geira. Pabbinn heldur að þetta sé bara í nös- unum á henni og lætur sig það litlu skipta. En mamman fer með litlu dótturina og eru beir feðgar þá einir eftir i kotinu. Skömmu siðar fer mamman til Spánarað heimsækja kunningja sina þar svo útlitið er ekki gott Polla iíður að vonum ekki vel þegar þetta gengur yfir og reyndar hefur samband foreldr- anna verið fremur slæmt lengi og hefurþað tekið mjög á hann. Sagan er sögð út frá sjónarhóli Polla. Við vitum hvað hann er að hugsa en ekki aðrar per- sónur. Hann er þvi vitundar- miðja sögunnar. Honum liður illa og finnst að hann sé af- skiptur. Við kynnumst vei hugs- unum hans og hugmyndaheimi við þessar aðstæður og er þar margt vel gert frá höfundarins hendi þó stundum verði Polli i fullorðinslegra lagi. Vandamálið sem þarna er sett upp er fullkomlega raunveru- legt. Skilnaður foreldra verður sifellt algengara fyrirbæri og þá verða börnin oft illa útundan. Mér sýnist höfundur þarna lýsa vel liðan og aðstæðum drengs- ins. Pabbinn sem kemur mun meira við sögu en mamman, er nokkuð skýr manngerö, þó hvorki sé hann uppbyggjandi né til fyrirmyndar. Hann er alger geðlurða sem hefur ekki frum- kvæði til neins og stendur við fátt sem hann lofar. Manni liggur við að segja að hann sé hreinn drullusokkur. Mamman sem ekki er eins skýr persóna virðist vera harla eigingjöm og kæra sig litið um Polla, til dæmis geturvarla heitiöaö hún skrifi Polla meðan hún er i út- löndum. Mynd foreldranna er þvi dökk baeði af þeim sem per- sónum og ástandinu sem ríkir. Svipar þeim þannig til foreldr- anna iLyklabörnum.Hinsvegar er bjartara yfir endalokunum hér en í Lyklabörnum, þó að ekki verði neinn „happy end” þá virðist samt vera að rofa til i lokin. Bókin er að mörgu leyti góð. Dæmið sem sett er upp, per- sónulýsingar, aðstæður og um- hverfi er aUt vel gert. Samtol sem eru mörg, eru lipur og eðli- leg. En bókin er samt einhvern- veginn dauf, það er varla að manni stökkvi bros meðan maður les. Ég held að þetta liggi i tvennu og eru það sömu gallar og á Lyklabörnum: Húmorsleysi og skortur á stílsnilld. Bækur sem fjalla um dapurlegt efni þurfa til mótvægis að vera verulega vel skrifaðar, búa yfir stíllegu seiðmagni sem upphefur dapur- leikann. Og þær þurfa einnig að búa yfir einhverskonar húmor sem kryddar og lifgar upp til- veruna. En þvi miöur er hvor- ugu þessu til aö dreifa i bókum Andrésar Indriðasonar. Bókmenntir • eftir Gunnlaug Astgeirsson

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.