Helgarpósturinn - 16.04.1982, Síða 26

Helgarpósturinn - 16.04.1982, Síða 26
26 Föstudagur i6. aprii 1982 helgarpncrh irínn Elskum hákarlinn og virðum Um siðustu jól var send út aðvörun á strönd Kaliforniu, eftir að hákarl hafði drepið mann, sem hafði verið að leika sér á brimbretti. Það eina sem eftir var af manninum, var blóð- blettur á brettinu, en hákarlinn hafði bitið stórt stykki úr þvi, einnig. Rétt ein hryllingssagan um hákarla, enn einn mann- skaðinn, sem færður verður inn á skýrslur um dauða af völdum hákarla. En þessi ógnvaldur undirdjúp- anna er ekki alveg vinalaus. Einn vina hákarlsins er Eugenie Clarke/ prófessor við Sjávar- rannsóknastof nunina i Cape Haze í Florida, en Clarke hefur sérlega beint athygli sinni að há- körlum. Clarke, en vinir hennar kalla hana „hákarlaf rúna", telur að þjóðsögurnar um grimmd há- karlsins, og fíkn hans í manna- kjöt, séu mjög ýktar. Á þessum náttúruverndartímum eiga meir að segja hákarlar skilið að fá dá- litla samúð,álítur hún. „Það væri rangt að álíta hákarla eingöngu veltenntar og síhungraðar ösku- tunnur undirdjúpanna", segir hún. „Þeir eru skarpgreindir og hafa gott minni". Eftir þrjátíu ára rannsóknir er Ijóst, að hákarlinn er mjög van- metin skepna. Clarke prófessor hefur t.d. kennt hákörlunum að hringja bjöllu, þegar þeir eru svangir. Þegar bjöllunni er hringt, fá þeir fisk. „Hákarlar eru fljótari að læra en rottur, og þeir læra af mistökum sínum". Miðað við hákarlinn, er maður- inn alger nýgræðingur.Hákarlar hafa verið til í rúmlega 300 millj- ónir ára, en maðurinn kannskí 3 milljónir. Hákarlarnireru lifandi steingervingar, sem eru svo vel búnir til þess að gegna hlutverki sinu sem rándýr hafsins, að þeir hafa ekki breystsvo neinu nemi á þeim tíma. Flest dýr breytast með tímanum, en hákarlinn er enn það sem hann hefur alltaf verið, ein fullkomnasta át- maskína veraldarinnar. Hin frumstæða líkamsbygging hákarlsins sannar fornar ættir hans. Fullvaxinn hákarl hefur fimm aðskilin pör af tálknum, eins og fóstur mannsins, þegar það er þriggja vikna gamalt. Húð hans er viðkomu eins og sand- pappír, enda úr svipuðu efni og tennur mannsins. Og hinar raun- verulegu tennur hákarlsins eru einnig úr sama efni. Þær hafa ekki rætur en vaxa stöðugt, eins og hár eða neglur, í röðum, sem færast framar í gómnum til að koma i stað tanna, sem hafa slitnað. Allur líkami hákarlsins er eins og eitt stórt skynfæri. Lyktnæmi hans er slíkt, að hann getur fundið lyktaf túnfisksafa, þegar saf inn er aðeins einn hluti á móti 600.000 , og getur f undið lykt af blóði annars dýrs í 400 metra f jarlægð. Margir hákarlar heyra til annarra fiska í allt að 500 metra fjarlægð. Og með mjög viðkvæmum taugaendum, rétt undir skinninu, getur hákarl skynjað hvort f iskur sem syndir í allt að 300 metra f jarlægð er veikur eða ekki. Það er þetta sjötta skilningar vit, sem gerir hákarlinn svo hættulegt veiðidýr. Hann getur fundið flyðru, sem hefur grafið sig i sandinn, með þvi að fylgja rafsegulbylgjunum, sem allir fiskar gefa frá sér. Nú telja sumir vísindamenn jafnvel, að hákarlar geti nýtt sér rafsegul- svið jarðarinnar, og synt eftir þvi milli staða. Hákarlamerkingar hafa verið stundaðar nú um hríð í Banda- rikjunum og hefur sýnt, sig, að hákarlar komast yfir ótrúlegar fjarlægðir í matarleit. Frá því verkið hófst hafa um 30.000 há- karlar verið merktir og þeim sleppt. Nú eru merkin farin að skila sér. Metið fyrir lengsta sundið á nú þriggja metra langur blá-hákarl, sem var merktur við austurströnd Bandarikjanna og var veiddur ári seinna við Gí- braltar. Fiskifræðingar þekkja um 350 tegundir hákarla og tegundunum fjölgar enn. Árið 1976 fannst ný tegund við Hawaii. Fiskurinn sem veiddist af því hann hafði fyrir slysni gleypt skipsakkeri, var skírður „stórkjaftur". Hann lifir á miklu dýpi og þrátt fyrir heldur svakalegt útlit lif ir hann á smádýrum. Stærsti hákarl í heimi er hval- hákarlinn, sem verður allt að 18 metra langur. Minnsti hákarlinn er djöflahákarlinn, sem einnig lifir á miklu dýpi en hann er að- eins 30 sentimetrar á lengd. Báðar þessar tegundir eiga eitt sameiginlegt með stórkjaftinum, sem og fjölda annarra hákarla- tegunda, að þeir lifa á svifi og smádýrum. En annar smávaxinn hákarl er kallaður „eldhúshákarl" því hann étur hvað sem er. Sem betur f er er hann aðeins 40 senti- metrar á lengd, en hann er mjög gráðugur. Hann á það til að bíta stykki úr fiskum sem eru mun stærri en hann sjálfur, og skjót- ast síðan burt áður en fórnar- lambið kemur fram hefndum. Meir að segja bandaríski flotinn hefur fundið fyrir græðgi þessa smáfisks. Hlíf úr gerviefni, sem sett var yfir dýptarmæli eins kjarnorkukafbáts flotans, varð kvöldmatur eins eldhúshákarls. Það er svona hungur og svona tennur, sem gera hákarla svo hættulega. í Bandaríkjunum hafa vísindamenn mælt aflið í kjálkavöðvum hákarlsins. Það reyndist geta náð allt að 8000 punda þrýstingi á ferþumlung á hverja tönn. Heimildir frá miðöldum segja frá mannslíkum, sem enn voru í brynjum, sem fundust í maga hákarls. í dag er mannætuhá- karlinn mjög raunveruleg hætta, þó fjöldi dauðsfalla af hans völdum haf i verið stórlega ýktur. Menn hafa nefnt slíkar tölur, allt að 300 dauðsföll á ári, en sam- kvæmt rannsóknum bandaríska flotans ráðast hákarlar að fólki, að meðaltali 20 sinnum á ári. Það er semsagt meiri hætta á því að verða fyrir eldingu. Og mannæturnar finnast að- eins meðal um 30 hákarlateg- unda, svo sem tígrishákarla, hamarshákarla og f leiri. En jafn vel hinn stórhættulegi hamarshá- karl reynir í lengstu lög að forð- ast manninn. „Það verður að hræða hákarl, eða reita hann til reiði, áður en hann ræðst til at- lögu", segir Clarke prófessor. Það er ólán mannsins, að hreyfingar sundmannsins valda einmitt slíkum árásum. Sund- hreyfingarnar valda einmitt slíkum bylgjum, sem hákarlar túlka sem merki um veikindi, og ráðast helst gegn. Samkvæmt heimildum, er há- karlinn hættulegastur, þegar hiti sjávar verður hærri en 21 gráða á Celsius, því heitt umhverfi hraðar líkamsstarfsemi og eykur fæðuþörf hákarlsins. Án efa er sá hákarl, sem menn óttast mest, og af hvað mestum ástæðum, hvíthákarlinn. Hann er stór, verður allt að 12 metrar á lengd, og grimmur. Kjammarnir á honum eru svo stórir, að hann getur étið hálfan hest í einum bita, og tennur hans svo sterkar, að hann getur bitið tvegg ja þuml- unga stálvír í sundur. Það var skiljanlegt, að fyrst eftir að kvikmyndin „Jaws" var sýnd, stórfækkaði mönnum á baðströndum um allan heim. Árið 1978 kom svo alvöruhákarl upp að baðströndinni við Mon- tauk Point, þar sem kvikmyndin fræga var tekin, og sá var engin smásmíð. Það var hvithákarl, um 12 metrar á lengd, og hann slapp, þó búið væri að skjóta í hann skutli. „Ég sá þennan fisk", sagði einn áhorfendanna. „Hann var á stærð við vöruf lutningabíl". Samt er ekki hægt að segja, að hákarlar vilji mannakjöt öðru kjöti fremur. Staðreyndin er sú, að menn eru hákörlum hættu- legri en hákarlar mönnum. Á hverju ári eru um 300.000 tonn af hákarli veidd og afurðirnar étnar, eða þeim smurt utan á mannskepnuna. Því afurðirnar eru bæði næringarríkar, og lýsi hákarls því eftirsótt, og svo er lýsið úr lifur hákarlsins mjög hentugt til framleiðslu á snyrti- vörum. Um leið og vísindamenn rann- saka hákarlinn lærum við að hræðast hákarlinn tvið minna, og dást að því hversu vel þeir eru búnir frá náttúrunnar hendi, og hversu fullkomlega þeir eru að- hæfðir hlutverki sínu. En það verður engu að síður erfitt að finna ekki til ótta, þegar maður sér votta fyrir þessum ógnvæn- legu útlínum.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.