Helgarpósturinn - 16.04.1982, Side 28
- I
Föstudagur 16. apríl 1982 he/garpásturinn
Trabant
ekkert stöðutákn
he/dur hei/brigð skynsemi
INGVAR HELGASON
VONARLAND v/SOGAVEG — SÍMI 33560
• Einhverju blómlegasta út-
gáfufyrirtæki landsins, bókafor-
laginu Iðunni.hefur nú bæst liös-
auki á toppnum. Jóhann Páll
Valdimarsson framkvæmdastjóri
sem setið hefur þar á miklum
uppgangstimum hefur nú fengið
sér við hlið Jón Karlsson, sem
starfaði hjá forlaginu fyrir all-
mörgum árum og verða þvi fram-
kvæmdstjórarnir tveir hér
eftir....
• Úr bókabransanum er það
einnig að frétta að upp er sprottið
nýtt forlag, Fjölnir h.f.sem aug-
sýnilega ætlar sér stóran hlut á
þéttsetnum bókamarkaði. Þannig
heyrir Helgarpósturinn að Fjöln-
ir, sem nokkrir ungir menn
standa að, sé þegar búinn að
ákveða sex útgáfubækur fyrir
næstu jólavertið, og likur bendi til
að þeim fjölgi i átta eða jafnvel
tiu. Eru þetta bækur af ýmsu tagi,
þ.ám. ný islensk skáldsaga, tvær
samtalsbækur ogþýddar bækur...
• Og enn úr bókmenntaheim-
inum. Nú mun vera frá gengið
hvaða islenskar bækur siðasta
árs verða fulltrúar okkar i keppn-
inni um bókmenntaverölaun
Norðurlandaráðs. Það eru eftir
þvi sem við höfum sannfrétt,
ljóðabók Matthiasar Jóhannessen
Tveggja bakka veður og ævi-
minningar Guðmundu Elias-
dóttur, Lifsjátning, sem Ingólfur
Margeirsson skráði.
• Einhver kurr mun nú vera
meðal popptónlistarmanna sem
fram komu á stjömumessu Dag-
blaðsins og Visis um daginn.
Útgáfufyrirtæki DV. Frjáls fjöl-
miðlun sem einnig á nú Vidósón
lét taka messuna upp á mynd-
band og sýndi i kerfum Vidósón
um páskana. Einhver áhöld munu
um hvort hafi verið gengið frá
samningum við alla aðila vegna
þessarar sýningar en viðræður
standa yfir þaraðlútandi....
• I siðasta Helgarpósti var
greint frá þvi að innan veggja Al-
þingis gengi sá orðrómur að
Eirikur Tómasson lögfræðingur
tengdist kaupunum á togaranum
umdeilda Einari Benediktssyni
og hefði verið hinn raunverulegi
milligöngumaður um þau. Að
þessu gefna tilefni er rétt að fram
komi, að við frekari athugun
Helgarpóstsins á þessu máli i
blaöinu i dag hefur ekkert komið
fram sem tengir hann málinu á
einn eða annan hátt og Eirikur
hefureinnig i samtali við Helgar-
póstinn staðhæft að hann hafi
engin afskipti haft af þessum
skipakaupum. Orðrómur þessi
viröist þvi úr lausu lofti gripinn,
likt og fleira sem skrafað er i bak-
sölum þingsins....
• Eftir að bankarnir létu af
þeim sið að hætta að láta afsegja
vixla,minnkuðu tekjur fógetaem-
bættanna þvi að embættin lögðu
til votta við undirskrift afsagn-
anna sem aftur höfðu af þvi
dálitlar tekjur, er látnar voru
renna i ferðasjóði embættanna.
Nýlega gerðu svo sum embættin
rnikla rassiu i þvi að gera lögtök
vegna vangreiddra fyrirfram-
greiðslu skatta en þegar fróðir
menn fóru að leita skýringa á
þessú skyndilega kappi, þóttust
menn sjá um að nú ætti að bæta
ferðasjóðunum upp tekjumissinn.
Varð þá til þessi visa i stórum
kaupstað norðan heiða:
Hún á erfitt þessi þjóö,
þörf er heitra bæna,
þegar fé i ferðasjóð
fógetarnir ræna.
• Þegar upp kom orðrómur i
bænum um páskana að einhver
starfsmaður Eimskips sæti nú
inni vegna rannsóknar á fjár-
drætti, flaug sú fiskisaga viða.
Þótti það heldur ekki einleikið að
morgni sl. þriðjudags, hversu
margir af skrifstofuhöldurum
Eimskips voru á ferli um götur
miðbæjarins og tóku kunningja
tali á götuhornum. Þegar Dag- í
blaðið hins vegar kom á göturnar,
skýrðust málin og Eimskipa- S
félagsmenn hurfu af götunum....
• Skáksamband Islands þingar
á næstunni og eins og flestir muna
hafa þessi þing verið all söguleg
amk. hin siðari ár. Svo getur
einnig orðið nú. Fyrir mun liggja
að dr Ingimar Jónsson forseti
Skáksambandsins, ætlar ekki að
gefa kost á sér til endurkjörs.
Vegna þeirra væringja og flokka-
drátta sem orðið hafa innan sam-
bandsins undanfarin ár út af
forsetakjöri, þá þykir nokkuð
ljóst að ekki muni verða eining
um varaformann sambandsins
Þorstein Þorsteinsson sem
eftirmann dr. Ingimars. Þess
vegna mun nú helst rætt um þrjá
menn i forsetaembættið sem
eininggeti orðið um Pétur Eiriks-
son i Alafossi, Björn Theódorsson
hjá Flugleiðum og Halidór
Blöndal alþingismann....
• Mönnum þykir völlur á
Kristni Finnbogasyni þessa dag-
ana. Hann keypti hús Ililmars
Helgasonar á Kjalarnesi og
borgaði þar út milljón króna og
nú er hann kominn á fulla ferö
með að undirbúa útgáfu nýs sið-
degisblaðs. Hann mun þegar hafa
með sér ýmsa fjársterka flokks-
bræður sina og hefur nú rætt við
háttsetta menn i Alþýðubanda-
laginu um þátttöku i fyrirtækinu.
Hugmyndin að blaðinu er svipuð
og var þegar siðdegisblað krat-
anna var á dagskrá þ.e. að félags-
hyggjumenn sameinist um veg-
legt siðdegisblað sem geti
myndað mótvægi gegn DV á sið-
degismarkaðinum, en þeir DV-
menn eru sagðir mjög borubrattir
um þessar mundir og fullyrða að
blaðið þeirra sé farið að nálgast
40 þúsund eintök. En þá má ekki
gleymast aö siðdegisblaða-
markaðurinn hefur alltaf farið
nokkuð frjálslega með upplags-
tölur....
• Ritstjóraskipti eru sögð i
vændum á Sjómannablaðinu Vík-
ingi Þar hefur nú i nokkur ár
ráðið rikjum Guðbrandur Gisla-
sonen hann er nú hættur og blaðið
að svipast um eftir nýjum rit-
stjóra. Er einkum rætt um Gissur
Sigurðsson (bróður Óla Sig. á
sjónvarpinu) sem næsta ritstjóra
en hann þykir einhver mesti sér-
fræðingur i blaðamannastétt i
þessum málaflokki, sjávarútveg-
inum....
0 Elektra þeirra Arnarflugs-
manna.sem mestuppistandhefur
orðið út af, er nú úti i Noregi og
sögð standa á Oslóflugvelli.
Heimildum ber hins vegar ekki
saman hvort þeir Arnarflugs-
menn séu þar með hana i klössun
eða hvort þeir vilji einfaldlega
koma i veg fyrir að hún sé til
sýnis hér á Reykjavikurflugvelli, I
þvi að eitthvað mun djúpt á verk- j
efni handa henni....
® Það verða ekki allir vellrikir
af rekstri skemmtistaöa, enda
þótt þeir virðist rjúka upp hér i
Reykjavik eins og gorkúlur. Eins
og kunniigt er hafa nú eigendur
skemmtistaðarins Manhattan, i
Kópavoginum gefist upp á streð-
inu og selt staðinn i hendur
Baldurs Brjánssonar töframanns
og Magnúsar Kristjánssonarsem
hefur verið skemmtanastjóri i
Hollywood Þeir hyggjast
opna undir nýju nafni — Paradis.
Eigendur Manhattan sáluga
lögðu allt sitt undir, þegar þeir
hófu reksturinn og treystu á að
Manhattan malaði gull. Svo fór þó
ekki og nú verða þeir að selja.
Hætt er þó viö, að eigendur Man-
hattan komi ekki alveg út á sléttu
úr þessu ævintýri öllu, þvi
áreiðanlegar heimildir herma, að
kaupendur hafi aðeins tekiö á sig
áhvilandi skuldir á Manhattan, en
ekki þurft aðgreiða krónu til fyrri
eigenda. Ahvilandi skuldir munu
vera talsverðar, en ljóst er að
beint tap hinna ungu manna, sem
hófu rekstur Manhattan skiptir
hundruðum ef ekki milljónum
króna....
9 Það bendir margt til þess að
Sólnesraunir ihaldsmanna ái
Akureyri séu nú aðeins rétt að
hefjast. Areiðanlegar heimildir
herma nefnilega að gamli maður-
inn hyggist gefa kost á sér i
hugsanlegu prófkjöri vegna
Alþingiskosninga komi til þeirra \
á komandi hausti, þó ekki sé
nema til að ná sér niðri á
„Brútusi”, — Halldóri Blöndal,
og eitt er vist að fldcksapparatið
mun eiga i miklum vandræöum
meö að hafna prófkjöri i þettta
sinn eftir þá eindregnu viljayfir-
lýsingu sem fram kom i opnu
prófkjöri flokksins til bæjar-
stjórnar. Annars hefur Sólnes að
sögn látið I veðri vaka að hann
muni ekki sitja I bæjarstjórn
nema nokkra mánuði eftir
kosningar, og vikja þá fyrir
kvenframbjóðanda listans sem
reyndar er engin önnur en
tengdadóttir hans sjálfs Margrét
Kristinsdóttir, og mun hann jafn-
vel hafa boðist til að vikja Ur
þriðja sæti framboðslistans fyrir
Margréti...
Þingmenn
Þar sem sumarið er að fara i hönd
og ef tir erfiða og stranga þingsetu í
vetur, gefum við ykkur kost á að
koma hjólum ykkar i lag fyrir
sumarið gegn sanngjörnu veröi.
Gerum við Kalkhoff — SCO —
Winther — Peugeot — Everton og
öllönnurhjól.
Fullkomin tækja- og varahluta-
þjónusta.
Sérhæfing ifjölglrahjólum.,
Opið alla daga frá kl. 8—18, laugar-
daga kl. 9—1.
Hjólatækni
Vitastig 5. Simi 16900
það boraar úg
aðnota
PLASTPOKA
P Plastprent hf.
HÖFÐABAKKA9 SÍMI85600