Helgarpósturinn - 30.04.1982, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Blaðsíða 8
Blað um þjóðmál, listir og menningarmái. Otgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. AAagnússon. Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson. Blaðámenn: Guðjón Arn- grímsson, Guðlaugur Berg- mundsson, Gunnar Gunnars- son og Þorgrímur Gestsson. Oflit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart Auglýsingar: Inga Birna Gunnarsdóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdótt- ir. Dreif ingarstjóri: Sigurður Steinarsson. Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðumúla 11, Reykjavik. Simi 81866. Afgreiðsla að Hverfisgötu 8 - 10. Simar: 81866, 81741, og 14906. Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverð á mánuði kr. 40. Lausasöluverð kr. 12. Loforö og efndir Þá eru stjórnmálaf lokkarnir búnir að dusta rykið af gömlu kosningaloforðunum. Andstæð- ingar eru nú harðlega gagnrýndir og jafnvel rægöir vlðsvegar um landið þvi eftir tæpan mánuð veröur gengiö til bæjar- og sveita- stjórnarkosninga og fólkið í land- inu velur sér fulltrúa til næstu fjögurra ára. Kosningabaráttan hefur farið róiega af stað og raunar virðist sem bæjar- og sveitastjdrnar- málaáhugi sé I lágmarki. Þeir fáu kosningafundir, sem haldnir hafa verið til þessa, hafa veriö fá- mennir og umræöur litlar. Ágreiningsefnin virðast einfald- lega ekki vera fyrir hendi I þess- ari kosningabaráttu. Það er kannski ekki aö undra. Það eru Iandsmálin, sem eiga hug fólks. Kjarasamningar eru fram- undan og óvenju hörð skot hafa gengiö á milli hinna striðandi afla. Nú gæti jafnvelsvo farið, að ekki verði samiö fyrr en eftir kosningar vegna afstöðu Vinnu- veitendasambandsins til ályktun- ar verkalýðsmálaráðs Alþýðu- bandalagsins um að niðurstaða I kjaradeilunum ráðist á kjördegi. Það væri miður; eðlileg samn- ingagerð á auðvitaö að fara fram með eðlilegum hætti burtséð frá kosningum og hnútukasti forystu- manna á sitt hvorum væng stjórnmálanna. Helsti gallinn við slagorð og kosningaioforð er sá, að hvorugt er að marka. Þau loforð, sem flokkarnir er nú mynda meiri- hluta i Reykjavík, gáfu kjósend- um sfnum fyrir kosningarnar 1978, hafa fæst komist i fram- kvæmd. Það sama má segja um öll loforðin, sem fyrrverandi meirihluti gaf á árum áöur — eða hversu margir hafa oröiö varir við að græna byltingin hafi komiö viö heima hjá þeim? Þetta vita stjórnmálamennirnir auövitað jafnvel og aörir borgarbúar. t einkasamtölum tala stjórnmála- mennum loforðin og stefnuskrár flokkanna meö glotti, rétt eins og þaö sé sjálfsagöur hlutur að þar sé tómur lodda raskapur og blekkingará feröinni. Kjósendur vita þetta og þvi fer sem fer: flokkarnir missa stöðugt tiltrú fleiri kjósenda og áhuginn á borg- ar-, bæjar- og sveitarfélagsmál- efnum fer stöðugt minnkandi. Þaö er sami rassinn undir þessu öllu, segir fólk af biturri reynslu. Undanfarin fjögur ár hafa Alþýðubandalag, Framsóknar- flokkur og Alþýðuflokkur fengið tækifæri til að spreyta sig við stjórn höfuðborgar tslands. Var timi tii kominn, segja — og sögðu — ýmsir, eftir hálfrar aldar sam- felldan valdaferil Sjálfstæðis- flokksins i" Reykjavik. t Helgar- póstinum I dag er gerð tilraun til aö meta árangur samstarfs þess- ara þriggja flokka i meirihlutaað- stöðu i borgarstjórn mcö því að bera saman loforð og efndir á samstarfssamningnum, sem flokkarnir kynntu borgarbúum I júnf 1978. Niðurstaðan gæti orðið sú, að vinstri meirihlutinn hafi staðið sig framar vonum þótt margt hafi fariö á annan veg en lofað var. En það verður heldur ekki séð, að mannlif i borginni hafi breyst svo mikið til hins betra að það skipti sköpum fyrir heilloghamingju borgarbúa. Börn og bura Sumarið og snjórinn eru komin. Sumarið kom fyrir nokkrum dögum, snjórinn I gær. Mikið ofsalega uröum við stúrin. Það hefur nefni- lega verið svo gott veður uppá siökastið, sól og hlý- indi — og svo er allt I einu kominn snjór og manni finnst að næsti vetur sé strax byrjaður og það er sko ekki góð tilfinning. Nú er lokatörn i skól- anum minum og skólum Þessi ákvörðun var þó ekki tekin vegna fundarins hjá Junior Chamber á Eg- ilsstöðum i gærkvöldi. Þar var fulltrúum allra flokk- anna boðið að koma og tala máli sinu, þetta var nokk- urs konar aöalæfing fyrir framboðsfundi komandi vikna. Ekki komst ég á fundinn og mér var sagt að ekki hefði allt þaö sem þar var sagt verið þess virði aö það væri skráð með gullnu letriá purpura. Þar kom til landsins og prófin i iskyggilegri nánd. Vinnu- timi kermaranna lengist hægt og bitandi, frá sex, átta timum upp i tiu, tólf, fimmtán, sautján tima á sólarhring. Vinnufélagar sem voru hreystin og heil- brigðin uppmáluð fyrir tveimur vikum lfta nú út eins og kinverska konan sem sýnd var i' sjtínvarpinu um daginn af þvi að hún haföi geymst furðu vel i þrjú þúsund ár eða meira. Og þegar viö erum búin meö okkar törn taka bless- uð börnin við og standast prófin (vonandi öll) — eöa falla.... Og þá kemur sum- arið og snjórinn bráðnar væntanlega og hverfur úti hafsauga og þá ætla ég aö flytja suður og kveöja Austurlandið — hvort sem það á nú fyrir manni að liggja að koma hingað aft- ur einhvern tima — eða ekki. dæmis fram hjá mörgum frambjóðendum að dag- vistarstofnanir fyrir börn væru neyðarúrræöi — hið æskilega væri að öll börn væru heima hjá foreldrum sinum (les. mæðrum) á daginn. Alveg finnst mér það hreint ótrúlegt hvaö menn geta enst lengi til að hafa þessa klausu yfir. Kona nokkur sagði viö mig um daginn aö Egils- staðir heföu stækkað og breyst svo ört siöustu árin að það væri erfitt að henda reiöur á þessum ósköpum. — Þegar ég kom hingaö fyrir tiu árum, sagði hún, þá vann varla nokkur kona úti. Núna vinnur meira en helmingur kvenn- anna hér úti og hinar passa börnin fyrir þær. Mér fannst þetta nokkuð vel sagt vegna þess að svona er málunum háttað i dagvistun barna hér á Eg- ilsstööum. Hér er ágætur Föstudagur 30. april 1982 Hp/fjarpncztl /fýT?n leikskóli sem er að visu mjög fjársveltur, en hann tekur við börnum sem orö- in eru tveggja ára og vistar þau hálfan öaginn. Ekkert dagheimili er á staðnum. Þetta þýðir það aö einstæð- ar mæöur eða konur sem þurfa dagvistun allan dag- inn veröa aö leita til dag- mamma. Stundum hafa fóstrurnar á leikskólanum lika veriö svo góðviljaðar að leyfa börnunum að vera bæði fyrir og eftir hádegi, hin lukkulega móöir hleyp- ur þá og nær I barnið/börn- in i hádeginu, gefur þeim aðborða,kemurþeim aftur I leikskólann og hleypur svo aftur i vinnu sina. Og þessi staða hefur ekki komiö örfáum sinnum upp. Konur hér i þorpinu eru aðalvinnuaflið i verk- smiðjunni Dyngju, á heilsugæslusviöinu, I versl- unar- og þjónustustörfum, skólakerfinu o.s.frv. Þess- ar konur eiga börn og þurfa vandað og fallegt dagheim- ili með góðu og menntuðu starfsliði. Það var gerð könnun á þörfinni fyrirdagvistunhér fyrir nokkrum árum en hún var svo slælega unnin og þátttaka svo lítil að hún er alls ekkimarktæk. Engu að siður er alltaf visað til hennar um það að enginn þurfiá dagheimili að halda á Egilsstöðum.... enda er best fyrir börnin að vera heima hjá sér og neyðarúr- ræði aö hafa þau á dagvist- unarstofnunum. V issulega væri það yndislegt ef foreldrar gætu leikið við börn sin til skiptis allan daginn, hoppað og skoppað með þeim um þorpið og lifaö af hálfsdags launum meö pompi og prakt.Ogenginn ber á móti þvi heldur að börn hafa verulega vont af þvi að vera 9-10 tima daglega á fárvondum bamaheimil- um. Hins vegar er það lika ljóstaðhæfileg dvöl á góðu barnaheimili er mun betra fyrir barnið en útigangur eða stressaöur þeytingur á milli staöa allan daginn. Og, þvi miöur, lifir ekki nokkur maöur á hálfs dags launum og fáir á heils dags launum i þessu landi. Viö veröum að vinna fyrir brauði okkar og barnanna — hversu grábölvað sem okkur þykir það. Þetta vita nú eiginlega allir og hafa alltaf vitað — nema hreppsyfirvöld. Og á meðan háttvirtir frambjóð- endur hafa það yfir rauna- mæddir aö dagvistun sé neyöarúrræði fyrir börnin — halda þeir kannski að þeir séu að spara pen- inga. Þaö eru vissulega rök i málinu — en ekki nógu sterk fyrir þá sem vilja alls ekkiláta spara á börnunum sinum. Menu a la Þórbergur Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátiðlegur fyr- ir nokkrum dögum, meö tilheyrandi lúörablæstri og skátaskrúögöngum, dagur sem kemur ágætlega upp um áskapaða bjartsýni þjóöarinnarsemyfirleitt er vandlega falin með löngum andlitum og dæmalausum mæðutón. Hverjir aðrir en laumu-optimistar myndu fagna sumri á tima, þegar vist er að sumarið á enn langt i land með að sigra slyddur og vetrarveður? Undanfarið er ég svo- litið búin að vera að grúska i gömlum blöðum og viö slikt rifjast auövitað upp minningar. Þaö er skritið að skoða sjálfa sig, kunn- ingjana og umhverfið svona afturábak. Ýmislegt er öðruvfsi en fyrir fjórtán árum og það sem maður taldi algildan sannleik fall- iö I gleymsku. Og mikið hefur Reykjavik breyst. Eitthvaö rámar mig í, að um þessar mundir (eöa var þaö heldur seinna?) Birgir Slgurðsson— Heimir Pálsson— Hrafn Gunnlaugsson — Jón Bald vin Hannibalsson — Jónas Jónasson — Magnea J. Matthiasdótf ir — Slg- urður A. Magnússon. Hringborðið I dag skrifar: Magnea J. AAatthlasdóttir £g var lika að glugga i Þórberg, bók sem heitir Frásagnir og hefur inni að halda gagnmerkan kafla um Reykjavik á sfðara helmingi nitjándu aldar, þeas. fyrir svona hundrað árum. Þar er ýmislegur fróöleikur um daglegt lif, klæöaburð, lifnaöarhætti, hreinlæti, mataræði — ég tel ekki fleira. Ég hafði ekki sfst gaman af aö velta fyrir mér mataræöinu og ýmsu i þvf sambandi: hinir mjólkurþambandi Reykvik- ingar byrjuöu tilamynda ekki að drekka mjólk (svona almennt) fyrr en um aldamótin en drukku afturámóti brennivin i stórum stíl, aö minnsta kosti karlmennirnir, og voru vist sfður en svo skárri en á okkar timum. Það er lfka fróðlegt að sjá 1 matseðil vikunnar hjá þokkalega stæðum iðnaðarmanni — ætli ein- hverjum þætti þetta ekki einhæft fæði? Ég tek mér það bessaleyfi að éta þennan seöil upp eftir Þór- bergi: A sunnudögum kjöt- meti: saltkjöt eöa hangi- kjöt eða rjúpur og oft sagógrjónavellingur. A mánudögum var soðning, ný eða söltuð, og kartöflur, brætt smjör út á og mjólkurvellingur úr trei- kvartgrjónum. Hálfgrjtín þóttu ómeti. Stundum hris- grjónagrautur með mjtílk út á. A þriðjudögum voru baunir og kindakjöt eöa kjötsúpa. Kaffi á eftir. A miðvikudögum var sami matur og á mánudögum. A fimmtudögum var ein- hvers konar kjötmatur, gat verið saltkjöt og rtífur, figgasi, ragú eöa kjöt i karri. Hrisgrjónasúpa með sveskjum, ediki og sykri i og litið eítt af sætsaft til að taka af henni vatnslitinn. A föstudögum var sami 1 matur og á þriðjudögum. A laugardögum var oft sami matur og á mánudögum, en stundum þó steiktur blóð- mör. — Og hefur eflaust þótt flott, ekki sist fátækl- ingum, sem bjuggu við miklu lélegri kost og fengu margir ekki kjöt allan veturinn, eða i besta falli blóðmörssneið. Ég ætlaöi vist að segja eitthvað fallegt um vorið, það var að minnsta kosti meiningin þegar ég settist við ritvélina og jafnvel að hugga vinkonu mina með vetrarsvartsýnina og aðra sem ámóta er statt fyrir. En vinnuborðið mitt stendur við glugga og rétt þegar ég byrjaði að stara þar út til að fá innblástur- inn fræga tók að snjóa. Hann verður eflaust (vona ég) horfinn i kvöld en ein- hverra hluta vegna færir það veturinn nær en vorið fjær. Vorpistillinn verður vist að biða heldur lengur. En gleðilegt sumar samt... Þó finnst-mér óumdeilan- legt að það sé komiö vor — grasið er farið að grænka, stöku blóm búið að skjóta upp kollinum, fuglarnir láta heyra til sin á ótrúleg- ustu timum sólarhrings og stundum er meira aö segja dálitið hlýtt. Ég er búin að vera ágætlega ánægð með að vita af nálægð þessarar árstiðar, þar til vinkona min hringdi i mig f gær til að ræða málin og skaut þvi eymdarlega inn á milli frétta, að nú væri orðið stutt i veturinn. Ég hváði, hugsaði mig svo um og sá að þetta var ekki fjarri lagi hjá henni. Raunar er ekk- ertlangtf veturinn og ef úti það er farið bara átta mán- uðir til jóla. Sem er auðvit- að enginn timi. Hann ku ráðast af sjónarhóli hvers og eins. hafi mér fundist hún dauð- ust af öllu dauðu, bæði stif og grá. Ftílk spariklæddist gjarna áöur en þaö fór I bæ- inn og það helst ekki nema til brýnna erinda. Mennta- skólastrákar voru i jakka- fötum og meö bindi i skól- anum, stúlkurnar helst stifmálaðar og ípilsum. Og svo fór klæðaburöurinn aö stokkast upp og verða frjálslegri, sömuleiöis finnst mér samskipti fólks og lifsskoðun. Miðbærinn lifnaði við og meira var á seyði. Ef til vill stafar þetta að einhverju leyti af þvi, að fólk fer frekar utan en áð- ur, kynnist anda erlendra stórborga, kann vel við eitthvaö sem þaö sér eða upplifirog vill gjarna flytja með sér heim. Eða er þetta kannski bara eðlileg þróun i bæ, sem er hættur að vera bær og orðinn borg?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.