Helgarpósturinn - 30.04.1982, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Blaðsíða 24
Vinirnir Itamon og Panchoá bananaekrunni.Pancho gefur vini sinum dýrmæta banana, sem hann ætlar aö selja i borginni, en Ramon siæst i förina meö Pancho til borgarinnar. Ramon er leikinn af Viðari Eggertssyni, en Pancho af Gunnari Rafni Guömundssyni. Myndin er tekin á æfingu. Föstudagur 30. apríl 1982 hnlrjnrpÓsturinn Stuöarinn átti leið fram hjá Hafnarbiói fyrir skömmu, en þar er eins og flestir vita Alþýöuleikhúsiö til húsa, ( — ennaðminnsta kosti). Og fyrst Stuöarinn var kominn á þessar slóöir þvi þá ekkiaö kikja inn og athuga hvaö væri um aö vera? Og hvaö haldiöi! Pældiö’i hópurinn hinn eini sanni var þar saman kominn aö æfa unglinga- leikritiö Bananar eftir þá Hach- feld og Liicker, en þaö er Jórunn Siguröardóttir sem hefur þýtt leikritiðúr þýsku, á ástkæra yl- hýra móöurmáliö. Bananar, hugsaöi Stuðarinn, ja.þaöá aldeilis aö halda áfram meö fæöuhringinn! Ég man ekki betur en siöasta verkiö hafi verið Súrmjólk meö sultu. „Já, viö reynum aö hafa sér- lega matarmikil verk til sýninga.” sagöi Jcírunn Siguröardóttir sem var svo góö aö svara nokkrum spurningum. Viltu kaupa banana? — En um hvaö fjallar leikritiö Bananar? Leikritiö gerist i ímynduöu landi i rómönsku Ameriku þar sem bananaræktun er aöalat- vinnugreinin. Aöalsöguhetjan er 12 ára strákur Pancho, sem býr i imynduöu þorpi og sér fjölskyldu sinni farboröa meö þvi aö selja banana. 1 gegnum starf sitt kynnist hann stelpu á svipuðu reki sem segir Pancho frá þvi aö það sé hægt aö fá miklu meira fyrir banana i borginni, þar sem hiín býr. En hún er hvit og faðir hennar er forstjóri fyrir erlendu fyrirtæki i borginni. Bananaræktunin er nefnilega i höndum erlends fyrirtækis. — Nema hvaö strák- urinn fær leyfi til að fara meö bananana sina til borgarinnar, en á þeirri ferö kynnast áhorf- endur lifi fólksins, einkum krakkanna.” Skemmtileg tónlist — Er líf krakkanna frábrugð- iö lifi felenskra krakka? „Já, það er mjög frábrugðið. T.d. þurfa flestir krakkarnir a.m.k. að sjá fyrir sér sjálfum, ef ekki allri fjölskyldunni.” — Og suöur-amerisk tónlist, fylgir hún ekki meö? „Jú, þaö er mikil músik. 1 för meö Panchoer götusöngvarinn en tónlistin i leikritinu er eftir Birger Heymann sem hefiir samiö tónlist fyrir barnaleikhús i fjölmörg ár.” — Hvenær á að frumsýna? „Bananar veröa frumsýndir i byrjun mai, en þá veröa nokkrar sýningar á leikritinu. Siöan verður leikritiö tekiö upp aftur i haust, en sviösmynd er hönnuö þannig að þaö er hægt aö sýna leikritiö hvar sem er. En hvort Hafnarbió hýsir Alþýöu- leikhúsið áfram er óráöiö, en viö sýnum a.m.k. i skólum og úti á landi. Kýlum á BANANA! Leikendur eru Gunnar Rafn Guömundsson, Viðar Eggerts- son, Thomas Ahrens, Jórunn Sigurðardóttir, Margrét Ólafs- dóttir, ólafur Thoroddsen, Björn Karlsson og Sigfús Már Pétursson. Leikstjóri er Briet Héöinsdóttir og Böövar Guömundsson þýddi ljóðin,” sagði Jórunn aö lokum. Og þá er bara aö biöa eftir aö þetta hressa og skemmtilega unglingaleikrit veröi sýnt og þá förum viö aö sjálfsögöu öll i Alþýöuleikhúsiö! Pældíðí hópurinn heldur áfram með fæðuhringinn Verkstjórinn á bananaekrunni slær til Pedros sem er verkamaöur. Ólafur Thoroddsen leikur verkstjórann en Sigfús Már Pétursson Pedro. Myndin er tekin á æfingu. Þrumuvagninn og Baraflokkur- inn á plast Ákveöin hefur veriö Utgáfa á plötum meöÞRUMUVAGNINUM og BARA-FLOKKNUM. Vinnsla beggja platnanna er þegar vel á veg komin. Gert er ráö fyrir að þær komi út fyrstu dagana I júni. Upphaflega var ekki ætlunin að gefa útnema 5-laga 12” plötu með ÞRUMUVAGNINUM en þegar lokiö var hljóðritun laganna fimm þótti útkoman svo góö, aö þeir félagar voru beönir aö vinna fleiri lög og stefna aö LP-plötu. Þeir hafa sjálfir samiö allt efnið — og hérer á ferðinni fyrsta raunveru- lega íslenska þungarokkplatan. BARA-FLOKKURINN hefur lokiö upptöku á sinni plötu. Eftir viku hlé veröur tekiö til viö hljóö- blöndun, sem reiknað er meö að ljúki fyrstu dagana i maí. Þá mun Gunnar Þórðarson upptökustjóri ÞÚ & ÉG vera farinn utan til Lundúna og undir- býr nú upptöku nýrrar LP-plötu dúetsins. Þau Helga Möller og Jóhann Helgason halda einnig ut- an innan skamms og erætlunin að upptökur hefjist ytra I byrjun næsta mánaöar. Jakob Magnússon kemur til landsins i' byrjun mai meö nýja plötu i pokahominu. Sú plata kemur á markað innan tiðar þótt endanlegurútgáfudagur hafi ekki veriö ákveöinn enn. EaáijMiiiiiij KBe 4*2pB lll/ v |1K Þrumuvagninn á fullu biti. Ætluöu aö gefa út 5-Iaga plötu, en stefna nú aö LP-plötu. #

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.