Helgarpósturinn - 30.04.1982, Blaðsíða 14
14
Föstudagur 30. apríl 1982 helgarpósturinn
— Faðir minn var arkitekt og var fenginn
til að teikna þar sildarverksmiðju árið 1934
en þá voru þar aðeins þrir braggar. Hann
fylgdist svo meö uppbyggingu verksmiðj-
unnar og rekstri hennar fyrstu árin. Þarna
myndaðist þorp og var mikið að gera fram
undir 1950 þegar sildin hvarf. Þær eru
undarlegar þessar hreyfingar náttilrunnar.
Þarna var unnið nætur og daga enþetta var
skemmtilegur timi hjá mér og ég á minar
hlýlegustu minningar frá þessum árum.
Árið 1953 fluttum við til Reykjavikur en
þá var ég 11 ára gömul. Það voru mikil við-
brigði. Fyrir norðan hafði faðir minn kennt
okkur undirstöðuna I helstu skólafögunum
en nú fór ég fyrst i skóla. Ég lauk 2. bekk
gagnfræðaskóla og langaði þá mikið að
verða blaðamaður eins og þú. En ég hafði
lika áhugaá tungumálum og fór þvi til Eng-
lands til að læra ensku. Þar var ég I ár og
svo hálft ár i Þýskalandi. Kom heim voriö
1961.
Ferðalðg, kjóll o<j
skaulbúningur
Maria kom heim, sá og sigraði i bókstaf-
legri merkingu þess orðs þvi nokkrum
mánuðum eftir heimkomuna var hún oröin
Ungfrú Island meö tilheyrandi mögu-
leikum. Hvernig atvikaðist það?
— Það var Gisli Sigurðsson,ritstjóri Les-
bókarMorgunblaðsins,sem sá mig i Lidó og
kom þeirri flugu inn i kollinn á mér að ég
ætti að taka þátt i keppninni. Ég skil raunar
ekki hvað rak mig út i þetta þvi ég er feimin
að eölisfari og haföi á þessum árum mikla
komplexa. Ég var t.d. nokkuð i handbolta
og valdi þá markmannsstööuna af þvi að þá
gat ég verið i siðum buxum. Ég held að ég
hafi ekki tekið þetta alvarlega — fyrr en ég
kom upp á svið i Austurbæjarbiói þar sem
undankeppnin fór fram. Þá varð ég óskap-
lega nervös. En ég komst áfram i úrslitin á
Hótel Borg og varö númer 1. Að launum
fékk ég ferð á Langasand, siðan kjól og
skautbúning. Þaö leið svo ár þangað til ég
fór á Langasand. Þar komst ég áfram i úr-
slitin en datt svo út.
Enginn veil sfnð ævinð...
— Og svo geristu fyrirsæta.
— Já, það byrjaði með þvi að fyrirtæki i
Frakklandi, Comité Francais de l’Ele-'
gance, sem hafði yfirumsjón með öllum
fegurðarsamkeppnum i Evrópu, fékk mig
ásamt sigurvegurunum frá Danmörku,
Þýskalandi, Frakklandi og stúlku frá fyrir-
tækinu til að fara i tiskusýningarferðalag
um nokkur lönd Mið- og Suður-Ameriku. Ég
skildi ekki hvers vegna ég varð fyrir valinu
þvi ég var alls óvön tiskusýningum.
Þegar ég kom til baka var ég staöráðin i
að taka aldrei þátt i svonalöguöu framar.
Ég stoppaði nokkra daga hjá frænku minni
sem bjó i Paris ásamt manni sinum sem
var Bandarikjamaöur. Einn daginn fór ég i
hárgreiðslu og þar sem ég sit á stofunni tek
ég eftir konu sem horfir stift á mig. Þetta
stóð lengi og var orðið óþægilegt. En þegar
ég var búin kom hún til min og spurði hvort
ég væri fyrirsæta. Ég sagði nei og var jafn
neikvæð þegar hún spurði hvort ég hefði
áhuga á að verða það. Hún bað mig samt aö
hugsa máliö og lét mig fá nafnspjald. Ég
var alsæl þegar hún fór.
Þegar heim kom sagði ég frænku minni
og manninum hennar frá þessu en bætti þvi
við að ég hefði engan áhuga og hélt að þetta
væri bara vitleysa. Svo sýndi ég þeim
spjaldið. Hann sagöi aö ef þetta stæðist
væri um að ræða eina frægustu fyrirsætu
sem Bandarlkin hefðu átt, Dorian Leigh
Parker, og að ég heföi möguleika á að kom-
ast á forsiöur frægustu blaða. Þeim tókst að
tala mig upp i að fara og athuga málið.
Þegar ég sat á skrifstofunni og beið eftir aö
Dorian hætti aö tala i simann kom inn
maður sem hafði allt á hornum sér. „Þetta
er ómögulegt”, sagði hann og svo fór hann
að horfa á mig eins og konan á hárgreiðslu-
stofunni, og mér fannst það jafn óþægilegt.
Loks spyr hann hvort ég vinni þarna og
Dorian svarar þvi játandi. Þetta var þá
umboðsmaöur frá Coca Cola og hann vildi
fá mig I ferð upp I frönsku Alpana þar sem
átti að taka auglýsingamyndir. Ég hugsaði
með mér að ég gæti fyrst farið heim, út
aftur til Alpanna og komið heim með ein-
hvern vasapening. Og sló til. En þegar ég
kom aftur til Parisar var Dorian búin að
bóka mig á hverjum einasta degi i tvo og
hálfan mánuö.
Á baoiötum r snjó
— Og þá hafa örlögin verið ráöin?
— Já, Dorian var umboðsmaður minn i
Evrópu i mörg ár og reyndist mér vel. Siðar <
kynntist ég Eileen Ford sem geröist um- -
boðsmaður minn vestanhafs. Ég var á ,
þeytingi fram og til baka yfir hafið og vann
einnig í Englandi og Þýskalandi næstu árin. i
Alls vann ég sem fyrirsæta i 16 eða 17 ár. ]
— Hvernig likaði þér starfið?
— Mér fannst það skemmtilegt. Það bauð
upp á margt, feröalög og svo kynntist
maður mörgu fólki og margvislegu. En ]
þegar á leið fannst mér það fremur innan-
tómt, maður fékk heldur litla andlega
hvatningu. Þetta getur lika verið ansi erfitt
oft er vinnutiminn langur og aðstæður mis-
jafnlega góðar. Það er heldur engin misk-
unn sýnd, t.d. þegar maður á að sitja fyrir I
baðfötum i snjó. Þá er bara aö standa sig.
En mér finnst samt aö stúlkur sem eiga
möguleika á þessu starfi ættu að notfæra
sér hann. Það má ýmislegt læra af þessu og
það hefur bæði kosti og galla.
— Eitthvað varstu viðriðin kvikmynd-
irnar.
— Já, en ég er engin leikkona, þetta bara
slysaðist svona til. Ég lék aðalhlutverk I
þýskri mynd sem gerö var á Sri Lanka
suður af Indlandi. Svo lék ég i tveimur
stuttum ameriskum myndum og smáhlut-
verk i Paradisarheimt, ég var ein af
konunum hans Þjóðreks biskups. Mér
fannst þetta skemmtilegur heimur, hann er
allur stærri i sniðum en ljósmyndabrans-
inn. En þó er margt likt, þarna vinnur fólk
saman i stórum hóp þar sem hver hefur
sitt hlutverk.
Mormónar
— Hvernig leist þér á þig I mormóna-
byggöum?
— Það var gaman að kynnast mor-
mónunum og sjá hús brautryðjandans
Brigham Young. A þaki þess eru 27 kvistir
en þar hafði hver kona sinn kvist. Það var
merkilegt að upplifa fjölkvænið, það var
svo allt öðru visi en flestir gera sér i hugar-
lund, þetta var ekkert siðleysi. Karlmenn-1
irnir giftust konunum af ýmsum ástæðum,
einkum þó til að veita konunum heiður og
rétt i þjóðfélaginu. Til dæmis Þjóðrekur
biskup,hann fréttir af aldraðri konu sem
hafði lent i slysi, fer að heimsækja hana á
spitalann og býður henni að koma með sér
heim og passa börnin. Siðar giftist hann