Helgarpósturinn - 30.04.1982, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 30.04.1982, Blaðsíða 15
15 "»'SB?SSS? helgarpósturinn Föstudagur 30. apríl 1982 Þaðeræði langtítíma og rúmi á milli síldarævintýrisins á Djúpuvík á Ströndum,um og upp úr seinni heimsstyrjöld.og Ijósmyndabransans á AAanhattan í New York árið 1982. Ein er þó sú kona sem hef ur f arið þessa leið með ótal krókum og viðkomustöðum um mestallan heim. — Samt er eins og ég haf i aldrei farið að heiman, segir AAaria Guðmundsdóttir, áð- ur fegurðardrottning íslands og Ijósmyndafyrirsæta, nú eigandi Ijós- myndastof u á 16. götu austur á AAanhattan eyju. Hún stendur á fertugu, sjarmerandi kona og hlýleg í fasi. Hún býður okkur Jens Ijósmyndara velkomna í „hreiðrið sitt" við Sörlaskjól. Þar býr hún þegar hún er hér i heimsókn og þar f innst henni hún eiga heima. Hún er reykvísk að ætt og fædd hér í borg, en fluttist ung norður á Djúpuvik í Arneshreppi á Ströndum. A ferli sínum sem tiskufyrirsæta var Maria Gumundsdóttir tiftur gestur á for- sióum frægra heimsblaöa eins og þessi sýnishorn bera vitni um. StJOopy m SrRA/yge CÖURTSHíP gSTOMS í is5“' ffígcav iSgs- nts ÆM henni. Varla hefur hann gert þaö af kyn- feröisástæöum? En hafa mormónarnir ekki veriö lögsóttir fyrir fjölkvæniö? — Jú, og nú býr aöeins litill hluti þeirra viö fjölkvæni. Þeir sem þaö gera búa út af fyrir sig og veröa oft fyrir aökasti frá hinum. Þeir eru mjög strangir og siöa- vandir, neyta hvorki tóbaks, kaffis né áfengis en þetta er glatt fólk og gott. Og þetta samfélag stingur mjög i stúf viö af- ganginn af Bandarikjunum. Að Dyrja upp á nýll — Nú ertu búin aö snúa myndavélinni viö og farin aö taka myndir sjálf. Hvaö olli þvi? — Ég var búin aö fá leiöa á fyrirsætu- starfinu og fannst ég vera stöönuö. Auk þess var ég farin aö eldast og þá kom upp vandamáliö: hvaö átti ég aö gera? Þaö var ekkert auövelt þvi tiskuheimurinn er frekar lokuö veröld og þegar maöur kemur út eru jafnaldrar manns búnir aö koma sér fyrir i lifinu. Þá þarf maöur aö byrja upp á nýtt. En ég fór aö leita fyrir mér og varö umboös- maöur fyrir 4 ljósmyndara. Mér likaöi þaö ágætlega nema hvaö mér leiddust peninga- málin, prúttiö og allt þaö. Ég var aö hættaþegarég fékk aöstööu til aö æfa mig i ljósmyndun i einu stúdióinu. Fyrst var ég i myrkraherberginu, svo fékk ég smáverk- efni og fljótlega gat ég framfleytt mér á þessu. Til aö byrja meö var þetta meira leikur, og ef ég væri aö byrja núna færi ég sennilega aöra leiö, byrja á aö vinna meö öörum og kynna mér betur tæknilegu hlið- ina. En nú er ég búin að opna eigiö stúdió, opnaöi i nóvember liölega 300 fermetra stúdió á fimmtu hæö I húsi við 16. götu austur á Manhattan. Þar hef ég tvo fasta starfsmenn en nota aö ööru leyti frilans- fólk. Ég verö aö halda yfirbyggingunni i skefjum meöan ég er aö komast yfir upp- byggingu hússins. Þaö þurfti ýmislegt aö gera við þaö, t.d. haföi fyrrverandi leigj- anda og eiganda sinnast eitthvaö meö þeim afleiöingum aö leigjandinn fjarlægöi allt rafkerfi hæöarinnar. — Hvernig myndatökur fæstu viö? — Eingöngu tiskumyndir, ég hef sáralitiö fengist viö annað. Ef ég þarf að gera bækl- inga þar sem ööruvisi myndir eiga að vera með fæ ég aöra til aö vinna þær. Ljós- myndastarfiö er flokkað niöur I ótal sér- greinar fyrir vestan. Stundvisir Amerikanar — Eru ekki miklir peningar i þessum bransa? — Jú, þetta getur veriö vellaunaö, en kostnaöurinn er mikill. Maöur setur sjálfur upp sitt verö. Viö ljósmyndarar höfum meö okkur samtök þar sem viö ræðum ýmis vandamál stéttarinnar, svo sem hvernig viö getum varist tekjumissi þegar veöurfar hamlar útimyndatöku og annað sem á okkur brennur. En þarna er bannað aö ræöa verö og viö auglýsum ekki taxta heldur er hann samningsatriöi hverju sinni milli stofunnar og viðskiptavinarins. Þaö væri túlkaö sem brot gegn lögum um frjálsa verömyndun ef viö ræddum verð- lagsmálin i samtökunum. En gæöin veröa að vera pottþétt. Ef viöskiptavinurinn vill fá betri myndir þarf aö taka þær aftur. Þá þarf aö panta fyrirsætur aftur og þær eru dýrar þannig að gróðinn er fljótur aö hverfa. Bandarikja- menn borga best en þeir eru lika geysilega kröfuharöir hvaö varöar stundvisi, gæöi og fagleg vinnubrögð. Ég komst aö þessu meö stundvisina þegar ég var fyrirsæta, þá var hiklaust dregiö af manni kaup ef maöur mætti of seint. — Hvernig finnst þér að búa erlendis? — Þaö er ágætt en ég verö aö koma heim annað slagiö, Helst þyrfti þaö aö vera á sex vikna fresti en timinn og fjárhagurinn leyfir þaö nú ekki alltaf. Mér finnst ég i raun aldrei hafa fariö.likaminn hefur veriö á flakki en sálin hefur alltaf verið hér. Ég er alltaf úti um óákveöinn tima og þaö kem- ur að þvi aö ég kem heim. Eins og er vil ég vera i New York og sjá hvernig þetta gengur. Ef þaö gengur vel verö ég kannski í þessu í 10 ár til viðbótar, þá held ég aö ég verði oröin of gömul fyrir þennan tisku- heim. Hann byggist á ungu fólki og þar rikir andi líöandi stundar. Ég teldi mig þvi góöa ef ég endist i tiu ár, annars vil ég ekki spá svo langt fram i timann. Að seljasl á shólabekk... — Gætiröu hugsaö þér að setjast aö hér og gerast ljósmyndari? — Ég gæti hugsaö mér þaö.já, en mér skilst aö hér þurfi ljósmyndarar aö hafa próf og það hef ég ekki. Ég hef hugsaö mér aö taka eitt og eitt námskeiö til aö komast betur inn i tæknina þvi hún breytist mjög ört. En að setjast á skólabekk i fjögur ár... Fyrir vestan er þess ekki krafist af ljós- myndara aö hann hafi próf. Hann byrjar sem hjálparkokkur ljósmyndara og fikrar sig áfram. Og hann getur veriö ljósmyndari svo lengi sem hann getur veitt fólki þaö sem þaö biöur um og helst svolitiö meira. — Hvernig kanntu viö þig i New York? — Borgin hefur breyst mikið á þeim tima sem ég hef verið þar, þetta er eins og heimur út af fyrir sig. Þar sér maður þaö besta og þaö versta og allt þar á milli. Þar •búa miklir auökýfingar og svo fólk sem ekki á lás á huröina sina og jafnvel ekki einu sinni hurö. En ég vildi ekki eiga börn á Manhattan og ég vildi ekki veröa gömul þar. Gamla fólkiö býr viö mikiö óöryggi, þaö er oft ráöist áþaö, þó manni finnist erf- itt aö skilja það. Þaö er til fólk sem hefur enga samvisku. Síberíuhraðleslin — Þú hefur feröast mikiö, hefuröu komiö i allar heimsálfur? — Nei, ég hef aldrei komib til Astraliu og heldur ekki til Kina, Japans eöa austur fyrir tjald. Ég hef lengi átt mér draum sem ég sé eftir aö hafa ekki komið i fram- kvæmd. Hann er sá að fara meö Siberiu- hraölestinni frá Vladivostok til Moskvu, eyöa 2—3 mánuöum i feröina og taka myndir. Svo held ég alltaf dagbók og hug- myndin er sú aö gefa út ferðasögu i dag- bókarformi með myndum. En það kemur alltaf eitthvaö upp á og svo þarf aö velja réttan árstima, á köflum liggur brautin mjög noröarlega og annars staðar eru miklar mýflugur á vissum árstima. — Helduröu dagbækur, má kannski búast viö aö þær veröi birtar einn góöan veöur- dag? — Nei, ég á ekki von á þvi. Ég hef gert þetta lengi og á oröiö heilt flóö af dag- bókum. Mér finnst gaman aö dútla við þetta, ég set myndir i þær og nota liti, eins og börnin. En ég veit ekkert hvað ég geri viö þær, kannski læt ég brenna þær þegar ég fer. Alll er lerlugum lærl — Tekur atvinnuljósmyndarinn mikiö af myndum i fristundum sinum? — Þaö er helst þegar ég er hérna heima og þá einkum af landslagi. Þegar ég er á gangi i bænum sé ég oft skemmtileg mynd- efni i fólki en ég er of feimin til að stilla mér upp fyrir framan þaö og fara aö smella af. Þetta hljómar undarlega þar sem ég hef at- vinnu af þvi aö taka myndir af fólki, en svona er þaö nú samt, ég er feimin þó þab sjáist ekki alltaf á yfirboröinu. En þaö er margt hægt aö finna i landinu, Island er mest lifandi land sem ég hef kynnst. Ég held ekki aö þaö sé vegna þess aö ég er Isiendingur. Þeir útlendingar sem ég hef hitt og hafa komið hingaö skiptast i tvo hópa, annab hvort elska þeir náttúruna eöa þeim fellur hún ekki. 1 siðarnefnda hópnum hefur undantekningarlaust veriö fólk sem skortir innra öryggi. Þaö hefur ekki þolaö aö standa eitt úti i náttúru sem er lifandi. Ég hef sjálf fundið fyrir þessu. Einu sinni var ég á ferö um Kaldadal þegar sprakk hjá mér. Ég fór út til aö skipta um dekk og þá heyrði ég öll þessi hljóö,hvernig gnauöaöi i dalnum, og ég fann til óöryggis. Ég baröist á móti og komst yfir þetta. Hins vegar kom ég dekkinu ekki undir bilinn. Þá var ég svo heppin aö þaö bar aö hjón, sveitafólk, og konan var svo rösk aö hún lyfti bilnum meðan ég skrúfaöi dekkið undir. En þarna á Kaldadal fann ég aö þaö var ekki rétt að vera aö pæla i öllum þessum hljóöum, þvi ég veit um fólk sem hefur oröiö gifurlega hrætt. Þessi hljðð eiga sinn þátt i aö skapa þjóötrúna um drauga og fjörulalla. — Aö lokum, ertu ánægö með lifiö? — Já, mér fannst ég ná merkilegum áfanga þegar ég varö fertug. Likaminn breytist en sálin heldur sinu striki og ef maöur heldur rétt á spööunum og heldur heilsu, er þaö fátt sem maður getur ekki gert, segir Maria Guömundsdóttir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.