Helgarpósturinn - 30.04.1982, Blaðsíða 19
19
Útlaginn og myndlistarmaðurinn Tryggvi ólafsson opnar á morgun
1. mai, sýningu á 50 málverkum auk teikninga og grafikmynda i
Listmunahúsinu i Lækjargötu. Tryggvi hefur veriö búsettur i Kaup-
mannahöfn i yfir 20 ár, en hann hefur haidiö margar sýningar hér og
viðar. Síðast sýndi hann i Listmunahúsinu fyrir tveimur árum. A
myndinni sést Tryggvi við citt verka sinna.
lokum létu eigendurnir undan
og settust að samningum við
prentara. Þeir hafa staðið þar
til á sl. ári, en þegar hefjast átti
handa við nýju tæknina var svo
af risanum dregið að hann
engdist i dauðateygjunum. Nú
virðist hafa tekist að lifga sjúkl-
inginn við en óvist er hvort það
dugir til langlifis.
Það gengur nefnilega ekkert
sérlega vel hjá öðrum dönskum
blöðum heldur. Samtals
minnkaði sala danskra dag-
blaða um liðlega 50 þúsund ein-
tök á dag á sl. ári, sem er 2.7%
fækkun. öllu verr gekk hjá
vikublöðunum („dönsku
blöðunum”), þar fækkaði kaup-
endum um 10% eða liðlega 200
þúsund á viku.
Ein helsta ástæða þessa kaup-
endamissis eru talin vera verk-
föll þau sem stóðu mánuðum
saman á siðasta ári. Þau bitn-
uöu eingönguá þeimblöðum sem
eru aðilar að danska vinnuveit-
endasambandinu, hin juku við
sig eða stóðu i stað.
En það sem verra er: auglýs-
mgum fækkar verulega og öllu
meira en svartsýnustu menn
höfðu spáð. Það þýðir m.a. að
dagblöðin geta ekki reitt sig á
aukatekjur frá auglýsinga-
blöðum sem þau reka og dreift
er i hverfin ókeypis. Danskur
fjölmiðlafræðingur sér þá eina
leið út úr kreppunni að blöðin
sameinist um prentun til að
draga úr kostnaði, en það eykur
atvinnuleysið og er ekki á það
bætandi. Æ, hvar endar þetta...
Ekkert upp-
gjafarhljóð
í Alþýðuleikhúsinu þótt
fjárhagurinn sé bágborinn
Nokkrar sögur hafa gengið um
bæinn af slæmri fjárhagsstöðu
Alþýöuleikhússins. Sigrún Val-
bergsdóttir leikhdsstjóri sagði I
viðtaii við HP að vissulega væri
staða leikhússins slæm en alls
ekki vonlaus.
— Viðskuldum þó nokkuð. Það
hafa lika verið mikil umsvif hjd
okkurívetur.Sýningarhafa veriö
190 og þær hafa sótt um 25 þúsund
manns. Þessi fjöldi hefur samt
ekki nægt til að standa undir
kostnaði við sjö uppfærslur og
launaskrá sem hefur talið tpp
undir 40 manns þegar flest var.
Rikisstyrkurinn sem var upp á
heilar 400 þúsund krónur nægði
fyrir 10 mánaða húsaleigu i
Hafnarblói en viö erum llka með
æfinga- og skrifetofuaðstöðu i
Kjörgaröi. Til viðbótar rikis-
styrknum fengum viö 140 þúsund
frá borginni auk 100 þúsund króna
sem runnu til breytinga sem við
urðum að gera á Hafnarbíói.
Þetta hefur einfaldlega ekki
nægt.
— A starfsfólk mikið inni af
ógreiddum launum?
— Já, en þar er ástandiö bara
gott miðaö við fyrri ár. Sumir
eigahluta af febrúarlaununum og
aðrir hluta af marslaunum inni
En við höfum látið
launin ganga
■ ■
Oll tækni og
tjáningarform
notuð í íslensku óperunni Silkitromman
Einn þeirra listviðburða sem
fram verða reiddir á Listahátíð I
Reykjavik i vor er ný islensk
ópera. Silkitromman heitir hún,
og er eftir Atla Heimi Sveinsson
ogörnólf Arnason.
— Þetta verður allsherjar leik-
hús „totalteater”, sagði Atli
Heimiri'spjalli við HP. — Viðnot-
um ai tjáningarform og alla
tækni sem leikhúsið ræður yfir.
Við gerum það með tækninni sem
mögulegt er. En þetta verða ekki
neinar tæknibrellur.
Þarna verður 20 manna hljóm-
sveit og nokkur sönghlutverk og
allt þetta fólk verður einleikarar.
Auk þess notum við flókið segul-
band sem verður einskonar mót-
leikari fólksins á sviðinu, það
syngur ogleikur á móti sjálfu sér.
Tónbandið túlkar oft það sem býr
innra með persónunni, þ.e.
hugsanirnar sem það hugsar
meðan það segir allt annað.
— Þarna kemur saman leikur,
tónlist, tal, söngur, hreyfingar,
myndband, kvikmyndir o.fl.,
sumsé öll tjáningarform leik-
hússins. Tónlistin er byggð á
ýmsum tilraunum er ég hef gert
auk þess sem ég byggi á reynslu
minni af leikhúsvinnu. Það má
segja að í þessari fyrstu óperu
sem ég hef samiö birtist öll min
þróun sem tónskáld undanfarin
5—6 ár, sagöi Atli.
Höfundur textans, Orndlfur
Arnason, sagði að þema sýning-
armnar væri fengið úr japönsku
No-leikriti en þaö gerðist 1 tísku-
heimi nútimans og gæti þess
vegna gerst hvarvetna i' vestur-
álfu, en varla i Japan. — Aðal-
persónan er gamall gluggapúss-
ari sem veröur ástfanginn af
ungri tiskusýningarstúlku, meira
er varla hægt að segja um
söguþráðinn, sagði örnólf ur.
Guðmundur Jónsson syngur og
leikur hlutverk gluggapússarans
en meö hlutverk ungu stúlkunnar
fara þær Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir söngkona og Helena Jó-
hannsdóttirballettdansari. Onnur
sönghlutverk eru ihöndum þeirra
Rutar Magnússon, Jóns Sigur-
björnssonar, Sigurðar Bjömsson-
ar og Kristins Sigmundssonar.
Leikstjóri er Sveinn Einarsson
enGilbert Levine stjórnar hljóm-
sveitinni. Leikmynd er eftir Sig-
urjón Johannsson en Helga
Björnsson tiskuteiknari er fengin
frá Parfs til að sjá um búninga.
Sýningin tdcur hálfan annan tima
iflutningi.
Frumsýning Silkitrommunnar
veröur á Listahátið 5. júni I Þjóð-
leikhúsinu. Þá veröa þrjár sýn-
ingar en óperan verður tddn upp
afturi sumareöa haust. —ÞH
Flaggskip riðar til fa/ls
Þegar dagblað er búiö að
koma út á hverjum degi i 233 ár
telst það óneitanlega til tiðinda
að allar horfur séu á að það
leggi upp laupana. Sú staðreynd
blasti þó við Dönum að virðu-
heimi. Þar hefur blaðadauði
riðið húsum um langt árabil og
lagt mörg blöð að velli. Til
dæmis eru ekki liðnar margar
vikur siðan tilraun krata til að
endurreisa málgagn sitt i
Fjölmiðlun
eftir Bjarna Sigtryggsson
legasta ihaldsblað þeirra væri
aðgeispa golunni fyrir nokkrum
vikum. Eigendur Berlingske
Tidende lýstu þvi yfir að þar
sem ekki hefði tekist að safna
160 milljónum danskra króna
væri ekki annað að gera en að
loka búllunni.
Dönskum fyrirtækjum virðist
ekki hafa litist á blikuna og
skyndilega opnuðust fjárhirslur
sem áður höfðu verið harð-
lokaðar. Og fyrir réttri viku
gátu eigendurnir glatt lesendur
blaðsins með þvi að nú væri út-
gáfu blaðsins borgið. Ýmsir
bankar og stórfyrirtæki höfðu
látið af hendi nægjanlegt fé til
að tryggja áfrrmhaldandi út-
gáfu blaðsins.
Þessi sorgarsaga Berlingske
Tidende er langt frá þvi að vera
einsdæmi i dönskum blaða-
Arósum fór endanlega út um
þúfur. Það mál var að visu
nokkuð sérstætt þvi kratar, eða
öllu heldur forystumenn
danskra alþýðusambandsins,
geta siálfum sér um kennt
hvernig fór. Þeir voru alltaf að
gripa fram fyrir hendurnar á
ritstjórn blaðsins og stóðu i
stöðugu striði við blaðamenn og
ritstjóra. Mættu ýmsir draga
lærdóm af þeirri sögu.
Vandræði Berlings eru hins
vegar öllu klassiskari. Þar á bæ
hefur staðið til siöan 1978 að
koma á nýrri tækni I vinnslu
blaðsins en aðferðirnar sem átti
að beita hefðu leitt til slikra
fjöldauppsagna að prentarar
gerðu verkfall og stóð það i heila
240 daga. Þá daga máttu les-
endur Berlings og dótturblaðs-
ins BT leita á önnur mið. Að
Lilja og Jóhann
leika aðalhlutverkin í Trúnaðarmáli
Við úthlutun úr Kvikmynda-
sjóði á dögunum fengu fyrirtækin
Saga Film og Hugmynd hf
stærsta styrk til aO gera kvik-
mynd sem ber heitiO Trúnaöar-
mál. Undirbúningur er i fullum
gangi og tökur eiga aö hefjast I
vor.
Trúnaðarmál fjallar um ungt
fólk sem sest að i gömlu húsi.
Þetta gamla hús hefur bæði sögu
og sál og snýst myndin um þau á-
hrif sem saga og sál hússins hafa
á lifshlaup og viðhorf unga pars-
ins. Meira hafa höfúndar
myndarinnar ekki viljað gefa upp
um söguþráöinn.
Nú er verið aö velja leikara i
hlutverk og hefur þegar verið
ráöið i tvö stærstu hlutverkin.
Það eru þau Lilja Þórisdóttir og,
Jóhann Sigurðsson sem fá að
glima viö unga parið i gamla hús-
inu.
Lilja útskrifaðist sem leikari
áriö 1975 og hefur leikið siðan
ýmist i Iðnó eða Þjóðleikhúsinu,
alltaf þó sem lausráðinn leikari.
Hún er ekki alveg óvön þvi að
horfast i augu við kvikmyndavél
þvi i fyrra var hún i Danmörku
þar sem hún lék aðalhlutverkið i
kennsluþáttum i dönsku sem
danska sjónvarpið lét gera fyrir
það islenska.
Jóhann útskrifaðist i vor og
hefur þegar leikið tvö eftirminni-
leg hlutverk i Iðnó, sem bæöi eru
enn á fjölunum: Jóa i samnefndu
leikriti og Arnald unnusta Sölku
Völku. Hann hefur lika leikið i
kvikmynd, lék eldri bróðurinn i
Óðali feðranna.
Þegar Lilja var spurð að þvi
hvernig henni litist á þetta hlut-
verk,svaraði hún að það legðist
ágætlega i hana. Frekari
upplýsingar um hlutverkið
eða myndina vildi hún ekki
gefa. — Það er trúnaðarmál,
sagði hún.
—ÞH