Helgarpósturinn - 04.02.1983, Blaðsíða 4
4
<r
/
&
y
V
\
V
%
ÍHann er einn
ríkasti athafna-
| maður
landsins
Fáir hafa heyrt
hans getið
En hverer Pállí
Polaris og
sagan bak við
umsvif hans?
Föstudagur 4, febrúar 1983 irinn
O*
Á skrifstofunni undir súðinni Austurvall-
armegin er stjórnað umfangsmiklum við-
skiptum í nafni hlutafélagsins Polaris.
Eigendur þesseru Páll G. Jónsson, eiginkona
hans og móðir. Polaris rekur gosdrykkja- og
ölverksmiðjur Sanitas og Sana (á Akureyri),
umboð fyrir Pan American flugfélagið og
ferðaskrifstofu í tengslum við umboðið, um-
fangsmikla innflutnings- og heildverslun og
hefur jafnframt komið nærri útflutningi á lag-
meti og sjávarafurðum. Forstjórinn hefur í
rúman áratug haft eina gjöfulustu laxveiðiá
landsins, Laxá í Kjós, á leigu ásamt vini sín-
um í Keflavík, Jóni Jónssyni verktaka, og
þeir leigt ána mestmegnis útlendingum. I
tengslum við laxveiðar útlendinga þarf jafn-
an að reka nokkurn veitingarekstur. Polaris á
á annan tug íbúða í Reykjavík, eitthvað á
fyrsta tuginn á Akureyri, dýrt skrifstofuhús-
næði fyrir Pan Am í Bankastræti 8 og nær
5000 fermetra skemmu á Ártúnshöfða.
Skemman er auð - og til sölu. Þá eru ótaldar
ýmsar eignir, sem ekki blasa við þeim, er
skyggnast inn fyrir gættina á veldi Polaris.
„Hugur minn hefur alltaf hneigst til við-
skipta“, segir Páll í Polaris. „Það hefur aldrei
verið neitt markmið hjá mér að verða ríkur.
Ef ég hef haft eitthvert markmið, þá hefur
það verið að liggja ekki í leti. Ég var í ein tíu
ár á spenanum, ríkisstarfsmaður á Keflavík-
urflugvelli, og vann þá vaktavinnu - stundum
fjórar sextán tíma vaktir og svo fjörurra til
átta daga frí inn á milli. Þá vann ég yfirleitt
alltaf fulla vinnu með, í fiski eða einhverju
öðru, sem til féll. Nei, málið er ekki að eiga
meira eða minna af peningum. Ég vil gjarnan
halda þeim viðfangsefnum gangandi, sem ég
hef tekið að mér“.
Allsherjar
þjóðnýting
- Þannig að það er ekki auðurinn, sem
heldur þér í viðskiptum?
„Nei. Maður hoppar ekki inn í þessa hluti
eða út úr þeim eins og að súpa úr vatnsglasi.
Mínu starfi fylgir geysileg ábyrgð-
....Skynsamlegast væri auðvitað að selja allt
sitt og koma sér aftur á spenann. En ég er nú
einu sinni þannig gerður, að ég vil ekki sjá allt
mitt fara í rúst - ég vil gjarnan sjá fyrir
endann á því verkefni, sem ég hef tekið að
mér. En þetta er afskaplega erfiður rekstur,
til dæmis þessi iðnaður, sem við erum í núna.
Verð er skammtað hér á öllum sviðum.
Tökum bara sem dæmi vörugjaldið, sem var
skellt á um ein áramótin. Þrjátíu prósent.
Þetta átti ekki að vera neitt mál, bara svolítil
auka innheimta fyrir ríkissjóð. Og þetta var
gert með einu pennastriki hér handan við
völlinn. Ég sé ekki betur en að þetta sé liður í
allsherjar þjóðnýtingu á svona starfsemi, því
verðlag fær ekki að hækka eðlilega á sama
tíma. Eg skal segir þér: það eru ekki nema
bjánar, sem standa í þessum rekstri. Eins og
ég“.
- Ekki getur þetta verið allt slæmt - tals-
vert virðist hafa orðið afgangs þrátt fyrir allt.
„Ég er svosem ekki að kvarta fyrir sjálfan
mig. En kerfið er kolvitlaust. Öllum rekstri
er gert mjög erfitt fyrir. Við erum til dæmis
að bisa við að reka Sana þarna norður á Ak-
ureyri og höfum verið að byggja það fyrirtæki
upp. Hvað eftir annað höfum við sótt um lán
úr byggingasjóði, enda veitir víst ekki af að '
efla atvinnurekstur í þeim landshluta. Því
hefur ekkert verið ansað“.
- Það er ekkert mjög langt síðan birtist í
blaði klausa um nokkuð ævintýralega inn-
göngu þína í Sana og Sanitas....
„Já, það var mestmegnis kjaftæði. Ég
nenni náttúrlega ekki að vera að eltast við
allt, sem sagt er. Ég gerði þá líklega ekki
mikið annað. En það er ekkert leyndarmál,
hvernig það æxlaðist, að Polaris yfirtók rekst-
ur Sana og Sanitas. Þannig var að ég rak
ásamt Baldri Þórissyni fyrirtæki, sem hét Ö1
og gos. Við höfðum m.a. með höndum dreif-
ingu á framleiðslu Sana á Akureyri. Það gekk
ágætlega - að minnsta kosti svo vel, að verk-
smiðjan fór loks að skila hagnaði. Ö1 og gos
eignaðist síðan hlut í Sana. Við Baldur rákum
líka Rydenskaffi en skildum svo að skiptum
Einn af ríkustu mönnum íslands og mestu viðskiptajöfrum siturjafnan
á lítilli skrifstofu áþriðju hœð íAusturstrœti 8. Veggirnir eru klœddir með
svokölluðum ,Játœkravið“, gólfteppið er gamalt og þunnt, öskubakkar
eru ekki úr silfri eða krystal heldur með auglýsingum frá Eimskip og
sígarettufyrirtœkjum. Þessi skrifstofa er áð mestu undir súð. Glugginn
snýr að Austurvelli- Alþingishúsið og HótelBorg blasa við. Iþeim húsum
láta menn gjarnan eins og þeir séu afar mikilvœgir og sem hvert orð er
fellur af vörum þeirra skipti höfuðmáli fyrir land og þjóð. Slíkt snakk
fellur Páli í Polaris- Páli G. Jónssyni forstjóra -ekki í geð.Hann vill
heldur vinna.
Þegar komið er upp stigann, sem trúlega hefur verið eins í rúmlega
hundrað ár, kemur gesturinn fyrst inn í sœmilega rúmgott herbergi. Þar
eru tvö skrifborð nœr hulinpappírum afýmsu tagi. A stigapallinum er lítil
skonsa, þar sem er hœgt að hella upp á könnuna og fá sér kaffisopa úr
brúnum verkamannaföntum. Og ekki þvœlist starfslið fyrir manni - auk
forstjórans vinna hjá þessu stórfyrirtœki tvœr manneskjur.
Millióna