Helgarpósturinn - 04.02.1983, Blaðsíða 9
9
jpiSsturinn Fostudagur
4. febrúar 1983
SVE/TAMENNSKAN
HEFUR ÁHR/F
— Magnús Kjartansson sýnir
Hin ágæta sænska kvennadjass-
hljómsveit Salamöndrurnar, eru
komnar til íslands og leika i
kvöld og annað kvöld í Félags-
stofnun stúdenta. Það er Jazz-
vakning sem stendur fyrir ís-
landsheimsókn þeirra. Píanistl
þeirra, Susanna Lindenborg,
þjáist af sinaskeiðabólgu og get-
ur ekki leikið um þessar mundir
svo gítarstúlkan Lelle Kullgren
skaust inni sveitina í hennar
stað. Það verður ábyggilega
kraftur í hinum bláu tónum þegar
kellurnar þrjár: Cecilia Wenn-
erström, tenor og sópransaxisti
og flautuleikari, Lelle Kullgren
gítarleikari og Vanja Holm,
trommu- og trompetleikari ásamt
bassapiltinum Peter Jansson
láta sveiflugamminn geysa.
Örstutt samtal við Magnús
Kjartansson myndlistarmann,
sem opnar um helgina sýningu á
verkum sínum í Listmunahúsinu:
' - Hvað er á sýningunni?
„Ég er með verk af nokkrum
gerðum. Þrívíddarverk í leir, og
svo myndir gerðar með ýmisskonar
tækni frá bernskuárum ljósmynd-
arinnar. Þetta er einskonar yfirlit
yfir það sem ég gerði á árinu ’82."
- Er list þín að breytast mikið?
„Ég veit það ekki. Augu annarra
verða eiginiega að dæma um það.
Það má þó kannski segja að þetta
sé alltaf sami kjarninn. Sami mað-
urinn er á bak við þetta að minnsta
kosti. Þó hefur það eflaust eitthvað
að segja að ég er orðinn sveita-
maður. Ég bý í Búðardal og lifi þar
mjög rólegu lífi. Það er gott að
vinna við þannig aðstæður.
Svo hef ég ekki sýnt í tvö ár og
það sem er á þessari sýningu er
unnið með annarri tækni en það
sem var á þeirri síðustu".
Sýning Magnúsar stendur til
tuttugasta febrúar. -GA
Magnús Kjartansson við uppsetningu sýningar sinnar.
Handrit: Eija-Elina Bergholm í
samvinnu við Vivica Bandler.
Leikstjóri: Tuija-Maija Ni-
skanen. Aðalhlutverk: Pirkko
Nurmi, Sanna Hultman, Carl-
Axel Heiknert, Kerstin Tidelius.
Ekki veit ég hvað „litli risinn" í
norrænni kvikmyndagerð Jörn
Donner hefur krukkað í þessa
mynd þegar ágreiningur kom upp
Öskrað
á múrinn
Nýja bíó: Pink Floyd The Wall.
Bresk. 1982.
Handrit: Roger Waters
Leikstjóri: Alan Parker.
Aðalhlutverk: Bob Geldof.
Teiknimyndir: Gerald Scarfe.
Tónlist: Pink Floyd.
(Ekki textuð).
Rokkgrúppan Pink Floyd
sendi plötuna The Wall frá sér
1979 og seldist hún í nærri 12 mill-
jón eintökuin. í grúppunni eru
Roger Waters, Nick Mason, Rick
Wight og David Gilmour en þeir
koma ekki fram í myndinni.
I myndinni er Pink rokk-
stjarna, situr í læstu hótelherbergi
og horfir á sjónvarp. En hann sér
ekki myndirnar í sjónvarpinu,
heldur flýgur hugur hans fram og
aftur í tíma og rúmi. Tíminn er
Mikka mús - úr og í rúminu er
kona hans með elskhuga sínum.
Pink fæddist skömmu eftir að
faðir hans féll í síðari heimsstyrj-
öldinni. Þegar hann vex úr grasi
saknar hann þess að eiga ekki
föður eins og önnur börn. Skóla-
stjórinn hæðir hann og Pink reisir
múr í kringum sig. Nú er hann
orðinn svo rammlega innilokaður
að hann kemst ekki út, en það
verður hann að gera eigi hann
ekki að sturlast.
Rokkgrúppan Pink Floyd hélt
tónleika á The Wail og saman-
stóð sviðsmyndin af Spitfire
flugvél sem nauðlenti á sviðinu,
420 kössum (veggurinn) sem
hlóðust upp á milli hljómsveitar
og áhorfenda, teiknimyndum og
ljósasjói með reyk og tilheyrandi.
Upp úr því spratt sú hugmynd að
færa tónlistina yfir á tjaldið í súre-
alískum stíl.
Myndin kostaði litlar tíu mill-
jónir dollara og er mikið tækni-
undur. Teiknimyndakaflarnir,
sem eru ca. 15-20 mínútur af
myndinni eru með því betra sem
ég hef séð. í teikningunum koma
fram myndbreytingar, - ránfugl
breytist í sprengjuvél, svo maður
ljóstri ekki öðru upp, og miklar
færslur eða hreyfingar á vél sem
er eitt það erfiðasta við teikni-
milli leikstjórans og óbeinnar
söguhetju hennar, einhverrar
gagnmerkrar og - að því er
virðist - lesbískrar leikhúskonu.
En honum hefur hvað sem því
líður ekki tekist að eyðileggja
myndina. Þótt efnið sé að sönnu
þrungið skandinavísku þung-
lyndi, þar sem er lýsingin á bæld-
um og ástlausum uppvexti fyrr-
myndagerð. I myndinni sjálfri
eru nokkrar snjallar montage-
klippingar, t.d. í byrjun milli
ruslafötunnar og auga Pinks.
Samt sem áður er kynlíf og of-
beldi meginþáttur myndarinnar.
Ofbeldisatriðin eru ntjög raun-
veruleg enda tekin í fréttamynda
stíl. Ofbeldið gegn börnunum í
skólanum, hermönnunum sem
eru stráfelldir, fólkinu sem mót-
mælir ofbeldi. Ofbeldinu sem
rokkhljómsveitir beita aðdáend-
ur sína?
Samfaraatriðin eru einnig
mjög raunveruleg, enda er ekki
verið að fela neitt. Annars hugar
samfarir, ástarsamfarir, nauðgun
og blauti draumur næturvarðar-
ins. Þegar blómin byrja líka er
mál að linni. Vaginusymbólið
(píkutáknið) veður uppi og
gleypir allt sem að „kjafti"
kemur.
Allt þetta og ópið sem Pink
rekur upp nær þó ekki samhljóm.
Sturlunin er ekki út af ofsæknu
kerfi, hræðslan og einangrunin er
áunnin í bernsku en Pink verður
rokkstjarna?
Ég vil taka undir þau orð sem
féllu um þessa mynd að ópið er
öskur hins sjálfsvorkunnsama
Adams sem kennir Evu um allt.
-JAE
Sak/eysinu
glatað
Bíóhöllin: Fjórir vinir (Four Fri-
ends) Bandarísk. Árgerð 1982.
Handrit: Steven Tesich. Aðalhlut-
verk: Craig Wasson, Jody Thel-
en, Michael Huddleston, Jim
Metzler. Leikstjóri: Arthur Penn.
Þetta er ekki óásjáleg mynd
um sakleysi sem glatast hjá hin-
um sjóaða leikstjóra, Arthur
Penn (Little Big Man, Bonny and
Clyde). Hann og handritshöf-
undurinn Steven Tesich (Break-
ing Away, Eyewitness) sýna í for-
grunni hvernig fjögur ungmenni
eldast og þroskast og glata æsku-
blómanum, en í bakgrunninum
glittir á samskonar örlög banda-
rísku þjóðarinnar. Hið ljúfsára
persónudrama á semsagt að vera
eitt brot af hinu mikla þjóðar-
drama Bandaríkjanna á sjöunda
nefndrar konu á þrúgandi yfir-
stéttarheimili,er myndin gerð af
ljóðrænni smekkvísi, fagurlega
lýst og fínlega leikin, nteð næma
tilfinningu fyrir togstreitu ástar
og haturs í sögufólkinu. Þetta er
afbragðs mynd, sem því miður
var aðeins sýnd tvisvar s.I. sunnu-
dag, en ætti lengri lífdaga skildaá
hátíðinni. _ áj>.
áratugnum - þegar eiturlyf,
stríðið í Víetnam, hippahreyfing-
ar, kynþáttaóeirðir og leiðtoga-
morð og fleira af því tagi opnaði
augu kanans og ruglaði allt hans
gildismat.
Sem betur fer halda þeir fé-
lagar þessum pælingum í bak-
grunninum: Myndin er fyrst og
fremst hlýlega sögð saga af þrem-
ur strákum sem allir eru skotnir í
sömu léttfríkuðu stelpunni -
kvensu sem verður ólétt af völd-
um eins þeirra, giftist öðrum, eh
skilur þann sem hún raunveru-
lega elskar útundan. Af þessu
spinnast eðlilega tilfinningaflækj-
ur sem mjög snyrtilega er spunn-
ið úr. Þetta er vel leikin mynd,
persónurnar eru sannfærandi
flestar hverjar, og myndin í heild
gengur ágætlega upp. Fjórir vinir
er svolítið í svipuðum anda og
Next Stop Greenich Village eftir
Mazursky, ef einhver man eftir
henni. Bara ekki eins góð.
- GA.
Árstfðimar
og ástin
Luugarásbíó: Arstíðirnar fjórar -
The Four Seasons. Bandarísk.
Árgerð: 1981: Handrit og leik-
stjórn: Alan Alda. Aðalhlutverk:
Alan Alda, Carol Burnett, Jack
Weston. Rita Morino.
Bráðskemmtileg lýsing á vin-
áttu þriggja miðaldra amerískrá
para. Alan Alda, sem var ekkert
sérstaklega góður gamanleikari
sem Haukfránn í MASH, byggir
mynd sína kringum þróun þessr
ara sambanda innbyrðis og útá-
við gegnum fjórar árstíðir við
undirleik samnefnds tónverks Vi-
valdis og útkoman er furðu full-
nægjandi. Það er ekki síst að
þakka vel samstilltum leikhópi, -
best eru Jack Weston og ung Ieik-
kona sem heitir Bess Armstrong
og minnir ansi mikið á Önnu okk-
ar Björnsdóttur.
Myndin er ekki laus við anter-
ískar klisjur og tilfinningasemi,
en margt er býsna lunkið og næm-
lega athugað. Góð skemmtun.
- ÁÞ
★ ★ ★ ★
★ ★ ★
★ ★
★
Q
liíoiii
Tónabíó:
Hótel Helviti (Motel Hell). Bandarisk kvik-
mynd, árgerð 1981. Leikendur: Rory Calho-
un, Wolfman Jack. Leikstjóri: Kevin
Connor.
Jón bóndi er góöur bóndi. Ræktunin gengut
vel. Enda notar hann i aannfólk sem áburö. Ekki
viö hæli veikgeðja. Lausn i kjördæmamálinu?
Góð spurning en siölaus.
Nýja bíó: *■*
fink Floyd - The Wall. — Sjá umsögn í Listap-
ósti.
Kvikmyndaklúbbur
Alliance Francaise:
Altarisganga Juliens (La Communion sol-
ennelle). Frönsk, árgerö 1976. Leikendur:
Philippe Léotard, Nathalie Baye, Andrée Ta-
insy. Leikstjóri: René Féret.
Fjölskylda kemur til að fagna altarisgöngu ungs
drengs og höfundur myndarinnar leiðir okkur
inn í sögu þessarar fjölskyldu.
Sýnd t E-sal Regnbogans á miðvikudag og
fimmtudag 9. og 10. febrúar, kl. 20.30.
Bíóbær:
Að baki dauðans dyrum (Beoynd Death s
Door). Bandarísk kvikmynd, byggð á metsölu-
bók Dr. Maurice Rawlings. Leikendur: Tom
Hallick, Melind Naud. Leikstjóri: Henning
Schellerup.
Myndin er byggð á frásögnum fólks, sem hefur
séð handan dauðadyra. Ævar R. Kvaran flytur
stutt erindi áður en sýningar helgarinnar hefj-
ast. Flutningur Ævars hefst kl. 18.30 og kl. 21 á
laugardag og sunnudag.
Hrói Höttur. Skemmtileg barnamynd. Sýnd
ókeypis fyrir börnin á laugardag og sunnudag
kl. 14 og 16.
Háskólabíó:
★
Með allt á hreinu. íslensk kvikmynd, árgerð
1982. Handrit: Ágúst Guðmundsson og
Stuðmenn. Leikendur: Stuðmenn, Grýlur,
Eggert Þorleifsson, Sif Ragnhildardóttir.
Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson.
Hin víðfræga íslenska söngva- og gleðimynd
gengur enn tyrir fullu húsi áhorfenda. Islensk
skemmtun fyrir allan heiminn.
Laugarásbíó * * *
Geimálfurinn E.T. Bandarisk kvikmynd, ár-
gerð 1982. Handrit: Melissa Mathison.
Leikendur: Henry Thomas, plastbrúða o.fl.
Leikstjóri: Steven Spielberg.
Sagan segir frá Elliot Taylor (takið eftir upp-
hafsstöfunum) sem finnur geimveruna E.T. og
skýtur yfir hana skjólshúsi svo illir menn nái
henni ekki. Kvikmyndataka er einföld og blátt
áfram. Myndáhrif koma mjög vel vel út, en eru
sáraeinföld i sjálfu sér og er það gott.
-JAE
Bíóhöllin: ***
Fjórir vinir - sjá umsögn I Listapósb.
Meistarinn (Force of One). Bandarisk kvik-
mynd, árgerð 1981. Leikendur: Chuck Norr-
is, Jennifer O’Neill. Leikstjóri: Paul Aaron.
Hver kannast við karatehetjuna Chuck Norris?
Hér er hann kominn á nýjan leik og aetlar sér að
brjóta á bak attur eiturlyfjahring.
★ ★
Veiðiferðin. íslensk kvikmynd, árgerð 1980.
Leikendur: Klemens Jónsson, Yrsa Björk
Löve, Sigurður Karlsson, Sigríður Porv-
aldsdóttir, Guðmundur Klemensson. Hand-
rit og stjórn: Andrés Indriðason.
Hugljúf og skemmtileg mynd um ævintýri nokk-
urra barna á Þingvöllum.
Sá sigrar sem þorir (Who dares wins). Bresk
kvikmynd, árgerð 1982. Handrit: Reginald
Rose, eftirsögu George Markstein. Leikend-
ur: Judy Davis, Lewis Collins. Leikstjóri: lan
Sharp.
Veiki bletturinn á þessari mynd er sá, að hún
nær aldrei að verða eins spennandi og hún
ætti að geta orðið. Hinir kláru eru svo klárir og
skæruliðarnir eru svo bláeygir, að Mogginn
roðnar.
Flóttinn (Pursuit). Bandarisk kvikmynd, árgerð
1981. Leikendur: Robert Duvall, Treat Wil-
liams, Kathryn Harrold. Leikstjóri: Roger Spott-
iswoode.
Maður heitir J.R. Meade. Hann sleppur undan
lögreglu á hreint alveg ævintýralegan hátt.
Myndin greínir frá þessum flótta og er hún
byggð á sannsögulegum heimildum.
Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy).
Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Alec Gu-
inness, Ricky Schroder, Eric Porter. Leik-
stjóri: Jack Gold.
Hugguleg fjölskyldumynd um litinn lávarð og
annan stærri. Jólamyndin i ár.
★ ★★
Fram í sviðsljósið (Being There). Bandarisk,
árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir
eiginskáldsögu. Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik-
stjóri: Hal Ashby.
framúrskarandi
ágæt
góð
þolanleg
léleg
Stjörnubíó:
Dularfullur fjársjóður (Who find a triend.
finds a treasure). Bandarísk kvikmynd.
Leikendur: Bud Spencer, Terence Hill. Leik-
stjóri: Sergio Corbucci.
Tviburabræðurnir feiti og mjói lenda í ævintýr-
um er þeir leita að týndum fjársjóði á eyðieyju.
En er eyjan i eyði?
★ ★
Snargeggjað (Stir Crazy). Bandarisk, árgerð
1981. Handrit: Bruce Jay Friedman.
Leikendur: Gene Wilder, Richard Pryor.
Leikstjóri: Sidney Poitier.
Þeir Wilder og Pryor eru bráðskemmtilegt par í
þessari „snargeggjuðu” sögu um tvo náunga
frá New York, sem freista gæfunnar í Kaliforníu
en lenda í fangelsi i staðinn. Frammistaða aðal-
leikaranna er reyndar mun betri en efni standa
til. handritið og leikstjórnin missa dampinn eftir
miðbik myndarinnar, en þeir Pryor og Wilder
eru i stuði allt til loka.
-ÁÞ
Allt á fullu með Cheech og Chong (Nice
Dreams). Bandarisk kvikmynd. Leikendur:
Thomas Chong, Cheech Marin, Stacey Keach.
Leikstjóri: Thomas Chong.
Hver kannast ekki við ærslabelgina og háðfug-
ana tvo með siða hárið og djoíntið i trantinum.
Hér eru þeir komnir i nýrri mynd með nýjum
ævintýrum, sem kitla taugarnar, hláturtaugarn-
ar.
Laugarásbíó: ***
A rstíðirnar tjórar. - Sjá unr.sÖQr i Listapósti.
MÍR-salurinn:
900 dagar, sem aldrei gleymast. Sovésk
mynd, þar sem rakin er saga orrustunnar um
Leníngrad. Sýning á sunnudag kl. 16. ðllum
heimill aðgangur.
Regnboginn:
Kvikmyndahátíð:
Föstudagur:
*
Fitzcarraldo eftir Werner Herzog. Kl. 14 og
23.15.
•**
Haldin lllum anda eftir Zulawski; Kl. 15 og
17.30.
***
Blóðbönd - eða þýsku systurnar eftir von
Trotta. Kl. 15.05,17.05,19.05,21.05 og 23.05.
- sjá umsögn i Listapósti.
***
Leiðineftir YilmasGúney. Kl. 15,17.10,21 og
23.10.
Sesselja. Islensk mynd. Kl. 19.20
Ljúfar stundir eftir Saura. Kl. 17, 19 og 21
Hjartkæra Maria eftir Hermosillo. Kl. 21.05 og
23.15.
Austurbæjarbíó:
Windwalker (Vindgengill). Bandarísk kvik-
mynd, árgerö 1982. Leikendur: Trevor How-
ard, Nick Ramus. Leikstjóri: Keith Merrill.
Samtök indiána i Bandaríkjunum vildu að
þessi mynd yrði tilnefnd til Óskarsverðlauna,
þar sem þeir álíta hana bestu indíánamynd,
sem framleidd hefur verið. Þar segir frá inn-
byrðis átökum indiánaættbálka.
tónlist
Félagsstofnun
stúdenta:
Kvennadjassbandið Salamöndrurnar frá
Skandinavíu leika þrusutónlist á föstudag og
laugardag. Mætum öli og látumeyrun gjósa.
Þjóóleikhús-
kjallarinn:
Vísnakvöld á mánudag kl. 20.30. Bubbi Mort-
hens lætur sjá sig, svo og Kristín Ólafsdóttir,
Camilla Söderberg, Snorri Örn Snorrason,
Bakkabræður, Kvennasveitin og Ijóðskáldið
Böðvar Bjarki Pétursson. Mætið tímanlega
segja Visnavinir, sem standa fyrir þessu.
viftliurftir
Tónabær:
Frábær skemmtikvöld fyrir unglinga verða
haldin í félagsmiðstöðinni öll föstudagskvöld
í febrúar. Þar mun hin stórkostlega hljóm-
sveit Lótus leika fyrir dansi og margt verður
annað sér til gamans og skemmtunar gerf.
Til dæmis verða danssýningar og fleira. Sýn-
um samstöðu og mætum. Ég er að vísu of
gamall.
Norræna húsið:
Á sunnudag kl. 20.30 verður Runebergsvaka
á vegum Suomi-félagsins. Þar mun 'tenór-
söngvarinn Caj Ehrstedt syngja og Sveinn
Ásgeirsson rifja upp kynni sín af Finnum. Svo
eitthvað sér nefnt.
Samtök um
kvennaathvarf:
Skrifstofa samtakanna er í Gnoðarvogi 44,2.
hæð. Hún er opin alla virka daga kl. 14-16,
sími 31575. Póstgírónúmer samtakanna er
4442-1.