Helgarpósturinn - 04.02.1983, Side 12

Helgarpósturinn - 04.02.1983, Side 12
12 Föstudagur 4. febrúar 1983 jþésturinn. Þegar Dr. Gunnar G. Schram fer að tala, eins og menn gera í blaðaviðtölum, verður eitt atriði áberandi í fari hans. Hann er einn af þessum pípumönnum: Ef hann er ekki beinlínis að totta pípuna, er hann að pota oní hana, skafa hana, troða í hana eða blása í hana. Við spjölluðum saman á skrifstofu hans í húsi Lögfræðideildar Há- skólans. Þar flæða pappírar útúr öllum hillum og útaf borðum og Gunnar horfir gjarnan útum gluggann í átt að Norræna húsinu og austur yfir bæinn þegar hann talar. Hann hallar sér aftur, setur fæturna uppí gluggakistuna og tekur sér góðan umhugsunarfrest þegar ég bið hann að lýsa sjálfum sér í nokkrum orðum. í nefndinni en það kom aldrei fram nein formleg tillaga um þetta“. Forseta- embættið - Svo við höldum okkur aðeins við stjórn- arskrána. í fyrstu grein hinnar nýju stjórnar- skrár er kveðið á um að jafnrétti skuli vera í landinu, en síðar er sagt að enginn geti orðið forseti nema hann sé þrjátíu og fimm ára. Finnst þér þetta ekki skjóta skökku við? Og má jafnvel ekki velta upp svipuðum efa- semdum í sambandi við vinnu aldraðs fólks, sem verður að hætta, jafnvel gegn vilja sín- um, að vinna? „Pó að almenn jafnréttisákvæði séu í stjórnarskrártillögunum þá eru aðstæður manna vitanlega alltaf einstaklingsbundnar. því vissulega er starf þingmannsins ábyrgðar- mikið og vandasamt. En þetta varð samt nið- urstaðan“. - Enn um stjórnarskrána. Hér er trúfrelsi. Hversvegna er þá sett inn í stjórnarskrá að lúterska kirkjan eigi að vera þjóðkirkja? „Einfaldlega vegna þess að hún hefur verið það frá siðaskiptum! Að vísu ekki í stjórnar- skrá, en þar þó í 109 ár. Menn töldu þjóðina hafa unað vel við þjóðkirkjuna og það komu ekki tillögur um að breyta þessu ákvæði, þótt einn flokkur hefði fyrirvara um orðalag". - Er nokkur ástæða að hafa það í stjórnar- skrá? Er ekki eðlilegt að hafa ákvæði um trúfrelsi í stjórnarskrá, og síðan setja þjóðkirkjuna í lög? „Jú, eflaust hefði mátt hafa þann háttinn á. En í endurskoðun á stjórnarskránni, eins og öðrum þáttum þjóðlífsins, gildir viss íhalds- semi. Þetta er á engan hátt byltingarstjórnar- skrá“. - Breytist daglegt líf fólks á íslandi við það „Ég mundi segja að ég væri ekki einn af þeim sem eru einfarar í tilverunni“, segir hann svo. „Ég hef mikla ánægju af því að vinna með fólki. Því telst ég líklega félags- lyndur, enda hef ég starfað mikið í mörgum félagasanyökum. Hinsvegar gæti það kann- ski talist galli að mér hættir stundum til að vera of einráður, að telja að það sem mér sjálfum sýnist sé rétta stefnan, eða rétta nið- urstaðan. En ég reyni eins og ég get að vera á varðbergi gegn því, vegna þess að samstarf, hvort sem það er í félögum, eða í einkalífi, er á því byggt að menn reyni að taka tillit hver til annars. Hvort mér hefur tekist það nægi- lega vel - það er spurningin!" Gunnar hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna stjórnarskrármálsins, sem hann reyndar telur vera eitt mikilvægasta mál sem verið hefur á dagskrá hjá þjóðinni á síðustu árum, ásamt landhelgismálinu. Hann er sem kunnugt er ráðunautur stjórnarskrárnefndar og hefur að undanförnu komið víða fram til að kynna það sem í tillögum nefndarinnar felst. „Ég hef verið svona einsog bátsmaður á skipinu", segir Gunnar þegar hann er spurður um hans raunverulega hlut í hinni nýju stjórnarskrá. „Mitt verk hefur verið að safna upplýsingum og skrifa greinargerðir um einstaka þætti málsins, og ekki síst að taka saman fróðleik um það hvernig málum er háttað hjá nágrannaþjóðunum. Hug- myndir mínar og ábendingar hafa verið hluti umræðugrundvallar í nefndinni, og þannig hafa nefndarmennirnir níu talsins losnað við að fara allir í gegnum þessar heimildir sjálfir. Það eru hinsvegar vitanlega nefndarmenn- irnir einir sem ákveða orðalag og hverju af þessu er hafnað". Drauma- stjórnarskráin - En hvernig er þín draumastjórnarskrá fyrir ísland ef við tölum fyrst og fremst um æðstu stjórn landsins og kjördæmamálið? Eru tillögur nefndarinnar mjög í þínum anda, eða vildirðu ganga lengra í einhverjum til- vikum? „Ég vil að minnsta kosti ekki ganga svo langt að koma hér upp svokölluðu forseta- veldi, en sú hugmynd var mikið rædd hér á tímum í kringum stofnun Lýðveldisins. Slíkt fyrirkomulag er t.d. í Bandaríkjunum og Frakklandi, og þýðir að framkvæmdavald og löggjafarvald er algjörlega aðskilið. Vilmundur hefur vakið þessa gömlu um- ræðu upp aftur og gert þessar tillögur að sín- um. Að vísu talar hann ekki um forsetann, heldur um að forsætisráðherrann verði kos- inn sérstakri kosningu. En í þessu felst að þingræðið er afnumið. Ég tel ekki ráðlegt að hverfa frá þingræðinu á íslandi - í ekki fjömennara þjóðfélagi. Þingið hefur frá upphafi verið kjarni stjórnskipunar og sjálfstæðis landsins. Því er hinsvegar ekki að neita að þingræðið hefur gengið hér nokk- uð út í öfgar, og ég hefði kosið að hafa í stjórnarskrá ákvæði um skarpari aðgreiningu þingsins og framkvæmdavaldsins. Því miður hefur þróurin orðið sú í stjórnskipan okkar, að mörkin þarna á milli hafa orðið æ ógleggri. Þingmennirnir eru kjörnir til þess að vera löggjafar. Að vísu eru ráðherrarnir yfirmenn framkvæmdavaldsins og eiga að stjórna landinu. En það hefur færst mjög í vöxt eins og menn vita að alþingismenn hafa fært sig yfir á svið framkvæmdavaldsins. Þeir eru ekki bara hæstráðendur á fjármálasviðinu, heldur einnig í fjölmörgum ráðum og nefnd- um menningarlífsins. Þetta tel ég mjög miður og er í raun gegn anda stjórnarskrárinnar." - Hefði þá ekki verið tilvalið að setja ein- mitt inn klásúlu svipaða þeirri sem er í kaflan- um um dómara, að þeir megi ekki taka að sér föst umboðsstörf? „Það hefði mjög vel komið til greina. En það hefði bara ekki verið nóg. í dómsmála- kaflanum segir að ekki megi fela dómara föst umboðsstörf nema með lögum. Það hefði ekki nægt hvað alþingismenn snertir, því þeir hefðu einfaldlega getað sest niður og sett lög um að þeir mættu fara með hin og þessi um- boðsstörf. Bann við þessu þyrfti að vera í stjórnarskránni sjálfri. Við þyrftum ekki að afnema þingræðið til þess, við þyrftum aðeins skýrt bann við því að þeir séu að vasast í allskonar fjármála- og stjórnunarstörfum. Það leiðir auðvitað áf sjálfu sér að minni tími verður eftir fyrir þá að fást við löggjöf. Og satt að segja ber nú ýmis löggjöf seinni ára þess merki að þar hafa í rauninni ekki verið alltof vönduð vinnubrögð á ferðinni. Sum Iög eru orðin hálfgerðar almennar stefnuyfirlýs- ingar - stefnt skuli að þessu og hinu - í stað- inn fyrir að þarna eiga að vera hreinir og klárir lagatextar, sem borgararnir skilja og geta farið eftir.“ - Var þessu velt upp í nefndinni og sfðan hafnað? „Það var almennt drepið á þessi sjónarmið Það er ekki hægt að útfæra jafnréttisregluna útí hörgul, þannig að aldur skipti aldrei neinu máli, frekar en t.d. menntun. Þú vilt ekki láta hvaða mann sem er koma og skera þig upp, eða reka mál fyrir þig fyrir Hæstarétti. Á sama hátt lætur maður ekki tíu ára gamlan dreng stýra flugvél eða bíl. Hann situr þar ekki við sama borð og faðir hans eða móðir. Sama gildir um 70 ára regluna. Þar er að baki sú hugsun að ntenn séu í þann veginn að missa það vinnuþrek sem þeir höfðu. Slík mismunun er óhjákvæmileg og eðlileg- Hitt er hinsvegar mjög mikilvæ.gt - að menn sem búa við sömu aðstæður sitji við sama borð. Nú er til dæmis mismunun kynjanna bönnuð í fyrirhugaðri stjórnarskrá". - En með forsetaembættið. Hversvegna voru þessi þrjátíu og fimm ára mörk sett? Á ekki þjóðin að velja þann sem hún treystir best burtséð frá því hver aldur hans er? „Þetta var nú talsvert mikið rætt í nefnd- inni. Og sumum fannst að þarna ætti að hafa sömu mörk og um kosningaréttinn, sem lagt er til að verði átján ár. Aðrir voru þeirrar skoðunar að maður sem gegndi þessu æðsta embætti þjóðarinnar, þyrfti að hafa öðlast vissa lífsreynslu og þekkingu á þjóðfélaginu. En það má náttúrlega deila um hvort þetta aldursmark sé ekki of hátt, og reyndar hvort ekki eigi að gilda það sama um starf forseta ogstarf alþingismannsins að þessu leyti, að fá þessa nýju stjórnarskrá. Tekur fólk nokkuð eftir því? „Ég hygg að daglegt líf fólks breytist al- mennt ekki. Hinsvegar getur á það reynt í lífi hvers manns að þessar breytingar hafi bein áhrif á líf hans og stöðu. Það má náttúrlega segja að tillögur um að draga mjög úr misvægi atkvæðisréttarins hafi í för með að sér ákvarðanataka á Alþingi verði lýðræðislegri. Ákvarðanir verða teknar meir í samræmi við sjónarmið heildarinnar en verið hefur. Hér hefur verið um hróplegt misrétti að ræða. Það er ekki vafi á því að röng stiórnar- stefna hér á landi síðustu ár og áratugi á að verulegu leyti rætur sínar að rekja lil þess rótgróna misréttis sem gilt hefur í kjördæma málinu. Ekki síst þessi miklu mistök sem átt hafa sér stað í fjárfestingarmálum og sem leitt hafa til stórkostlegs fjárhagslegs taps fyrir fólkið í landinu áratugum saman. Það er kannski það atriði sem mest kemur inná dag- legt líf þjóðarinnar. Alþingi verður ólíkt ábyrgara, ef það gefur rétta mynd af þjóðar- viljanum. Alþingi er jú til fyrir fólkið, ekki öfugt. Ég tel þessvegna mjög miður farið að at- kvæðisrétturinn verður enn æði misjafn eftir búsetu. Ég er þeirrar skoðunar að hver ís- lendingur eigi að hafa eitt atkvæði: Þar eigi enginn mismunur að vera. Annað er ekki

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.