Helgarpósturinn - 04.02.1983, Síða 17

Helgarpósturinn - 04.02.1983, Síða 17
17 Lfej r_________ [fficíti irinn Föstudagur 4. febrúar 1983 C ] Þeir sem grannt fylgjast með f J fjölmiðlum hafa ef til vill tekið eftir því að starfsemi Þjóðleikhússins hefur verið mjög í fréttum að undanförnu, og að blöð og útvarp og sjónvarp hafa verið sneisafull af viðtölum og frásögn- um í hvert sinn sem þar er frum- sýnt. Maðurinn á bak við allt þetta fréttaflæði er enginn annar en leikarinn góðkunni, Flosi Ólafsson, en hann hefur undanfarna tvo mánuði stjórnað kynningarstarfi leikhússins - verið þar PR-maður, eins og það er kallað. En þetta var stutt gaman. Þjóðleikhúsið hefur nú lánað Leikfélagi Akureyrar Flosa um skeið til að setja þar upp farsa eftir Georges Feydeau. Frumsýning er fyrirhuguð um páskana.... Nú mun vera afráðið að Jó- f'J hannes Siggeirsson, hagfræð- ■S ■ ingur Alþýðusambands ís- lands taki við stöðu aðstoðar- bankastjóra Alþýðubankans 1. maí nk. þegar Halldór Guðbjarn- arson sem verið hefur aðstoðar- bankastjóri tekur við stöðu banka- stjóra Utvegsbankans... 'fl Skrifstofu Umferðarráðs er f J að bætast liðsauki þar sem er S Tryggvi Jakobsson líffræðing- ur, sem ráðinn hefur verið upplýs- ingafulltrúi ráðsins. Sú staða hefur ekki verið skipuð síðan Árni Þór Eymundsson hætti hér um árið.... Nú er rétti tíminn til að huga að sumarbústaðnum Trésmiðjan Rangá hf. Hellu framleiðir ýmsar stærðir af sumarbústöðum 20 m2,38 m2 og 50 m2. Einhver þeirra gæti hentað yður. Getum útvegað land í Fljótshlíðinni RANGÁ HF, Hellu, sími 99-5859. Hið mikla tímahrak sem f J stjórnmálamenn komust í S með hvalveiðibannsmálið hefur vakið nokkra furðu meðal al- mennings, því allar dagsetningarn- ar voru vitaðar fyrir löngu. Það vekur síðan enn fleiri spurningar að það eru mörg ár síðan séð var fyrir að hvalveiðibann væri á leiðinni. Meira að segja töldu menn sig hafa komið auga á hugs- anlega lausn á málinu fyrir okkur íslendinga fyrir nokkrum árum þegar hér komu upp umræður þess efnis að ísland yrði gert að eins- konar alþjóðlegri hvaltilrauna- stöð. Þessar hugmyndir voru á sín- um tíma viðraðar í ýmsum alþjóð- legum vísindasamtökum og stofn- unum og var vel tekið - svo vel tekið að fjármögnun hefði ekki orðið neitt íslenskt vandamál. Með þessu móti hefði áfram verið hægt að veiða hval við ísland, þó að í minna mæli væri en nú. En ein- hvernveginn dóu þessar hugmynd- ir. Þar til þjóðin vaknaði upp með andfælum nokkrum dögum fyrir lokafrestsdaginn.... Erum aö rýma til fyrir nýjum plötum. Magnaö úrval: Reggí, rokk, fjútjúr, nýrómantik, ska og ég veit ekki hvaö og hvaö. Kond’ í STUÐ, þú finnur eitthvað fyrir þig! Laugavegi20 Sími27670 Lægö yfir Bretlandseyjum Ég er Sunnlendingur og alinn upp við það, að engar veður- fregnir séu verulega góðar fréttir nema það sé lægð yfir Bretlands- eyjum. Ég tala nú ekki um ef hún er djúp og kyrrstæð. IMú hljóta Sunnlendingar að hafa verið sælir í haust, því að irnar. Þær mega eiga það, að þær eru sjaldan eins krappar og oft ber við heima, og þess vegna sjaldan hvasst. Það var bara einn dag í haust reglulegt slagviðri, fyrir utan tvö eða þrjú slagveður sem gengu yfir á fáum klukkutím- um. Enda sér maður nú aldeilis á Englendingum og öllum þeirra regnhlífum að þeir eru vanari lægðirnar yfir Bretlandseyjum hafa að vísu ekki verið mjög kyrr- stæðar, en afskaplega margar. Ein kemur þá önnur fer. En lægðir hér eru svipaðrar náttúru og heirna: það rignir úr þeim (eða ofan í þær?). Októbermánuður hér var líka sá votviðrasamasti í manna minnum. Nóvember ekki eins, en þó rnikið af lægðum í honum líka. Haustrigningar. Það eru einmitt október og nóvember sem eru haustmánuðirnir hérna. Það er skrítið, að árstíðirnar hérna eru ekki bara mildari en á íslandi hver fyrir sig, heldur koma þær á allt öðrum tímum. I ár missti ég gersamlega af vorinu, því að ég var að flækjast á íslandi fram í maí, og þar var ekkert vor komið, eins og þeir muna best sem reyndu að haida útifund fyrsta maí (mér er sagt að verka- lýðshreyfingin sé ennþá hálf- svonaeinsogfrosin). Svodreifég mig hingað, og komið hásumar, allt vor búið. Eins er nieð haustið, að það er óeðlilega seint hérna. Og veturinn fáránlega stuttur. Hann byrjaði í síðustu viku nóvember. Þá fór að verða frost á nóttunni og síðdegishitinn oft nálægt fimm stigum. Það er vetur. lóðréttri rigningu en láréttri. Ég hitti íslending um daginn sem er bara búinn að vera hér rúmt ár, og þó svo langt leiddur að hann segist aldrei ferðast öðru vísi en með regnhlífina, jafnvel þótt hún sé eini farangurinn. En þessi fáu slagveður sem hingað ber, þau snúa auðvitað öllum regnhlífum ranghverfum, og fólk nær ekki upp í nefið á sér yfir þeirri öfugs- núnu tilveru. Haustið hér tekur annars mik- inn svip af því hvað trjágróður er mikill í borginni. Ef Reykjavík er skógur (eins og Hákon skógrækt- arstjóri sagði einu sinni: að sér þætti hart að heyra að á íslandi væri ekki hægt að rækta skóg, sér- staklega að heyra Reykvíkinga segja það sem sjálfir byggju í skógi og ættu bara að skreppa upp í Hallgrímskirkjuturn oggá), þá er London frumskógur eða ég veit ekki hvað. Laufið fer að falla í lok september, og í sex eða sjö vikur er allt vaðandi í laufi. Það hleðst í dyngjur, skefur í skafla; börnin vaða í hné; bæjarvinnu- karlarnir standa á haus að sópa og raka og moka, og sér varla högg á vatni. En þetta átti ekki að vera um veturinn, heldur um haustið og haustrigningarnar og haustlægð- Svo, þegar aðeins er farið að hægjast um í laufinu, þá er farið að kvista trén, bæði í almennings- görðum og trjáraðirnar sem svo víða standa meðfram götunum. Það koma einhverjir spekingar frá bænum sem horfa og góna og gera meira að segja einhverjar til- raunirsem ég kann ekki að lýsa til að meta ástand trjánna, burðar- þol eða eitthvað slíkt. Flest trén eru eitthvað grisjuð og kvistuð, og þau sem ekki eru með burðarþolið í lagi, þau eru grisjuð rækilega.jafnvel alveg toppstýfð og látin koma sér upp nýrri krónu. Nema þau séu orðin allt of stór og verði að höggva þau al- veg. Maður sér víða stubbana, svona frá síldartunnugildleika og upp í að vera eins og sæmilegt spilaborð í sárið. Sonur minn hef- ur gaman af að klifra upp á þessa stubba og hreykja sér þar. Hon- um finnst ekki eins gott þegar ég fel mig fyrir honum á bakvið tré. Ég var vanur því heima, þegar hann var að byrja að ganga sjálf- ur verulegar vegalengdir, að fela mig öðru hvoru bak við stöðu- mæli eða ljósastaur og láta hann hlaupa til að finna mig. Það gekk vel. En trén hérna skyggja svo mikið á, að hann missir stundum alveg móðinn og finnst ég vera horfinn. ó að bærinn hugsi vel um burðarþolið í sínum trjám, er ekki eins vel litið eftir trjágróðri annarra. Einn morguninn, ein- mitt eftir að ein krappa lægðin hafði ætt yfir um nóttina, kom ég þar að sem löggan var að loka götu og snúa umferðinni frá. Ég var nú bara á hjóli svo aðég þurfti ekki að snúa frá, og viti menn: þarna hafði gamalt tré fokið um koll inni í einum húsagarðinum. Lenti á mannhæðarháum múr- vcgg, kubbaðist í sundur, og efri helniingurinn lenti á þrem bílum. Tveim kyrrstæðum, sýndist mér, og hafði annar þeirra lagst saman svona niður í viðbeinshæð yfir bílstjórasætinu. En sá þriðji hafði greinilega verið á ferð þegar trjá- risinn lenti á framhorninu, splundraði framrúðunni og dæld- aði stórum bæði húdd og topp. Ég vona að ekki hafi orðið slys á fólki, en illa hefur bílstjóranum brugðið. Þetta er þó áhyggjuefni sem náttúran sjálf hefur verið svo hugguleg að létta mikið til af okk- ur, trjáeigendum á íslandi, og þeim saklausu vegfarendum sem leið eiga framhjá trjánum okkar, jafnvel þótt lægðin sé ekki við Bretlandseyjar þá stundina, heldur skammt suðvestur í hafi, á hraðri hreyfingu norðaustur, og bæði djúp og kröpp.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.