Helgarpósturinn - 04.02.1983, Síða 19
~lp^ti irinn Föstudagur 4. febrúar 1983
19
Ýmsar freistingar
sem þarf að varast
í eftirfarandi dæmi eru tvær
freistingar sem ekki má falla
fyrir. Gæta þarf þess að kasta tap-
spili ekki of snemma og eins þarf
að gæta þess að vera ekki of fljót-
þann tólfta? Hugsanlegt er að
svína hjartanum í þeirri von að
vestur eigi kónginn, en við
skulum fara að öllu með gát.
Sjálfsagt er að taka á tromp ásinn
ur að taka svíuna. Þú situr í sæti
suðurs og átt að vinna sex lauf á
eftirfarandi spil:
S Á-D-7-4-2
H Á-D-5-4
T 8-4
L Á-3
S K-10-8-3 S G-9-6-5
H G-6-2 H K-9-7
T G-y-6 TD-10-3-2
L G-10-9 L 6-4
S - -
H 10-8-3
T Á-K-7-5
L K-D-8-7-5-2
Vestur lét laufa gosann, sem
tekinn er á ásinn. Þá er að telja
slagina. Við fáum sex á lauf ef
legan er eðlileg 3-2. Ás og kóng í
tígli, og trompum einn tígul með
laufa þristinum. Síðan fáum við á
spaða og hjarta ásana. Samtals
ellefu slagir. Hvernig fáum við
og ás og kóng í tígli. Síðan trompa
einn tígul með þristinum.
Nú verður suður að komast inn
til þess að taka út trompin. Hann
spilar spaða tvisti og trompar, því
ekki má eyðileggja spaða gaffa-
linn, það er ás og drottingu. Það
væru mikil mistök. Hann tekur á
kóng og drottningu í laufi og þá er
búið að taka tromp andstæðing-
anna. Nú lætur suður fjórða tígul-
inn sinn. Ef að vestur væri með
tígul drottninguna, þá væri spilið
tapað, en nú á austur dömuna.
Hann verður því að spila hjarta
eða spaða, sem er beint upp í
gafflana í borði og þar fær suður
sinn tólfta slag. Og nú sérð þú
lesandi góður að hefði suður fall-
ið fyrir þeirri freistingu að spila
út spaða ásnum, þá hefði hann
tapað spilinu, því þá hefði austur
sloppið við að spila upp í spaða
gaffalinn.
Skákþrautir helgarinnar
SAMÚEL LOYD
■ m
1H
a
fgi
Mát í 2. leik.
SAMUEL LOYD
8 í
o í
3 X*.
Mát í 4. leik.
LAUSNIR: SÍÐA 18
i
£
Blótið og blíðkið
Heil - og til hamingju með endurkomu sólar-
innar!
Nú er komið fram í miðjan þorra og-því margir
sjálfsagt búnir að eta sér tii óbóta af feitum þorra-
mat. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara
að rekja hér sögu þorrablóta með nauðsynlegum
tilvitnunum í Árna Björnsson. Að sögn hans sjálfs
hafa nógu margir orðið til að misnota sér bók
hans, Sögu daganna, með því að eigna honum
ranglega ýmsar kreddur sem hann tekur orðrétt
upp úr þjóðsögum Jóns Árnasonar með til-
heyrandi gæsalöppum og merkingum. Heimilda-
notkun fjölmiðlafólks virðist því greinilega vera
nokkuð ábótavant. Ég sendi Arna samúðatr
kveðjur af þessu tilefni. ' /
Auk þess finnst mér hinn svokallaði þorramatur
heldur vondur, einkanlega súrmeti, enda ólst ég
ekki ypp við það í bernsku. Veit ég vel að sýruker-
öldin voru ísskápar fyrri alda, en mér finnst prívat
og persónulega ástæðulaust að minnast þess með
árvissu súrmetisáti, magaþembu og búkhijóðum
lciðum. Matarvenjur og aðferðir við verkun og
varðveislu matvæla hafa rnjög breyst til batnaðar
hérlendis á sl. áratugum, og því má segja sern svo
að ástæðulaust sé að blóta þorrann endilega „að
fornum sið“.
Rétt þykir mér þó að blóta á einn eða annan
veg. Að öllum líkindum hefur Þorri upphaflega
verið einskonar vetrarvætti eða vetrarguð og til-
gangur þorrabióta því væntanlega verið hinn sarni
og annarra blóta: að blíðka þann sem blótaður er.
(Takk, Árni!) Ef marka má veðrið undanfarið er
ég ekki frá því að þorrablótin hafi þegar borið
tilætlaðan árangur...
Blóti nú hver eins og magi og pyngja segja fyrir
um, súrsuðum hrútspungum, iundaböggum,
skuldasúpu eða fylltum ofnbökuðum skuldabréf-
um. Mínir blótsgestir fá allténd matarmikla
minestrone-súpu og nýbakað brauð, og kannski
brennivínstár ef allt útlit er fyrir að þeir muni
hegða sér skikkanlega undir minnkandi þorra-
tungli. Ég kem þessum uppskriftum hér með á
framfæri fyrir þá sem hafa vilja í stað súrmetis.
Veit ég og vel að flestir sitja öls við pel á þorra-
blótum og gerast þá sumir máske-heldur fjöl-
þreifnari en góðu hófi gegnir. karlar og konur
jafnt, einkanlega ef drukkin eru brennivínsfull til
handa ölium Merkum íslendingum, sem allir vita
að eru legíó. Ef einhverjir skyldu ienda í erfiðleik-
um nteð að halda Hinu Kyninu í hæfiiegri fjar-
iægð, má reyna að bregða á það ráð ungra bænda-
sona er þeir freistuðu þess að sleppa frá Þjóðbrók
og öðrum fýsnaheitum tröllskessum forðum tíð:
að lýsa yfir að 12 ára gamall hákarl sé algjör for-
senda losta og því vprði viðkomandi að gjöra svo
vel og útvega hann. Og það tekur tíma...
MINESTRONE
Þessi ítaiska kjarnorkusúpa er afar saðsöm,
hentar t.d. mjög vel í mannmörgum gestaboðum.
ítaiir elda hana gjarnan til fleiri daga í senn og
bæta einhverju fersku út í hana hvert sinn sem hún
er hituð upp. Hún er borðuð með rifnum parmes-
anosti og góðu brauði. Súpan fyrirfinnst auövitað í
mýmörgum útgáfum; þessi fremur staðlaða
uppskrift er ætluð handa 8 - í aðalrétt. .
1 dl þurrkaðar baunir, helst venjulegar
brúnar baunir
1 stór laukur
1-2 hvítlauksrif
200 g léttsaltað svínaflesk
2 msk matarolía
1 dós niðursoðnir tómatar (450 g)
salt og pipar
300 g hvítkól
2 gulrætur
2 púrrur ~
1 dl þurrkaðar linsubaunir
2 - 2 'U I kjötsoð
3 litlar kartöflur
kryddblanda; t.d. 1 tsk oregano, 1 tsk basil,
1 - 2 tsk þurrkuð steinselja, 1 lárviðarlauf
125 g strcngjabaunir, fremur frosnar en
niðursoðnar ( ,
1 dl súpumakkarónur
100 g riflnn parmesanostur '
1. Baunirnar þarf að lcggja í bleyti með 'h sólar-
hrings fyrirvara. Linsur þurfa þö aðeins 3 klst.
2. Súpuge/ðin sjálf hefst á hefðbundinn máta,
semsé með því að afhýða laukinn og saxa,
merja hvítlaukinn og skera svínafleskið (eða
má maður ekki bara segja beikonið?) í litla
bita. Hitið olíuna í potti og léttstcikið lauk.
hvítlauk og bcikon upp úr henni.
3. Hellið tómötunum út í pottinn ásamt öllum
vökvanum úr dósinni og kryddið með salti og
pipar. Látið sjóða í 10 - 15 mín.
4. Á rneðan saxið þið hvítkálið smátt, og skerið
gulrætur og púrrur í þunnar sneiðar.
5. Hellið kjötsoðinu í annan pott, látið suðuna
koma upp og setjið kál, gulrætur, púrrur og
uppbieyttar baunirnar út í, kryddblönduna
sömuleiðis og látið súpuna sjóða í 25 mín.
6. Á rneðan afhýðið þið kartöflurnar og skerið
þær í litla teninga, setjið út í grænmetissúpuna
sem þið hellið að því búnu saman við bullandi
tómatkraftinn.
7. Nú er samlöguð súpan látin sjóða enn í 20 - 30
mín. Þegar 5 mín. eru eftirafsuðutímanum.eru
strengjabaunir og súpumakkarónur settar út í.
Þá ætti súpan að vera til og hver og einn úðar
svo út á diskinn sinn parmesanosti að víld.
HLÆGILEGA EINFALT BRAUÐ
Þetta er einfaldasta gerbrauðuppskrift sem um
getur, ætluð þeim sem eru að hefja feril sinn í
brauðgerðarlistinni. Þið getið hvort heldur sem cr
notað hvíttað hveiti eða heilhveiti, eða blöndu af
þessu tvennu, ýnrist bakað úr uppskriftinni tvö
stór brauð eðau.þ.b. 40 smábrauð. Hérergert ráð
fyrir pressugeri þar sem það er svo miklu skemmti-
legra en perluger. Ef bakarinn setur upp snúð og
þykist ekki vilja selja ykkur það, má nokkurn
veginn treysta því að gerið er fáanlegt í búð Nátt-
úrulækningafélags íslands eða Heilsuhúsinu,
Skólavörðustíg. Afargotteraðkryddadeigið, t.d.
með 1 rnsk af steyttu kúmcni, 2 msk þurrkuðu
basil eða oregano. Basilkryddað brauð er einstak-
lega gott með minestrone.
50 g pressuger
5 dl volgt vatn, 37 gr. C.
1 nisk salt
13 - 14 dl hveiti
1. Myljið gerið í skál, hellið u.þ.b. 2 dl af ylvolgu
vatninu yfir það og hrærið í þar til gerið er
uppleyst. Bætið þá út í afgangi vökvans og
saltinu.
2. Hnoðið nú mjölinu saman við eftir þörfum þar
til deigið er orðið mjúkt ogsamfellt. Setjið klút
yfir skálina og látið deigið hefast á trekk-
iausum stað í u.þ.b. 30 mín.
. 3. Takið deigið upp úr skálinni og mótið það í stór
eða lítii brauð.
. Formbrauð:
Skiptið deiginu í tvennt og mótið það í tvö brauð
sem þið setjið annað hvort í tvö 1 ‘h I stór smurð
form eða beint á smurða plötu. Ef þið veljið stðari
kostinn skuiuð þið skera rákir skáhallt yfir brauðin
með hvössum hníf.
Smáþrauð:
Skiptið deiginu í fjóra hluta og hnoðið í lengjur.
Skerið hverja lengju í tíu hiuta og mótið f bollur
sem þið raðið á smurðar plötur (20 smábrauð
komast'fyrir á einni plötu). Skerið 1-3 rákir í
hverja bollu. ,
4. Brciðið kiút yfir brauðið og látið það lyfta sér
aftur á trekklausum stað í 30 - 40 mín. - Á
meðan setjið þið ofninn á 200 - 250 gr. C.
5. Penslið brauðið með volgu valni, mjólk eða
hrærðu eggi og strájd valmúafræjum yfir, ef
verkast vill.JBakið stór brauS við 200 - 225 gr.
á neðstu rim í 30 - 40 mín. Bakið smábrauð við
250 gr. í miðjum ofni í u.þ.b. 15 mín. Látið
brauðið kólna í grind.
Að blanda
Hér kemur að lokum uppskrift að einföldu
skemmtiatriði sem má t.d. flytja að lokinni máltíð
og tilheyrandi velþóknunarsmjatti og lofgerðar-
stunum - í von um ljúfar veigar. Vísu þessa ber að
flytja af talkór, utan „Brandur!“ sem er eintal.
Aitdinn er oft í vanda,
yndis er stopull vindur.
Brandur! -
hvað ertu að blanda?
Bindindis jarma kiitdur. x