Helgarpósturinn - 18.02.1983, Page 2

Helgarpósturinn - 18.02.1983, Page 2
2 Föstudagur 18. febrúar 1983 Jpústurinrí Prófkjörsframbjóðendur / i Sjálfstæðisflokksins í S'1 Reykjaneskjördæmi eru nú farnir að hugsa sér til hreyfings og hafa verið á fundum með stuðningsmönnum sínum að undanförnu. Búist er við hörðum slag um öruggu sætin og vonarsætin sem enginn veit hversu mörg verða og fer það m.a. eftir ákvörðun um kjördæmamálið. Matthías A. Mathiesen er talinn öruggur og nýt- ur trausts og fylgis víða í kjördæm- inu. Öðru máli gegnir um Ólaf G. Einarsson og Salóme Þorkelsdóttur sem voru í 2. og 3. sæti listans í Partypönnusett fyrir sælkerana. Nýtt og spennandi. Hver steikir fyrir sig. Úr Sjálfstæðisherbúðunum / J berast okkur þær fregnir að S það verði Albert Guðmunds- son, sem muni leiða kosningabar- áttu flokksins fyrir þingkosning- arnar í vor. Albert hreppti fyrsta sætið í prófkjöri flokksins í vetur og mun vera staöráðinn í að láta ekki „keyra yfir“ sig eins og gert hafi verið áður. Stjórn fulltrúaráðsins er sögð hafa ákveðiö þessa tilhögun og Geir Hallgrímsson fallist á hana úr sínu sjöunda sæti... Áhugamaður um þjóðmá! f j fúkk þessa vitrun í vísnaformi um daginn ogsendi Helgar- póstinum: „Þjcðfrelxið' á okkar þingi þjónar feitir selclu í gær. Yfir röncl á einseyringi aldrei þeirra hugsun nær. - Tileinkað Ólafi Ragnari og öðrum þjóðfrelsishetjum með skaphöfn feita þjónsins. og: Seint nutn herinn héðan burt ef hugsjónin snýst um diskinn. Ólafur getur áfram spurt: Á ekki aö selja fiskinn?“ Flugráö hefur eindregið mælt J með því að Leifur Magnús- ✓ son, ejnn framkvæmdastjóra Flugleiða og fyrrurn framkvæmda- stjóri Loftferðaeftirlitsins. verði skipaður næsti flugmálastjóri. Ráðið samþykkti þetta á fundi sín- um í gærmorgun og studdu allir Leif, bæði aðal- og varamenn. Það er svo hlutverk Framsóknarráð- herrans Steingríms Hermanns- sonar að skipa nýjan flugmála- stjóra. Er talið mjög vafasamt að ráðherrann sniðgangi vilja flug- ráðs, jafnvel þótt Leifur sé eyrna- merktur Sjálfstæðismaður... Félag kvikmyndahúsaeigenda J hefur nú sent menntamála- y nefnd neðri deildar Alþingis greinargerð vegna frumvarps menntamálaráðhcrra um bann við sýningu ofbeldiskvikmynda á ís- landi. Kvikmyndahúsaeigendur eru ekki alls kostar ánægðir með það og vilja ekki, að kvikmynda- eftirlitinu veröi veitt völd til að senda kvikmyndir aftur til föður- húsanna. Hins vegar mæla kvik- myndahúsaeigendur með því við Alþingi, að höfð verið hliðsjón af frumvarpi Eiðs Guðnasonar, þar sem lagt er til, að myndbönd verði látin sæta samskonar eftirliti og kvikmyndir gera við núverandi að- stæður. Það eftirlit hafi reynst kvikmyndahúsunum og bíógestum vel... Jóhannes Norðfjörð, Hverfisgötu 49, sími 13313. Helgarfargjöld kn 5.940 Söluskrifstofur okkar, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar veíta allar upplýsingar um m.a. ferðatilhögun, hótel og bílaleigubíla. Þaðeru fáar/Sborgir erlendar^^jafn tengdar okkur og kærar og Kaupmannahöfn.Þaðan var okkur stjórnað, þar háðu fram- sýnir menn frelsisbaráttu þjóðar okkar, þangað sóttum við mennt- un okkarog fyrirmyndir allra helst. En Köben er ennþá fS á sínum stað & við sundið og þangað eigum við margt að sækja enn sem pfZ fyrr.^S Kynntu þér Kaup- mannahafnará- ætlun fi Flug- leiða *miðað er við gengi 10.2. '83 síðustu kosningum. Munu „Gunn- arsmenn" sem eru margir í Reykjaneskjördæmi ekki vera hrifnir af Ólafi og Salóme. Harðasti keppinautur þeirra verð- ur ugglaust Gunnar G. Schram enda telja margir sjá í honum for- ystumannsefni fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Að sögn þeirra sem fylgst hafa vej með mál- um í Reykjaneskjördæmi mun bú- seta manna ekki hafa mikil áhrif á kosningabaráttu prófkjörskandi- datanna, en um tíma var þó rætt um að viðhafasvipað fyrirkomulag í prófkjörinuog gert var í Suður- landskjördæmi... 5r'll Jazzvakning hefur í tvö ár ver- f 1 ið að safna saman efni í tvöfalt y albúm með Gunnari heitnum Ormslev tenórsaxófónleikara. Nú hillir loksins undir útkomu plöt- unnar og fór hún utan í pressun í þessari viku. Útgáfudagurinn hef- ur verið ákveðinn 22. mars. en þann dag hefði Gunnar orðið 55 ára. Sama kvöld verða haldnir tón- leikar, þar sem bandaríski tenór- saxófónleikarinn Ernie Wilkins leikur með íslenskum djassleikur- um. Plötunnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, þar sem hún gefur mjög góða mynd af íslensku djasslífi síðustu 30 ára.... Lipurogpersonuleg þjónusta, ó besta stað í bœnum og nóg af bílastœðum Ef þetta eru atriði sem þú metur mikils að peningastofnunin þín uppfylli, er Sparisjóður vélstjóra eitthvað fyrir þig. Sparisjóður vélstjóra starfar í nýju og rúm- góðu húsnæði að Borgarúni 18 og hefur frá upphafi verið í fararbroddi í tölvuvæðingu og hagræðingu. Þess vegna getum við tryggt viðskiptavinum okkar hraða og örugga af- greiðslu. Ef þú hefur reglubundin viðskipti við okkur, áttu svo að sjálfsögðu möguleika á lánafyrir- greiðslu þegar hennar er þörf. SPARISJOÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18, s. 28577

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.