Helgarpósturinn - 18.02.1983, Page 6

Helgarpósturinn - 18.02.1983, Page 6
Tæplega hefur nokkuð vakið meiri almenna athygli í landinu í líðandi viku en bein sjónvarpsútsending frá atkvæða- greiðslu á Alþingi um bráðabirgðalögin margumtöluðu sl. mánudagskvöld. Gafst þar býsna fróðleg mynd af starfsháttum Alþingis. Og þau tvö atriði, sem hvað mesta athygli vöktu þetta kvöid, voru stuttar athugasemdir Ólafs G. Einarssonar, formanns þingflokks Sjálfstæðisflokksins, (þar sem hann skýrði hjásetu þingflokks sins við atkvæðagreiðsluna) og Guðrúnar Helgadóttur, þingmanns Alþýðubandalagsins, sem lýsti sig óbundna af störfum ríkisstjórnarinnar framvegis. Guðrún Helgadóttir hefur áður verið skorinorð á þingi - og áður hótað festarslitum við ríkisstjórnina. Föstudagur 18. febrúar 1983 ~^J^sturÍDn Nafn: Guðrún Helgadðttir Starf: Alþingismaður og rithöfundur________________ Fædds 7. september 1933 Heimili: Skaftahlíð 22. Heimilishagir: Eiginmaöur __ Sverrir Hólmarsson,4 börn Bifreið Trabant, árgerö 7 Áhugamál: Betri heimur Ómældur þáttur f jölmiðla í virðingarleysi fyrir Alþingi — Þaó þekkja allir söguna af stráknum, sem hafði hrópað „Úlfur! Úlfur!” svo oft, að enginn tók mark á honum þegar úlfurinn loksins kom. Bíða þín ekki svipuð örlög á alþingi eftir að þú hefur hrópað tvisvar eða þrisvar að þú sér óbundin af samþykktum rikisstjórnarinnar - en styður hana samt? „Þetta er alrangt. Ég hefi einu sinni áður haft í hótununi um að styðja ekki þessa ríkisstjórn. Það var út af máli, sem mér fannst ákaflega mikilvægt. Það mál leystist og þá náðust að sjálfsöðgu samningar á milli mín og umræddrar ríkisstjórnar. Eg er ekkert að hóta þessu öðru hverju. Núna er afstaða mín mjög svipuð og afstaða míns flokks: Það er deginum ljósara, að okkar ráðherrar ganga út úr ríkisstjórninni ef kjaraskerðingarfrumvarp forsætisráðherra verður samþykkt. Það er stigsmunur á minni afstöðu og þingflokksins — mér fannst nægilegt tilefni til stjórnarslita að forsætisráðherra legði frumvarpið fram án okkar vilja,en félagar mínir vildu sjá hvaða örlög það hlyti. En við erum öll á móti því!’ —Er ekki stjórnin dauð hvort eð er? „Það má kannski segja það — en hún situr ennþá. Það er ekkert leyndarmál, að við höfum yfir ýmsu að kvarta í þessu stjórnarsamstarfi — til dæmis Alusuisse- -málinu, framkvæmdum á vegum hersins og fleiru. Það hlýtur að koma að því á ein- hverju augnabliki, að þetta verður þýðingar- laust.” — Það er mikið rætt um virðingu al- þingis, að hún fari þverrandi. Er ekki þetta einmitt gott dæmi um framkomu, sem er ekki beinlínis til þess fallin að auka á þá virðingu — yfirlýsing, sem að minnsta kosti einn ráðherra virðist ekki taka alvarlega og sumir meðþingsflokksmenn þinir ekki held- ur? „Ég hef aldrei þurft að kvarta yfir því, að samþingsmenn mínir tækju mig ekki alvar- lega. Hins vegar eiga fjölmiðlar ómældan þátt í því að fólk kvartar undan virðingar- leysi Alþingis, og það er stóralvarlegt mál. Sannleikurinn er sá, að allur fréttaflutning- ur af Alþingi er með eindæmum. Áhugi fjölmiðlamanna beinist frekar að þing- mönnum sjálfum en því, sem þeir segja. Það kemur sárasjaldan fram sem maður er í raun og veru að gera og segja á Alþingi. í þessu tilviki var verið að greiða atkvæði um bráða- birgðalögin, sem umræður höfðu staðið um allan daginn. Sjónvarpið var búið að hanga yfir okkur alian þann tíma. Þeir þingmenn, sem leika með fjölmiðlum, gera það auðvit- að — og þá er einn liður í því að gera aðra þingmenn broslega. Það gera menn helst þegar sjónvarpið er viðstatt. Ég held að flestir þingmenn hafi skilið mína afstöðu í þessu máli, líka forsætisráðherra sjálfur. Það er ekkert óeðlilegra en að þessari fram- komu hans sé mótmælt. Og það er alveg dæmigert, að þú skulir vera að hafa þetta viðtal við mig núna. Ég hef gert ýmsa merki- legri hluti hér á þingi en einmitt þetta — að mótmæla frumvarpi forsætisráðherra. En það hefur ekki þótt fréttnæmt” — En er ekki staöreyndin sú, að það eru þeir Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar, Ragnar Arnalds og Hjörleifur Guttorms- son, sem ráða lögum og lofum í þingflokkn- um og að þið hinir þingmennirnir gerið nokkurveginn eins og þeir ákveða? „Ég held að þú ættir að spyrja þá um þetta - ætli þetta væri ekki óskastaðan fyrir þá! Sjáðu til: ég held að ég líti kannski öðru- vísi á stjórnmálastörf en margir aðrir. Fyrir mér er þetta ekkert merkilegra en ýmislegt annað, sem ég hef gert. Mestan part óskar maður að hafa vinnufrið hér. Ég hef fengið samþykkt þrjú lagafrumvörp, á þeim þrem árum, sem ég hef setið hér, og unnið að ótal öðrum málum. Það er ekki fréttnæmt — en það er frétt ef ég er ósammála einhverju”. — Þú fórst á sínum tíma inn í borgarstjórn og á þing m.a. vegna starfa fyrir minnihluta- hópa, gamla fólkið og lífeyrisþega. Hefur þú reynst þessu fólki vel á þingi? „Já, alveg hiklast. Ég gæti nefnt fjölda mála, sem varða hag þessa fólks, og ég hef ýmist flutt sjálf eða unnið að með mínum félags- og heilbrigðismálaráðherra. Það er auðvitað góð staða að hafa samflokksmann sinn í viðkomandi ráðuneyti. Þar má nefna lög um málefni aldraðra, lög um fæðingar- orlof, lög umbætteftirlaun... ótal marga lagabálka, lög um aðstoð við þroskahefta. Ég get nefnt endurskoðun á lögum um at- vinnuleysistryggingar. Ég flutti á mínu fyrsta þingi frumvarp um rétt giftra kvenna til atvinnuleysisbóta. Það náði að vísu ekki fram að ganga sem mitt frumvarp, en ráð- herra flutti það aftur árið eftir og fékk það samþykkt. Það hvarflar stundum að manni, að betra væri að þetta kæmi í fréttum í stað þriggja setninga, sem eru teknar úr sam- hengi við umræður, er hafa staðið allan dag- inn” — Nú er Ijóst af úrslitum prófkosninga, að konum mun ekki fjölga á þingi — a.m.k, ekki í gegnum gömlu flokkana fjóra. Getur það stafað af því, að þær konur sem nú eru á þingi hafi ekki staðið sig nógu vel? „Nei, svo sannarlega ekki. Ég vil bara benda á konu, sem féll í forvali fyrir síðustu alþingiskosningar, Ragnhildi Helgadóttur. Það er kona, sem búin var að vera forseti Norðurlandaráðs, forseti þingdeildar og þingmaður um margra ára skeið. Það deilir enginn um, að Ragnhildur er þingmaður á borð við hvern sem vera skal af flokksfélög- um hennar. Mér er gjörsamlega óskiljanlegt hvers vegna hún féll. Ég held að þær tvær konur, sem sitja hér auk mín, geti á sama hátt borið höfuðið hátt. Við höfum ekki verið lakari þingmenn en aðrir. Þetta liggur auðvitað í því, að sætin eru fá...” — ...og karlarnir hremma þau? „Já, auðvitað gera þeir það. Þetta er vita- skuld flókið mál. Það er ekkert einfalt mál fyrir konu úti á landi að kveðja bónda sinn og börn að hausti og sitja á fundum í Reykjavík vetrarlangt. Það er ekki alltaf auðvelt að komast heim um helgar og svo framvegis. Konur, sem geta þetta, hljóta að verða að teljast harla vel giftar. Auðvitað vorkennir enginn konum þingmanna sem þurfa að búa við þetta, en ég held að það sé óraunhæft að ætla að konur sitji þarna við sama borð. Jafnréttiðhefst í fjölskyldunni”. - I forvali Alþýðubandalagsins hér i Reykjavík um daginn skaustu þingflokks- formanninum, ÓlaFi Ragnari, aftur fyrir þig. Nú er ekkert augljóst að Ólafur muni eiga sæti á næsta þingi?... „Auðvitað fer hann inn á þing. Skoðana- könnun, sem birt var í vikunni, bendir til að við munum haida okkar fylgi. Nú, sjálf sit ég í þessu sæti, sem Ólafi er ætlað nú og ég sé enga ástæðu til að ætla að það tapist. Þessi úrslit eru náttúrlega tilviljun. Ólafur Ragnar á ekki kosningarétt í félaginu í Reykjavík svo í rauninni munaði aðeins at- kvæðum þeirra hjóna. Okkar stuðningur er svo til jafn. En ég ætla svo sannarlega að vona að Ólafur haldi sætinu - við megum illa án hans vera. Hann hefur verið afskap- lega duglegur þingflokksformaður." - Eftir þetta forval lýsti hann því yfir, að það hefði verið unnið gegn sér í flokknum. Þá kemur þú manni óneitanlega í hug. „Ég skal svara þessu skýrt og skorinort: Ég hef aldrei komið nálægt vinnu í forvali og mun aldrei gera. Mér þykir það fullkom- lega ósiðlegt. Fólk á að meta verk okkar og kjósa okkur eftir því. Hvort einhverjir aðrir voru með einhverja vinnu í forvalinu veit ég ekki og vil ekki vita.*' eftir: Guðjón Arngrímsson og Ómar Valdimarsson - En hverskonar flokkur er þá Alþýðu- bandalagið? Þar eru verkalýðsleiðtogar, sem tala hæðnislega um gáfumannafélag og menntamannaklíku; menntamenn tala af álíka mikilli virðingu um verkalýðs- forkólfana, karlar tala um kvennahreyfingu og Þjóðviljinn skrifar langar útlistingar á því hvernig flokkurinn er smám saman að skríða frá vinstri til hægri. Hverskonar flokkur er þetta eiginlega? „Alþýðubandalagið er stór flokkur og í honum er auðvitað allskonar fólk. Ég held að það sé mikil ógæfa flokksins þetta hjal um verkalýðsarm og menntaklíkur. Það er eiginlega hálf hráslagalegt, að fyrir baráttu íslenskra sósíalista hafa verkamanna- krakkarnir, sem áður áttu engan menntunarkost, komist í skóla. Ég held að það séum ekki við, flest sprottin upp úr verkalýðshreyfingunni, sem erum nú orðin óvinir hennar. Alþýðubandalagið er sósíal- ískur stjórnmálaflokkur og auðvitað er fár- ánlegt að skipta honum upp í slíka hópa. Ég hef aldrei tekið þetta alvarlega en óneitan- lega hef ég heyrt þetta. Ég held að þarna sé mikill og alvarlegur misskilningur á ferð- inni. Enn og aftur vilégminnaá verkin, það eru þau sem skipta máli. Ég held að ég hafi ekki borið fram færri mál hér á þingi í þágu verkalýðsins í landinu en hver annar þing- maður flokksins." - Hefur þér dottið í hug að hætta í pólitík og fara aftur I Tryggingastofnina og heim til að skrifa meira um Jón Odd og Jón Bjarna? „Já. (Hlær) Ég fer nú ekki aftur í Tryggingastofnunina því ég sagði upp þar þegar ég fór á þing og nú hefur eftirmaður minn tekið við þar. Eg hefi því enga stöðu til að ganga inn í. En vissulega hefur hvarfl- að að mér að hætta í stjórnmálum og snúa mér að því að skrifa. Én nú héf ég tekið ákvörðun - ég hef gefið kost á mér fyrir næsta kjörtímabil. Hvað síðan gerist veit ég ekkert um. Það er mér iangt í frá nokkurt sáluhjálparatriði að vera á þingi þó að ég telji mig í allri auðmýkt, hafa gert hér þó nokkurt gagn fyrir það fólk, sem ég þykist vera að vinna fyrir. Mér finnst ég hafa unn- ið fyrir kaupinu mínu og tel ntig ekkert þurfa að skammast mín fyrir það, sem ég hef gert hér. Ef pressunni þóknast að láta það fara í taugarnar á sér eða gera mig að einhverri grínfígúru, þá er það hennarmál. - Það er fullyrt við mig, að Vilmundur Gylfason hafi boðið þér að ganga til liðs við Bandalag jainaðarmanna. Hvað er til í því? „Vilmundur Gylfason sagði einu sinni í blaðagrein, að hann væri pólitíkst skotinn í mér. Eg sagði í annarri blaðagrein, að ég væri skotin í Vilmundi Gylfasyni - en ekki pólitískt. - Nei, Vilmundur hefur ekkert sæti boðið mér." -------myndir: Jim Smart ■

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.