Helgarpósturinn - 18.02.1983, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 18.02.1983, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 18. febrúar 1983 'elgar- ,pösturinrL Sigvaldi Hjálmarsson er alltaf með sama skeggið og gleraugun eru enn á sínum stað. Undir rólegu yfirborðinu býr mikil festa og hann talar af miklum sannfæringarkrafti. Vinnuherbergi Sigvalda geymir marga bókina um Indland og ind- versk fræði, og þar sem hægt er að koma því við, prýða veggina myndir af andlegum mönnum frá þeim slóðum. Og skal engan undra, þar sem indversk speki og þó einkum jóga hafa verið hans ær og kýr frá ungum aldri. Hann er líka þekktastur fyrir það, að minnsta kosti á meðal yngri kynslóðarinnar. En þótt Indland eigi kannski stærstan part í honum, hefur hann haft fleiri járn í eldinum. Aður en þau járn skyldu hömruð, var Sigvaldi beðinn að segja stuttlega frá uppruna sínum. „Ég er Húnvetningur, alinn upp á Skeggs- stöðum í Svartárdal í Austur-Húnavatnssýslu hjá afa mínum Sigvalda Björnssyni. Hann var mikill greindarmaður og að mörgu leyti mjög óvenjulegur maður, einn af þessum gömlu rótgrónu sveitabændum, sem voru fullir af lífsvisku þótt hann hefði aldrei gengið í skóla. Fólk kom til hans úr öðrum sveitum til að þiggja hjá honum ráð í vandræðum sínum." - Hvað dvaldirðu lengi þarna? „Ég var á Skeggsstöðum þar til ég var sautján ára, þá fór ég í skóla.“ -Til Reykjavíkur? „Nei, því miður. Ég ætlaði mér alltaf í Menntaskólann á Akureyri til frænda míns, Sigurðar skólameistara, en þetta var á kreppu- árunum og ekki svo auðvelt fyrir sveita- stráka. Ég fór því í Reykholtsskóla, þegar ég var sautján ára og þaðan í Kennaraskólann. Ég kenndi síðan í fjögur ár, en hafði aldrei neinn áhuga á því að verða kennari.” - Hvers vegna fórstu þá í Kennaraskólann? „Það var eiginlega eina iausnin. Eins og ég sagði einhvern tíma í ritgerð í Kennaraskól- anum um hvers vegna ég væri kominn þang- að, þá átti ég ekki möguleika á langskóla- námi og það væri þó skárra að fá þetta en ekki neitt. Ég neita því ekki, að hugur minn stefndi snemma til þess að skrifa, þó lítið yrði úr því fyrr en ég gerðist blaðamaður á Alþýðublað- inu.” Skólinn fa.uk - Það var því kannski engin skyndi- ákvörðun, sem olii því, að þú hvarfst frá kennslu og gerðist blaðamaður? „Nei, það var engin skyndiákvörðun. Ég veit að vísu ekki hvort ég hefði valið blaða- mennsku sem Iífsstarf ef ég hefði getað valið um þá menntun, sem ég vildi helst, það var aldrei neinn vafi á því hvað mig langaði til að stúdera. Mig langaði til að stúdera sagnfræði og ég hefði sjálfsagt lent út í því sama og ég hef lent út í, það er að segja sögu og menn- ingu Austurlanda, sem ég var þegar farinn að fá mikinn ál.uga á sem drengur.“ - Hvenær hófstu störf við Alþýðublaðið og hvernig var umhorfs þar og í blaða- heiminum? „Ég byrjaði þar 1947 sem fastur maður. Blöðin voru lítil og þetta var breytingaskeið, að því leyti, að áður hafði verið svo mikið að gerast í umheiminum á styrjaldarárunum, að erlendar fréttir dómineruðu blöðin. En um þetta leyti byrjuðum við að nýta okkur frétta- möguleikana á íslandi. Jón Helgason rit- stjóri á Tímanum átti þar frumkvæðið og við fórum í hans slóð, við sem gerðumst sér- fræðingar á fréttir af því, sem var að gerast á Islandi. Við komum til að mynda upp mjög fullkomnu fréttaritarakerfi um allt landið, og hringdum kannski í tuttugu, þrjátíu manns suma daga til að vita hvað væri að ske. Stund- um var ekkert að ske, en stundum gerðist eitthvað á andartakinu. Þegar ég hringdi í Helga, fréttaritara Alþýðublaðsins á Hnífs- dal einhvern tíma á árinu 1953, þá vildi svo til að skólahúsið hafði nýlega tekist í loft upp í sviptibyl ofan af skólabörnunum. Þannig að við lentum stundum á töluverðum fréttum. A öllum blöðunum var lögð mun meiri áhersla á innlendar fréttir en erlendar, og þar að auki var náttúrlega pólitíkin, en ég fór aldrei út í hana. Minn hugur stóð ekki til þess að verða atvinnupólitíkus. Sumir sögðu sem svo við mig, að ég væri upplagður í að gerast atvinnupólitíkus vegna þess, að það væri svo mikill kjaftur á mér. Ég gat taiað og þurfti ekki að hafa blöð fyrir framan mig, en ég hafði ekki áhuga á því.” K valræðisþingseta - En hvers vegna fórstu á Alþýðublaðið fremur en eitthvert annað blað? „Það var nú af stjórnmálaskoðunum meðal annars. Ég er eins og Finnbogi Rútur komst að orði „óforbetranlegur sósíaldemókrat”. Ég var það þá og er enn, og ég álít, að jafnað- arstefnan hafi verið eitt allra sterkasta aflið í sögunni á þessari öld. En það var fleira. Mér bauðst alveg óvænt starf á Alþýðublaðinu, en það var ekki af því að ég ætlaði að fara að skrifa um pólitík, heldur langaði mig til að fara út í fréttir og viðtöl, eins og ég raunar gerði. Ég hefði t.d. ekki neitað boði um að komast inn á Vísi. Að vísu var pólitísk skipting blaðanna miklu sterkari þá en hún hefur orðið síðan." - Þurftu menn þá ekki að vera í þeim flokki, sem gaf blaðið útpg skrifa eftir línu að ofan? „Ég hef aldrei fengist til að skrifa eftir línu, og það var alveg gúterað, Ég var yfirleitt ekki í pólitískum fréttum. En ég var þingfréttarit- ari Alþýðublaðsins í hálft annað þing vegna þess að Helgi Sæmundsson, sem því starfi gegndi,varð veikur og hætti um tíma. Ég bað þess lengstra orða, að ég þyrfti ekki að sitja þar mér til kvalræðis. Ekki af því að þing- mennirnir væru ekki ágætir á allan máta. Það átti bara ekki við mig að sitja og bíða eftir því, að pólitískt mál yrði tekið upp, sem álitið var að þvrfti að slá upp í blaðinu.” - Alþýðublaðið þótti löngum vera brautryðjandi í nútímablaðamennsku. hvernig stendur á því? „Ég veit ekkert um það, en Alþýðublaðið var kallað Blaðamannaskóli íslands á tíma- bili. Ég veit bara það, að við fengum engar þakkir frá okkar yfirmönnum. Við vorum yfirleitt krítíseraðir sterklega af blaðstjórn- inni, en fengum ekki þá viðurkenningu, að við værum góðir blaðamenn. En allir þeir, sem flæktust inn á Alþýðublaðið og fóru það- an aftur, urðu allt í einu afburðablaðamenn þegar þeir voru komnir á önnur blöð. Alþýðu'olaðið byrjaði á sínu brautryðjenda starfi í blaðamennsku á íslandi, þegar Finn- bogi Rútur Valdimarsson tók við árið 1933. Þá var hjá honum Stefán Pétursson, sem seinna varð ritstjóri, og fleiri. Finnbogi er sá, sem að mínum dómi veldur mestum þátta- skilum í íslenskri blaðamennsku.” Eins og Biblía - í hverju var þetta brautryðjendastarf blaðsins fólgið? „Finnbogi t.a.m. vann fréttir. Hann sagði þær með það fyriraugumaðþær yrðu frétta- legar, sem m.a. er í því fólgið að byrja á aðalatriði málsins, og fréttin á að renna í gegnum huga lesandans af sjálfu sér. Fyrir- sögnin á að vera þannig, að maður taki blað- ið, hvort sem maður er sammála eða ekki. Fyrsta setningin á að valda því, að þú viljir lesa næstu setningu og það er kúnst að skrifa fréttir á þennan máta. Ég aflaði mér bóka um blaðamennsku til að læra að búa til frétt. Það var ekki einu sinni sama á hvaða orði við byrjuðum. Það mátti ekki byrja á dagsetningu eða staðsetningu, heldur á einhverju, sem gaf meiningu. Finn- bogi kunni þetta vel og Stefán Pétursson kunni þetta vel, og við vorum oft að velta þessu fyrir okkur, fram og tii baka, ég og Benedikt Gröndal, þegar hann var á Alþýðu- blaðinu. Hvernig hefði verið betra að segja fréttina til þess að betur yrði eftir henni tekið? Ég gæti nú samt trúað, að einn allra merk- asti áfanginn í sögu Alþýðublaðsins hafi ver- ið, þegar Gísli Ástþórsson kom 1958. Hann var mjög hugmyndaríkur og að mínum dómi einn snjallasti blaðamaður, sem við höfum átt, og er það enn þann dag í dag.” - Þeir eru margir, sem líta á þessa gömlu daga sem gullaldartímabil í íslenskri blaða- mennsku, en hvernig eru blöðin í dag í sant- anburði við það, sem gerðist á þessum árum? „Fréttir eru ekki eins vandlega skrifaðar, en það gerir sjónvarpið að miklu leyti. Ég er ekki að segja, að það séu lakari menn á blöðunum í dag en þegar við vorum, síður en svo. Það er meira að segja eins víst, að þar séu betri menn. En það er rneira um það núna, að ungt fólk fari í blaðamennsku um tíma og fari svo yfir í eitthvað allt annað. þegar þetta unga fólk er orðið fært um að vinna vel'í blaðamennsku, er það ekki lengur í blaðamennsku. En á þessari gullaldarperí- óðu, sem þú minnist á, og sem ég býst við að sé frá 1947-8 til 1960, þá var stabíll hópur á hverju blaði fyrir sig. Við vorum kannski andstæðingar í pólitík og börðumst um að koma með fréttir, sem hinn hafði ekki, en við respekteruðum hver annan og við vissum hvar við höfðum hver annan. Það var trún- aður á milli okkar. í alþjóðlega blaðamannaskírteininu, sem ég bar eins og Biblíu í mörg ár, stóð þessi setning: Fyrsta skylda blaðamannsins er virðing fyrir sannleikanum og rétti almenn- ings til að fá að heyra hann. Þetta held ég að hafi verið mitt leiðarljós og okkar, þessara kalla, sem nú eru ýmist dauðir eða um það bil að vera dauðir.” Andartakið - Þú minntist áðan á áhuga þinn á sögu og menningu Austurlanda; hvernig samrýmdist hann hinni hörðu fréttamennsku, seni var á þessum árum? „Það samrýmist ákaflega vel, vegna þess að ef maður skilur indverska heimspeki, þá leggur hún svo mikið upp ur andartakinu, hinni líðandi stund. Hún er aðalatriði máls- ins, og það er engin stétt veraldarinnar, sem er eins mikið með fingurgómana á slagæð lífsins og blaðamenn. Sá sem les jóga- heimspekina niður í kjölinn, finnur að þeir leggja einmitt mest upp úr því, sem er að líða. Útsýn og teoríur eru ekkert sérstaklega í há- vegum hafðar.” - Hvernig vaknaði áhugi þinn á þessum fræðum? „Ég hreinlega man það ekki og veit bara ekki hvernig stóð á þessu. Ég man hins vegar eftir því, að ég sá myndir frá Indlandi, þegar ég var krakki, og varð sérstaklega hrifinn af þeim. Eins vakir einhvers staðar í meðvitund minni minning um að ég hafi heyrt getið um lótusblóm, og að það væri sérstaídega merki- legt blóm, fegurra en önnur og gott ef einhver kom því ekki inn hjá mér, að það væri symból fyrir hinn andlega veruleika tilverunnar. Þegar ég var átján ára gamall las ég frá- sagnir eftir enska blaðamanninn Paul Brunt- on. Hann hafði farið til Indlands og kynnt sér jóga, og af þeim lestri gat ég lært nokkrar hugræktaraðferðir, sem ég prófaði undir eins. Síðan hef ég stöðugt haldið þessu áfram. Ég uppgötvaði seinna meir, að ég hafði þegar ég var strákur verið að fikta við hluti, sem voru ekkert ólíkir jógaiðkunum. Ég tók stundum stein í lófann og horfði á steininn og sagði steinn, steinn... og hélt því áfram þar til orðið varð alveg innihaldslaust. Steinninn var orðinn að einhverjum dularfullum veru- leika í höndunum á mér og ég sjálfur var óskilgreinanlegur veruleiki. Þetta hangir saman við það, að ég varð fyrir furðulegri reynslu, þegar ég var lítill drengur, sem ég hélt að væri öllum mönnum eiginleg og gerði mér enga grein fyrir að væri neitt sérstök. Seinna meir komst ég að því, að þetta er það, sem kallað er mýstísk upplifun, sem felur það í sér, að þú finnur sjálfan þig í öllu og allt í þér, og allt í kringum þig, náttúran, annað fólk, dýr, himinn og jörð verða lifandi heild, lifandi návist.” Búskussinn - Hvernig atvikaðist þetta? „Það veit ég ekki. Þetta bara gerðist og hefur alltaf komið fyrir mig við og við. Ég þótti stilltur drengur, þó ég hafi áreiðanlega ólátast og ekkert verið þægari en önnur börn, og það held ég að hafi verið vegna þess, að í rauninni fannst mér svo óskaplega yndislegt að lifa. Mér fannst hvert einasta andartak alveg óborganleg upplifun. Mér fannst þá og finnst enn, að ég lifi í einhverri algjörlega óskýranlegri sólarupprás. Ég uppgötvaði lík- lega um fermingaraldur, að hrossa- og belju- áhugamennirnir í kringum mig höfðu engan skilning á þessu. Ég var alveg frámunalega lélegur bóndi. Ég gat t.d. ekki hugsað mér að ala upp dýr til að drepa þau. Þegar snilling- arnir í því að elta og þekkja rollur sinntu sínum áhugamálum, labbaði ég út um allt með einhverjar furðulegar upplifanir í kollin- um. Og ég var alltaf að leita að fólki, sem væri svipað.” - Varstu kannski álitinn einhver furðufugl þarna í sveitinni? „Ég held ég hljóti að hafa verið álitinn furðufugl og gott ef ég er ekki álitinn það ennþá.” - Þér hefur ekki verið strítt á því? „Það var ekki mikið uin það.” Leynistigir hugans - Hvernig hefur þessi indverska heimspeki svo gagnast þér í lífinu? „Indversk heimspeki er eins fjölbreytt og önnur speki. Þar eru allir skapaðir hlutir. Þar er rökfræði, rökhyggja, fræðimennska, en ég hef ekki mestan áhuga á því. Ég hef mestan áhuga á því, sem snertir upplifun andartaks- ins, og það eru jógavísindin. Þau eru akkúrat um þetta. Þau eru í þrennu lagi, þó að Vest- urlandabúar þekki ekki nema fyrsta atriðið. Hið fyrsta er það, semég kalla hugræktarstig, að ná valdi yfir því hvort hugsanir koma eða koma ekki. Þetta hefur verið kallað ein- beiting á íslensku og „concentration" á ensku. Það er röng þýðing, því þetta á að þýð- ast sem stöðugleiki eða ótruflanleiki. Þegar maður er orðinn fær um að ráða við þessar tilhneigingar hugans, þegar maður getur ver- viðtði: Guðiaupr Berpunðssðn

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.