Helgarpósturinn - 18.02.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 18.02.1983, Blaðsíða 16
Hannes Johnsen 15 ára pönkari Tóta, Inga, Dagur og Fúsi SAFARI. aldurstakmörk og pönkarar Stuðaranum barst í síðustu viku óvæntur en kærkominn liðsauki þegar fjórir nemendur frá Víðistaðaskóla í Hafnar- firði: Tóta, Inga, Dagur og Fúsi, mættu í starfskynningu á Heigarpóstinn. Og þau unnu eftirfarandi grein: Föstudaginn 4. feb. sl. opnaði á þeim stað þar sem Villti tryllti Villi var áður. nýr staður sem hlaut nafnið SAFARI. Á föstudagskvöldinu stóðu fyrir utan nýja staðinn margir svekktir unglingar „árgerð ’67“ sem höfðu staðið í þeirri góðu trú að þeir kæmust inn. En komust svo að því að með nýjum eiganda komu nýjar reglur. Við spurðum nýja eigandann, Magnús Kristjánsson. hvers vegna sú breyting hefði átt sér stað að nú gilti afmælisdagur viðkomandi en ekki fæðingarár. Magnús svaraði því til að í lögum væri bannað að hleypa unglingum inn nema þau hefðu náð 16 ára aldri. Við höfðum frétt að fyrir Alþingi lægi tillaga um að breyta þessu þannig að árið gilti. Og er mjög líklegt að hún nái fram að ganga bráðlega. Við fórum í bæinn og tókum nokkra krakka tali og spurðum þá m.a. hvort þau hefðu farið á nýja staðinn SAFARI. Á Hlemmi varð á vegi okkar 16 ára stelpa sem heitir Arndís. Við spurðum hvort hún væri oft á Hlemmi. Hún Arndís á Hlemmi hafði aldrei heyrt minnst á Safari. „...að löggan verði betri við fólk" „Nei, ég trúi ekki á neitt, huhu. Eg held að maðurinn sé kominn af öpum, þetta með „verði Ijós” finnst mér alveg út í hött. Samt er gaman að lesa Biblíuna, það er mikið af heimspeki í henni, fyrir utan að hún er alveg frábær reyfari. Það var alltaf verið að segja mér að ég ætti að lesa Biblíuna þegar ég var lítill, en ég vildi það aldrei, svo tók ég mig til og byrjaði á Gamla testament- inu, sem reyndist svo vera besti brandari sem ég hafði heyrt, sér- staklega þetta með hvernig Guð á að hafa skapað heiminn. Eg fatta bara alls ekki fólk sem trúir huhu.” Segir Hannes Johnsen, 15 ára (verður 16 í sept.) þegar trúar- brögðin berast í tal, en við fengum hann í heimsókn til þess að spjalla um daginn og veginn. - En hvað ætlar hann að gera þegar hann verður stór? - Já, svona frekar. Ertu í skóla? - Nei. Ertu þá aö vinna? - Nei, ég fæ enga vinnu. Hvernig líst þér á SAFARI? - Ha, hvaö er það? Næst réöumst við á tvær stelpur sem heita Elísabet og Helga og eru í 9. bekk. Helga er í skóla í Reykja- vík, en er frá Bolungavík. Þær hafa ekki hugsað sér að halda áfram í skóla eftir að 9. bekk lýkur. Helga sagðist ætla að fara að vinna í Ishúsi Bolungavíkur. Blaðamenn spurðu hvort þær ætl- uðu ekkert í skóla aftur. - Jú, kannski í Öldungadeildina seinna meir. Hafið þið áhuga á nýja skemmti- staðnum, SAFARI? - Okkur finnst hann ekkert fyrir okkur. Krakkarnir sem við erum með fara ekki þangað. Að lokum hittum við að máli tvær stelpur úr Valhúsaskóla. Þær heita Alda og Þorbjörg. Fer ykkar skóli í starfskynningu eins og flestir aðrir skólar og hvert þá? - Já, sagði Alda. Eg fer í gull- og silfursmíði. En Þorbjörg sagðist fara í flug- skóla. Störfuðuð þið við það sama í 'sumar? - Nei, sagði Alda. Ég vann við pípulagnir. Þorbjörg sagðist hafa unnið í búð. Hafið þið komið í SAFARI? - Já, og okkur finnst hann mun betri en Villti tryllti Villi. Sérstak- lega var gott að losna við spila- kassana. Hvaða skýring haldið þið að sé á því að pönkarar sækja ekki stað- inn? - Við höldum að skýringin sé sú að þeint líki ekki tónlistin sem þar er spiluð. Við spurðum einnig eiganda staðarins, Magnús Kristjánsson, hvaða skýringu hann gæfi á því að pönkarar sæktu ekki staðinn. Hann svaraði: - Staðurinn hefur bara verið op- inn í tvo daga og ekkert hefur reynt á það hvort pönkarar sækja staðinn eða ekki. Á staðnum gilda sömu reglur og á veitingahúsum um snyrtilegan klæðnað og fágaða framkomu. Við starfskynningarfólk vonum að tillagan um breytingu á lögum um aldurstakmark nái fram að ganga sem fyrst. -TIDF. Súkkulaðiæla „Mamma og allir eru alltaf að segja að ég eigi að verða óperu- söngvari huhu, en ég er að hugsa um að fara á sjóinn. Og er á leiðinni að sækja um pláss á millilandaskipi sem messagutti.” - Hefurðu einhverja reynslu af sjómennsku? hcldurðu að þú liggir ekki bara í kojunni sjóveikur? „Huhu, ég hef nú bara einu sinni verið sjóveikur. Það var þegar ég var á bát í Grindavík og borðaði Lindubuff og alls konar súkkulaði, lakkrís og kók. Svo þegar við vor- um komnir út á sjó stóð súkkulaði- bunan út úr mér huhu. Eftir það borðaði ég aldrei sælgæti áður en ég fór á sjóinn.” - Hvað með skólagöngu? „Mér finnst skólinn bara fangelsi fyrir krakka á aldrinum 6-15. Sumir taka því vel, aðrir illa. Ég hef aldrei fílað skólann, nema einn vetur þegar ég var í sérkennslu hjá Birni Bjarman, hann erskogóður kennari maður. Skólinn segir við mann, sé maður eitthvað slappur við að læra og nennir ekki að mæta, að maður geti ekki lært. Maður fer að trúa því sjálfur að maður geti ekkert þegar kennararnir eru alltaf að segja manni það. En mér finnst að þeir verði að kenna manni áfram, því ef maður kann ekki neitt þá fær maður enga vinnu.” Þunglyndisland „Annars er ég að pæla í því að flytja í eitthvert annað land þar sem maður getur keypt bjór og þar sem er ekki svona mikið af svona ströngum reglum og svoleiðis. Hér er iíka allt svo dýrt, peningarnir fljúga frá manni. - í hvað? Skít, - bíó, sígarettur, brennivín, sælgæti, strætó o.s.frv. - Hvert ferðu að skemmta þér? „Á Planið. Maður hefur engan annan stað. Áður stundaði ég mik- ið Hlemm, Jóker og BiIIann, en er hættur því núna. Á Hlemmi hangir liðið yfir ekki neinu og ég hef bara annað við tímann að gera huhu.” Pönkið - Þú lítur út fyrir að vera pönk- ari - hvað er pönk? „Oj, þetta er leiðinlegasta spurningsemégfæíhausinn. Pönk er bara orð búið til af breskum blaðamönnum. Það þýðirrottaeða ræfill. Pönkarar er kannski sam- heiti yfir fólk í uppreisnarhug, fólk sem vill leggja sitt af mörkum til að brjóta niður þetta tilgangslausa kerfi. Þetta eru anarkistar, friðar- sinnar, fólk sem berst fyrir því að iöggan verði betri við fólk.” - Hvernig þá? „Flestir skrifa texta og syngja þá inn á plötur eða klæða sig til að hneyksla fólk.” - Hefurðu einhvern tímann lent í löggunni? „Ég er enginn þjófur, ég hef aldrei brotist inn, bara verið tekinn fyrir fyllerí og svoleiðis huhu.” - Hefurðu slæma reynslu af lögg- unni? „Sumir eru ágætir, aðrir eru al- gjörir sadistar. Þeir koma fram við mann eins og maður sé dýr en ekki maður. Kalla mann feitt svín og þegar ég svaraði til baka og sagði að þeir væru helvítis hettumávar var ég látinn fara úr buxunum og rassskelltur huhu.” Ljóð fyrir frímínútur - Þú hefur eitthvað fengist við að skrifa Ijóð, ekki satt? „Jú, og það byrjaði þannig að í ljóðatíma í skólanum var okkur sagt að við yrðum að skrifa ljóð annars fengjum við ekki að fara í frímínútur. Svo fannst öllum ljóðið mitt svo gott að ég var hvattur til að halda áfram og hef skrifað eitthvað um tíu ljóð. Sögur? Huhu, ég var byrjaður á einni sögu, um skólann eða eitthvað svoleiðis, en ég hætti því ég var svo lengi vegna þess að ég kann ekki almennilega að skrifa." Og hér kemur eitt ljóð eftir Hannes: Menn í röðum, menn í þúsundatali,/ menn á leið til slátr- unar á vígvöllinn./ Ég get alveg líkt þeim við/ menn sem bíða eftir að heyra/ hvort þeir verði dæmdir til dauða/ eða verði sýknaðir./ En hvort sem þeir verða sýknaðir/ eða ekki/ þá lifir minningin alltaf. Æskulyðsheimili með vínveitingum „Mér finnst að útvarpið mætti vera með eins og 1-2 þætti í viku þar sem bara væri spilað pönk, ný- bylgja eða þungarokk. Þetta er tónlist sem heyrist þar aldrei, ég man t.d. bara eftir einu Stranglers lagi frá áramótum, en það var ör- ugglega spilað vegna þess að nýj- asta platan þeirra var komin hátt á breska vinsældalistann, það er nefnilega spilað diskó og vinsæl lög í útvarpinu. Sama gildir um Skon- rokk, þar mætti sýna spólur með pönk-hljómsveitum en ekki bara sömu vinsælu lögin og í útvarpinu. Mér finnst líka að þið á Stuðaran- um ættuð að taka opinská viðtöl við stjórnmálamennina um eitthvað annað en verðbólguna. Þið gætuð t.d. spurt Gunnar Thor- oddsen um hvernig honum lítist á pönkið, hvort ekki sé sjéns á því að lækka aldurstakmarkið í Ríkinu og fleira. Það vantar að setja upp stað, æskulýðsheimili þar sem væru vín- veitingar og pönkhljómsveitir mundu spila, - þá mundi maður losna við allt þetta vesen sem fylgir því að redda sér bokku.” Og áfrani með gáfnasmjörið: Hér kemur annar hluti spurninga keppni Stuðarans, sem hófst í síðasta blaði, en lýkur í næsta blaði („allt er þegar þrennt er“). Svör við þessum hluta verða að bcrast okkur í síðasta lagi 25. fe- brúar (utanáskrift: Stuðarinn, c/o Helgarpósturinn, Ármúla 38, 105 Reykjavík), en þá birtast væntanlega nöfn verðlaunahafa 1. hluta. Verðlaunin eru sem fyrr 3 hljómplötur (ein á kjaft) sem Hljómplötudeild Karnabæjar veitir af alkunnum rausnarskap. Spurningar dagsins eru: 1. Éílarnir ganga í grænum striga skóm: ? Pí* 4. a) af því þeir halda me Breiðabliki b) svo' þeir sjáist ekki grasinu c) þeir eru grænfriðungar „Sjálfstætt fólk" skrifaði: a) Þórbergur Þórðarson b) Geir Hallgrímsson c) Halldór Laxness Jody í „Löðri" er orðinn: a) Júlíus Kazendorf b) Júlíus Sesar c) Júlíus Brjánsson Margrét Thatcher er forsæti: ráðherra: a) Bretlands b) Indlands c) Þýskalands

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.