Helgarpósturinn - 18.02.1983, Qupperneq 21
J~felc
'pSshJFhn.
Föstudagur 18. febrúar 1983
21
dæmum utan Reykjavíkur og þess
hluta Reykjaneskjördæmis, sem
liggur á Stór-Reykjavíkursvæðinu,
er rétt að undirstrika, að það tekur
einungis til þéttbýlisstaða, þ.e.
kaupstaða og kauptúnahreppa en
ekki sveitahreppa. Á Vesturlandi
er úrtakið bundið við 6 þéttbýlis-
staði, þ.e.a.s. Akranes, Borgar-
nes, Ólafsvík, Grundarfjörð, Hell-
issand og Stykkishólm en þar eru
71.5% kjósenda kjördæmisins. Á
Vestfjörðum er úrtakið frá 8 þétt-
býlisstöðum eða 65.7% kjósenda. f
Norðurlandi vestra er úrtakið frá 6
þéttbýlisstöðum með 63.7% kjós-
enda. í Norðurlandi eystra er allt
úrtakið frá 4 þéttbýlisstöðum með
71.5% kjósenda. A Austurlandi er
úrtakið frá 10 þéttbýlisstöðum með
72.9% kjósenda. A Suðurlandi er
úrtakið frá 9 þéttbýlisstöðum með
69.7% kjósenda. Úrtakið fyrir
Reykjanes er frá 5 kaupstöðum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, eins og
áður segir, og 5 öðrurn þéttbýlis-
stöðum með alls 96.8% kjósenda
kjördæmisins. Úrtakið fyrir
Reykjavík nær til allra hverfa borg-
arinnar eða 100% kjósenda.
Framkvæmdin
Þessi skoðanakönnun var unnin
á þann hátt, að hringt var í síma-
númer skv. skrá yfir útdregin núm-
er. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu
var hringt í númerin beint en ann-
ars staðar var hringt í viðkomandi
númer með aðstoð Landssímans.
t>ar sem úrtakið miðast við fjöl-
skyldur, en ekki einstaklinga, var
óskað eftir að fá að leggja spurn-
ingar fyrir^þá, sem svöruðu ef þeir
höfðu þá náð kosningaaldri. Spurt
var: „Hverja munduð þið kjósa ef
kosið væri til Alþingis núna?” Nöfn
viðkomandi einstaklinga komu
hvergi fram og voru því hvergi
skráð. Að jafnaði unnu 10-14
manns við þessa könnun 8 klukku-
stundir hvorn dag og var reynt að
vanda til allra vinnubragða svo sem
kostur var.
Þegar litið er á niðurstöður þess-
arar könnunar er eitt og annað sem
nauðsynlegt er að hafa í huga. í
fyrsta lagi er mikilvægt að menn
geri sér grein fyrir því, að skoðana-
kannanir hafa ýmsar og reyndar
margar takmarkanir. Niðurstöður
skoðanakönnunar ber því ekki að
taka í bókstaflegri merkingu held-
ur sem vísbendingu um ákveðna
þróun eða stöðu mála á þeirn tíma,
sem könnunin er gerð.
Úrtakið, 1.03% kjósenda, er í
sjálfu sér engin töfratala. Það sem
mestu máli skiptir er hvernig staðið
. er að verki, hvernig úrtakið er unn-
ið og hvort menn gera sér grein
fyrir þeim takmörkunum sem til-
tekin könnun er háð.
f þessari könnun var tekinn upp
nýr flokkur svara sem ekki var með
í könnun sem gerð var í desember
sl. Þetta er svarið „ætla ekki að
kjósa” eða „ætla að skila auðu”.
umboðinu á íslandi
E.t.v. má gera ráð fyrir að nokkuð
stór hluti þeirra sem þannig svara
fari og kjósi þegar á reynir. Margir
þeirra fara fyrir þrábeiðni kunn-
ingja og vina og aðrir láta segjast af
einhverjum sérstökum ástæðum.
En hvað sem öðru líður á þetta svar
fullan rétt á sér enda felur það í sér
ákveðna afstöðu. Sá sem þannig
svarar er ekki óákveðinn á þeirri
stundu sem hann svarar, hvað sem
síðar kann að verða.
Hlutfallsleg skipting
Á meðfylgjandi töflum er ein-
ungis miðað við prósentutölu en
ekki fjölda einstaklinga sem tóku
þátt í könnuninni. í fyrsta lagi er
litið á heildardreifingu atkvæða og
má þar nr.a. sjá hlutfall þeirra, sem
óákveðnir eru og einnig þeirra sem
neita að svara og þeirra sem ætla
ekki að kjósa. í öðru lagi er litið á
hlutfallstölu þeirra sem tóku af-
stöðu og falla þá niður þeir, sem
voru óákveðnir og þeir sem
neituðu að svara. Hins vegar má
hér sjá hlutfallstölu þeirra sem ætla
ekki að kjósa, enda er hér um á-
kveðna afstöðu að ræða eins og áð-
ur er vikið að. I þriðja lagi koma
einungis þau atkvæði sem koma til
skipta á bakvið kjördæmakosna
þingmenn. í töflunum 11-IX er
reiknaður út fjöldi þingmanna fyrir
hvern flokk í hverju kjördæmi um
sig.
Reykjavík nú og
í desember
Ef litið er á niðurstöður þessarar
könnunar í Reykjavík kemur í ljós
að 12. þingmaður Reykvíkinga
fellur annað hvort í hlut Alþýðu-
flokks eða Framsóknarflokks. Skv.
þessari könnun fær annar þessara
flokka engan mann kjörinn í
Reykjavík. í könnun okkar frá því í
desember 1982 fékk Alþýðuflokk-
urinn 7.2% atkvæða og einn mann
en fær nú 6.6%. Framsóknarflokk-
ur fékk 7.6% atkvæða í desenrber
og einn rnann kjörinn en fær nú
6.6% atkvæða.
í desemberkönnuninni fékk
Sjálfstæðisflokkurinn 48.0% at-
kvæða og 6 menn en fær nú 44.3%
og sama fjölda þingmamía. Staða
Alþýðuflokks, Framsóknarflokks
og Sjálfstæðisflokks í Reykjavík er
því mjög svipuð nú og hún var í
desember að því er atkvæðamagn
snertir.
í þessari könnun fær Alþýðu-
bandalagið 14.65% atkvæða í
Reykjavík og skv. því tvo kjörna
þingmenn. í desember var Alþýðu-
bandalagið með 9.5% atkvæða og
einn mann kjörinn. 1 desentber-
könnun okkar var Vilmund-
ar-framboðið með 12.5% atkvæða
og hefði því fengið einn mann kjör-
Starfsmenn SKÁÍS vinna að skoð-
anakönnuninni um síðustu helgi.
Niðurstöður hennar ættu að geta
orðið ágætt innlegg í stjórnmála-
umræðu dagsins.
inn. 1 þessari könnun er Bandalag
jafnaðarmanna með 14.15% og tvo
menn kjörna í Reykjavík.
Kvennaframboðið er nú nteð
7.0% atkvæða í Reykjavík og hefur
því tapað einu prósentustigi frá því
í desember en heldur áfram einum
manni. í könnun okkar í desember
kom fram verulegur stuðningur við
hugsanlegt framboð Gunnars
Thoroddsen. í þessari könnun
kemur í Ijós að slíkar hugmyndir
eru að mestu horfnar, en þó ekki
alveg. Stuðningur við Gunnar
Thoroddsen er því flokkaður undir
önnur framboð og á það ekki ein-
ungis við unt Réykjavík Iteldur
einnig önnur kjördæmi, sérstak-
lega þó Reykjanes og Vesturland.
Önnur kjördæmi
Ef vikið er að niðurstöðum í
Reykjanesi kemur í ljós að Sjálf-
stæðisflokkur fær þrjá menn
kjörna og ntunar þá að vísu mjög
litlu á 3. manni Sjálfstæðisflokksins
og I. manni Alþýðuflokksins.
Framsóknarflokkur tapar manni á
Reykjanesi en Alþýðubandalag og
Bandalag jafnaðarmanna fá einn
mann, hvor flokkur.
Á Vesturlandi hlýtur Sjálfstæð-
isflokkur 29.15% atkvæða og skv.
þvt' tvo kjörna þingmenn. Frarn-
sóknarflokkur, Alþýðubandalag
og Alþýðuflokkur fá hver um sig
einn mann kjörinn í kjördæminu.
Bandalag jafnaðarmanna er með
4.15% og önnur framboð samtals
8.5%, senr virðist ótrúlega hátt.
Á Vestfjörðum hlaut Alþýðu-
flokkurinn flest atkvæði eða. alls
28.5% og tvo menn kjörna. Fram-
sóknarflokkúr og Alþýðubandalag
hlutu 21.4% atkvæða hvor flokkur
og einn ntann hvor. Sjálfstæðis-
flokkur hlaut 14.3% og einn mann
en Bandalag jafnaðarmanna og
Sérframboð sjálfstæðismanna
hlutu 7.20% hvor flokkur.
Á Norðurlandi vestra hlaut
Framsóknarflokkurinn 44.4% at-
kvæða og þrjá menn kjörna. Sjálf-
stæðisflokkur og Alþýðubandalag
lilutu 22.3% hvor og einn rnann
hvor flokkur. Aiþýðuflokkur hlaut
11.10% atkvæða og engan mann.
Bandalag jafnaðarmanna hlaut
ekkert atkvæði í þessu kjördæmi.
Á Norðurlandi eystra hlaut
Sjálfstæðisflokkur 53.30% at-
kvæða og 4 menn kjörna. Fram-
sóknarflokkur hlaut 17.75% og
einn mann og Alþýðubandalagið
11.10% og einn nrann og Alþýðu-
Ilokkur 8.8% og engan mann kjör-
inn. Bandalag jafnaðarmanna
hlaut 4.45%.
Á Austurlandi var Alþýðu-
bandalagið með 36.85% atkvæða
og tvo menn, Framsóknarflokkur
með 26.30% og 2 menn og Sjálf-
stæðisflokkur með 15.75% og I
mann. Bandalag jafnaðarmanna
og Alþýðuflokkur fengu 5.25%
hvor flokkur en 10.60% féllu á
önnur framboð.
Á Suðurlandi hlaut Sjálfstæðis-
flokkur 50.0% atkvæða og 4 menn
kjörna. Alþýðubandalag lilaut
15.8% og 1 ntann og Framsóknar-
flokkurinn 10.5% atkvæða og 1
mann kjörinn. Alþýðuflokkur og
Bandalag jafnaðarmanna hlutu
7.85% livor flokkur en 8.0%
greiddu atkvæði öðrum fram-
boðum.
Til athugunar
Þegar litið er á niðurstöður í
kjördæmum landsbyggðarinnar
(öðrunt kjördæmum en Reykjavík
og Reykjanesi) er nauðsynlegt að
hafa í huga að sveitahrepparnir eru
ekki með í úrtakinu og getur það að
sjálfsögðu haft veruleg áhrif. Á
Vestfjörðum er hér um að ræða
34.3% kjósenda, á Suðurlandi
30.3%, í Norðurlandi eystra 28.5%
en á Reykjanesi er þessi munut;
sára lítill eða aðeins 3.2%.
Austurland — HiutfaiLsicg
skipting og fjöldi kjördæma-
kjörinna þingmanna
VIII heildar- dreifing þeir sem tóku afstöðu atkvæði til skipta fjöldi þing- manna
Alþýðuflokkur 1.60 3.70 5.25 0
Framsóknarflokkur 8.20 18.50 26.30 2
Sjálfstæðisflokkur 4.90 11.10 15.75 1
Alþýðubandalag 11.50 25.90 36.85 2
Bandalag jafnaðarm. 1.60 3.70 5.25 0
önnur framboð 3.30 7.40 10.60 0
setla ekki að kjósa 13.10 29.70 — —
óákveðnir 44.30 — — —
vilja ekki svara 11.50 100.00 100.00 100.00 5
Suðuriand — Hiutfaiisieg
skipting og fjöldi kjördæma-
kjörinna þingmanna
IX heildar- dreifing þeir sem tóku afstöðu atkvæði til skipta fjöldi þing- manna
Alþýðuflokkur 3.40 5.50 7.85 0
Framsóknarflokkur 4.50 7.40 10.50 1
Sjálfstæðisflokkur 21.00 35.00 50.00 4
Alþýðubandalag 6.75 11.10 15.80 1
Bandalag jafnaðarm. 3.40 5.50 7.85 0
önnur framboð 3.40 5.50 8.00 0
ætla ekki að kjósa 18.35 30.00 — -
óákveðnir 30.30 — — -
vilja ekki svara 8.90 100.00 100.00 100.00 6
Samanburður á fylgi flokkanna í
kosningunum í desember 1979 og í
skoðanakönnuninni núna, í febrúar 1983.
X 1979 atkvæði til skipta fjöldi þing- manna 1983 atkvæði til skipta fjöldi þing- manna
Alþýðuflokkur 17.50 7+3=10 9.60 3 eða 4+X
Framsóknarflokkur 24.90 17+0=17 11.60 9 eða 10+X
Sjálfstæðisflokkur 35.40 15+7=22 40.70 22+X
Alþýðubandalag 19.70 10+1=11 15.90 10+X
Bandalag jafnaðarm. — — 11.40 3+X
Kvennaframboð — — 3.10 1+X
önnur framboð 2.50 100.00 49+11=60 7.70 100.00 0 49 + 11
umboðinu á íslandi