Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 18.02.1983, Qupperneq 24

Helgarpósturinn - 18.02.1983, Qupperneq 24
Prófaðu Föstudagur 18. febrúar 1983 .pfísturinn. Aukin þjónusta OUs iGarÖabæ ábeinnilínu 1 Nokkur kurr er nú meðal ým- /^issa Alþýðuflokksmanna S* vegna sendinga sem þeir hafa fengið frá gömlum flokksbróður sínum, Ágústi Einarssyni, fyrrum gjaldkera flokksins og núverandi liðsmanni Bandalags jafnaðar- manna. Hefur Ágúst sent ýmsum krötum heim eintak af drögurn bandalagsins að málefnagrundvelli með þeim orðum að það sé gert viðkomandi „til gaumgæfilegrar at- hugunar og íhugunar". Þykir sumum þetta miður smekkleg sending frá fyrrum baráttufélaga... Mikill áhugi er nú innan mið- / J stjornar Bandalags jafnaðar- S' mannaumaðfyrstasætiálista þess í Reykjaneskjördæmi skipi Stefán Olafsson lektor og er sögð um það samstaða. Stefán er ættað- ur og uppalinn í kjördæminu, nán- ar tiltekið í Keflavík... V: I fyrrakvöld var ákveðið á fundi stuðningsmanna Gunnlaugs Stefánssonar að hann tæki ekki fjórða sætið á lista Alþýðuflokksins í Reykjaneskjör- dænti í komandi kosningum. í því sæti hafnaði hann í prófkjöri, en stefndi mun hærra. Aftur á móti verður ekki um sérframboð að ræða, né heldur liðveislu við Bandalag jafnaðarmanna... 1 J Gárungarnir voru fljótir að sjá fídusinn í því fyrir Tómas Árnason viðskiptaráðherra að færast niður fyrir Halldór Ás- grímsson á lista Framsóknarflokks- ins á Austfjörðum: Þetta er nefni- lega eina merkið sem menn hafa séð um niðurtalningarstefnu ráð- herrans. Þykir hann hafa sýnt að ekki beri að leita langt yfir skammt við framkvæmd stefnunnar og því talið sjálfan sig niður. Og verður ekki annað sagt en að hann hafi náð góðum árangri... Steingrímur Hermannsson f J sjávarútvegsráðherra mun nú íituga alvarlega að segja ís- land úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Með þeim hætti yrðu hendur fs- iendinga óbundnar þegar hval- veiðibannið gengur í gildi eftir tvö ár þótt fallið hefði verið frá, eftir at- kvæðagreiðslu á alþingi, að mót- mæla því... r'l Frágengið er að við stöðu / J framkvæmdastjóra Lands- S virkjunar taki í sumar Halldór Jónatansson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hennar. Vangavelt- ur hafa verið uppi um að Egill Skúli Ingibergsson hreppti þessa stöðu þegar hann hætti hjá „Kísilmálm- verksmiðjunni á Reyðarfirði", en nú er Ijóst að við brottför Eiríks Briem færast innanhúsmenn upp... v lEnn er ekki vitað hvernig L^bókaforlögin fóru nákvæm- lega út úr síðustu vertíð en ekki gekk jafnvel hjá öllunt. Hið unga forlag Fjölnir sem gaf út sínar fyrstu bækur fyrir síðustu jól er hins vegar strax farið að undirbúa næstu vertíð og stefnir síður en svo í samdrátt þar. Verða gefnir út allt að tíu titlar en voru sex síðast. Meðal útgáfubóka sem vinna er hafin við er síðara bindi endur- minninga Ingólfs á Hellu sem Páll Líndal skráir... •Vl Ekki mun ráðning Magnúsar /■ J Gunnarssonar í stöðu fram- Sl kvæmdastjóra Vinnuveitenda sambands íslands hafa gengið þegjandi og hljóðalaust fyrir sig. Innan VSÍ urðu nefnilega talsverð átök um þessa ráðningu. Hún mun hafa staðið verulega í Flugleiða- veldinu innan sambandsins, sem ekki var hrifið af fortíð Magnúsar sem forstjóra Arnarflugs, og hót- aði jafnvel hörðum viðbrögðum ef af ráðningunni yrði. Það voru svo Davíð Scheving Thorsteinsson og Kristján Ragnarsson sem höfðu ráðningu Magnúsar í gegn, en þeir voru einmitt helstu forvígismenn ráðningar forvera Magnúsar Þor- steins Pálssonar, sem vel að merkja er einnig kominn úr svokölluðum Eimreiðarhópi ungra Sjálfstæðis- manna... ITl Verulegrar óánægju gætir nú meðal forvígismanna litlu T\ y flugfélaganna hérlendis vegna frönsku þyrlanna sem hingað komu í fyrradag. Þyrlur þessar komu með leyfi og vilja samgöngu ráðuneytisins og verða hér í u.þ.b. mánuð við tilraunaflug af ýmsu tagi, m.a. sjúkra- og björgun- arflug. Islenska ríkið tekur þátt í eldsneytiskostnaði og uppihaldi fyrir starfslið þyrlanna. Þykir litlu íslensku flugfélögunum sem ís- lenska ríkið sé hér að taka þátt í þróunarkostnaði fyrir fram- leiðendur þessara nýju þyrluteg- unda og það sem verra er, svipti íslenskar vélar verkefnum og tekj- um í leiðinni. Eru þessi félög að kanna möguleika á iögbanni á starf þessara þyrla hérlendis... 7?,l Menn hafa talsvert velt því I fyrir séi hvernig stóð á því, að J Guðmundur J. Guðmundsson greiddi atkvæði á mánudagskvöld- ið með breytingartillögu sjálfstæð- ismanna við bráðabirgðalögin þar sem gert er ráð fyrir því að gengis- munargjald á skreið yrði fellt nið- ur. Að vísu studdi Guðmundur til- lögu Steingríms Hermannssonar við þriðju umræðu um bráða- birgðalögin daginn eftir unt að gengismunargjaldið yrði sett inn aftur, en með semingi þó og sagði hana vonda. Jafnvel í innsta hring Alþýðubandalagsins áttuðu ntenn sig ekki til fulls á þessu flakki Guð- mundar J. milli stjórnar og stjórn- arandstöðu. En einmitt frá Ajrýðu- bandalagsmönnum er komin sú skýring, að bróðir hans, Jóhann Guðmundsson, sem starfar við fiskmat ríkisins, hafi haft þessi á- hrif á afstöðu jakans. Samstaðan með flokkunum vó þó þyngra við atkvæðagreiðsluna eftir þriðju um- ræðu enda þótt það dygði ekki til, því tillaga Steingríms féll þar á jöfnum, 19:19... BÍLALEIGA Mesta úrvalið. Besta þjónustan. Skeifan 9. 108 Reykjavik s. 91-86915 Tryggvabraut 14, 600 Akureyri s. 96-23515 talsverðan hug á að verða forsætis- ráðherra í „væntanlegum" mála- miðlunum við stjórnarmyndun Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks; þar muni hvorki Geir Hall- gríntsson nc Steingnmur Her- mannsson verða gjaldgengir fyrir mótaðila í því sem flestir telja lík- legast stjórnarmynstur eftir kosn- ingar. Dr. Gunnar er svo sagður vera aftur kominn í sérframboðs- hugleiðingar, hvað sem úr verður, og segja sumir spámenn að hann muni rjúfa ping þegar hann kemur heim frá Danmörku í næstu viku og setji ný b: aðahirgðalög sem frysti öll laun í landinu frant yfir kosning- ar og sýni þar með að þar sé hinn „sterki maður íslenskra stjórn- rnála" sem geri það sem handónýtt þing getur ekki tekist á við... 7^1 Ménn sem orðnir eru það sem ^■J kallað er „heimsfrægir" J bregðast við þessari frægð með ýmsum hætti. Fyrir skemmstu kom hingað til lands sá heimsfrægi Vínarvalsahljómsveitarstjóri Willy Boskovsky til að stjórna Sinfóníu- hljómsveit íslands. Fljótlega eftir að æfingar hófust þótti Boskovsky tilhlýða að sýna „heimsfrægð" sína með þeim hætti að lýsa því yfir við forystumenn hljómsveitarinnar að þeir kynnu hreinlega ekkert að spila. Hleypti þessi einkunnagjöf hins heimsfræga illu blóði í hljóm- sveitina, svo og almennur rudda- skapur mannsins, og kont að því að hún neitaði með öllu að leika undir hans stjórn nema hann bæðist af- sökunar á þessum ummælum og drægi þau til baka. Var nú öllum óviðkomandi vísað úr salnunt, að sögn, og hafnar samningaviðræður við þann heimsfræga. Var honum m.a. tjáð að þótt hann gæti sagt hljóðfæraleikurum í Vínarborg að éta skít og þeir kyngdu því vegna harðrar samkeppni sem þar ríkir um stöður, þá væri slík framkoma ekki liðin hér hjá íslensku sinfóní- unni. Lyktir urðu vitaskuld þær að sá heimsfrægi lúffaði... *»l Ýmsar kenningar eru nú á f' \ lofti um fyrirætlanir hinna ✓ tveggja „grand old men" í ís- lenskunt stjórnmálum, - dr. Gunn- ars Thoroddsen forsætisráðherra og Ólafs Jóhannessonar utanríkis- ráðherra. Báðir eru að hugsa um „grand exit" að hætti „grand old men"; spurningin er aðeins hvernig það mætti verða sem mest „grand". Ólafur Jóhannesson er sagður hafa Olís hefur opnað glæsilega bensínstöð við Hafnarfjarðarveg í Garðabæ. Stöðin er í beinni aksturslínu milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Reykjavíkur. Á Olís stöðinni í Garðabæ færðu bensín og díesel olíu úr hraðvirkum dælum. 1. flokks smurolíur frá B.P. og Mobil. Auk þess allskyns bílavörur og aðrar vörur. Verid velkomin í nýju Olís stöðina í Garðabæ, — bensínstöð í beinni aksturslínu. Sími: 5 10 10

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.