Helgarpósturinn - 22.04.1983, Side 2
Kjörfundur í Kópavogi
Kjörfundur 'í Kópavogi vegna alþingiskosninganna
laugardaginn 23. apríl 1983 hefst kl. 9.00 og lýkur kl.
23.00
Kjörstaðir veröa tveir. í Kársnesskóla fyrir kjósendur
sem samkvæmt kjörskrá eru búsettir vestan Hafnar-
fjaröarvegar og í Víghólaskóla fyrir kjósendur sem
samkvæmt kjörskrá eru búsettir austan Hafnarfjarð-
arvegar.
Aösetur kjörstjórnar veröur í Víghólaskóla.
Vakin er athygli á því aö kjörstjórn getur krafist þess
aö kjósandi sanni hver hann er meö því aö framvísa
nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt.
Kjörstjórnin í Kópavogi
Bjarni P. Jónasson
Ingólfur Hjartarson
Snorri Karlsson
Föstudagur 22. arpíl 1983., íp'ósturinn
Vísis
Hér er ein, sem við seljum
ekki dýrar en við keyptum:
Þrír fyrrverandi ritstjórar
og DV, Gunnar G. Schram,
Þorsteinn Pálsson og Ellert B.
Schram, verða væntanlega þing-
menn um helgina. Sömuleiðis
Kristín Halldórsdóttir, kona fjórða
ritstjórans, Jónasar Kristjánssonar.
Útgáfustjórar DV, Sveinn R. Eyj-
ólfsson og Hörður Einarsson, voru
að ræða þetta á leið út úr húsinu í
vikunni. Sáu þeir þá hvar róni mé
utan í húsið. — Þú skalt ekki gera
þetta maður, á Sveinn að hafa sagt.
— Þú gætir endaö á þingi...
Þótt skipstjórinn á Einari
Ben. sé vígreifur þessa
dagana þykir það ekkert grín
lálið á hendur honum í Sakadómi
Reykjavíkur fyrir að hafa „platað“
Steingrím Hermannsson þegar tog-
arinn var keyptur til landsins. Málið
höfðaði ríkissaksóknari á grund-
velli rannsóknar RLR en hvatamað-
urinn að rannsókninni var Tómas
Árnason viðskiptaráðherra._ Málið
er höfðað á hendur Níelsi Ársæls-
ÞESSA KONU MEGUM VIÐ
EKKI MISSA ÚT AF ÞINGI
Jóhanna
Sigurðardóttir
Metiöhanaafverkum hennar
Hún hefurfluttlagafrumvörpogtillöguráAlþingi m.a. um:
• Jafnrétti kvenna og karla til stööuveitinga og
launa og úttekt á ranglátri tekjuskiptingu í þjóö-
félaginu. Samþykkt 1980.
• Aö tryggja réttarstööu fólks í óvígöri sambúö.
Samþykkt 1980.
• Aö lánskjaravísitala hækki aldrei greiöslubyröi
lána umfram hækkun launa.
• Aö veitt veröi lán til byggingar dagvistarheimila.
Samþykkt 1979.
• Framkvæmdasjóö, sem fjármagnar byggingar
í þágu öryrkja og þroskaheftra.
Samþykkt á Alþingi 1979.
• Aö komið veröi á samræmdu verðtryggðu lífeyr-
iskerfi fyrir alla landsmenn.
• Eftirlit meö ráðuneytum, bönkum og rikisstofn-
unum varöandi risnu7 bifreiöa- og ferðakostnað,
og aukafjárveitingum. Samþykkt 1982 og er aö
koma til framkvæmda.
Jóhanna hefur verið afkastamikiil
fulltrúi kvenþjóðarinnar á Alþingi
Nú vantar herslumuninn til að tryggja
áframhaldandi starf Jóhönnu á Alþingi
LOKAÁTAKIÐ ER EFTIR
Eitt atkvœði — t.d. þitt getur ráðið úrslitum
XA
r
syni skipstjóra og Ólafi Ingimars-
syni stýrimanni en þeir eru helstu
eigendur skipsins. Þegar TÓmas
krafðist rannsóknarinnar lofaði
hann að segja skýrt og greinilega
frá öllu málinu þegar hann fengi
rannsóknina í hendur. Þar sem Ní-
els fullyrti við rannsóknina að bæði
Tómas og Steingrímur hefðu vitað
nákvæmlega hvernig í pottinn var
búið þegar leyfi var veitt til skipa-
kaupanna, fengu báðir ráðherrarn-
ir í hendur afrit skýrslunnar til um-
sagnar fyrir útgáfu ákærunnar.
Eftir það ákvað Tómas að segja
ekki neitt. Báðir hafa ákveðið hafn-
að þessari fullyrðingu skipstjórans.
— Við rannsókn málsins kom í ljós,
að af hálfu viðskiptaráðuneytisins
hafði engin alvarleg tilraun verið
gerð til að sannreyna orð Níelsar og
Ólafs um eignarhald þeirra á til-
teknum skipum. í ráðuneytinu voru
t.d. ekki til grundvallargögn úr veð-
málabókum. Fleiri mál munu vera í
gangi á hendur útgerð skipsins,
m.a. ásökun um að um borð séu
notuð veiðarfæri sem séu ekki í eigu
útgerðarinnar og enginn man eftir
að hafa lánað. Þá hefur ríkissak-
söknari áfrýjað dóminum úr Vest-
mannaeyjum, þar sem Níels var
sýknaður af fiskveiðilagabroti þar
sem vélarstærð var mæld vera önn-
ur en framleiðslustærð...
Stjórnmálamenn hafa auð-
vitað mikið velt fyrir sér
niðurstöðum þeirra skoðana-
kannana sem birst hafa um fylgi
framboða í kosningunum um helg-
ina. Og ekki síst með tilliti til þess
hvort viðkomandi þingmaður sé
dottinn út af þingi eða ekki. Hafa
ýmsir núverandi þingmenn óttast
mjög um sinn hag. Þannig voru
frambjóðendur í Austurlandskjör-
dæmi að velta fyrir sér þessum nið-
urstöðum á kosningaleiðangri fyrir
austan. Þá sagði Egill Jónsson, al-
þingismaður Sjálfstæðisflokksins
um útkomu síns flokks: „Ja, þeir ná
ekki að fá 24—5 þingmenn nema ég
fái að koma með..“
PTl Jökull Jakobsson hefði
f' \ orðið fimmtugur næsta haust
nánar tiltekið 14. september.
Vafalaust verður minningu hans
sýndur sómi með ýmsum hætti þeg-
ar þar að kemur og m.a. heyrum við
að Leikfélag Reykjavíkur, sem Jök-
ull skrifaði fyrir sín fyrstu leikrit,
stefni að því að setja upp það verk
hans sem fyrst sló í gegn.Hart í bak.
Gert er ráð fyrir að leikstjóri verði
Hallmar Sigurðsson...
Þá er að hefjast undirbúning-
ur að gerð kvikmyndar eftir
skáldsögu Jökuls Jakobsson-
ar. Skilaboð til Söndru. Þar hefur
nú verið frágengið að kvikmynda-
tökumaður verði Einar Bjarnason
sem um árabil hefur starfað við það
fag í Svíþjóð en er nýfluttur hingað
til lands.
r'l Brenglun varð í fyrirsögn
f'1 á fréttaklausu um
billjardmeistaramótið í
síðasta blaði. Orðið „Eigum“
breyttist í „Ekki“ þannig að haft
var þar eftir Ágúst Agústssyni að ís-
lenskir billjardmenn ættu ekki
góða möguleika gagnvart útlend-
ingum. Agúst telur þvert á móti að
okkar menn eigi góða möguleika,
eins og kemur fram í klausunni aft-
arlega. Þetta leiðréttist hér með.
— ÓV.
r' l Herra ritstjóri.
f J Mig langar að gera örlitla
y athugasemd við meðfylgj-
andi klausu en hún birtist í síðasta
tölublaði Helgarpóstsins.
Ég hef ekki sótt um stöðu deild-
arstjóra við RÁS 2 hjá Ríkisútvarp-
inu og ætla mér heldur ekki að gera
það, þar sem ég hef ekki sérstakan
áhuga á umræddu starfi. Hins veg-
ar getur vel verið að mig langi til að
hafa umsjón með einhverjum
músíkþáttum á RÁS 2 - en
það er önnur saga.
Virðingarfyllst,
Þorsteinn Eggertsson,
Ránargötu 36,
101 Reykjavík.