Helgarpósturinn - 22.04.1983, Qupperneq 3
3
irinn Fóstudagur
•Jjelgar----------------7--------
posturinn
Blað um þjóðmál, listir og
menningarmál.
Ritstjórar:
Árni Þórarinsson og Björn
Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi:
Guðjón Arngrímsson.
Blaðamenn:
Guðlaugur Bergmundsson,
Ómar Valdimarsson, lllugi Jök-
ulsson.
Útlit:
Kristinn G. Harðarson.
Ljósmyndir:
Jim Smart.
Dálkahöfundar:
Hringborð:
Auður Haralds, Birgir Sigurðs-
son, Heimir Pálsson, Hrafn
Gunnlaugsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Jónas Jónas-
son, Magnea J. Matthíasdóttir,
Pétur Gunnarsson, Sigríður
Halldórsdóttir, Sigurður A.
Magnússon.
Listapóstur:
Heimir Pálsson, Gunnlaugur
Ástgeirsson, Sigurður Svav-
arsson (bókmenntir & leiklist),
Sigurður Pálsson (leiklist), Árni
Björnsson (tónlist), Sólrún B.
Jensdóttir (bókmenntir & sagn-
fræði), Guðbergur Bergsson
(myndlist), Gunnlaugur Sigfús-
son (popptónlist), Vernharður
Linnet (jazz), Árni Þórarinsson,
Björn Vignir Sigurpálsson,
Guðjón Arngrímsson, Guð-
laugur Bergmundsson, Jón
Axel Egilsson (kvikmyndir).
Utanlandspóstar:
ErlaSigurðardóttir, Danmörku,
Adolf H. Emilsson, Svíþjóð,
Inga Dóra Björnsdóttir, Banda-
ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans-
son, Bretlandi, Ólafur Engil-
bertsson, Spáni.
Erlend málefni:
Magnús Torfi Ólafsson.
Skák:
Guðmundur Arnlaugsson.
Spil:
Friörik Dungal.
Matargerðarlist:
Jóhanna Sveinsdóttir.
Stuðarinn:
Helga Haraldsdóttir og Páll
Pálsson.
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
Magnússon.
Auglýsingar: Inga Birna
Gunnarsdóttir.
Innheimta: Guðmundur Jó-
hannesson.
Dreifing: Sigurður Steinars-
son.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Lausasöluverð kr. 20
Ritstjórn og auglýsingar eru að
Ármúla 38, Reykjavík.
Sími: 81866.
Afgreiðsla og skrifstofa eru að
Ármúla 38. Símar 81866 og
81741.
Setning og umbrot
Al prent hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
22. arpíl 1983
Sérstakt samfélag á Hlemmi:
„Fíkniefnaneysla ungs fólks virð-
ist endurspegla neysluvenjur í þjóð-
félaginu almennt. Vímugjafar, sem
ungt fólk neytir, eru oft háðir tísku
og eru oft aðrir en þeir, sem viður-
kenndireru í samfélaginu. Því kann
að vera hyggilegt að forðast að
fjalla um þessi mál á þann veg að
undirstrika bil milli kynslóða en
einbeita sér þess í stað að því að efla
skilning með því að fjalla fremur
almennt um vímugjafaneyslu, t.d.
áfengi og notkun þeirra lyfja, sem
gefin eru samkvæmt læknisráði.
Jákvæð viðhorf eru mikilvæg.
Fullorðnir ættu að forðast að
bregðast við á öfgafullan hátt ef
þeir verða varir við að unglingar
neyti fíkniefna, þ.m.t. áfengi og
tóbak. „Píslarvætti“ getur ýtt undir
neyslu“.
Þessi orð úr leiðbeiningum nýsjá-
lenskra yfirvalda taka tveir náms-
stjórar upp i skýrslu sína, Fræðsla
um áfengi, ávana- og fíknilyf, til
menntamálaráðherra eftir náms og
kynnisferð þeirra til Bretlands ári
síðan. Námsstjórarnir gera athygl-
isverðar tillögur til úrbóta í þessum
málum og í rauninni talsvert önnur
sjónarmið en verið hafa ríkjandi.
í Helgarpóstinum í dag er ítar-
lega fjallað um svo nefnd „dýra-
garðsbörn" í Reykjavík. Af tuttugu
þúsund ungmennum á Reykja-
víkursvæðinu eru dýragarðsbörnin
ekki mörg. En sum eru í mjög alvar-
legu ástandi. Frásögn af tæplega
tvítugum pilti er átakanleg lesning.
Hún hlýtur að verða til þess að kerf-
ið taki sig saman í andlitinu og
viöurkenni vanmátt sinn til að
takast á við alvarlegustu málin, en
bretti um leið upp ermarnar. Þeim
pilti, og öðrum á svipuðum stað
utangarðs í mannlífinu, verður að
kippa innfyrir. Til þess er velferðar-
þjóðfélagið, ekki satt?
Þeir aðilar sem HP hefur rætt við
um fíkniefnavanda unglinga á
Reykjavíkursvæðinu, eru sammála
um að meginþunga skuli leggja á
fyrirbyggjandi aðgerðir með víð-
tækri fræðslu innan skólakerfisins.
Og þá með markvissum aðgerðum,
sérþjálfun kennara og sem hluta af
hinu almenna námsefni í heilsu-
fræðum. Varað er við því að efna til
árlcgra skyndiuppákoma í skólum,
þar sem fyrrverandi ofneytendur,
þvegnir, stroknir og endurhæfðir
segja unglinum hryllingssögur með
ánægjulegum endalokum. Bent er á
að slíkar uppákomur geti vakið
hugsunina: AUt er gott sem endar
vel - það er alltaf hægt að fara í
meðferð ef eitthvað gerist.
Til eru dæmi um það á íslandi að
það hafi meira að segja verið orðið
of seint að fara í meöferð. íslensk
dýragarðsbörn hafa ekki öll lifað
nógu lengi til að fara i meðferð.
Nú á að kjósa lýðveldinu nýja
stjórn. Það væri vert að nýja stjórn-
in færi einn rúnt um Reykjavík og
kynnti sér stöðuna i þessum mál-
um. Eða eiga ekki þessar kosningar
að snúast um velferð þegnanna?
Hægrisveifla?
svo að orði þegar hann heim
sótti I land nýverið, að hér
ríkti martröð hægriaflanna.
Þó fráleitt sé að taka nið-
urstöður skoðanakannana
einsog Grikkir til forna tóku
dulræð orð völvunnar í Delf-
um, þá má ganga útfrá að
þær gefi réttar vísbendingar,
jafnvel þegar alltað helmingi
þeirra sem spurðir eru neita
að láta uppi afstöðu. Skoð-
anakannanir þriggja Reykja-
víkurblaða nýlega gefa til
kynna að vænta megi sterkr-
ar hægrisveiflu í næstu al-
þingiskosningum. Fari svo
kemst ísland óefað í flokk
þeirra ríkja sem lúta stjórn
sljórra afturhaldsafla með
öllu því félagslega misrétti og
menningarlegu deyfð sem
því 'er samfara, og eru
Bandaríkin, Bretland og nú
síðast Vestur-Þýskaland þar
talandi dæmi, að ógleymd-
um ríkjum Austur-Evrópu
sem öll lúta samskonar
afturhaldsöflum, þó með
öðrum fornmerkjum séu.
færslu okkar. Sá samningur
stöðvaði frekari þróun land-
helgismálsins í heilan áratug
eða þartil vinstristjórnin tók
við völdum 1971 og rifti hon-
um með þeim afleiðingum
að fiskveiðilögsagan var
færð út í 50 sjómílur. Nú
bíða gróðamenn svissneska
álhringsins í ofvæni eftir
niðurstöðum næstu kosn-
inga í þeirri rökstuddu von
að þeir geti haldið áfram að
hafa íslendinga að skó-
þurrkum og skammtað þeim
raforkuverð að eigin geð-
þótta, til dæmis með því að
tryggja sér svipaða niður-
stöðu á endurskoðun ál-
samningsins og þeir fengu
1975, þegar þeir höfðu þrjá
fulltrúa Islendinga að fífl-
um. Álmálið snertir þjóðar-
hagsmuni og pyngju hvers
einasta íslendings með ná-
kvæmlega sama hætti og
landhelgismálið en slíkur
hrinqboróió
aBsnaunn
í dag skrifar Sigurður A. Magnússon
Ka
.annski er eðlilegt að öfl
sem hafa meginhluta fjár-
magnsins í landinu á bakvið
sig og reka tvö stærstu dag-
blöðin, auk þess sem þau
hafa sterk ítök í ríkisfjöl-
miðlunum, sópi til sín at-
kvæðum á kjördegi, en
vissulega er það ófagur
vitnisburður um þorra ís-
lenskra kjósenda, gleymsku
þeirra og dómgreindarleysi.
Þó ekki væri annað, þá eru
þeir fulltrúar hægriaflanna,
sem þjóðinni er boðið að
kjósa á þing, þvílíkt samsafn
miðlungsmanna og karakt-
erlausra hentistefnumanna,
að maður stendur höggdofa
gagnvart lítilþægni kjós-
enda.
En margt fleira kemur til.
Við eigum til dæmis í höggi
við harðsvíraðan erlendan
auðhring, sem seilist til æ
meiri áhrifa og valda í land-
inu með fulltingi lítilmót-
legra skósveina sem ganga
erinda hans leynt og ljóst
gegn augljósum þjóðarhags-
munum, og eru skrif Morg-
unblaðsins átakanlegast
dæmi um undirlægjuhátt
sem verið hefur landlægur
allt frá mektardögum hins
danska valds. Afstaða Morg-
unblaðsins og Sjálfstæðis-
flokks nú er næstum skopleg
hliðstæða við frammistöðu
sömu aðila í Iandhelgismál-
inu 1961, þegar viðreisnar-
stjórnin svonefnda samdi
við Breta og Vestur-Þjóð-
verja um afsal á einhliða út-
virðist áróðursmáttur aft-
urhaldsblaðanna vera, að
ríflegur hluti kjósenda virð-
ist eftir öllum sólarmerkjum
að dæma ætla að kasta at-
kvæði sínu á þjóðvillta ál-
flokkana.
Þvert ofaní gefin fyrir-
heit hefur ísland verið tengt
kjarnorkuvígbúnaðarneti
Bandaríkjanna með afleið-
ingum sem enginn hugsandi
maður fer í grafgötur um.
Þetta gerðist raunar fyrir
einum tuttugu árum og virð-
ist allt benda til að hvorki al-
þingi né fjölmiðlar hafi haft
minnstu vitneskju um það,
hvað þá almenningur í land-
inu. Islensk blöð fengu al-
rangar upplýsingar,' jafnvel
hreinar lygafréttir um fyrstu
skrefin sem stigin voru á
þeirri braut að tengja ísland
kjarnorkuvígbúnaðinum.
Þegar ræða átti þessi mál í
útvarpi kom helsti sérfræð-
ingur Morgunblaðsins um
utanríkismál í veg fyrir um-
ræðuþáttinn og gaf þá skýr-
ingu í blaði sínu að við ætt-
um ekki að vera að hnýsast i
bandarísk innanríkismál!
Það eru semsé hershöfð-
ingjar í Pentagon en ekki
kjörnir fulltrúar þjóðar-
innar sem eiga að ráða í
mestu örlagamálum hennar.
Þegar ég las orð blaða-
mannsins rifjuðust upp fyrir
mér orð sem Ólafur Thors lét
falla 20. september 1946:
„í fyrstu báðu Bandaríkin
okkur um Hvalfjörð, Skerja-
fjörð og Keflavík. Þau fóru
fram á langan leigumála,
kannske 100 ár, vegna þess
að þau ætluðu að leggja í
mikinn kostnað. Þarna áttu
að vera voldugar herstöðvar.
Við áttum þarna engu að
ráða. Við áttum ekki svo
mikið sem að fá vitneskju
um, hvað þar gerðist. Þannig
báðu Bandaríkin þá um land
af okkar landi til þess að gera
það að landi af sínu landi.
Og margir óttuðust að síðan
ætti að stjórna okkar gamla
landi frá þeirra nýja landi.
Gegn þessu reis íslenska
þjóðin“.
Síðan þessi orð féllu hefur
mikið vatn runnið til sjávar
og sífellt sigið á ógæfuhlið-
ina í samskiptum okkar við
hið vesturheimska herveldi,
en hvað skyldi Ólafur Thors
segja um málatilbúnað sam-
herja sinna og arftaka, ef
hann væri enn ofar moldu?
Það er mála sannast að þó
afturhaldsöflin hafi ekki
beinlínis mótað stjórn lands-
ins nú um sinn, þá hafa þau
átt öfluga talsmenn í ríkis-
stjórn og leikið lausum hala
í þjóðfélaginu, og er ferill í-
haldsmeirihlutans í borgar-
stjórn Reykjavíkur undan-
farið ár hrollvekjandi á-
minning um hvert stefnir.
Markvisst og miskunnar-
laust hefur verið þjarmað að
þeim sem minnst mega sín,
barnmörgum fjölskyldum,
einstæðum foreldrum, leigj-
endum, meðan braskarar og
skattsvikarar lifa í vellysting-
um og láta launþega axla
hinar sameiginlegu byrðar
og halda svikamyllunni
gangandi, enda komst ritari
Alþjóðasamtaka leigjenda
f róðlegt dæmi um afstöðu
ráðandi afla í höfuðstaðnum
birtist þegar opnuð var
glæsileg menningarmiðstöð
við Gerðuberg í Breiðholti.
Þar var búið að innrétta veg-
legan veitingasal og glæsi-
lega fundarsali og allt virtist
vera í sómanum — nema
sjálft hjarta menningarmið-
stöðvarinnar hafði verið sett
á ís. Það hafði semsé láðst að
veita fé til innréttinda og
bókakaupa í bókasafnið!
Annað talandi dæmi um
frammistöðu hægriaflanna
er Lífeyrissjóður verslunar-
manna, stærsti lífeyrissjóður
landsins. Hann keypti á
liðnu ári skuldabréf af hús-
næðislánakerfinu fyrir að-
eins 10970 af ráðstöfunarfé
sínu á sama tíma og lífeyris-
sjóðir annarra launþega-
samtaka keyptu fyrir 40“7o,
eða meira af ráðstöfunarfe
sínu, samkvæmt umsömd-
um skuldbindingum. Hins-
vegar sá Lífeyrissjóður versl-
unarmanna ástæðu til að
leggja fjármagn í Hús versl-
unarinnar, húsbákn sem fáir
vita til hvers á að nota, en er
í eigu fjárgróðaaflanna.
Sú ráðstöfun er vitaskuld í
fullu samræmi við þá stór-
fenglegu tímaskekkju að
stærsta launþegafélag lands-"
ins skuli lúta stjórn aftur-
haldsafla!
Helgi J. Halldórsson birti
nýlega hugvekju sem hann
nefndi „Þverbrestir í ís-
lenskri þjóðarsál“ og gerði
þar fróðlegan samanburð á
óhappamönnum Sturlunga-
aldar og þeim ólánsmönnum
sem nú ganga erinda erlends
valds og hagsmuna. Þar seg-
ir meðal annars:
„Með þjóðinni eru öfl sem
framar öllu dá auðinn og
það vald sem hann veitir.
Þessi öfl finna til alþjóðlegr-
ar samkenndar og hefur svo
ævinlega verið. Þessi öfl er
einkum að finna meðal ráð-
andi manna í Sjálfstæðis-
flokknum þó að þeir geri sér
ekki grein fyrir því sjálfir og
þaðanafsíður fylgismenn
þeirra. Þetta veldur því að
Sjálfstæðisflokknum hættir
til að taka afstöðu með er-
lendu valdi gegn íslenskum
hagsmunum“.
Vissulega eru þetta orð í
tíma töluð og mættu verða
mönnum umhugsunarefni í
komandi kosningum. Þrátt
fyrir mikil ferðalög til sólar-
stranda eru íslendingar upp-
til hópa lítt veraldarvanir út-
nesjamenn og einkennilega
auðglaptir, sem er vitanlega
nærtækust skýring á vexti
hægriafla í landinu. Skýr
hugsun er fjarri skapferli
þeirra og þeim er bölvanlega
við að þurfa að greina aðal-
atriði frá aukaatriðum, enda
koma þeir sér mest hjá því.
Eitt þeirra höfuðatriða, sem
landsmenn virðast hliðra sér
hjá að hugleiða, er sú
óvéfengjanlega staðreynd að
með viðgangi hægriafla er
verið að breikka bilið milli
fjáðra og fátækra í þjóðfé-
laginu, draga úr jöfnuði og
félagslegri samhjálp sem ver-
ið hefur aðal norrænna sam-
félaga um áratuga skeið og
átt drýgstan þátt í að gera
þau að fyrirmyndum sem
þegnar þjóða um heim allan
mæna til vonaraugum. Það
væri sannarlega illa farið ef
góður árangur af linnulausri
baráttu umbótaafla í íslandi
á umliðnum áratugum ætti
eftir að gleymast í glóru-
lausu lýðskrumi fjármagns-
afla og framagosa þegar í
kjörklefann kemur á laugar-
daginn. SAM